Morgunblaðið - 30.03.2004, Qupperneq 16
ERLENT
16 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
CONDOLEEZZA Rice, þjóðarör-
yggisráðgjafi Bandaríkjaforseta,
varði í fyrrakvöld þá ákvörðun sína
að gefa ekki vitnisburð fyrir opnum
tjöldum fyrir framan þingnefnd sem
rannsakar tildrög hryðjuverkaárás-
anna á Bandaríkin 11. september
2001. Rice sagðist í viðtali í sjón-
varpsþættinum „60 mínútur“ hins
vegar ekkert hafa að fela, þær ásak-
anir væru rangar að ekki hefði allt
það verið gert af hálfu bandarískra
stjórnvalda fyrstu mánuði ársins
2001 sem hægt var að gera til að af-
stýra hryðjuverkunum.
Rice hefur tvívegis komið fyrir
þingnefndina, sem rannsakar hryðju-
verkin. Þeir fundir hafa hins vegar
verið lokaðir almenningi. Hún sagði í
„60 mínútum“ í fyrrakvöld að hún
vildi mjög gjarnan koma fyrir nefnd-
ina en sagði að grundvallarreglan
hefði verið sú að starfandi þjóðarör-
yggisráðgjafar bæru ekki vitni opin-
berlega fyrir þingnefndum.
Meðal þeirra sem hafa krafist þess
að Rice bæri vitni eru fjölskyldur
fólks sem dó 11. september 2001. Af-
staða hennar hefur vakið nokkra úlf-
úð í Bandaríkjunum og hefur sann-
arlega ekki orðið, nema síður sé, til að
draga úr þeim titringi sem ummæli
Richards Clarkes, fyrrverandi ráð-
gjafa Bandaríkjaforseta í hryðju-
verkavörnum, hafa valdið. Clarke
sakar George W. Bush Bandaríkja-
forseta um það í nýrri
bók, Against All Enem-
ies, að hafa staðið sig
„hörmulega“ í barátt-
unni gegn hryðjuverka-
ógninni.
Rice viðurkenndi á
sunnudagskvöld að for-
setinn hefði beðið Clarke
um það daginn eftir
árásirnar á New York og
Washington að athuga
hvort Írakar hefðu haft
eitthvað með hryðju-
verkin að gera. Hún
sagði Bush hins vegar
ekki hafa verið að reyna
að hafa áhrif á störf
Clarke eða fá hann til að segja, að
Írak hefði borið ábyrgð á ódæðunum.
Clarke segir frá því í bók sinni að
Bush hafi virst mjög umhugað um að
tengja Saddam Hussein Íraksforseta
við hryðjuverkin.
„Hér var um ríki að ræða sem við
höfðum háð stríð við nokkrum sinn-
um, Írakar voru að skjóta á flugvélar
okkar á flugbannssvæðinu yfir Írak.
Það var fullkomlega eðlilega að
spyrja um hugsanlega aðild Íraka,“
sagði Rice í fyrrakvöld.
Cheney gagnrýnir Clarke
Rice var ekki sú eina úr framlínu-
sveit Bush Bandaríkjaforseta sem
kom fram í fjölmiðlum á sunnudag en
Bush er mikið í mun að
draga úr þeim pólitíska
skaða, sem staðhæfingar
Clarkes kunna að hafa
valdið honum. Colin
Powell utanríkisráð-
herra sagði m.a. að hann
hefði sótt fundi þar sem
rætt var um hættuna
sem stafaði af al-Qaeda
þegar í upphafi forseta-
tíðar Bush. „Við þurft-
um ekkert á Dick Clarke
að halda til að segja okk-
ur að ástæða væri til að
hafa áhyggjur af hryðju-
verkaógninni,“ sagði
Powell.
Dick Cheney varaforseti lét þess
hins vegar getið í samtali við tímarit-
ið Time að hann teldi Clarke einfald-
lega vera að reyna að selja bók sína.
„Hann hefur nýtt sér þær aðstæður
sem voru uppi í þessari viku til að
kynna sjálfan sig og bókina. Ég þekki
náungann ekki svo vel. Ég hef átt
nokkur samskipti við hann í gegnum
tíðina, en svo ég dæmi bara út frá því
sem ég séð, þá er hann ekki hátt
skrifaður hjá mér,“ sagði Cheney.
Clarke sagði fyrir sitt leyti að um-
mæli varaforsetans væru liður í per-
sónulegum árásum Hvíta hússins á
hann. Markmið þeirra væri að beina
athyglinni frá þeirri alvarlegu gagn-
rýni sem hann hefði sett fram.
Ver ákvörðun um
að bera ekki vitni
Condoleezza Rice segir allt hafa verið gert til að koma í
veg fyrir hryðjuverkin mannskæðu 11. september 2001
Washington. AP, AFP.
Condoleezza Rice
KJÓSANDI í Batumi í Adsjaría-héraði í suðvesturhluta Georgíu hlustar af
ákefð á kosningatölur í gær. Þingkosningar voru í landinu á sunnudag og
bentu síðustu tölur til þess að flokkar hliðhollir núverandi forseta, Mikhail
Saakashvili, myndu vinna yfirburðasigur. Var þeim spáð allt að þrem
fjórðu þingsæta.
AP
Hvernig fór?
DAN Leach, rúmlega tvítugur mað-
ur í Texas í Bandaríkjunum, gaf sig
fram við lögregluna fyrr í þessum
mánuði og játaði á sig morð á unn-
ustu sinni. Gerði hann það eftir að
hafa séð Píslargönguna, kvikmynd
Mel Gibsons, en hún varð til að fylla
hann mikilli iðrun.
Ashley Nicole Wilson, ófrísk unn-
usta Leach, fannst látin 18. janúar
sl. og segist Leach hafa látið líta út
fyrir, að hún hefði stytt sér aldur.
Fannst hún í íbúð sinni og virtist
sem hún hefði hengt sig. Þar fund-
ust líka nokkur orð á miða þar sem
hún lýsti þunglyndi sínu og vanlíð-
an. Kom þetta fram á fréttavef
BBC, breska ríkisútvarpsins, í gær.
Leach gaf sig fram við lögregluna
9. mars sl. en var sleppt meðan mál-
ið var kannað nánar. Var hann síðan
handtekinn síðastliðinn þriðjudag.
Mynd Gibsons hefur víða vakið
upp heitar tilfinningar og deilur og
hafa margir gyðingar gagnrýnt
hana fyrir þá mynd, sem dregin er
upp af trúbræðrum þeirra á dögum
Krists.
Sá Píslargönguna
og játaði á sig morð
NÝ RÍKISSTJÓRN sósíalista
á Spáni hefur ákveðið að fjölga
um helming spænskum her-
mönnum í Afganistan, fer tala
þeirra upp í 250 í sumar, að því
er fram kom í máli fulltrúa
varnarmálaráðuneytisins í gær.
Spænska stjórnin hyggst þó
ekki hverfa frá þeim áformum
sínum, að kalla spænska herinn
heim frá Írak taki Sameinuðu
þjóðirnar ekki við stjórn mála í
landinu af Bandaríkjamönnum.
Talsmaður Federico Trillo,
fráfarandi varnarmálaráð-
herra, sagði að Trillo hefði tek-
ið ákvörðun um það í síðustu
viku að fjölga í liði Spánverja í
Afganistan. Var málið borið
undir Jose Bono, verðandi
varnarmálaráðherra í ríkis-
stjórn sósíalista, og hann gerði
engar athugasemdir.
Sagði talsmaðurinn, Jose
Luis Fernandez, að hermönn-
unum yrði fjölgað úr 125 í 250 í
ágúst nk.
Það var í síðustu viku sem
fyrst fréttist af því að spænska
stjórnin hygðist fjölga í herliði
sínu í Afganistan en ákvörðunin
er sögð liður í því að verjast
hugsanlegri gagnrýni banda-
rískra stjórnvalda varðandi þá
ákvörðun, að kalla heim þá
1.300 hermenn sem staðsettir
eru í Írak.
Spánverj-
ar fjölga í
Afganist-
an-liði
Madríd. AP. SENDIHERRA Bandaríkj-
anna í Lettlandi, Brian Carl-
son, gagnrýndi í gær harkalega
ummæli rússneska stjórnmála-
mannsins Vladímírs Zhírí-
novskís sem hefur hótað Lett-
um öllu illu. Segir Zhírínovskí
að þjóðin kalli yfir sig hryðju-
verk vegna aðildarinnar að Atl-
antshafsbandalaginu, NATO,
og kröfunnar um að lettneska
verði notuð að hluta í skólum
rússneskumælandi Letta.
„Við hlæjum ekki að Zhírí-
novskí,“ sagði Carlson. „Það er
einstakt ábyrgðarleysi að tala
með þessum hætti samtímis því
sem Evrópusambandið er að
ræða aðgerðir gegn hryðju-
verkum eftir harmleikinn 11.
mars [á Spáni]. Fólk sem hagar
sér svona skipar sér í fylkingu
með Osama bin Laden, ETA,
al-Qaeda, 17. nóvember-hópn-
um, Rauðu herdeildunum og
sams konar hryðjuverkasam-
tökum.“
Zhírínovskí er ekki leyft að
heimsækja Lettland. „Ekkert
verður eftir af Lettlandi,“ sagði
hann í viðtali við lettneska sjón-
varpið í liðinni viku. „Ég lofa
ykkur því, bókstaflega ekkert
verður eftir. Allir munu gleyma
Lettlandi og lettneskri tungu.
Við munum eyða öllu ef þið
hróflið við Rússum og rúss-
neskum skólum, því heiti ég.“
Lettland
Zhírínovskí
hótar
gereyðingu
Riga. AP.