Morgunblaðið - 30.03.2004, Qupperneq 44
ÍÞRÓTTIR
44 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ARNAR Sigurðsson, fremsti
tennisleikari landsins, var í miklum
ham með liði sínu, Pacific Tigers, í
bandarísku háskólakeppninni um
helgina. Arnar vann alla leiki sína,
bæði í einliðaleik og tvíliðaleik, í
tveimur sigurleikjum Tigers sem
unnu Riverside, 7:0, á laugardag og
University of San Francisco, 5:2, á
sunnudag. Arnar og félagar hafa nú
unnið sjö af síðustu átta leikjum sín-
um.
KFÍ á Ísafirði hélt lokahóf sitt um
sl. helgi og þar var Berglind Ingv-
arsdóttir valin besti leikmaðurinn í
kvennaliðinu sem lék í 2. deild á Ís-
landsmótinu í körfuknattleik. Þór-
katla Albertsdóttir fékk viðurkenn-
ingu fyrir framfarir en Guðbjörg
Einarsdóttir var útnefnd efnilegasti
leikmaðurinn. Pétur Már Sigurðs-
son fékk viðurkenningu sem besti
leikmaður meistaraflokks karla sem
bjargaði sér frá falli úr úrvalsdeild.
Birgir Björn Pétursson fyrir fram-
farir og Sigurður Þorsteinsson
þótti efnilegastur. Greint er frá
þessu á heimasíðu félagsins.
FORRÁÐAMENN þýska knatt-
spyrnuliðsins Dortmund eru afar
þreyttir á hegðun framherja liðsins
Marcio Amoroso sem er frá Bras-
ilíu. Hann fór í aðgerð á hné fyrir
þremur mánuðum og hefur dvalið í
heimalandi sínu að undanförnu en
honum hafði verið gert að mæta á
æfingar liðsins á ný 18. mars sl. en
hinn 29 ára gamli leikmaður hefur
ekki látið sjá sig.
Á SÍÐASTA ári ásakaði leikmað-
urinn lækna liðsins um vanrækslu
og sagði að þeir hefðu ekki kunn-
áttu til þess að greina áverka sem
hann átti við að stríða í hné. Hann
fór til Brasilíu til þess að hitta sér-
fræðinga sem hann taldi betri en þá
þýsku og kom Amoroso einum mán-
uði og seint til Þýskalands á ný.
VARAMARKVÖRÐUR Arsenal,
Stuart Taylor, verður frá keppni út
leiktíðina vegna meiðsla á öxl en
hinn 23 ára gamli Taylor hefur að-
eins verið fjórum sinnum á vara-
mannabekk aðalliðsins í vetur og
leikið fáa leiki með varaliðinu. Tay-
lor fer í aðgerða vegna meiðslanna
á næstunni og mun Rami Shaaban
leika með varaliðinu og vera til taks
á varamannbekknum í leikjum að-
alliðsins.
JAMES Milner, leikmaðurinn
efnilegi frá Leeds, hefur verið val-
inn í 21-árs landslið Englands í
knattspyrnu sem mætir Svíum í
Gautaborg í kvöld. Milner, sem er
18 ára, er yngsti leikmaðurinn í
enska liðinu. Hann er sá yngsti sem
hefur skorað mark í ensku úrvals-
deildinni en hann var 16 ára og 357
daga þegar hann skoraði fyrir
Leeds gegn Sunderland fyrir 15
mánuðum.
FÓLK REYKVÍSKIR sundmennunnu stigakeppnina á al-
þjóðlegu sundmóti sem fram
fór um helgina í Danmörku.
Þar kepptu sundmenn frá 38
félögum frá Danmörku, Sví-
þjóð, Noregi, Færeyjum auk
íslenska sundfólksins.
Íslenska sundfólkið fékk 22
gullverðlaun, 8 silfur og 5
brons og setti 16 mótsmet. Tvö
Íslandsmet litu dagsins ljós, í
4x50 metra fjórsundi stúlkna,
en sveitin synti á 2.06,15 og í
4x50 metra skriðsundi stúlkna
þar sem stúlkurnar syntu á
1.51,76.
Hjörtur Már Reynisson varð
stigahæsti keppandi mótsins
með 844 stig, Árni Már Árna-
son varð stigahæstur pilta,
Auður Sif Jónsdóttir stiga-
hæst stúlkna og Sigrún Brá
Sverrisdóttir stigahæst
telpna.
Reykvískir
sundmenn
stóðu sig vel
ÞAÐ var gríðarleg spenna á fyrsta
stórmóti ársins hjá atvinnukonum í
golfi, Kraft Nabisco meist-
aramótinu, en þar börðust Aree
Song og Grace Park frá S- Kóreu
um sigurinn allt fram á 72. holu en
mótinu lauk s.l. sunnudag.
Song gerði sér lítið fyrir og fékk
örn á 18. braut sem er par 5, þar sem
hún setti niður langt pútt og var þá
stundina á sama höggfjölda og Park
sem átti eftir um 2 metra pútt og gat
tryggt sér sigurinn með því að setja
kúluna ofan í. Park gerði engin mis-
tök og tryggði sér sigur í fyrsta sinn
á stórmóti á samtals 11 höggum und-
ir pari, en hún fékk um 17 millj. kr.
fyrir sigurinn.
„Það virtist sem ég væri róleg
þegar ég framkvæmdi síðasta púttið
en í raun var ég mjög óróleg. En
mér tókst að leyna spennunni og gat
einbeitt mér að því að koma bolt-
anum rétta leið,“ sagði Park en hún
er 25 ára gömul en Song er nýliði á
mótaröð atvinnukvenna. Það vekur
athygli að í síðasta ráshópnum á
lokadegi mótsins voru þrjár konur
frá S-Kóreu, en Lee Jung-Yeon náði
sér ekki á strik á lokadeginum og
endaði í 8. sæti. Af fimmtán efstu á
mótinu voru fimm keppendur frá S-
Kóreu. Song endaði á 10 höggum
undir pari og fékk rúmar 10 millj.
kr. Michelle Wie, áhugamaður frá
Bandaríkunum endaði í fjórða sæti
en hún má ekki þiggja verðlaunafé
sem áhugamaður.
Mikil barátta hjá
Song og Park
Um 60 keppendur voru mættir tilleiks og var Raj sérstaklega
ánægður með það en hann hafði í
nógu að snúast sem
mótstjóri, þjálfari,
foreldri keppanda og
keppandi sjálfur.
„Það eru margir
ungir keppendur farnir að láta að sér
kveða og gaman að sjá þá standa sig
svona vel. Ég gef samt ekkert eftir og
hinir læra á því, það þarf að læra að
keppa á móti boltanum en ekki ein-
göngu andstæðingnum – það skiptir
miklu máli. Ég vona reyndar að þeir
sem ég er að þjálfa vinni mig allir
fyrr eða síðar, það þýðir bara fram-
farir,“ hélt Raj áfram og sagði Andra
erfiðan mótherja. „Hann er að keppa
í Kaliforníu og ég fylgist með honum
á Netinu, hann stendur sig mjög vel,“
bætti Raj við en hann spilar fyrir
Víking og Andri fyrir Badminton- og
tennisfélag Hafnarfjarðar.
Spennan var ekki síðri í úrslitaleik
kvennaflokks. Sigurlaug, sem er í
Tennisfélagi Kópavogs, lagði í úrslit-
um í fyrra Rakel systur Rebekku en
þær æfa allar saman. „Við erum góð-
ar vinkonur og spilum mikið saman
en það þýðir ekkert að fást um. Það
venst en það er miklu erfiðara að
verja titil því það er meiri pressa,“
sagði Sigurlaug en til marks um bar-
áttuna í kvennaflokki tókst henni
ekki að sigra á mótinu utanhúss í
fyrra. Hún æfir eins mikið og hægt
er, fimm sinnum í viku, og er síðan í
líkamsræktinni. Í sumar fer hún aft-
ur til Þýskalands þar sem hún tekur
á sumrin þátt í liðakeppni fyrir þýskt
lið. „Ég verð að berjast fyrir sæti
mínu í því liði.“
Keppnin í tvíliðaleik karla var
einnig spennandi og henni lauk ekki
fyrr en klukkan var orðin tvö aðfara-
nótt mánudagsins. Þrjú pör mættu til
leiks og stóðu Andri Jónsson og Jón
Axel Jónsson upp sem sigurvegarar,
unnu Frey og Kára Pálssyni 8:2 og
síðan Raj Bonifacius og Árna Björn
Kristinsson 8:4. Leikur Raj/Árna
Björns við Frey/Kára endaði 8:7 (7:1)
fyrir Frey og Kára
Morgunblaðið/Stefán
Sigurlaug Sigurðardóttir og Raj Bonafacius, Íslandsmeistarar í tennis innanhúss 2004.
Titilvörn
hjá Raj og
Sigurlaugu
MEÐ mikilli baráttu tókst Raj Bonafacius og Sigurlaugu Sigurð-
ardóttur að verja titla sína á Íslandsmeistaramótinu í tennis innan-
húss, sem fram fór í Sporthúsinu í Kópavogi um helgina. Sigurlaug
hafði 6-1 og 6-0 sigur á Rebekku Pálsdóttur og Raj vann Andra
Jónsson 6-2 og 6-3. „Andri hefur unnið mig síðustu ár en ég hef
ekki keppt við hann í tvö ár og þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum,“
sagði Raj eftir mótið.
Stefán
Stefánsson
skrifar
SIGFRÍÐUR Sigurðardóttir úr
KFR og Magnús Magnússon úr
KR urðu í gær Íslandsmeistarar í
keilu. Sigfríður lagði Elínu Ósk-
arsdóttur, KFR, í úrslitum, 435
stig gegn 392 stigum, og í karla-
flokki vann Magnús Ásgeir Þ.
Þórðarson, ÍR, 430:391. Þau Sig-
fríður og Magnús öðlast með þessu
rétt til að keppa á Evrópumóti
landsmeistara sem fram fer í
Tyrklandi í haust.
Sigfríður og Magnús, Íslandsmeistarar í keilu.
Sigfríður og
Magnús meistarar