Morgunblaðið - 30.03.2004, Page 26
UMRÆÐAN
26 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SÚ RÖKLEYSA hefur komið
upp á Akureyri að landshlutar eða
sveitarfélög eigi rétt á opinberum
störfum í hlutfalli við
íbúafjölda sinn. Í
skýrslu Atvinnuþró-
unarfélags Eyfirð-
inga um staðsetningu
opinberra starfa er
staðhæft að þar sem
7,6% landsmanna búa
í Eyjafirði eigi þar að
vera staðsett 7,6%
opinberra starfa, en
því miður er þar „að-
eins“ 6,6% slíkra
starfa, uppá vantar
387 störf.
Eyjafjörður er
vissulega fallegur og
gefur áreiðanlega
íbúunum mikinn inn-
blástur enda hafa
þaðan komið margir
andans kappar og
skýrleiksmenn sem
sett hafa mark sitt á
söguna. Því er ekki
furða þó við með-
aljónarnir sem eigum
okkar uppruna annars staðar rek-
um upp stór augu þegar Eyfirð-
ingar opinbera galla sína svo ekki
sé dýpra í árinni tekið. Maður
hefði nú talið að vænlegra væri að
leggja grunn og hlúa að verð-
mætasköpun og atvinnuuppbygg-
ingu frekar en að fiska eftir op-
inberum störfum.
Dæmi um
öfgarnar
Fleiri dæmi má nefna um eyfirsk-
ar öfgar sem ég reyndar trúi ekki
að nokkur skynsamur maður taki
undir. Ýmsir forystumenn Eyfirð-
inga og á Norðurlandi eystra eru
til dæmis þeirrar skoðunar að
leggja eigi hálendisveg sem ein-
göngu hafi þann tilgang að tengja
saman Akureyri og Reykjavík. Í
vanmetakennd sinni álykta þeir að
framtíð Akureyrar byggist framar
öðru á Reykjavík en ekki á styrku
samstarfi við nágranna sína.
Og svo ekki fyrir alls löngu lét
bæjarstjórinn Akureyrar hafa það
eftir sér opinberlega að eitt mikl-
vægasta verkefni bæjarins væri að
laða fólk til hans úr nágranna-
sveitarfélögunum. Þetta vekur
óneitanlega efasemdir um að
Eyjafjörður geti þróast sem ein
byggð.
Byggðavandi Eyjafjarðar er
gríðarlegur og þar með talinn
vandi Akureyrar. Ég hef gert út-
tekt á íbúafjölda sveitarfélaga
milli áranna 1992 og 2002. Þar
sést greinileg og eindregin fækk-
un fjölskyldufólks á landsbyggð-
inni.
Akureyringar eldast, því þó svo
að þeim hafi í heild fjölgað um 8%
hefur þeim sem eru á aldrinum 0-
44 ára fækkað um 0,3%. Fólk á
þessum aldri er hið eiginlega fjöl-
skyldufólk, eldri hlutinn getur af
sér þann yngri sem er og byggir
upp framtíðina, en framleiðslan er
greinilega ónóg ef svo má að orði
komast. Í þokkabót er fólk á
vinnumarkaðsaldri, 20-64 ára,
færra en landsmeðaltal segir til
um, þar vantar 238 manns, næst-
um þessi opinberu störf sem nú er
krafist. Eldri borgurum fjölgaði
hins vegar umfram landsmeðaltal.
Aldurssamsetning Akureyringa
er óhagstæð en eins og á skal að
ósi stemma mun fólki ekki fjölga á
Akureyri í framtíðinni nema með
tilstyrk þeirra sem eru á fjöl-
skyldualdri og dettur í hug að
flytjast þangað. Og hvaðan á það
að koma? Jú, bæjarstjórnin er í
slag við nágrannasveitarfélögin
um íbúana. Skoðum nokkur dæmi
um hversu auðugan garð er að
gresja annars staðar í Eyjafirði
eða austan við hann.
Í Dalvíkurbyggð hefur fjöl-
skyldufólki fækkað um 6,8% frá
því 1992 en þeim sem eru eldri en
45 ára hefur fjölgað lítilsháttar og
þannig hefur vinnumarkaðurinn
styrkst. Sömu sögu er að segja
um Eyjafjarðarsveit,
þar hefur því fækkað
um 9% frá því 1992 og
er fækkunin svo til
eingöngu meðal
yngsta fólksins. Unga
fólkinu í Grýtubakka-
hreppi fækkaði um
rúm 10% og jafnvel
gamla fólkinu hefur
þar fækkað, er líkleg-
ast farið til Akureyr-
ar.
Á Húsavík fækkar
öllum, þó fyrst og
fremst fjölskyldufólk-
inu og vinnumark-
aðurinn er undir
landsmeðaltali en eldri
borgurum fjölgar.
Vandi Ólafsfirðinga er
mestur. Þar fækkar
um 13% í heild, en
fækkun fjölskyldufólks
er tæp 16%. Meira að
segja vinnumarkaður-
inn hefur látið mikið á
sjá.
Möguleikar Akureyringa felast
aðeins í því að ná eldra fólki til
sín, það yngra er farið suður eða
til útlanda. Ljóst er því að bæj-
arstjórnin þarf að etja kappi við
höfuðborgarsvæðið og þá ætti
samkeppnin um fólkið að fara að
verða skemmtileg endist henni
örendið.
Leggja niður
atvinnuþróunarfélögin?
Hvers vegna fer unga fólkið í
burtu? Er einhver leið að stöðva
þennan fólksflótta? Í stuttri blaða-
grein er ekki hægt að fara ná-
kvæmlega ofan í lausn á vand-
anum enda hafa margir mætir
menn giskað á lausnir þó fáir hafi
verið svo ófrumlegir að halda því
fram að skortur á opinberum
störfum sé grundvallaratriði.
Þvert á móti hafa greinargóðir
rannsakendur staðhæft að fækkun
þeirra muni styrkja atvinnulífið.
Þegar öllu er á botninn hvolft
leysa sveitarfélög ekki nein verk-
efni með því að efna til áfloga við
önnur um íbúa, samgöngumál eða
eitthvað annað.
Á þessu ári eru um 110 milljónir
króna teknar úr ríkissjóði til að
halda úti sex atvinnuþróun-
arfélögum og er þá ekki með talið
framlag sveitarfélaga. Árangurinn
af starfi þeirra er umdeilanlegur.
Áhrifameira væri ef ráðherra af-
henti hverjum landshluta þessa
fjárhæð á sex ára fresti með þess-
um orðum: Byggið upp atvinnu-
lífið hjá ykkur með þeim hætti
sem þið hafið best vit til eða kaup-
ið ykkur aðstoð. Hugsanlega
myndi árangurinn skila sér í
styrkara atvinnulífi. Gallinn er
hins vegar sá að innan héraðs
gæti orðið mikill ófriður um þessa
aura og vilja þá allir hreppar
„sinn réttláta“ skerf. Af látunum
mættum við hinir þó hafa meiri
skemmtun en af atvinnuþróun-
arfélögum. Í skjóli heppsrígsmóra
myndu menn lemja nágranna sína,
sundrung yrði í samböndum sveit-
arstjórarmanna, stórmálaflokkar
klofnuðu, eyðikot yrðu á einni
nóttu að stórbýlum, krummaskuð
lýsa yfir sjálfstæði, hreppstjórar
verða bæjarstjórar og jafnvel
borgarstjórar og á Alþingi láta
menn hendur skipta. Þá myndi
Egill gamli Skallagrímsson
skemmta sér ef hann væri ekki
löngu dauður. Að minnsta kosti er
þetta gáfulegri hugmynd en finna
má í skýrslu Atvinnuþróunarfélags
Eyfirðinga.
Eyfirskar
öfgar
Sigurður Sigurðarson skrifar
um byggð í landinu
Sigurður
Sigurðarson
’ByggðavandiEyjafjarðar er
gríðarlegur og
þar með talinn
vandi Akureyr-
ar. ‘
Höfundur er rekstrarráðgjafi.
FYRIR síðustu borgarstjórn-
arkosningar var mikið rætt um upp-
byggingu á hafnarsvæðinu, þar sem
bygging Tónlistar- og ráðstefnuhúss
ásamt hóteli var þungamiðjan en
jafnframt hugað að uppbyggingu við
vesturhöfnina. Einnig var mikið rætt
um viðbót verslunarhúsnæðis við
Laugaveg og mismunandi stórtækar
hugmyndir um niðurrif gamalla húsa
í miðborginni.
Innan skipulags- og bygging-
arnefndar Reykjavíkur hefur und-
irritaður verið eini kjörni fulltrúinn,
sem hefur barist gegn fyrirhuguðu
fjöldaniðurrifi gamalla bygginga á
miðbæjarsvæðinu. Fulltrúar R- og
D-lista í nefndinni vilja ganga mun
lengra í þeim efnum en faglegir ráð-
gjafar telja verjandi. 19. aldar
steinbæir og hlaðin steinhús eru sér-
reykvísk fyrirbæri, sem fer ört fækk-
andi ásamt fjölda gamalla timb-
urhúsa. Í nafni misskilinnar
þéttingar byggðar er
þessum húsum fórnað
á færibandi. Það sama
á við um áformin um
niðurrif Austurbæj-
arbíós, þar sem litið er
framhjá menningar-
sögulegu hlutverki
hússins og hinni heild-
stæðu borgarmynd
Norðurmýrarinnar.
Sem betur fer eru nú
komnar fram hug-
myndir um stórtæka
uppbyggingu á mið-
bæjarsvæðinu, án þess
að ráðast þurfi í gíf-
urlegt niðurrif eldri
byggðar til að rýma
fyrir nýju skipulagi.
Með því að byggja upp
á vannýttu svæði, sem
nær frá Lækjartorgi
að Austurhöfninni, og
vinna land þaðan vest-
ur á bóginn er ætlunin
að reisa 78 þúsund fer-
metra byggð norðan núverandi
byggðar í kvosinni.
Til að þessar hugmyndir gangi upp
þarf að koma til áhugi fjárfesta og
samvinna borgaryfirvalda og einka-
aðila um skipulagshugmyndirnar.
Einnig verða samgöngu- og bíla-
stæðamál svæðisins að ganga upp en
um leið þarf að tryggja greiða og
helst óhindraða gönguleið frá Lækj-
artorgi að fyrirhuguðu Tónlistar- og
ráðstefnuhúsi og hafnarsvæðinu.
Hugmyndir um að setja Geirsgöt-
una í stokk hafa fengið dræmar und-
irtektir samgönguyfirvalda jafnvel
þó að kostnaður vegna þessa yrði
lágt hlutfall heild-
arkostnaðarins vegna
uppbyggingarinnar eða
um 3 milljarðar króna.
Sú lausn sem nú er
ráðgerð er lakari en þó
viðunandi ef umferð-
arhraða og þar með há-
vaða er haldið í skefjum.
Hún felst í því að lyfta
Geirsgötunni lítillega
þannig að gangandi um-
ferð komi undir götuna
án þess að um eiginleg
niðurgrafin undirgöng
verði að ræða. Gengið
verði inn í bílastæðahús
úr þessum göngum.
Hafnað er hugmyndum
um að taka umferðina
norður fyrir Tónlistar-
og ráðstefnuhúsið og
síðan meðfram hafn-
arbakkanum, enda
myndi sú lausn umferð-
armála slíta hafn-
arsvæðið frá mið-
bænum.
Þó að undirritaður hafi stutt hug-
myndir um að setja Geirsgötu í stokk
er hann almennt á móti því að setja
stóran hluta umferðar í Reykjavík í
göng neðanjarðar. Sums staðar verð-
ur þó ekki hjá því komist til að
tryggja nægilega umferðarrýmd.
Margar hættur fylgja akstri í neð-
anjarðargöngum, ekki síst á meðan
sú ósvinna er látin viðgangast, að
staðsetja olíugeyma í Örfirisey og
flytja eldsneyti þaðan í gegnum mið-
borgina. Umferð olíubíla um neð-
anjarðargöng ætti ekki að leyfa á
annatímum.
Mikilvægt er fyrir hið nýja mið-
bæjarskipulag, að efla samgöngur
með norðurstönd nessins, sem höf-
uðborgin stendur á. F-listinn vill að
farin verði svokölluð nyrðri leið yfir
Kleppsvíkina við lagningu Sunda-
brautar, fremur en innri leið um El-
liðaárvoginn. Nyrðri leiðin er vissu-
lega dýrari til skemmri tíma litið en
líkur benda til að hún sé mun betri en
innri leiðin út frá samgöngu- og um-
hverfissjónarmiðum. Í stefnuskrá
sinni fyrir síðustu borgarstjórn-
arkosningar lagði F-listinn áherslu á
flýtingu Sundabrautar og byggðar
meðfram ströndinni.
F-listinn vill efla almennings-
samgöngur og telur þær eina meg-
inforsendu þess að nýi miðbærinn fái
vaxið og dafnað. Raunhæf þétting
byggðar annars staðar í borginni,
með uppbyggingu sjálfbærra íbúðar-
hverfa, stuðlar einnig að þessu. Sá
aukakostnaður sem hlýst af eflingu
almenningssamgangna getur skilað
sér í minnkandi mengun, minnkandi
sliti á götum og minni sóun, sem felst
í risavöxnum bílaflota íbúa höf-
uðborgarsvæðisins.
En umfram allt þá mun bætt um-
ferðarskipulag stuðla að því, að bestu
hugmyndir um þéttingu byggðar í
Reykjavík, sem fram hafa komið í
langan tíma, geti ræst. Þá mun nýr
og glæsilegur miðbær geta risið
norðan núverandi byggðar í kvosinni.
Nýi norðurmiðbærinn
Ólafur F. Magnússon
skrifar um skipulagsmál
’Nýr og glæsi-legur miðbær
mun geta risið
norðan núver-
andi byggðar í
kvosinni.‘
Ólafur F.
Magnússon
Höfundur er læknir og borgarfulltrúi.
Tillögur að nýju skipulagi miðbæjarins við höfnina í Reykjavík.
SKRIFAÐ stendur „We Serve“
eða við þjónum. Þetta orð lætur lítið
yfir sér en Lionshreyf-
ingin á Íslandi og raun-
ar annars staðar í
heiminum hefur gætt
þetta orð innihaldi sem
flestir landsmenn hafa
einhverja vitneskju
um. Við í Lionshreyf-
ingunni höfum skilning
á því að með sam-
takamætti okkar er
hægt að ná betri ár-
angri í samfélagsþjón-
ustu en einstakling-
urinn getur náð einn
og sér. En hverjum eru
lionsmenn að þjóna? Ég og félagar
mínir í Lionsklúbbnum Ásbirni leit-
umst við að þjóna bæjarfélaginu
okkar í Hafnarfirði, ásamt tveimur
öðrum lionsklúbbum, þ.e. Lions-
klúbbnum Kaldá, sem er kvenna-
klúbbur, og Lionsklúbbi Hafn-
arfjarðar. Í þessum klúbbum er
öflugt starf og hafa klúbbarnir í
gegnum árin komið að margs konar
styrktarverkefnum í bæjarfélaginu.
Stundum einir og sér, stundum sam-
eiginlega eða í samstarfi við önnur
félagsamtök, nú síðast vegna tækja-
kaupa til krabbameinsrannsókna við
St. Jósefsspítalann í Hafnarfirði.
Lionsklúbburinn Ástjörn hefur
komið að mörgum styrktarmálum í
Hafnarfirði í gegnum árin, enda er
klúbburinn orðinn rúmlega þrítugur
að aldri. Klúbbnum
hefur tekist að finna
verkefni þar sem
stuðningurinn hefur
komið í góðar þarfir.
Ekki er ætlunin að
telja þau verkefni upp,
en okkur hefur lánast
að koma stuðningi til
þeirra sem minna
mega sín í þjóðfélag-
inu, s.s. til einstaklinga
sem eiga um sárt að
binda, eldriborgara,
fatlaðra og vistmanna
ýmiss konar heimila
svo eitthvað sé nefnt. Þetta er ein-
mitt einn megintilgangurinn með
lionsstarfinu, en ekki sá eini. Með
lionsstarfinu kynnumst við mönnum
og málefnum og höfum gaman af því
starfi sem við tökum þátt í. Við
kynnumst hver öðrum, myndum vin-
áttu og trúnað og leitumst við að fá
sem flesta fjölskyldumeðlimi virka í
starf og leik.
Eitt af því sem gefið hefur mér
mikla ánægju af að starfa í Lions-
klúbbnum Ásbirni eru bingókvöldin
á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þau höld-
um við mánaðarlega yfir vetrarmán-
uðina ásamt með Lionsklúbbnum
Kaldá. Þessi kvöld eru gefandi og
þakklæti vistmanna er einlægt.
Einu sinni á sumri er farið í fjöl-
skylduferð þar sem komið er saman
á fögrum stað og gjarnan farið í
göngutúr í leiðinni. Haustferð eða
svonefnd jeppaferð er að verða fast-
ur liður í starfsemi klúbbsins svo
ekki sé minnst á bjórhátíðina okkar
sem haldin er í byrjun marsmánaðar
ár hvert. Sú hátíð er ein aðal-
tekjuöflun klúbbsins og rennur allur
ágóði til líknarmála.
Starfsemi lionsklúbba víða um
land er með svipuðu móti enda er til-
gangurinn alls staðar sá sami að
þjóna samfélaginu. Þetta er rifjað
hér upp ekki síst í tilefni af lands-
söfnun Lionshreyfingarinnar sem
nú stendur yfir en að þessu sinni er
söfnunin til styrktar langveikum
börnum. Það er von okkar lions-
manna að vel takist til.
Hvers vegna Lions?
Ólafur Friðriksson skrifar
um rauðu fjöðrina ’Nú stendur yfir söfnuntil styrktar langveikum
börnum. ‘
Ólafur Friðriksson
Höfundur er skrifstofustjóri í
landbúnaðarráðuneytinu og félagi
í Lionsklúbbnum Ásbirni.