Morgunblaðið - 30.03.2004, Síða 40

Morgunblaðið - 30.03.2004, Síða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Smáfólk HENTIRÐU TYGGJÓINU ÞÍNU GRETTIR NEIBB! ÉG SETTI ÞAÐ Í SAMLOKUNA ÞÍNA ÞANGAÐ TIL EFTIR MAT ÉG ER BÚIN AÐ ÁKVEÐA... AÐ Á VALENTÍNUSARDAGINN Í ÁR ÞARFTU EKKI AÐ GEFA MÉR BLÓM... ÞAÐ ER NÓG AÐ FÁ KOSS OG FAÐMLAG... EÐA EITTHVAÐ MINNA! GOTT! MJÖG GOTT! FÍNT! ÉG ER AÐ KENNA HONUM SNÚNING Lalli lánlausi ©LE LOMBARD JÆJA LALLI. HVAÐ ER 6X7? Ö... 42 ÁN ÁBYRGÐAR RÉTT! HA... HVAÐ? ÉG SAGÐI RÉTT. ÉG VEIT AÐ ÞÚ HEYRIR ÞETTA MJÖG SJALDAN LALLI. ÞAÐ ÞÝÐIR AÐ SVAR ÞITT VIÐ SPURNINGUNNI VAR RÉTT EN...EN ÞETTA ER SÖGULEGT. ÉG HEF ALDREI ÁÐUR FENGIÐ RÉTT SVAR ÉG VIÐURKENNI FÚSLEGA AÐ ÞETTA VAR ALGJÖR HEPPNI, EN VAR AMERÍKA EKKI FUNDIN AF TILVILJUN? ÉG ER LEIFUR HEPPNI MARGFÖLDUNARTÖFLUNAR! ÞAÐ VERÐA REISTAR STYTTUR AF MÉR! GEIMFLAUGAR NEFNDAR EFTIR MÉR! KOMDU NÚ AFTUR NIÐUR Á JÖRÐINA HÉRNA KEMUR ANNAÐ DÆMI HV.. MISKUNN KENNARI! EKKI EYÐILEGGJA ÞESSA SÆLUSTUND DAGINN SEM LEIFUR HEPPNI FANN AMERÍKU VAR HANN EKKI BEÐINN UM AÐ FINNA KYRRAHAFIÐ LÍKA! HVER DAGUR HEFUR SITT VERKEFNI GOTT OG VEL! ÉG VERÐ ALMENNILEGUR OG GEF ÞÉR 10 TIL HVATNINGAR KÆRAR ÞAKKIR VERNDARI MINN! ÞÚ HEFUR LEITT MIG Í GEGN UM HYLDÝPI FÁFRÆÐINNAR TIL STRANDAR HINNA GÁFUÐU ÚFFF! ÞAR MUNAÐI MJÓU! EINMITT. ÉG Á BARA ÁPRENTAÐA BOLI MEÐ 6 SINNUM TÖFLUNNI BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ hafa nokkur áhrifamikil verka- lýðsfélög lokið kjarasamningum og er það fagnaðarefni fyrir alla. Þessi fé- lög sömdu um að lágmarkslaun yrðu eitt hundrað þúsund krónur á mánuði og kröfðust hækkunar á atvinnuleys- isbótum og voru þær hækkaðar um níu þúsund krónur á mánuði. Ekki er hægt að segja annað en við aldraðir höfum orðið fyrir verulegum vonbrigðum með frammistöðu þess- ara launþegasamtaka, eftir umræðu og málflutning þeirra undanfarin misseri. Í marsmánuði 2001 hélt Alþýðu- samband Íslands ráðstefnu um fram- tíð velferðarkerfisins á Íslandi. Komu þar fram merkir fyrirlesarar, sem ræddu um lífskjör þeirra, sem treysta á velferðarkerfið sér til fram- færslu, og kom þar fram að stór hluti þeirra, sem búa við mesta fátækt á Ís- landi, eru ellilífeyrisþegar, sem fá litl- ar eða engar greiðslur úr lífeyrissjóð- um, og eru þar sennilega að stórum hluta fyrrverandi félagar í almennum launþegasamtökum ASÍ, en þeir elli- lífeyrisþegar, sem voru ríkisstarfs- menn, fá yfirleitt hærri greiðslur úr lífeyrissjóðum vegna lengri greiðslu- tíma í sjóðina. Í marsmánuði 2003 gaf Alþýðu- sambandið út rit, sem heitir Velferð fyrir alla. Áherslur og framtíðarsýn Alþýðusambands Íslands í velferðar- málum. Rit þetta eru fjórar greinar- gerðir vinnuhópa á vegum Alþýðu- sambandsins og áttu þar sæti fulltrúar fjölmargra stofnana og fé- laga og þar á meðal Landssambands eldri borgara. Í greinargerðinni um tryggingar kemur fram að Alþýðu- sambandið vill viðhalda tekjuteng- ingu á ellilífeyri almannatrygginga, en þessar mikla tekjutengingar á þessar litlu greiðslur eru eitt mesta óréttlæti sem aldraðir verða fyrir og hef ég engan aldraðan hitt sem er sammála Alþýðusambandinu um að nota áunnar greiðslur frá Trygginga- stofnun til tekjujöfnunar. Við segjum að nota eigi skattakerfið til tekjujöfn- unar og greiða eigi út þann ellilífeyri sem við eigum rétt á. Í greinargerðinni um fátækt segir um eldri borgara: „Staða þeirra eldri borgara sem hafa litlar eða engar greiðslur úr lífeyrissjóði er óviðun- andi.“ Þar er ekkert talað um að bæta hag þessa fólks, sem er líklega eins og áður segir að stórum hluta fyrrver- andi félagar í ASÍ. Þarna er talað um nauðsyn þess að hækka atvinnuleys- isbætur en ekki að hækka þurfi greiðslur til aldraðra. Í þessu riti eru ekki, frekar en í öðrum ritum um framtíðaráætlanir um velferð aldr- aðra, neinar áætlanir eða kröfur um lagfæringar strax til handa þeim verst settu. Þarna er eins og í fram- tíðaráætlunum stjórnvalda aðeins einhver draumaframtíðarsýn, sem gæti orðið að veruleika eftir fimmtán eða tuttugu ár, en ekkert um að eitt- hvað þurfi að gera strax, sem full þörf er á. Það var von margra aldraðra að eftir samstarfið á síðasta ári tækju fé- lög innan ASÍ inn í sína kröfugerð fyrir samningana að bætur til hinna verst settu aldraðra yrðu bættar eitt- hvað eins og bætur til atvinnulausra, en þetta eru hvortveggja greiðslur úr opinberum sjóðum. Í kröfugerð launþegafélaganna eða samningum var ekki talað um aldraða og virðist það vera með launþegasam- tökin eins og stjórnmálaflokkana að þeir tala um fagra framtíðarsýn fyrir þá sjálfa, sem nú eru að vinna og fara síðar á eftirlaun. Þeir eru búnir að tryggja sig en við sem erum komin á eftirlaun í dag og búnir að vera það í nokkur ár megum bíða og lepja dauð- ann úr skel fram í andlátið. KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON, Kópavogsbraut 97, 200 Kópavogi. Aldraðir og laun- þegasamtökin Frá Karli Gústafi Ásgrímssyni: PÍSLARSAGA Krists (The Passion of the Christ) er kvikmynd sem hittir beint í mark. Mel Gibson hefur tekist hið ómögulega: Að koma kjarna kristinnar trúar og þeirri siðferði- legu kröfu sem hún felur í sér í myndrænt form sem lætur engan ósnortinn. Þess vegna er hún um- deild. Krafan um skilyrðislausa ást og fyrirgefningu, ekki síst í garð þeirra sem við berum af einhverjum ástæð- um kala til í fáfræði okkar og sem hafa sömuleiðis ekki heldur lært að bera hlýhug til okkar, er erfiðasta boð Mannssonarins. Þetta boð hlýt- ur þó að teljast það mikilvægasta í Ritningunni og það sem fyrst og fremst getur hnikað okkur áfram í andlegum þroska. Þessu kristilega inntaki gerir myndin betri skil en nokkur önnur mynd um Jesú áður. Sú píslarganga sem hinn andlegi meistari kaus að leggja á sig (en á það atriði er lögð rík áhersla í mynd- inni) til að við hin gætum lært af er trúlega besta dæmi sögunnar um þá andlegu vitundarvakningu sem mað- ur af holdi og blóði hefur öðlast í lif- andi lífi. Aðeins sannarlega trúaður maður – eins og Mel Gibson – gat unnið annað eins þrekvirki á hvíta tjaldinu. Og ég vil taka svo djúpt í ár- inni að fullyrða að það sé hreinlega siðferðileg skylda sérhvers kristins manns að kynna sér myndina um píslargöngu Krists þótt hún sé býsna hrottaleg. Eða skyldi það nokkuð vera úrelt sannindi að það sé einmitt í gegnum eldhreinsun sársaukans sem við þroskumst hvað hraðast? BENEDIKT S. LAFLEUR, myndlistarmaður og rithöfundur. Mynd sem hittir beint í mark! Frá Benedikt S. Lafleur:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.