Morgunblaðið - 30.03.2004, Page 22
LANDIÐ
22 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ísafjörður | Árshátíð Grunnskól-
ans var haldin nú fyrir helgi og
var þema hátíðarinnar að þessu
sinni „Skólahald í 130 ár“ enda
minnast Ísfirðingar þess að í ár
eru 130 ár liðin frá því að barna-
kennsla hófst formlega á Ísafirði.
Höfðu nemendurnir frjálsar hend-
ur um hvernig þau unnu með við-
fangsefnið.
Farið var yfir söguna og brugð-
ið ljósi á ýmis tímabil með því t.d.
að sýna hvernig börn og full-
orðnir klæddust áður fyrr, hvaða
leiki börnin léku í frímínútum,
hvaða tónlist var vinsæl á hverj-
um tíma og jafnvel rifjaðar upp
gamlar skólaskemmtanir. Sí-
breytileiki kennslu og námsefnis
var skoðaður og jafnvel horft til
framtíðar í þeim málum.
Barnaskólinn á Ísafirði tók
formlega til starfa haustið 1874
og var kennt í leigu- eða láns-
húsnæði þann vetur. Tilsniðið hús
var pantað frá Danmörku og
skyldi samskotafé meðal bæj-
arbúa ásamt gjafafé Sass stór-
kaupmanns nægja til skólabygg-
ingarinnar sem var reist á lóð
númer þrjú við Silfurgötu um
sumarið 1875.
Í fyrstu starfaði barnaskólinn á
Ísafirði án þess að til væri sérstök
reglugerð um starfrækslu hans en
15. nóvember 1877 gaf landshöfð-
ingi út reglugerð um skólann er
bæjarfulltrúar höfðu samið. Er-
indisbréf kennara var að stofni til
það sama og kennarar við barna-
skólann í Reykjavík unnu eftir
með smávægilegum breytingum.
Yngstu börnin í rúmlega 100
ára gamalli skólabyggingu
Fyrstu árin er talið að nem-
endur hafi verið á bilinu 20 til 40
en þeim fjölgaði ört næstu ár.
Þegar leið að aldamótunum 1900
var skólahúsnæðið orðið alltof lít-
ið og nauðsynlegt að reisa stærra
hús. Hinn 7. október 1901 var vígt
við hátíðlega athöfn nýtt einlyft
barnaskólahús ásamt áföstu leik-
fimishúsi og var það mun vand-
aðra en gamla skólabyggingin. Í
húsinu voru þó aðeins þrjár
kennslustofur eða einni fleiri en í
gamla skólahúsinu. Sú viðbót
dugði skammt því árið 1906 voru
um 90 nemendur í skólanum og
bekkurinn þröngt setinn. Sumarið
1906 var byggð önnur hæð ofan á
barnaskólahúsið ásamt viðbygg-
ingu og var það þá nánast komið í
þá mynd sem það er í dag, rúmri
öld síðar.
Húsið stendur enn á sínum upp-
runalega stað við Aðalstræti og
hefur alla tíð verið notað sem
skólahúsnæði fyrir ýmsa aldurs-
hópa. Þar hafði Menntaskólinn á
Ísafirði aðstöðu fyrstu starfsár sín
en undanfarin ár hafa tveir
yngstu árgangar grunnskólans
verið þar til húsa. Síðasta sumar
var hafist handa við að gera húsið
upp í samráði við Húsafrið-
unarnefnd ríkisins og verður það
mikil bæjarprýði þegar því verki
lýkur.
Brugðu ljósi á sögu skólans
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Perlur: Ingunn Ósk Sturludóttir stjórnaði söng Perlukórsins.
130 ár síðan barnakennsla hófst formlega á Ísafirði
Blönduós | Blönduós-Húnavatns-
þingshluti Stóru upplestrarkeppn-
innar í 7. bekk sem hófst 16. nóvember
sl. á afmælisdegi Jónasar Hallgríms-
sonar lauk í Húnavallaskóla við
Reykjabraut að viðstöddu fjölmenni.
Sigurvegari var Helga Margrét Þor-
steinsdóttir Grunnskóla Húnaþings
vestra, í öðru sæti varð Bjarni Salberg
Pétursson Húnavallaskóla og Hulda
Margrét Birkisdóttir Húnavallaskóla
varð þriðja.
Sigurvegar fengu vegleg pen-
ingaverðlaun frá Sparisjóði Húna-
þings og Stranda og skólinn sem sig-
urvegarinn kom frá fékk skjöld einn
fagurlega útskorinn til varðveislu í ár.
Skjöldurinn er gefinn til þessarar
keppni af ættmennum Gríms Gísla-
sonar að tilstuðlan hans í tilefni 90 ára
afmælis hans.
Keppnin tileinkuð
Grími Gíslasyni
Mættir voru 12 lesarar úr skólunum
fjórum í Húnavatnssýslum, þ.e. úr
Grunnskóla Húnaþings vestra, Grunn-
skólanum á Blönduósi, Húnavalla-
skóla og Höfðaskóla á Skagaströnd.
Ungmennin 12 áttu það sameiginlegt
að hafa verið valin bestu lesararnir í
sínum skólum. Að sögn Gunnþóru Ön-
undardóttur kennara á Húnavöllum
var Stóru upplestrarkeppninni hrund-
ið af stað skólaárið 1996–1997. Vorið
2003 var útlit fyrir að keppninni yrði
hætt en menntamálaráðuneytið ákvað
að styrkja hana áfram.
Þegar útlit var fyrir að keppninni
yrði hætt ákváðu skólastjórar grunn-
skólanna í Húnavatnssýslum í samráði
við Grím Gíslason frá Saurbæ í Vatns-
dal að halda keppninni áfram og til-
einka hana Grími í tilefni af 90 ára af-
mæli hans 10. janúar 2002. Framvegis
mun því keppnin heita framsagn-
arkeppni grunnskólanna í Húnavatns-
þingi.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Framsögn verðlaunuð: Sigurvegarar
í framsagnarkeppninni ásamt Grími
Gíslasyni, frá vinstri: Bjarni Salberg
Pétursson, Helga Margrét Þorsteins-
dóttir og Hulda Margrét Birkisdóttir.
Framsagnarkeppni
grunnskólanna í
Húnavatnsþingi
Sauðárkrókur | Rúmlega eitt
hundrað nemendur á starfs-
brautum átta framhaldsskóla hitt-
ust síðastliðið fimmtudagskvöld í
Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra. Tilefnið var keppni í stutt-
myndagerð, þar sem framlag
hvers skóla var kynnt, en síðan
fjallaði dómnefnd um myndirnar
og í lokin kynnti formaður nefnd-
arinnar, Baltasar Kormákur,
kvikmyndagerðarmaður og leik-
stjóri, niðurstöður og afhenti
verðlaun. Svo fóru leikar að nem-
endur Fjölbrautaskólans í Garða-
bæ báru sigur úr býtum.
Þorkell Þorsteinsson aðstoð-
arskólameistari bauð gesti vel-
komna og kynnti heimaskólann
ásamt Vilhjálmi Árnasyni, for-
manni nemendafélagsins. Að því
loknu sagði Karl Lúðvíksson,
brautarstjóri Starfsbrautar, frá
því starfi sem þar fer fram. Í máli
Karls kom fram að nemendur
brautarinnar í FNV eru níu og
auk náms í skólanum eru þeir í
starfsþjálfun hjá fjórtán fyr-
irtækjum á Sauðárkróki og ná-
grenni.
Karl sagði að á haustönn hefði
sú hugmynd komið fram að halda
stuttmyndakeppni starfsbraut-
anna ásamt söngvakeppni, en síð-
an verið horfið frá því og stutt-
myndirnar verið fluttar á
vorönnina.
Karl þakkaði þeim fjölmörgu
sem hefðu lagt því lið að gera
keppnina mögulega og sér-
staklega minntist hann á nem-
endur annarra brauta í FNV sem
önnuðust alla tæknivinnu á þessu
kvöldi og sáu einnig um skemmti-
atriði á meðan dómnefnd sat að
störfum.
Sem áður segir var Baltasar
Kormákur formaður dómnefndar,
en í henni voru auk hans Jón
Ormar Ormsson og Guðbrandur
Ægir Ásbjörnsson. Formaðurinn
afhenti því næst verðlaunin, sem
voru bikarar fyrir þrjú fyrstu sæt-
in, en sigurvegarinn fékk að auki
farandbikar, sem keppt verður
um að ári. Jafnir í þriðja sæti
urðu Borgarholtsskóli og Fjöl-
brautaskóli Norðurlands vestra, í
öðru sæti varð Fjölbrautaskólinn í
Breiðholti, en sigurvegarar voru
nemendur Fjölbrautaskólans í
Garðabæ, og þeir munu þá annast
keppnina að ári.
Skemmtileg frásagnartækni
Baltasar Kormákur lauk miklu
lofsorði á myndirnar, sem hann
sagði allar hinar prýðilegustu, en í
dómsorði um sigurmyndina sagði
hann að í henni kæmi fram
skemmtileg frásagnartækni, smá-
atriði væru notuð á markvissan og
frumlegan hátt, í myndinni væri
mikill húmor og myndatakan með
ágætum.
Sagðist Baltasar sjálfur vera
einmitt núna að fara í gang með
gerð kvikmyndar, og bauð hann
sigurliðinu í heimsókn þar sem
unnið yrði að gerð myndarinnar.
Voru sigurvegararnir hylltir og
dómnefndinni færð blóm fyrir vel
unnin störf, en að lokum var
diskótek fram undir miðnættið.
Garðbæingar
sigruðu í stutt-
myndakeppni
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Myndataka með ágætum: Baltasar Kormákur, formaður dómnefndar,
les dómsorð um sigurmynd Fjölbrautaskólans í Garðabæ.
Geitagerði | Góublót eða síðbúið þorrablót var
haldið í félagsheimilinu Végarði í Fljótsdal 13.
mars og voru það Útbæingar sem stóðu fyrir því
að þessu sinni. Vegna mikilla breytinga og við-
bygginga við húsið, sem Landsvirkjun hefur
staðið fyrir frá því í sumar, varð að hverfa frá
hefðbundinni tímasetningu með „blótið“ en
Landsvirkjun hefur samið við Fljótsdalshrepp
um leigu á staðnum svo sem til skrifstofuhalds
o.fl. til 10 ára og skilar þá umræddum mann-
virkjum til sveitarfélagsins.
Við þetta tækifæri var nýr hliðarsalur tekinn í
notkun, nokkru minni en hinn eldri með „súlum“
á milli. Vegna þess að hann liggur ekki beint við
leiksviðinu varð að leysa það mál með hjálp
tækninnar og virtust gestir ánægðir með það.
Dagskrá var með hefðbundnum hætti nema
hvað virkjunarmálin komu nokkuð við sögu, en
eins og alheimur veit eru allar framkvæmdir hér
á heimsmælikvarða og eygja menn nú hvar-
vetna nýja möguleika í allri flóðlýsingunni.
Fyrsta skrefið á að vera stofnun nýs banka í
sveitinni, sem nýlega stofnað auðkýfingafélag
stendur að. Á skemmtuninni komu fram áhyggj-
ur af kynjamisræminu, öllum piparsveinunum
þar sem ekkert gengur né rekur og ekki lagast
það með öllum þeim fjölda nýbúa sem allir eru
af sama kyni. Töldu margir að þetta þýddi aukið
álag fyrir þær fáu konur sem eru á svæðinu.
Skiljanlega hafa margir þunga þanka af þessu
aukna álagi.
Að venju fór blótið vel fram. Hljómsveit var
fengin norðan úr Bakkafirði og stóð hún vel fyr-
ir sínu.
Blótað á
óvenjuleg-
um tíma
Morgunblaðið/Guttormur Þormar