Morgunblaðið - 30.03.2004, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.03.2004, Qupperneq 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Vatnaskógur – sumarbúðir fyrir hressa stráka – og það er bara það sem ég geri fyrir hádegi! Upplýsingar í síma 588 8899 og á www.kfum.isNON N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 7 0 3 • s ia .i s Skráning hefst 31. mars kl. 8.00 BIRGIR Íslefur Gunnarsson, formað- ur bankastjórnar Seðlabankans, segir bankann líta þá þróun mjög jákvæð- um augum að viðskiptabankarnir hafi verið að lengja í erlendum skuldum sínum. Greiningardeild Íslandsbanka sagði í Morgunkorni sínu í gær að með nýju löngu 35 milljarða króna er- lendu láni Landsbankans og nýrri 22 milljarða króna lánalínu KB banka ættu þær áhyggjur sem menn hafi haft af erlendri skuldastöðu að minnka. Birgir Ísleifur sagði í samtali við Morgunblaðið að með bréfi Seðla- bankans til viðskiptabankanna og stærsta sparisjóðsins, sem sent hefði verið í desember síðastliðnum, hefði Seðlabankinn bent á að allt of mikið væri treyst á skammtímafjármögnun. Síðan hefðu bankarnir lengt töluvert í lánum sínum, tekið ný lán til lengri tíma en áður, og enginn vafi væri á því að þetta bætti stöðuna verulega. Hins vegar drægi þetta ekki úr heildar- skuldabyrðinni sem væri alveg sjálf- stætt áhyggjuefni. Í Morgunkorni Íslandsbanka kem- ur fram að á síðustu tólf mánuðum hafi útlán innlánsstofnana aukist um 158 milljarða eða um 23%. Lands- bankinn eigi stærstan hluta erlendu útlánanna, eða um 45% af vextinum. Næst komi KB banki með 25% vaxt- arins og svo Íslandsbanki með 15%. Mest af þessum útlánavexti hafi verið í formi erlendra útlána til innlendra aðila en þau lán hafi aukist um ríflega 68% eða um 120 milljarða króna á síð- ustu tólf mánuðum. Í ljósi orða Seðla- bankans hafi allir bankarnir unnið í því að laga hlutfallið á milli erlendra langtíma- og skammtímalána. Skýringin á erlendu lántökunni hefur verið talin vaxtamunurinn á milli Íslands og annarra landa. Um hvort líta mætti svo á að ástæðan fyr- ir þessum miklu erlendu lánum væri sú, að Seðlabankinn hefði haldið vöxt- um sínum of háum of lengi og að þeir væru enn of háir, sagði Birgir Ísleifur að verðbólgan væri fyrsta markmið Seðlabankans. Bankinn hefði metið það þannig að vextirnir hefðu verið nokkuð hlutlausir upp á síðkastið og það styrkti þetta álit bankans að ýmis lönd sem ekki hefðu ósvipað hagkerfi hefðu mjög svipaða vexti. Nefndi hann sem dæmi Ástralíu, þar sem vextir væru 5,25%, og Nýja-Sjáland og Pólland, sem einnig væru með svipað vaxtastig og Ísland. Þau lönd sem hefðu lægri vexti væru þau sem væru að reyna að koma sér upp úr þeirri efnahagslægð sem verið hefði að undanförnu. Hér hefði hins vegar ekki verið lægð og Seðlabankinn hefði metið það svo, að með því að lækka vextina frekar hefði hætta á verðbólgu aukist, ekki síst með tilliti til þeirra miklu framkvæmda sem framundan væru. Lenging erlendra lána jákvæð Morgunblaðið/Ómar Jákvæð þróun Bankastjóri Seðlabankans tekur undir með Íslandsbanka að lenging bankanna á erlendum lánum sínum minnki áhyggjur vegna þeirra. Heildarskuldabyrði bankanna sjálfstætt áhyggjuefni ÁNING ehf., félag í eigu Benedikts Jóhannessonar, Þórðar Sverrisson- ar, Einars Sveinssonar og fleiri, hefur keypt 9,85% hlutafjár í Ný- herja af Sjóvá-Almennum trygg- ingum. Um er að ræða 26 milljónir hluta á verðinu 8,9 og nemur kaup- verðið því 231,4 milljónum króna. Benedikt Jóhannesson er for- maður stjórnar Nýherja og vara- formaður í stjórn Sjóvár-Almennra trygginga hf. Hann á 4,54% hlut fyrir í Nýherja. Þórður Sverrisson er forstjóri Nýherja hf. og átti fyr- ir rúman 4% eignarhlut. Einar Sveinsson, stjórnarformaður Ís- landsbanka og fráfarandi forstjóri Sjóvár-Almennra trygginga hf., á í eigin nafni 1,4% hlutafjár í Ný- herja. Stærsti hluthafi í Nýherja er eft- ir sem áður Vogun hf., sem er í eigu Árna Vilhjálmssonar, með 21,6% eignarhlut. Nýherji á rétt tæpan 10% hlut í sjálfu sér og er því annar stærsti hluthafinn en Án- ing er orðið sá þriðji stærsti. Stjórnarmenn og stjórnendur Nýherja hafa smám saman verið að styrkja stöðu sína í félaginu. Í lok janúar sl. keypti Þórður Sverrisson 13,2% eignarhlut í Nýherja af sjóð- um í vörslu KB banka. Nýherji keypti einnig 6,1% eignarhlut í sjálfum sér af sömu aðilum. Kaup- verðið var það sama og nú eða 8,9 krónur á hlut. Þórður seldi af hlut sínum í febrúar m.a. til Benedikts Jóhannessonar stjórnarformanns og til Vogunar og Fiskveiðafélags- ins Venusar, en Árni Vilhjálmsson situr í stjórn Nýherja fyrir þessi félög. Einnig keyptu nokkrir fram- kvæmdastjórar hjá Nýherja hluti af Þórði. Þórður lýsti því yfir á þessum tíma að hann teldi afkomu- og rekstrarhorfur Nýherja þegar færi að líða á árið, og á næstu ár- um, góðar og þess vegna væri þetta áhugaverð fjárfesting. Hann sagði yfirtöku og afskráningu úr kaup- höll ekki á dagskránni. Stjórnendur í Nýherja auka við hluti sína           ! "!  #$%  &  !'()*  %% +, -!%% $ %    !%'$ !.  ( /  % 0 1$ %(2 ! 0 +, -!%% *. 3' 4*. $ !%% '     2     ! " #    5 7 5 5 5 5 5 5 5 5 5 + ' $ !   VIÐ gerð skattframtalsins, sem nú þarf senn að vera lokið, hefur hluta- fjáreign í KB banka valdið sumum hluthöfum hans heilabrotum. Skýr- ingin er sú að hjá KB banka er hver hlutur 10 krónur nafnverðs hlutafjár, en ekki ein króna eins og hjá öðrum skráðum íslenskum félögum um þess- ar mundir. Markaðsverð hlutafjáreignar KB banka er því ekki reiknað eins og markaðsverð hlutafjáreignar annarra félaga. Eigi hluthafi 10.000 krónur að nafnverði í bankanum á hann 1.000 hluti og til að finna markaðsverðið þarf að margfalda saman fjölda hluta og gengi hluta í bankanum, sem nú er rúmlega 300. Kaupþing fækkaði hlut- um sínum í nóvember árið 2002 í 1⁄10 af því sem þeir voru áður og um mánuði síðar var bankinn skráður í kauphöll- ina í Stokkhólmi. Gengi sænsku krón- unnar er nú um 9,4 krónur íslenskar, sem er svipað og þegar Kaupþing var skráð á sænska markaðinn, og gengi hvers hlutar KB banka í sænskum krónum er því rúmlega þrjátíu krón- ur sænskar. Þó að KB banki sé nú eina skráða fyrirtækið hér landi sem er ekki með einn hlut á móti einni mynteiningu, er þetta algengt erlendis. Hlutir í KB banka valda heilabrotum LÆKKUN erfðafjárskatts hefur engin áhrif á fjármagnstekjuskatt af hlutabréfum, þrátt fyrir að nú verði miðað við markaðsverð en áður hafi verið miðað við nafnverð við útreikn- ings erfðafjárskattsins. Með lögum sem taka gildi 1. apríl næstkomandi mun erfðafjárskattur lækka og verða í einu 5% þrepi, en áður var hann á bilinu 5% til 45% eftir fjárhæð og skyldleika. Þar sem erfðafjár- skatturinn verður með nýju lögunum reiknaður af markaðsverði hluta- bréfa en ekki nafnverði þeirra eins og áður, var verður afleiðingin sú, að þrátt fyrir lækkun hlutfallsins getur skattgreiðsla vegna hlutabréfa verið mun hærri samkvæmt nýju lögunum en þeim eldri, eins og sýnt var fram á í Morgunblaðinu í síðustu viku. Þrátt fyrir að nú sé miðað við markaðsverð við útreikning erfða- fjárskattsins verður engin breyting á útreikningi fjármagnstekjuskatts af söluhagnaði séu bréfin seld. Eftir sem áður verður miðað við mun á því verði sem bréfin voru keypt á og söluverðinu, enda mun litið svo á að erfinginn taki við öllum réttindum og skyldum sem eigninni fylgja. Fjármagnstekjuskattur af hlutabréfum sá sami Áhrif af lækkun erfðafjárskatts ● REKSTUR Þorbjörns Fiskaness hf. skilaði tæplega 300 milljóna króna hagnaði á árinu 2003. Árið áður varð hagnaður- inn einn milljarður. Rekstr- artekjur minnkuðu frá fyrra ári um nær 14% og námu tæp- um 3,9 milljörðum króna. Er þetta rakið til lækk- andi afurðaverðs og sterkrar stöðu íslensku krónunnar. Rekstrargjöld drógust einnig saman, um 7,5% og námu rúmum 3 milljörðum. Hagn- aður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 827 milljónir. Þá drógust fjár- munatekjur saman um 73% milli ára og námu 172 milljónum. Veltufé frá rekstri var 662 milljónir króna á árinu miðað við 939 milljónir árið áður. Eiginfjárhlutfall lækkaði frá upphafi til loka árs úr 31,6% í 29,8% og arðsemi eiginfjár fór úr 53,1% í 10,63%. ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI Hagnaður Þorbjörns Fiskaness minnkar                    ! !  "  #$% %%&& Hádegisfundur um jafnrétt- islöggjöf kl. 13 til 14.15 í Lögbergi stofu 101. Björg Thorarensen pró- fessor, Atli Gíslason, lögmaður og varaþingmaður Vinstri grænna og Eggert Páll Ólason lögfræðingur hjá KB banka ræða lagafrumvarp Vinstri grænna um auknar heimildir Jafnréttisstofu til að krefja fyrirtæki um gögn ef grunur leikur á broti á jafnréttislögum. Í DAG ● SIGURÐUR Einarsson, starfandi stjórnarformaður KB banka og Hreið- ar Már Sigurðsson forstjóri sama banka keyptu í gær hvor um sig 812 þúsund hluti í bankanum á verðinu 303 krónur á hlut og nemur kaup- verðið því alls 492 milljónum króna. Kaupin eru í samræmi við kaup- réttaráætlun sem samþykkt var á að- alfundi bankans um sl. helgi og eru þeir Sigurður og Hreiðar skyldugir til að eiga hlutina í þrjú ár. Bankinn hef- ur jafnframt veitt þeim sölurétt að keyptum hlutum sem ver þá fyrir mögulegu tapi af viðskiptunum. Keyptu hluti í KB banka fyrir 492 milljónir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.