Morgunblaðið - 30.03.2004, Qupperneq 36
KIRKJUSTARF
36 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FJÖRUTÍU sveitir víðs vegar að
af landinu spiluðu um helgina í und-
anúrslitum Íslandsmótsins í sveita-
keppni og var spilað í fjórum riðlum.
Þrjár efstu sveitirnar unnu sér rétt
til að spila til úrslita en það verða
sveitir Orkuveitu Reykjavíkur,
Sparisjóðs Siglufjarðar og Grant
Thornton úr A-riðli, Sveitin mín,
Eykt og sveit Gylfa Pálssonar úr B-
riðli, sveit FerðaskrifstofuVestur-
lands, Þórðar Sigurðssonar og Önnu
Ívarsdóttur úr C-riðli og sveit Stef-
áns G. Stefánssonar, SS og Tryggva
Bjarnasonar úr D-riðli.
Keppni í A-riðlinum var frekar
dauf þar sem þrjár efstu sveitirnar
höfðu tryggt sig inn í úrslitin fyrir
síðustu umferðina.
Lokastaða efstu sveita í A-riðlin-
um:
Orkuveita Reykjavíkur 193
Sparisjóður Siglufjarðar 176
Grant Thornton 161
ÍAV (Reykjanes) 144
Í B-riðli var sama uppi á teningn-
um. Þann riðil sigraði Sveitin mín
riðilinn nokkuð óvænt og sveit Roche
sem kom inn sem varasveit fékk
uppreisn æru og komst í úrslit.
Efstu sveitir í B-riðli:
Sveitin mín 189
Eykt 182
Roche 163
Sveit Gylfa Pálssonar 139
Mesta fjörið var í C-riðli en þar
voru nokkrar sveitir sem höfðu veru-
legan áhuga á að komast í úrslitin.
Var barist til síðasta blóðdropa og
endirinn sá að sveit Þriggja frakka
fær frí um páskana með jafnmörg
stig og sveitin sem endaði inni í úr-
slitin.
Lokastaðan í C-riðli:
Ferðaskrifstofa Vesturlands 181
Þórður Sigurðsson 156
Anna Ívarsdóttir 150
Þrír Frakkar 150
Tryggingamiðstöðin 139
Í D-riðlinum gerðist það mark-
verðast að Essó-sveitin, ein sterk-
asta sveit landsins til margra ára,
komst ekki áfram en sveit Stefáns G.
Stefánssonar vann riðilinn með
glæsibrag.
Lokastaða efstu sveita:
Stefán G. Stefánss. 200
SS-sveitin 162
Tryggvi Bjarnason 162
Tempra 138
Mótið var ágætlega skipulagt.
Keppnisstjórarnir Björgvin Már
Kristinsson og Aron Þorfinnsson
skiluðu sínu óaðfinnanlega og Stef-
anía Skarphéðinsdóttir stýrir hjörð-
inni fagmannlega.
Þá er ég lýk almennri umfjöllun og
var meðal þátttakenda langar mig að
leggja örfá orð í belg til stórmeist-
aranna sem flestir spila í þessu móti.
Ástæðan er sú að ég hef unnið mér
rétt til að spila í undankeppninni
undanfarin ár og haft gaman af.
Margir spilaranna sem koma utan
af landi eru í mínum sporum, þ.e. að
styrkleiki spilara í klúbbnum okkar
er ekki sá sami og á Reykjavíkur-
svæðinu.
Í þessu móti komu fram í mínum
hópi fingurbrjótar sem auðveldlega
má horfa framhjá en á okkur var tek-
ið með lögum. Þetta er allt eðlilegt
svo langt sem það nær. Ég þykist
fullviss um að fleiri hafa sömu sögu
að segja. Ég tel að þegar augljós,
saklaus brot verða við borðið megi
taka tillit til þess en síðan geti spil-
arar tekist á í úrslitunum með öllum
þeim fangbrögðum og fantabrögðum
sem tíðkast.
Fjórar landsbyggðar-
sveitir í úrslitin
Morgunblaðið/Arnór
Svipmynd frá undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni.
BRIDS
Undankeppni Íslandsmótsins í
sveitakeppni
26.–28. mars.
Spilastaður Síðumúli 35–37.
Arnór Ragnarsson
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa
milli kl. 10 og 14 í neðri safnaðarsal
kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl.
12. Léttur hádegisverður að lokinni
bænastund. Allir velkomnir. Tólf spora
fundur kl. 19 í neðri safnaðarsal.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altar-
isganga, fyrirbænastund. Léttur máls-
verður á sanngjörnu verði að helgistund
lokinni.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta
kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldri borg-
ara starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og
spjall.
Háteigskirkja, eldri borgarar. Félagsvist
mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl.
13. Bridsaðstoð á föstudögum kl. 13.
Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma
511 5405.
Langholtskirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.
Fjölbreytt starf fyrir 7–9 ára börn. Umsjón
hafa Ólafur Jóhann og Þóra Guðbjörg.
Lestur Passíusálma kl. 18 í Guðbrands-
stofu í anddyri Langholtskirkju. Allir vel-
komnir.
Laugarneskirkja. Fullorðinsfræðsla Laug-
arneskirkju kl. 20. Laufey Waage annast
biblíulestur. Aðgangur ókeypis og gengið
inn um dyr á austurgafli kirkjunnar, baka-
til. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Þor-
valdur Halldórsson leiðir lofgjörðina
ásamt kór Laugarneskirkju við undirleik
Gunnars Gunnarssonar á flygilinn og
Hannesar Guðrúnarsonar sem leikur á
klassískan gítar. Gengið er inn um að-
aldyr kirkju eða komið beint inn úr full-
orðinsfræðslunni. Kl. 21.30 fyrirbæna-
þjónusta við altarið í umsjá bænahóps
kirkjunnar.
Neskirkja: Litli kórinn-kór eldri borgara
kl. 16:30. Stjórnandi Inga J. Backman.
Allir velkomnir. Foreldramorgunn miðviku-
dag kl. 10–12.
Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgnar kl.
10–12. Kirkjuprakkarar kl. 16:00. Starf
fyrir 10–12 ára kl. 17:30.
Árbæjarkirkja. Kl. 10 foreldramorgnar í
safnaðarheimilinu. Kl. 15.30 TTT-starf
með tíu til tólf ára börnum í safnaðar-
heimilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til
tólf ára börnum í Ártúnsskóla.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta
með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum
má koma til sóknarprests í viðtalstímum
hans.
Digraneskirkja. Leikfimi ÍAK kl 11:15 í
kapellu á neðri hæð kirkjunnar. Kl 12:00
léttur hádegismatur, helgistund og sam-
vera. Þorvaldur Halldórsson kemur í
heimsókn. Kaffi. Æfingar fyrir ferming-
armessur. Kl. 14 æfing fyrir fermingu á
skírdag kl. 10. Kl. 15 æfing fyrir ferm-
ingu á skírdag kl. 12. Kl. 16 æfing fyrir
fermingu á skírdag kl. 14. Kl. 17 æfing
fyrir fermingu á annan í páskum kl. 11.
Unglingakór Digraneskirkju kl 17:00–
19:00. KFUM&KFUK Fyrir 10–12 ára
börn kl 17:00–18:15, húsið opnað kl
16:30. Alfa kl 19:00. Lokahóf. (sjá nán-
ar:www.digraneskirkja.is)
Fella- og Hólakirkja: Strákastarf 8–12
ára kl. 17.
Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 13.30–15.30. Helgistund,
söngur, spil og spjall. Kaffi og alltaf eitt-
hvað gott með kaffinu. Kirkjukrakkar fyrir
börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30–
18.30. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 9.
og 10. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20.
Lestur Passíusálma kl. 18.15. – 44.
sálmur. Það sjöunda orðið Kristí. Hanna
Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi, les.
Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur prestar
kl. 9.15 í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyj-
ólfssonar. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18.
Kópavogskirkja. Foreldramorgnar í safn-
aðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Sam-
verustund kl. 14.30–16. Fræðandi inn-
legg í hverri samveru. Lagið tekið undir
stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur. Kaffi og
stutt helgistund. Allir hjartanlega vel-
komnir. Starf með 8–9 ára börnum í
Borgum kl. 17–18 í umsjón Dóru Guð-
rúnar og Bóasar. Starf með 10–12 ára
börnum á sama stað kl. 18–19 í umsjón
Dóru Guðrúnar og Bóasar.
Lindakirkja í Kópavogi. Mömmumorgnar
í Safnaðarheimili Lindasóknar, Uppsölum
3, kl. 10–12.
Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10–12.
SELA yngri deild kl. 20–22.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12
ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi,
Vonarhöfn frá kl. 17–18.30.
Víðistaðakirkja. Dagskrá fyrir 8–9 ára í
dag kl. 15.30–16.30. Dagskrá fyrir 10–
12 ára (TTT) í dag kl. 17–18. Skemmti-
legar stundir fyrir hressa krakka. Æsku-
lýðsfélagið (Megas) heldur vikulegan
fund kl. 19.30–21 í kvöld. Umsjón með
starfi þessara hópa hafa Anna Hulda Ein-
arsdóttir og Sigríður Rún Tryggvadóttir.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kl. 16.30–18 er
opið hús fyrir 7–9 ára krakka. Kl. 20–22
er opið hús fyrir unglinga 13–15 ára.
Vídalínskirkja. Opið hús kl. 13–16.30 í
safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Karlar og
konur, yngri sem eldri, eftirlaunafólk, ör-
yrkjar og atvinnulausir eru velkomnir.
Spilað, spjallað og kíkt í blöðin. Samver-
unni lýkur með helgistund kl. 16. Um-
sjónarmaður Nanna Guðrún djákni. Þor-
lákur sækir þá sem vilja og ekur þeim
heim. Sími 869-1380.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla
þriðjudaga kl. 10–12.
Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni
kl. 18.30– 19.
Þorlákskirkja. Bænastund kl. 09.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl.
15:00 Kirkjuprakkarar Landakirkju, 6–8
ára krakkar í kirkjunni. Sr. Fjölnir Ás-
björnsson og leiðtogarnir. Kl. 16:00 Litlir
lærisveinar, kóræfing yngri hóps. Kl.
17.10 Litlir lærisveinar, kóræfing eldri
hóps. Stjórnandi Joanna Wlaszczyk og
Kristín Halldórsdóttir. Kl. 17.30 ferming-
aræfing fyrir þá sem fermast laugardag-
inn 3. apríl. Skyldumæting fyrir börn og
foreldra. Kl. 18.15 fermingaræfing fyrir
þá sem fermast sunnudaginn 4. apríl kl.
11. Skyldumæting fyrir börn og foreldra.
Kl. 19 fermingaræfing fyrir þá sem ferm-
ast sunnudaginn 4. apríl kl. 14. Skyldu-
mæting fyrir börn og foreldra.
Keflavíkurkirkja. Alfahópur kemur saman
í Kirkjulundi kl. 12–15. Léttur málsverð-
ur, samfélag og fræðsla um kristna trú-
.Einnig verður komið inn á stöðu atvinnu-
lausra. Umsjón María Hauksdóttir.
Styrktaraðilar eru Verkalýðs- og sjó-
mannafélag Keflavíkur og nágrennis,
Verslunarmannafélagið og Iðnsveina-
félagið ásamt Keflavíkurkirkju. Allir vel-
komnir.
Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Kefas. Bænastund kl. 20.30. Nánari
upplýsingar á www.kefas.is
AD KFUK, Holtavegi 28. Ferð í kvöld kl.
18. Ferð í Hraungerðiskirkju ásamt AD
KFUM efni í umsjá Kristins Ágústs Frið-
finnssonar, sóknarprests. Kaffi í félags-
heimilinu í lok fundar. Rúta frá Holtavegi.
Verð 1.200 kr. Skráning á skrifstofu í
síma 588 8899. Allir velkomnir.
Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9.
Fermingarfræðsla kl. 15. Hópur 2 (Lund-
arskóli).
Glerárkirkja. Kyrrðarstund í kapellu kl.
18.10.
Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 17.30
Mannakorn fyrir 6. og 7. bekk. Kl. 19.15
Alfanámskeið.
Safnaðarstarf
Ástir og samlíf
Guðríðar Símonardóttur
og Hallgríms Péturssonar
Í KVÖLD, þriðjudagskvöld, lýkur námskeiði Stein-
unnar Jóhannesdóttur um Tyrkjaránið 1627, Guðríði
Símonardóttur og Hallgrím Pétursson sem haldið
hefur verið í Safnaðarheimilinu í Sandgerði nú í
mars.
Lokafyrirlesturinn fjallar um ástir og samlíf Guð-
ríðar og Hallgríms með höfuðáherslu á 14 fyrstu
sambúðarár þeirra á Suðurnesjum. Þau komu með
vorskipi til Keflavíkur 1637, bjuggu um tíma í hjá-
leigu frá Ytri-Njarðvík en 1644 var Hallgrímur vígð-
ur til prests í Hvalsnesi og þar bjuggu þau uns þau
fluttu búferlum að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þar
hlaut Hallgrímur prestsembætti 1651.
Margvíslegir erfiðleikar mættu Hallgrími og Guð-
ríði við komuna til Íslands, m.a flókin málferli vegna
barneignarbrots, fátækt og barnamissir. Á Suð-
urnesjum eignuðust þau öfluga bandamenn en einn-
ig volduga óvini sem settu mark sitt á líf þeirra og
lífsafstöðu. Þau deildu kjörum með alþýðu manna og
meðal hennar mótaðist skáldið Hallgrímur Pét-
ursson. Skáldgáfa hans slípaðist með bættum hag og
aukinni ástundun í Saurbæ og þar náði hann hátindi
iðju sinnar í Pássíusálmunum.
Steinunn Jóhannesdóttir hefur undanfarin ár
rannsakað sögu Hallgríms og Guðríðar og sam-
ferðafólks þeirra á Suðurnesjum og mun í fyrirlestr-
inum skýra frá nokkrum niðurstöðum sínum. Fyr-
irlesturinn þriðjudaginn 30. mars er öllum opinn og
hefst kl.20:30 í Safnaðarheimilinu í Sandgerði. Þeir
sem ekki eru þátttakendur í námskeiðinu greiði
1500.- kr. í aðgangseyri.
Björn Sveinn Björnsson,
sóknarprestur Útskálum.
Það er hægt að segja
margar sögur um hann
afa okkar í Sæbóli,
húmorinn sem fær
hvern sem er til að
brosa. Það er mjög sárt
og erfitt fyrir okkur að geta ekki ver-
ið hér í dag.
Með þessum orðum kveðjum við
afa okkar í Sæbóli um stund.
Megir þú hvíla í friði.
Guð megum við sjá og heyra orð þín og
huggun. Kenndu okkur að sýna ást til
þeirra og blessaðu þá sem syrgja og þeir
munu fá huggun.
Amen.
Með ástar- og saknaðarkveðju til
fjölskyldu okkar.
Heiðný Stefánsd., Stefán Jason,
Guðlaug Stefánsd. og fjölskylda,
búsett erlendis.
Elsku afi minn.
Nú þegar komið er að kveðjustund
er svo margt sem ég hefði viljað
segja þér. En þó ég geti ekki sagt
það við þig í eigin persónu þá segi ég
þér það í bænum mínum. Ég vil
þakka þér fyrir öll árin sem við átt-
um saman og þykir mér óskaplega
vænt um þann tíma. Það var alltaf
gaman að heimsækja þig út í Sæból
HAUKUR
TRYGGVASON
✝ HaukurTryggvason
fæddist 14. nóvem-
ber 1925. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 6.
mars síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Dalvíkurkirkju
16. mars.
og var ýmislegt brallað
þar ásamt hundinum
henni Úllu. Allar þær
minningar geymi ég í
hjarta mínu og mun
alltaf gleðjast yfir þeim
þegar ég hugsa til þín.
Ég er þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast
manni eins og þér og
mun ég segja börnun-
um mínum frá því
hversu frábæran lang-
afa þau áttu. Þú varst
alltaf svo jákvæður og
með húmorinn á sínum
stað. Jafnvel í veikind-
um þínum gastu alltaf séð jákvæðu
hliðarnar á hlutunum og voru það
kostir sem öllum þótti vænt um. Ég
veit að þér líður vel þar sem að þú ert
núna, kominn til hennar ömmu, og að
saman munið þið gæta okkar allra
þangað til við hittumst aftur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þitt barnabarn,
Katrín Júlía Pálmadóttir.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds-
laust. Greinunum má skila í tölvupósti (netfang: minning@mbl.is - svar er
sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf út-
prentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/
eða sendanda (vinnu- og heimasíma). Móttaka afmælis- og minningar-
greina er á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á
skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið
við handskrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli
með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um foreldra, systkini, maka og börn, hvaðan útför-
in verður gerð og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi
verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er
á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir há-
degi á föstudegi. Berist greinar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma.
Birting afmælis- og
minningargreina