Morgunblaðið - 30.03.2004, Síða 19
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 19
Opnunartími virka daga frá kl. 14.00-18.00, um helgar frá kl. 10.30-18.00
Stendur til 4. APRÍL. Upplýsingasími 511 2226
í Perlunni
GRÍÐARLEGT ÚRVAL
AF SPORT- OG GÖTUSKÓM
BANJO
Cintamani RUCANOR
BACKSTAGE
FIREFLY
DARE 2 BE
catmandoo
OKKAR TAKMARK:
Verð 50-80%
undir fullu verði
:
i ll i
Verðdæmi: Okkar verð: Fullt verð:
ADIDAS sundbolir .................................. 1.000 kr. ............... 2.990 kr.
ASICS hlaupaskór ................................... 4.990 kr. ............. 11.890 kr.
CINTAMANI flíspeysur ................. 1.990/2.990 kr. ..... 6.990/7.990 kr.
REGATTA/DARE 2 BE barnaúlpur .......... 2.500 kr. ..... 5.990/6.990 kr.
BACKSTAGE barnaúlpur ........................ 1.990 kr. ............... 4.990 kr.
BANJO smekkbuxur ............................... 1.000 kr. ............... 5.990 kr.
PRO TOUCH barnaskór ........................... 1.750 kr. ............... 3.790 kr.
Kuldagallar barna .................................. 2.990 kr. ............... 7.990 kr.
ADIDAS hlaupaskór ............................... 4.000 kr. ............... 7.990 kr.
Bómullar joggingbuxur ............................ 990 kr. ............... 4.990 kr.
SLOGGI nærbuxur ..................................... 300 kr.
Skíðahanskar ............................................. 300 kr.
GÓÐ aðsókn hefur verið á barna- og
fjölskylduleikinn Honk! sem Leik-
félag Verkmenntaskólans á Ak-
ureyri sýnir um þessar mundir í
leikstjórn Maríu Sigurðardóttur.
Söngleikurinn Honk! er byggður á
ævintýri H.C. Andersen um Ljóta
andarungann, en er eftir þá George
Stiles og Anthony Drew og er í þýð-
ingu Gísla Rúnars Jónssonar.
Nemendur lögðu mikla vinnu í
uppsetningu verksins, hluti búninga
er sérsaumaður af nemendur og for-
eldrum, en sviðsmyndin var í hönd-
um smíðanema skólans. Hljómsveit
leikur undir og er hún skipuð nem-
endum og kennurum en tónlistar-
stjóri er Arnór Vilbergsson. Kór
VMA tekur einnig þátt í uppfærsl-
unni, enda tónlist stór hluti sýning-
arinnar og söngatriði yfir 15 talsins.
Um 50 manns taka þátt í sýningunni.
Þrjár sýningar eru eftir, í kvöld,
þriðjudagskvöldið 30. mars og svo
næstu kvöld, miðvikudagskvöldið 31.
mars og lokasýning er á fimmtu-
dagskvöld 1. apríl. Sýningar hefjast
kl. 19 í Gryfjunni, sal VMA.
Verkmenntaskólinn á Akureyri sýnir söngleikinn Honk! í Gryfjunni.
Góð aðsókn að Honk!
Verklagsreglur fyrir sykur-
sjúka| Hrafnhildur Sigurgeirs-
dóttir M.Ed., kennari við Síðu-
skóla, flytur erindi sem hún nefnir
Aðgerða- og verklagsreglur fyrir
sykursjúka nemendur í íslenskum
grunnskólum.
Fyrirlesturinn verður í dag, 30.
mars, og er í stofu 16 í húsnæði
kennaradeildar í Þingvallastræti
23 og hefst kl. 16:15. Hann er á
vegum skólaþróunarsviðs kenn-
aradeildar.
Í fyrirlestrinum gerir Hrafnhild-
ur grein fyrir niðurstöðum rann-
sóknar sinnar til meistaraprófs við
kennaradeild Háskólans á Ak-
ureyri. Rannsóknin beindist að því
hvort til væru aðgerða- og verk-
lagsreglur fyrir sykursjúka nem-
endur í íslenskum grunnskólum. Í
rannsókninni voru gerð skil á því
hvað slíkar reglur þyrftu að inni-
halda og aðbúnaði þessara nem-
enda í skólum. Afurð rannsókn-
arinnar fólst í drögum að bæklingi
sem inniheldur allar helstu upplýs-
ingar sem skólar, foreldrar og aðr-
ir sem umgangast sykursjúka ein-
staklinga þurfa að vita og hafa.
SÝNING á verkum Aðalsteins Vestmanns, listmálara
og fyrrverandi myndmenntakennara, stendur um
þessar mundir yfir á veitingastaðnum Café Karolínu í
Listagilinu á Akureyri.
Tuttugu myndir eru á þessari sýningu Aðalsteins,
ýmist unnar með olíu, akrýl eða vatnslitum. Síðasta
sýning Aðalsteins var vorið 2001 í Barnaskóla Ak-
ureyrar, þegar hann hætti að kenna þar eftir áratuga
starf. Þar var um að ræða nokkurs konar yfirlitssýn-
ingu; myndir frá ýmsum tímum, en á Karolínu sýnir
Aðalsteinn eingöngu nýjar myndir. Málaðar á þessu
ári og því síðasta.
„Það hefur skapast mikill tími fyrir mig eftir að ég
hætti að vinna, ég hef aldrei kynnst neinu í líkingu við
þetta. Ég er þó ekki alltaf að mála; það koma kaflar
þar sem ég mála mikið og þannig hefur það alltaf ver-
ið. En ef ég stoppa lengi verð ég órólegur. Þetta er
ástríða.“
Hann segir að sumum finnist ef til vill kjánalegt að
vera að dunda sér með pensil, nú þegar myndbönd,
hljóðlistaverk og alls kyns tölvuverk séu vinsæl, en
segist ekki ætla að nýta sér hina nýju miðla. „Nei, –
ég held bara mínu striki. Ég er kominn yfir sjötugt.“
Sannleikurinn er sá, að myndlistarmenn eru dálítið
gamaldags, segir hann. „Kannski er einhver hreyfing
á því núna en þeir þurfa þó alls ekki að vera slæmir
sem sagðir eru gamanldags.“
Myndir Aðalsteins nú eru úr öllum áttum, eins og
hann orðar það. „Mér finnst allt í lagi að það sé ekki
allt saman eins.“
Í sumum myndanna að minnsta kosti má greina ein-
hvers konar andlega upplifun og aðspurður kveðst
listamaðurinn ætíð hafa verið svolítið upptekinn af
andlegum hlutum.
„Kærleiksveran“, „Beðið“ og „Sigla himinfley“ eru
dæmi um myndir af þessum toga.
„Hið andlega hefur alltaf skapað dálítinn sess en ég
hef þó haldið því viljandi til baka úr myndunum. En
nú er ég hættur að kenna og er alveg frjáls: Nú get ég
gert hvað sem er í myndlistinni.“
Aðalsteinn gengur mikið á hverjum degi ásamt eig-
inkonu sinni, og segja má að vatnslitamyndir hans séu
einhvers konar dagbók úr þeim ferðum. „Við göngum
mikið í Kjarnaskógi, Háskólahringinn og inni í innbæ
svo dæmi séu tekin.“ Myndefnið í vatnslitunum er
sem sagt mikið úr göngutúrum, staðir sem heima-
menn kannast vel við.
Aðalsteinn segist einu sinni áður hafa sýnt á Karol-
ínu og það sé gott. „Þetta er góður staður til að kynna
sig. Hann er miðsvæðis. En í gegnum árin hef ég
reyndar alltaf verið latur við að sýna, því ég nenni
ekki að hanga yfir sýningunni.“
Sýningu Aðalsteins Vestmanns á Café Karolínu lýk-
ur 11. apríl.
Nú er ég frjáls; get
leyft mér hvað sem er
Morgunblaðið/Skapti
Aðalsteinn Vestmann við eina mynd sína á Café Karolínu.