Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 35
Stefán lést fyrir meira en tveimur
árum bjó hún ein í sínu stóra húsi.
Það var hluti af lífsviðhorfi hennar
að halda heimili svo lengi sem stætt
væri. Það hefði hún samt ekki getað
nema fyrir frábæra umhyggju
barna hennar sem komu daglega til
að annast hana, eftir því sem þau
höfðu frekast tækifæri til. Um-
hyggja þeirra var einstök. Á heimili
sínu fékk hún síðasta áfallið sem
leiddi hana til dauða á sjúkrahúsi
rúmum sólarhring síðar.
Þegar aldurinn færist yfir fjölgar
þeim skörðum sem myndast í hóp-
inn í kringum mann. Nú er komið
enn eitt skarðið þar sem Guðrún
var. Á þessari stundu er efst í huga
þakklæti okkar hjónanna fyrir að
hafa fengið að verða henni sam-
ferða. Og minningin um hana verð-
ur með okkur enn um sinn.
Árni Benediktsson.
Guðrúnu Sigurgeirsdóttur, konu
Stefáns móðurbróður okkar heitins,
höfum við systkinin þekkt alla okk-
ar ævi. Hún var hluti af fjölskyld-
unni, hluti af lífinu. Nú er hún dáin
og þar með verða dálítil kaflaskil.
Heimili þeirra hjóna verður ekki
lengur fastur punktur í tilverunni
en minningarnar koma upp í hug-
ann.
Systkinin frá Garði, Stefán og
mamma, voru mjög samrýmd. Þau
voru miklir vinir á sínum æskuárum
og eftir þau höfðu bæði fest ráð sitt
kom það af sjálfu sér að mikill sam-
gangur var á milli heimilanna. Við
krakkarnir skynjuðum að Guðrún
og Stefán voru mjög samhent hjón
og myndarskapur Guðrúnar í öllu
sem að heimilishaldi laut var aug-
ljós. Þetta kom kannski hvað best í
ljós í hinum óteljandi fjölskyldu-
veislum fyrst á Kaplaskjólsvegin-
um, síðan á Tómasarhaganum og á
Sæbrautinni og að lokum í Sporða-
grunninum. Veislurnar á jóladag,
sem annað hvert ár voru heima hjá
Guðrúnu og Stefáni, verða lengi í
minnum hafðar. Kræsingarnar,
dansinn kringum jólatréð, púkks-
pilið og fleiri hefðir voru ómissandi
þáttur í jólahaldinu. Þessum sam-
verustundum ætlum við yngra fólk-
ið reyndar að halda áfram, að hluta
til minningar um horfna fjölskyldu-
meðlimi.
Þó hlutdeild Guðrúnar í fjöl-
skylduheildinni sé okkur ofarlega í
huga minnumst við hennar líka sem
einstaklings. Við minnumst hennar
sem tignarlegrar og svipmikillar
konu, öruggrar í fasi. Okkur var
kunnugt um listfengi hennar og
veltum því fyrir okkur af hverju
hún hætti að mála. Þær myndir sem
við höfum séð eftir hana benda til
að það hefði hún ekki átt að gera.
Síðustu árin eftir að Stefán dó og
heilsu Guðrúnar fór verulega að
hraka komu vel í ljós hinir sterku
innviðir í sambandi Guðrúnar við
börn sín og barnabörn. Umhyggja
Sigurðar Boga og Rögnu Hafdísar
fyrir móður sinni var sérstök.
Við vottum Sigurði Boga, Rögnu
Hafdísi, Jóni Loga, Guðrúnu Völu
og Sigurbirni Boga samúð okkar.
Blessuð sé minning Guðrúnar Sig-
urgeirsdóttur.
Margrét, Björg og Benedikt.
Hún Guðrún Sigurgeirsdóttir er
dáin. Guðrún var mér alltaf mjög
kær frænka, en hún var gift Stefáni
Bogasyni lækni sem lést 2001. Mik-
ill samgangur og kærleikur var á
milli systkinanna fimm sem komust
til manns, en tvö létust á fyrstu ár-
um ævi sinnar. Systkinahópurinn
bjó sín fyrstu ár á Fálkagötu 30, en
pabbi minn, Lárus, var þeirra elst-
ur. Eftir að systkinin hófu búskap
var það oftar en ekki fastur liður
hjá pabba og mér að fara á sunnu-
dagsmorgnum vestur í bæ til að
taka hús á systrum og mágum sem
þar bjuggu. Alla tíð var gaman og
gott að heimsækja Guðrúnu og fjöl-
skyldu, því ég var alltaf svo hjart-
anlega velkominn á þeirra heimili.
Eftirlifandi börnum þeirra og
öðrum aðstandendum sendi ég mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Guðrúnar
Sigurgeirsdóttur.
Gunnar Lárusson.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 35
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og systir,
ANNA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
frá Akureyri,
búsett í Danmörku,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðviku-
daginn 31. mars kl. 13.30.
Gustav Behrend, Mette Nilsen,
Auður María Behrend, Mark Uldahl,
Mari Anne Behrend,
Gunnar Jónsson,
Ragnheiður Jónsdóttir,
Pétur Jónsson,
Pálmi Geir Jónsson,
Kristinn Örn Jónsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ERNA ÞORGEIRSDÓTTIR,
Snorrabraut 56,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
laugardaginn 20. mars, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 30. mars,
kl. 13.30.
Katrín Magnúsdóttir,
Erna Hjaltested, Sigfús Þór Sigmundsson,
Stefán Hjaltested,
Guðrún Hlín Hjaltested,
Guðrún Magnúsdóttir, Helgi G. Sigurðsson,
Gunnar Páll Helgason,
Jóhann Örn Helgason,
Sighvatur Magnús Helgason.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför móður okkar,
GUÐNÝJAR BERGSVEINSDÓTTUR,
Hornbrekku,
Ólafsfirði.
Björk, Guðbjörn, Reynir
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓHANNS EIRÍKS JÓNSSONAR,
Beinakeldu.
Ingibjörg Eysteinsdóttir,
Rósa Friðbjörg Eiríksdóttir, Ingi Friðbjörnsson,
Eysteinn Jóhannsson, Hulda V. Arthúrsdóttir,
Jón Jóhannsson,
Guðráður B. Jóhannsson
og öll afabörnin.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang-
afa,
NIKULÁSAR JENSSONAR
fyrrv. bónda í Svefneyjum,
Austurbrún 2,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins.
Aðalheiður Sigurðardóttir,
Jónína, Jens Ragnar, Kristinn, Sigrún Elísabet, Kristján Valby,
Þórhallur, Unnar Valby og Dagbjört Kristín,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Erna Þorgeirs-dóttir fæddist í
Reykjavík 3. febrúar
1929. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
20. mars síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Þorgeir Pét-
ur Eyjólfsson, f. á
Eskifirði 3. nóvem-
ber 1888, d. í
Reykjavík 30. mars
1984, og Guðrún
Runólfsdóttir, f. í
Reykjavík 29. janúar
1887, d. 8. apríl
1981. Systkini Ernu voru Katrín
Laufey, f. á Eskifirði 12. október
1910 , d. 3. febrúar 1965, Run-
ólfur Óskar, f. í Reykjavík 19.
desember 1912, og Guðrún, f. í
Reykjavík 17. júní 1921, d. 18.
júlí 1995. Uppeldisbróðir Ernu
var Ólafur Galti Kristjánsson, f.
22. október 1922, d. 23. október
2001.
Erna giftist Magnúsi Gunnari
Magnússyni, f. 3. október 1923,
d. 2. desember 1991, og eignuð-
ust þau tvær dætur, þær eru: 1)
Katrín, f. 23. september 1948,
var gift Ófeigi
Hjaltested og eign-
uðust þau þrjú börn,
Ernu, f. 10. október
1972, Stefán, f. 20.
júní 1977, og Guð-
rúnu Hlín, f. 26. apr-
íl 1984, og 2) Guð-
rún, f. 10. nóvember
1959, gift Helga G.
Sigurðssyni, synir
þeirra eru Gunnar
Páll, f. 7. desember
1984, Jóhann Örn, f.
4. janúar 1988, og
Sighvatur Magnús,
f. 5. maí 1992.
Erna útskrifaðist frá Kvenna-
skólanum í Reykjavík, hóf síðan
störf hjá Sjóvá tryggingarfélagi
og starfaði þar til ársins 1979,
eftir það starfaði hún hjá Lands-
banka Íslands þar til hún fór á
eftirlaun 1997. Erna og Magnús
bjuggu lengst af á Freyjugötu 47
en fluttu á Melabraut 11 á Sel-
tjarnarnesi árið 1978. Síðastliðin
þrjú ár bjó Erna á Snorrabraut
56 í Reykjavík.
Útför Ernu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Ég kveð hana ömmu mína með
söknuði. Amma á Meló eða amma á
Snorrabraut í seinni tíð var traust,
ákveðin og einstaklega vel gefin
manneskja.
Ávallt átti ég hennar stuðning vís-
an. Þegar ég var yngri var gaman
að heimsækja ömmu og afa. Þá var
boðið upp á ís, en einnig bakaði
amma uppáhaldssmákökurnar mín-
ar hver jól og geymdi sérstaklega í
frysti handa mér út árið. Einnig var
hefð fyrir því að bjóða upp á rjúpur
á aðfangadagskvöld og beitti amma
oft klækjabrögðum til þess að út-
vega bestu rjúpurnar hverju sinni.
Eftir menntaskóla lá leið mín í
verkfræði við Háskóla Íslands og
fyrsta veturinn bjó ég hjá ömmu, en
þá var afi látinn. Stundum var því
hent að ég byggi á hóteli enda hugs-
aði amma mjög vel um mig, hún eld-
aði fyrir mig, sá um þvott og önnur
tilfallandi verk. Kann ég henni mín-
ar bestu þakkir fyrir.
Amma fylgdist vel með málefnum
samtímans og gat rætt um allt milli
himins og jarðar. Hún hefði eflaust
sómt sér vel sem stjórnmálakona og
var talsmaður öflugs velferðarkerfis
samhliða einstaklingsfrelsi. Ósjald-
an voru hápólitískar umræður í fjöl-
skylduboðum og helstu málefni
krufin til mergjar. Skoðanir ömmu
byggðust á sanngirni, heiðarleika og
réttsýni.
Fátt fannst henni verra en spill-
ing og ólýðræðislegir stjórnhættir.
En amma var líka mikil félagsvera
og á meðan ég bjó hjá henni var allt-
af eitthvað að gerast hjá henni. Lá
vinum mínum stundum á orði að
hún kæmi seinna heim en ég á
kvöldin. Hún er sú manneskja sem
mér hefur þótt hvað vænst um á æv-
inni. Ég kveð hana með söknuði og
mun ég ávallt reyna að hafa hennar
lífssýn í heiðri.
Stefán H. Ófeigsson,
verkfræðingur.
Amma mín, Erna Þorgeirsdóttir-
,fæddist í Reykjavík og var alin upp
yngst systkina sinna hjá foreldrum
sínum á Lokastíg 24a. Hún var því
sannkölluð Reykjavíkurmær. Hún
ólst upp við mikið ástríki hjá for-
eldrum sínum og átti því margar
góðar minningar úr uppvextinum.
Amma útskrifaðist úr Kvennaskól-
anum 1946. Hefði hún verið fædd
síðar á öldinni er ég viss um að hún
hefði lagt enn frekara nám fyrir sig
þar sem hún var skarpgreind og
dugnaðarforkur. Eftir útskrift hóf
hún sinn starfsferil en hún vann við
skrifstofustörf alla tíð, m.a. hjá
Sjóvá og Landsbanka Íslands þar til
hún hætti fyrir nokkrum árum. Þá
gegndi hún starfi trúnaðarmanns
hjá Landsbanka Íslands í fjölmörg
ár. Hún sinnti síðan heimili þeirra
afa Magnúsar af sömu vandvirkni
og dugnaði og öllu öðru sem hún tók
sér fyrir hendur.
Eftir að hún hætti að vinna er
amma búin að njóta lífsins enn frek-
ar og sagði að það væri ósköp þægi-
legt að geta nú bara haft þetta eins
og henni dytti í hug. Hún ferðaðist
meðal annars til Brasilíu, Suður- og
Austur- Evrópu og hafði virkilega
gaman af. Þá stundaði hún fé-
lagsstörf og leikfimi allt þar til hún
veiktist síðastliðið haust.
Amma mín hafði sterka réttlæt-
iskennd og fylgdist ákaflega vel með
fréttum og allri þjóðmálaumræðu.
Þegar hún bjó á Seltjarnarnesinu
tók hún 2. sæti á lista framboðs Al-
þýðuflokksins í sveitarstjórnarkosn-
ingum eitt árið. Hún vildi þó ekki
gera mikið úr stjórnmálaþátttök-
unni en var mikil jafnaðarmann-
eskja enda átti hún ekki langt að
sækja það. Guðrún Runólfsdóttir
mamma hennar hafði verið mikil al-
þýðuflokkskona og flutti landshorna
á milli því hún var ekki sátt við að fá
greidd laun með með því að fá inn-
eign í kaupfélaginu.
Þó að maður óski engum þess að
greinast með krabbamein og vera
gefinn stuttur tími er ég þakklát
fyrir þann tíma sem við fengum
undanfarna mánuði. Amma var líka
þakklát fyrir hvern góðan dag og
heyrði frá mörgum vinum og kunn-
ingjum síðustu vikurnar sem hún
hafði unnið með eða tengst á annan
hátt. Henni þótti afskaplega vænt
um það. Við nýttum tímann vel og
nutum þess sérstaklega að fá að
vera saman um jól og ármót og
halda upp á 75 ára afmæli ömmu 3.
febrúar síðastliðinn. Hún sagði mér
að það hefði bara verið með betri
dögum sem hún hefði upplifað því
hún hefði fengið svo margar góðar
kveðjur og heimsóknir. Amma var
því lífsglöð og naut svo sannarlega
lífsins á meðan hún var hér. Það er
að mörgu leyti óraunverulegt að
kveðja þegar návist þess sem farinn
er er svo sterk innra með þeim sem
eftir eru. Það verður eftirsjá að
hressilegum skoðanaskiptum við
ömmu við næsta upphlaup í þjóð-
félaginu. Hún var bæði vel að sér og
rökföst og það var því virkilega
gaman að ræða við hana. Þá var hún
traustur bakhjarl dætra sinna og
barnabarna sem erfitt verður að
vera án. Amma var sátt við sitt þótt
hún hefði viljað fá að vera lengur
með okkur. Hún sagðist hafa verið
miklu heppnari en hún hefði oft gert
sér grein fyrir.
Við tímamót eins og þessi gerir
maður sér einmitt betur grein fyrir
því sem gleymist að þakka nógsam-
lega í amstri hversdagsins. En ég er
svo sannarlega þakklát fyrir að hafa
fengið að eiga Ernu að ömmu.
Erna Hjaltested.
ERNA
ÞORGEIRSDÓTTIR