Morgunblaðið - 30.03.2004, Síða 47
KÖRFUKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 47
„NÚ, jæja, ég gerði þá eitthvað af viti,“ sagði Anna María Sveinsdóttir,
leikmaður Keflavíkur þegar henni var sagt að hún hefði tekið 17 fráköst í
vörninni. „Það er ekki alltaf hægt að skora mikið. Það datt ekkert hjá mér í
dag þannig að þá er ekkert annað að gera en reyna að leggja sig fram á
öðrum sviðum. Fyrri hálfleikur var strembinn og þær fengu að taka allt of
mörg fráköst í sókninni og fengu þannig nokkra sénsa í hverri sókn. Siggi
sagði við okkur í hálfleik að þetta yrði síðasti hálfleikurinn sem við ætl-
uðum að spila í vetur og við lögðum okkur fram og þá er ekki að spyrja að
leikslokum. Mér finnst við hafa yfirburðarlið í vetur og ég hefði orðið
svekkt ef við hefðum ekki unnið þessa rimmu 3:0,“ sagði Anna . Spurð
hvort hún ætlaði að hætta: „Við erum bestar og ég ætla alls ekki að hætta!“
„Þetta var dálítið ströggl hjá okkur í fyrri hálfleik en þegar við fórum að
spila eins og við eigum að okkur þá kom þetta,“ sagði Erla Þorsteinsdóttir,
fyrirliði Keflvíkinga. „Við gáfum allt í þetta í síðari hálfleik og fórum að
spila almennilega. Ég held að málið sé að við erum langbestar í dag. Við er-
um ekki með neinn erlendan leikmann og vinnum samt allt sem hægt er að
vinna. Við stefndum leynt og ljóst að því að vinna rimmuna 3:0 og stóðum
við það,“ sagði ángæður fyrirliði Keflavíkur sem tók 13 fráköst í leiknum.
„Við erum bestar og
ég er alls ekki að hætta“
Leikurinn byrjaði af krafti, bæði liðléku maður á mann vörn, hrað-
inn var mikill og kom það niður á nýt-
ingunni. Keflvíkingar
sýndu á sér nokkrar
aðrar hliðar en
venjulega, töpuðu
boltanum nokkrum
sinnum klaufalega í sókninni en Stúd-
ínur börðust vel og náðu oft nokkrum
tilraunum í hverri sókn með því að ná
fráköstunum. Vörn heimastúlkna var
ekki beysin í fyrsta fjórðungi og stað-
an að honum loknum var 15:17 fyrir
ÍS.
Útlitið var samt ekki gott hjá ÍS því
Alda Leif Jónsdóttir, þeirra sterkasti
leikmaður, fékk þrjár villur í fjórð-
ungnum og gat því eðlilega ekki beitt
sér af fullum krafti í vörninni það sem
eftir var leiks. ÍS hefði illa mátt við
því að missa hana af velli.
Hún byrjaði útaf í öðrum leikhluta
og það var eins og við manninn mælt,
heimastúlkur gerðu fyrstu 9 stigin á
meðan Stúdínur rembdust við þriggja
stiga skot sem náðu oftar en ekki einu
sinni í spjaldið. Alda Leif kom aftur
inn á og skoraði strax fjögur stig,
fyrstu stig ÍS komu eftir þrjár og
hálfa mínútu. Þegar staðan var 33:28
og skammt til leikhlés tók Erla Þor-
steinsdóttir, sem venjulega leikur
undir körfunni, sig til og fór út fyrir
þriggja stiga línu og setti tvívegis nið-
ur þaðan. Staðan í leikhléi var 39:32
og átti Svava Ó. Stefánsdóttir fína
innkomu í þennan fjórðung, gerði níu
stig.
Þrátt fyrir að munurinn væri ekki
mikill í leikhléi læddist að manni sá
grunur að Keflvíkingar gætu bætt
leik sinn til muna, sérstaklega vörn-
ina. Það kom líka á daginn. Svæðis-
vörn varð fyrir valinu og með viðeig-
andi pressu eftir vítaköst og við
innköst, pressu sem Stúdínur áttu í
erfiðleikum með. En vörn ÍS var líka
fín framan af fjórðungnum, en á móti
kom að þær hittu illa og völdu skot sín
ekki af kostgæfni. Svava, sem hafði
byrjað þriðja leikhlutann á bekknum
hjá Keflavík, kom inn á á ný og hófst
handa þar sem frá var horfið fyrir hlé,
gerði fimm stig eins og skot og þá fór
vörn ÍS að lýjast.
Síðasti leikhlutinn var hræðilegur
hjá ÍS-stúlkum, sem virtust gjörsam-
lega búnar. Skotin voru illa ígrunduð
og heimamenn gengu á lagið, komust
í 81:50 áður en ÍS náði að setja niður
tvær þriggja stiga körfur á lokamín-
útunni. Þær gerðu sem sagt aðeins
sex stig lungann úr fjórðungnum.
Keflavík er vel að sigrinum komið.
Greinilegt er að stúlkurnar þar á bæ
eru með langbesta liðið og erfitt að
sjá að einhver breyting sé á því á
næstunni haldi þær hópinn áfram.
Það er erfitt að eiga við þær Erlu Þor-
steinsdóttur og Önnu Maríu Sveins-
dóttur inni í teignum og síðan kemur
Birna Valgarðsdóttir einnig við sögu
þar og fyrir utan. Erla Reynisdóttir
og Rannveig Randversdóttir eru báð-
ar sprækar, geta skotið og keyrt upp
að körfunni ef því er að skipta. Ekki
sakar síðan að vera með Svövu á
bekknum með 19 stig og Marín Rós
Karlsdóttur með 10. Mjög heilsteypt
lið sem á eftir að verða enn betra því
undir lok leiksins komu ungar stúlkur
inn á, stúlkur sem eiga eftir að láta
mikið að sér kveða í framtíðinni.
Bryndís Guðmundsóttir er mikið efni,
aðeins 15 ára, hávaxin og kröftug
stelpa sem er eldfljót fram með bolt-
ann og í góðu jafnvægi þegar hún tek-
ur skot. Sömu sögu er að segja af
jafnöldru hennar, Maríu Erlingsdótt-
ur.
Hjá ÍS var Casie Lowman dugleg,
hélt uppi miklum hraða og á stundum
fullmiklum fyrir samherja hennar að
því manni virtist. Alda Leif stóð fyrir
sínu þrátt fyrir villurnar.
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Anna María Sveinsdóttir fagnar 11. Íslandsmeistaratitli Keflavíkurkvenna á 17 árum.
Keflvíkingar
eru langbestir
KEFLAVÍKURSTÚLKUR sýndu mátt sinn og megin í körfuknatt-
leiknum í gærkvöldi þegar þær tóku á móti ÍS í þriðja leiknum í úr-
slitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn. Keflvíkingar sigruðu
85:56 og urðu þar með Íslandsmeistarar í ellefta sinn, en fyrst unnu
þær árið 1988. Til gamans má geta þess að Keflavík vann allt sem
hægt var að vinna í ár og hefur síðan 1988 einnig orðið ellefu sinn-
um bikarmeistari. Í gær sýndu þær svo ekki er um að villast að þær
eru með langbesta liðið hér á landi.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
FÓLK
Þær spiluðu litla vörn í fyrri háleikog gerðu þeim þetta dálítið auð-
velt fyrir en svo fórum við að spila
vörn og þá varð þetta
stöðugt erfiðara og
erfiðara fyrir þær.
Það leit kannski út
fyrir að vera auðvelt
fyrir ÍS framan af leik, en það var það
ekki og síðar er leið á leikinn þá var
þetta aldrei spurning,“ sagði Sigurð-
ur.
Hann var við stjórnvölinn hjá
kvennaliðinu í nokkur ár, en hefur
verið fjarri góðu gamni síðustu ár,
allt þar til nýlega að hann tók við lið-
inu á lokasprettinum. Hann mundi
ekki hversu oft hann hefði orðið
meistari með stelpunum. „Ég man
það ekki enda skiptir það ekki máli,
ég á ekkert í þessum titlum, þær eiga
þetta sjálfar,“ sagði Sigurður.
Keflavík með betra lið
„Við byrjuðum vel, lékum hraðan
og skemmtilegan bolta og vorum að
leggja okkur virkilega fram. En þeg-
ar Keflvíkingar fóru að hitta úr
þriggja stiga skotunum þá var þetta
orðið erfitt fyrir okkur. Við verðum
að leggja svo mikla áherslu á að
stoppa þær inni í teignum, Erlu [Þor-
steinsdóttur] og Önnu Maríu
[Sveinsdóttur] og verðum að vera
með tvo leikmenn á þeim og þá losnar
um þær sem eru fyrir utan. Það er
mjög erfitt að hjálpa við vörnina inn í
teig og þurfa svo að rjúka út í skytt-
urnar. Það fer svo mikil orka hjá
stelpunum í þetta og við keyrðum
okkur út í fyrri hálfleik,“ sagði Ívar
Ásgrímsson, þjálfari Stúdenta eftir
leikinn.
„Annars held ég að sannleikurinn
sé einfaldlega sá að þegar Keflavík-
urstelpurnar spila eins og þær hafa
gert í síðustu tveimur leikum, sem
þær hafa spilað einstaklega vel, þá
eigum við einfaldlega ekki mögu-
leika. Það verður að segjast eins og
er að Keflavík er með betra lið og eru
vel að sigrinum komnar.
Það er eitt sem ég er mjög
óánægður með í þessum leik og það
eru dómararnir. Keflavíkurstelpurn-
ar eru það sterkar að þær þurfa ekki
aðstoð frá dómurunum eins og í þess-
um leik. Það var alveg sama hvað við
gerðum í leiknum, reyndum að yfir-
dekka og standa en það var alltaf
dæmd villa á okkur. Það hjálpar ekki,
en ég vil taka það skýrt fram að við
töpuðum ekki leiknum á þessu. Ég
næ því ekki að þegar verið er að leika
til úrslita í kvennakörfuknattleik
skuli vera settir menn til að dæma
sem kunna varla á flautuna. Þetta er
vanvirðing við kvennakörfuboltann,
að það skuli ekki vera settir bestu
dómararnir á svona leiki,“ sagði Ívar.
Hann sagðist ánægður með körf-
una hjá stúlkunum í vetur og sagði
bjart framundan. „Svo er ég sem
landsliðsþjálfari auðvitað ánægður
með að „íslenskt“ lið skyldi verða
meistari þó svo ég sé alls ekki sáttur
við að tapa. Við lögðum okkur fram,
en Keflvíkingar voru einfaldlega
sterkari og við töpuðum fyrir betra
liði en við erum með og það hefur
engan tilgang að svekkja sig yfir
því,“ sagði Ívar.
Við erum langbestar
Svava Stefánsdóttir var í miklu
stuði í liði Keflavíkur og gerði fjórar
þriggja stiga körfur. „Það varð ein-
hver að taka af skarið í liðinu. Byrj-
unin var nú ekki góð hjá okkur, en við
vorum samt ekkert taugatrekktar
fyrir leik. Við bjuggumst við að þetta
yrði hörkuleikur en svo kom þetta
sem betur fer í síðari hálfleik. Við er-
um langbestar, höfum unnið allt í vet-
ur og erum eina liðið sem er ekki með
erlendan leikmann,“ sagði Svava,
sem varð Íslandsmeistari í þriðja
sinn með liðinu, en hún byrjaði í
meistaraflokki 1999.
Undirstrik-
uðu hvaða
lið er best
„ÞETTA var flottur leikur hjá Keflavík og undirstrikar aðeins að þær
eru með besta liðið hér á landi,“ sagði Sigurður Ingimundarson
þjálfari Keflavíkurstúlkna eftir næsta auðveldan sigur Keflvíkinga á
ÍS í úrslitarimmunni.
Eftir
Skúla Unnar
Sveinsson
KARL Malone lék í fyrsta sinn
gegn sínu gamla liði í NBA-deild-
inni á sunnudag er Los Angeles La-
kers tók á móti Utah Jazz. Malone
lék í 18 ár með Utah en gekk í raðir
Lakers í sumar í þeirri von að geta
fagnað meistaratitli í fyrsta sinn á
sínum ferli. Malone skoraði 19 stig
og tók 13 fráköst á 34 mínútum í
leiknum en Lakers hafði betur,
91:84, og hefur liðið unnið átta leiki
í röð.
KOBE Bryant skoraði 34 stig fyr-
ir Lakers gegn Utah en hann hefur
skorað 32 stig að meðaltali í átta
síðustu leikjum liðsins sem hafa all-
ir endað með sigri Lakers.