Morgunblaðið - 30.03.2004, Side 29

Morgunblaðið - 30.03.2004, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 29 Pólitísk örlög Jean-PierreRaffarins, forsætisráð-herra Frakklands, hénguá bláþræði í gær, daginn eftir að borgaralegu flokkarnir sem að ríkisstjórn hans standa guldu af- hroð í seinni umferð héraðsstjórna- kosninga í landinu. Jacques Chirac forseti íhugaði að grípa til víðtækrar uppstokkunar á stjórninni til að bregðast við hinum harkalega dómi kjósenda yfir henni. Vangaveltur blossuðu upp um hvort Chirac myndi gera Raffarin að blóraböggli fyrir kosningaófarirnar. Talsmenn beggja embætta, for- setans og forsætisráðherrans, héldu sig til hlés í gær. Þó fréttist að Raff- arin hefði verið ekið til lokaðs fundar með Chirac. Að honum loknum lét einn talsmanna forsetans AFP- fréttastofuna hafa eftir sér að forset- inn væri „að vinna með forsætisráð- herranum að ákvörðunum sem hann mun verða að taka á næstu dögum“. Stærsti stjórnarflokkurinn, Lýð- fylkingin (UMP) sem er flokkur Chiracs, og samstarfsflokkurinn Lýðræðisfylkingin (UDF), lutu í lægra haldi fyrir Sósíalistaflokknum í 22 af 26 héruðum Frakklands. UMP og UDF fengu samtals á landsvísu aðeins um 37% atkvæða en sósíalistar, í bandalagi við græn- ingja og kommúnista, náðu í heildina rétt yfir 50% atkvæða. Þjóðfylking- in, flokkur Jean-Marie Le Pens sem er yzt á hægri vængnum, fékk 12,55% á landsvísu, en hún náði í aðra umferð kosninganna í 17 af hér- uðunum 26. Það var eingöngu í Els- ass sem hægrimenn tryggðu sér áframhaldandi meirihluta á héraðs- þinginu. Sextán ár eru síðan vinstrimenn náðu síðast hreinum meirihluta at- kvæða í kosningum í Frakklandi, en það var þegar Francois Mitterrand, sem kom úr röðum sósíalista, hlaut endurkjör með rúm 54% atkvæða, á móti Chirac sem var þá frambjóð- andi hægriflokkanna. François Hollande, leiðtogi sósíal- ista, sagði úrslitin mesta kosninga- sigur franskra vinstrimanna síðan í forsetakosningunum 1981, þegar Mitterrand náði fyrst kjöri. Dregur úr hraða kerfisumbóta Stjórnmálaskýrendur voru í gær ekki í neinum vafa um að uppstokk- un stjórnarinnar væri nú í vændum og að nokkrir háttsettir hausar myndu fá að fjúka. Aðeins ætti eftir að koma í ljós hversu víðtækar mannabreytingarnar yrðu á ráð- herraliðinu. Sigur sósíalista og bandamanna þeirra á vinstri vængnum einangr- aði hinn íhaldssama forseta og liðs- menn hans sem svo alvarlega er far- ið að fjara undan í augum kjósenda, nú þegar helmingur er liðinn af fimm ára kjörtímabili hans. Úrslit héraðsstjórnakosninganna voru sem jarðskjálfti í hinu pólitíska landslagi Frakklands og eru túlkuð sem ótvíræð skilaboð kjósenda til ríkisstjórnarinnar að breyta um stefnu. Stjórnmálaskýrendur telja enda að í kjölfar ósigursins á sunnudag muni franska stjórnin sjá sig knúna til að hægja á kerfisumbótunum sem hún hefur verið að reyna að koma í framkvæmd við misjafnar undir- tektir almennings. En talsmenn stjórnarinnar sögðu þó í gær að umbæturnar yrðu að halda áfram. „Að stöðva umbæturn- ar væri stórskaðlegt fyrir land vort,“ sagði aðaltalsmaður stjórnarinnar, Jean-Francois Cope. Enda er líkum að því leitt að Chirac muni halda Raffarin á sínum stað enn um sinn, unz hann hefur komið áformuðum umbótum á heil- brigðistryggingakerfinu í gegn. Þessi áform hafa nú þegar kallað á reiðilestur úr herbúðum vinstri- manna. Þegar þau verða komin til framkvæmda gæti Chirac þvegið hendur sínar af hinum óvinsælu að- gerðum með því að skipta um mann í brúnni. Raffarin, sem Chirac sótti fyrir tveimur árum af hliðarlínunni í for- sætisráðherrastólinn til þess einmitt að taka til hendinni og fylgja nauð- synlegum kerfisumbótum úr hlaði, lét engan bilbug á sér finna, að minnsta kosti ekki út á við. „Umbæturnar verða að halda áfram einfaldlega vegna þess að þær eru nauðsynlegar,“ sagði Raffarin á sunnudag. Hann varði gerðir stjórn- ar sinnar, sem hefur yfirgnæfandi meirihluta á þjóðþinginu, en sagðist hafa skilning á „áhyggjum og óþol- inmæði“ sem kjósendur virust vera að tjá. Sóknarfæri fyrir sósíalista Fyrir Sósíalistaflokkinn jöfnuðust úrslitin nú á við upprisu úr ösku- stónni eftir niðurlægjandi ósigra bæði í forseta- og þjóðþingskosning- um árið 2002. Hin sterka staða flokksins í héraðsstjórnmálunum skapar honum góðan grunn til sókn- ar fyrir næstu forsetakosningar árið 2007. Ósigur hægriflokkanna í héraðsstjórnarkosningum í Frakklandi Víðtækrar uppstokk- unar vænzt AP Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, og Jacques Chirac forseti á tröppum Elysée-hallar í janúar, er betur horfði fyrir stjórnina. auar@mbl.is  ,  - & . /  +      + 345-678 9 :-5;(5-77- <9  *   B * - *       +  ' + *)   '        0 . - / C D!'C%@ E!F%G  #! H  *  B   * )@ +I 2 ! % J! E !D E (  ) J*!  E *@  %   !* ( !* DC (   C E!* J !C 2! ! %K  D!!  E  D)   J! L D) - *    *   % '   Fréttaskýring | Búizt er við því að Chirac forseti stokki upp í ríkisstjórninni eftir kosningaófarir stjórnarflokkanna á sunnu- dag en bíði hugsanlega með að skipta um forsætisráðherra unz umdeildar kerfis- umbætur eru komnar til framkvæmda. Pólitísk staða Jacques ChiracsFrakklandsforseta hefurveikzt eftir hinn mikla ósig- ur borgaraflokkanna í héraðs- þingkosningum á sunnudaginn, en að fá nýjan mann í stað Jean-Pierre Raffarins í forsætisráðherraemb- ættið gæti reynzt pólitískt hættu- spil. Þetta álit kemur fram í for- ystugreinum helztu dagblaða Frakklands í gær. „Endalok Chirac-ismans,“ skrif- ar hið vinstrihneigða Liberation yf- ir leiðara sinn um málið. „Keisar- inn er klæðlaus: Jacques Chirac hefur beðið mikinn ósigur, án mild- andi kringumstæðna. Kjósendur hafa, eftir 30 ár, loks áttað sig á öll- um tilburðum hans,“ segir í leið- aranum. Hið íhaldssama Le Figaro segir í sínum leiðara um kosningasigur sósíalista og bandamanna þeirra: „Niðurstöður fyrri umferðar [kosn- inganna sem fram fóru fyrir hálf- um mánuði] mögnuðust upp; bleik bylgja hefur dembzt yfir landið.“ Stærsti stjórnarflokkurinn, Lýð- fylkingin (UMP) sem er flokkur Chiracs, og samstarfsflokkurinn Lýðræðisfylkingin (UDF) guldu af- hroð í flestum héruðum Frakk- lands í kosningunum, en Sósíalista- flokkurinn verður næsta kjörtíma- bilið við völd í 20 af 22 héraðsþing- um landsins. Kjósendur á hægri vængnum voru klofnir og hlaut Þjóðfylking Jean-Marie Le Pens, sem er yzt til hægri, 12,5% atkvæða í heild á landsvísu, en flokkurinn komst í aðra umferð kosninganna í 17 af héruðunum 22. Einmenningskjördæmakerfið sem við lýði er í Frakklandi veitir jafnan stærsta flokknum langflesta kjörnu fulltrúana en útilokar smá- flokka. „Þótt meirihluti þjóðarinnar kjósi enn til hægri hafa UMP og UDF tapað á öllum vígstöðvum,“ segir Le Figaro. En Liberation varar við því að sigur sósíalista sé frekar að rekja til óánægjukjörs gegn ríkisstjórn- inni en nokkurra hugmynda- fræðilegra tengsla kjósenda við Sósíalistaflokkinn; stefna hans væri enn langt frá því að vera full- mótuð. Vangaveltur um hvað yrði um Raffarin forsætisráðherra voru áberandi í blöðum gærdagsins. Parísarblaðið Le Parisien skrifaði með stríðsfréttaletri „Hvað gerir hann?“ á forsíðu, með mynd af Chirac í þungum þönkum. Fyrir kosningarnar var talið lík- legt að stokkað yrði fljótlega upp í stjórninni, er kjörtímabil þjóð- þingsins er hálfnað, og Raffarin héldi áfram sem forsætisráðherra að minnsta kosti fram á næsta haust. Stærð kosningaósigursins þykir hins vegar hafa grafið mjög undan honum. En Le Figaro bendir á að Chirac sé enn þeirrar hyggju að bezt væri að Raffarin yrði áfram merkisberi ríkisstjórnarinnar bæði í Evrópu- þingkosningum í júní og við að hrinda í framkvæmd umdeildum umbótum á velferðarkerfinu, vinnulöggjöfinni og á orkufyrir- tækjum í ríkiseigu. Sarkozy næstur Forsetinn er líka hikandi við að ýta Raffarin frá vegna þess að maðurinn sem líklegastur þykir til að koma í hans stað er innanríkis- ráðherrann Nicolas Sarkozy, en hann er jafnframt keppinautur Chiracs um forystuna fyrir miðju- og hægrivængnum, að sögn Le Fig- aro. „Með Sarkozy [í broddi fylking- ar] myndu hægriflokkarnir halda völdum, en fyrir Jacques Chirac myndu vandræðin byrja fyrir al- vöru,“ segir í Figaro-leiðaranum. Liberation tekur enn dýpra í ár- inni og fullyrðir að með hinn vin- sæla Sarkozy í forsætisráðherra- stólnum myndi „Chirac-tímabilinu ljúka á morgun“. Chirac í klípu Frönsk blöð segja það myndu reyn- ast pólitískt hættuspil fyrir forset- ann að skipta um forsætisráðherra París. AFP. efur m.a. annsókn- fiski við dum el á ðherra að ósk a í sjávar- síðan eng- ni en þau ulltrúa, ar. Auk ðar á sel nda vegna ón með talningu irra. Þá ulega skum auk varlíf- aður lagi að é í útrým- það litlar verandi marga aldið því ð og að ut. „Ég á m] fækki ðarnar rið hefur segir sýna að kar á ngað til marka in mark- rsu stór ú séu . Erlingur bendir á að útbreiðsla útsels sé orðin vandamál að mati margra í Kanada og sendinefndir þaðan komið hingað til að kynna sér nýtingu sels hér á landi. „Kan- adamenn ætla einmitt að fara í það að fækka útselnum út af ormi og fiskáti, eins og við erum búin að vera að gera,“ segir Erlingur. Þrjátíu veiddu sel á síðasta ári Útbreiðsla útsels er takmörkuð við Norður-Atlantshafið og Eystra- salt. Við Ísland er útselur tíðastur við vestanvert, norðvestanvert og suðaustanvert landið. Mestu kæpi- stöðvar eru í Hvalseyjum við Mýrar, í Breiðafjarðareyjum, við norðan- verðar Strandir, Skaga og á Skeið- arársandi. Hringormanefnd hefur frá árinu 1982 greitt til selveiða við Ísland. Fyrstu árin var greitt fyrir alla seli, en frá 1. mars árið 1990 hefur að- eins verið greitt fyrir veiðar útsela. Erlingur segir að bændur sem veiði sel séu nú um þrjátíu en þeim hefur fækkað ört undanfarin ár. Hann segir svonefnda landhelgi lögbýla gilda þegar kemur að leyfum til veiða á sel en strangt til tekið megi hver sem er veiða útsel úti á sjó. Er- lingur segir líka nokkuð um það að hringormanefnd greiði fyrir útseli sem komi grásleppunet. Á síðasta ári voru greiddar sam- kvæmt ákvörðun hringormanefnd- ar 4.000 krónur fyrir fyrsta flokks skinn af útsel, 3.000 kr. fyrir lakari skinn og ekkert fyrir ónothæf skinn. Erlingur segir að nýting á skinni og kjöti útsels hafi aukist undanfarin ár. Morgunblaðið/RAX a þurfi selsins % & ' (          A=5 A=> A?< A?> A<< A<: 5><< 5<<< 8><< 8<<< ><< < 85 88 8< ? = 6 9 >  !. 5  6 !  (%(3. ,7%  ega helming frá árinu 1990. 90. Stofninn er ekki í út- ngs á Hafrannsóknastofnun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.