Morgunblaðið - 30.03.2004, Síða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 9
Þri. 30/3: Spínatlasagna og
tómatasalat m. fersku
salati, hrísgrjónum og
meðlæti.
Mið. 31/3: Gadó gadó með kart-
öflusalati, fersku salati,
hrísgrjónum og meðlæti.
Fim. 1/4: Vorrúllur með engifer
og appelsínusósu m.
fersku salati, hrísgrjónum
og meðlæti.
Fös. 2/4: Chilipottur í tacoskel
m. fersku salati, hrís-
grjónum og meðlæti.
Helgin 3.-4/4: Austurlenskar
kræsingar.
Matseðill
www.graennkostur.is
Bankastræti 14, sími 552 1555
Alltaf gott úrval
af vönduðum fatnaði
á sanngjörnu verði
Í páskafríið
Peysur, bolir, kvartbuxur
og síðbuxur
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00.
Laugavegi 4, sími 551 4473
• www.lifstykkjabudin.is
Póstsendum
Fallegt úrval
af sundbolum
Skyrtur - Toppar - Peysur
stærðir 36-56
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18
lau. kl. 10—16
Kringlunni, sími 588 1680.
Seltjarnarnesi, sími 561 1680.
tískuverslun
iðunn
Stretch
gallabuxur
Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán. - fös. kl. 10 - 18, lau. kl. 10 - 14
Útsala - Lagersala
Tilboðsslár
kr 1000 eða 3000
Vor 2004
10% afsláttur
af vorvörum
til 1. apríl
Sendum lista út á land
Laugavegi 63, sími 551 4422
M
A
R
S
T
I
L
B
O
Ð
30% AFSLÁTTUR
MAURA
VETRARKÁPUR
RÁSTEFNA um reynsluna af
stjórnsýslulögum verður haldin á
morgun, miðviku-
dag, en um síð-
ustu áramót var
áratugur frá því
stjórnsýslulög
voru sett hér á
landi.
Það er forsæt-
isráðuneytið, Fé-
lag forstöðu-
manna
ríkisstofnana og
Stofnun stjórn-
sýslufræða og stjórnmála við Há-
skóla Íslands, sem standa fyrir ráð-
stefnunni.
„Á ráðstefnunni veltum við því
fyrir okkur hvernig til hefur tekist
með framkvæmd stjórnsýslulaga og
þróun íslenskrar stjórnsýslu og
stjórnsýsluréttar síðasta áratuginn,“
sagði Skúli Eggert Þórðarson, skatt-
rannsóknastjóri og formaður Félags
forstöðumanna ríkisstofnanas.
Hann sagði að ráðstefnan hæfist
með ávarpi Davíðs Oddssonar, for-
sætisráðherra, en forsætisráðuneyt-
ið bæri ábyrgð á stjórnsýslulögunum
og hefði ýtt þeim úr hlaði fyrir rúm-
um áratug. Síðan hefðu þeir fengið
þrjá fyrirlesara til að fjalla um ólíkar
hliðar þessa máls. Tryggvi Gunnars-
son,, umboðsmaður Alþingis, flytti
erindi sem hann nefndi Tímar breyt-
inga í stjórnsýslunni, en í því færi
hann yfir hvaða áhrif tilkoma stjórn-
sýslulaganna og annarra breytinga á
lagaumhverfi stjórnsýslunnar hefði
haft á starfshætti hennar og gerði
grein fyrir sjónarmiðum um hvernig
til hefði tekist með framkvæmd lag-
anna. Þá myndi Páll Hreinsson, pró-
fessor við lagadeild Háskóla Íslands,
fjalla um aðdragandann að setningu
laganna, hvaða álitaefni hefðu þá
verið uppi, hver þróunin hefði orðið
og hvort breytinga væri þörf . Að síð-
ustu myndi Þorsteinn Geirsson,
ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu, fjalla um reynslu
sína sem stjórnarráðsmaður af lög-
unum. Að erindum loknum yrðu síð-
an umræður, en ráðstefnustjóri væri
Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri.
Ráðstefnan er haldin á Grand hót-
el og hefst á morgun kl. 8:30. Hægt
er að skrá sig til þátttöku með tölvu-
pósti, msb@hi.is.
Ráðstefna um
reynsluna af
stjórnsýslulögum
Skúli Eggert
Þórðarson
LANDSVIRKJUN bárust fjögur til-
boð í umfangsmiklar viðhaldsfram-
kvæmdir við Búrfells- og Hraun-
eyjafossstöð, einar þær stærstu sem
ráðist verður í á sviði viðhalds á
virkjunum næstu þrjú árin. Um er
að ræða sandblástur og málun á
fimm stálfóðruðum aðrennslisgöng-
um og kom lægsta tilboðið frá Sand-
taki, tæpar 164 milljónir króna.
Næstlægstir voru Íslenskir aðal-
verktakar með 175 milljónir króna
en með fylgdi einnig frávikstilboð
upp á 153 milljónir króna.
Önnur tilboð voru frá fyrirtæki í
Danmörku upp á tæpar 200 milljónir
króna og norskt fyrirtæki bauð um
350 milljónir króna í verkið. Kostn-
aðaráætlun Landsvirkjunar nam 290
milljónum króna þannig að lægstu
tilboð eru talsvert undir þeirra áætl-
un. Þannig er frávikstilboð ÍAV að-
eins 52% af áætluninni.
Landsvirkjun áformar að verkið
hefjist í sumar og standi yfir næstu
þrjú sumur. Um er að ræða tvær að-
rennslispípur við Búrfellsvirkjun og
þrjár við Hrauneyjafossstöð. Byrjað
verður á einni pípu við Hrauneyja-
fossstöð í júlí nk. og fyrri pípan við
Búrfell verður svo tekin í gegn í
ágúst. Sama verkskipting verður
sumarið 2005 og síðan verður gert
við síðustu pípuna við Hrauneyja-
fossstöð sumarið 2006. Að sögn
Bjarna Más Júlíussonar hjá Lands-
virkjun er verkinu dreift á þetta
langan tíma til að hafa sem minnst
áhrif á rekstur virkjananna. Verk-
tími í hvert skipti er um 40 dagar en
minnsta álagið er yfir sumarið þegar
ekki er verið að safna í miðlunarlón-
in.
Sandtak bauð lægst
í viðhald við Búrfell
og Hrauneyjafoss
Eitt stærsta við-
haldsverkefni
Landsvirkjunar
næstu þrjú árin
Morgunblaðið/Ómar
Farið verður út í viðhald á Búrfellsvirkjun í sumar og næsta sumar.
HÓPURINN Geðveik list hefur
áhuga á því að stofna samtök sem
myndu styðja við bakið á ungum sem
eldri listamönnum með geðraskanir.
Í tilkynningu frá hópnum segir að
hann leiti eftir einstaklingum og fé-
lagasamtökum til að koma að slíku
verkefni.
Í tilkynningunni segir að hópurinn
trúi því að margir einstaklingar, sem
eigi við geðraskanir að stríða, hafi þá
eiginleika að geta skapað. Þá vanti
hins vegar stuðning og hvatningu til
að koma sér og sínum listrænu hugð-
arefnum á framfæri.
Hópurinn Geðveik list áformar að
setja upp heimasíðu, gefa út safn-
bækur, með t.d. ljóðum og reynslu-
sögum einstaklinga, halda myndlist-
arsýningar, og standa fyrir upplestri
og gerð heimildarmynda, svo dæmi
séu nefnd. „Eins og fyrr segir leitum
við eftir einstaklingum, hópum og fé-
lagasamtökum innan sem utan geð-
heilbrigðisgeirans til samstarfs við
okkur, bæði til beinnar þátttöku á
listrænum vettvangi og til undirbún-
ings og þróunar á hugmyndavinnu til
að setja Geðveika list á laggirnar,“
segir í tilkynningunni. Hópurinn hef-
ur aðsetur í húsakynnum Geðhjálp-
ar.
Geðveik list óskar
eftir samstarfi um
listræna viðburði
Moggabúðin
Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.