Morgunblaðið - 22.04.2004, Side 8

Morgunblaðið - 22.04.2004, Side 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ OPIÐ HÚS - Engihjalli 25 Þorbjörn Pálsson sölufulltrúi Sími 520 9555 898 1233 thorbjorn@remax.is RE/MAX Heimilisfang: Engihjalli 25 Stærð: 97 fm Stórglæsileg - vel viðhaldin og mikið endurnýjuð 4ra herb. samtals 97 fm íbúð á þriðju hæð. Tvennar svalir í góðu húsi með frábæru útsýni og húsverði. Sérgeymsla í kjallara. Þvottahús á hæð- inni. Frystigeymsla. Stutt í alla þjónustu, grunnskóla, leikskóla, gæsluvelli. Tilboð óskast. Þorbjörn sölufulltrúi tekur á móti gest- um í dag, fimmtudag, á milli kl. 16 og 17. Bjalla 3A. Netfang: kjoreign@kjoreign.is Heimasíða: www.kjoreign.is Sími 533 4040 • Fax 533 4041 Opið sumarhús í dag, sumardaginn fyrsta frá 13-16 TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA Ármúla 21 • Reykjavík jöreign ehf Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali Hákon R. Jónsson, sölumaður Ólafur Guðmundsson sölustjóri, AÐ EYRUM 16 Í EILÍFSDAL (BEYGT TIL HÆGRI ÁÐUR EN KOMIÐ ER AÐ HVALFJARÐARGÖNGUM) Góður bústaður, staðsettur rétt utan við höfuðborgina. Lóðin er 1,5 ha. Kalt vatn er komið í bústaðinn. Rafmagn við lóðamörk. Fallegt útsýni. Verðtilboð óskast. Bústaðurinn verður til sölu og sýnis í dag á milli klukkan 13 og 16. Herdís og Ágústa taka vel á móti ykkur. Og hvað eigum við að láta krógann heita núna, Bjössi minn? Menningarhátíð á Reykhólum Ákváðum að bæta um betur Menningarhátíð erhaldin á Reyk-hólum í dag og kennir þar ýmissa grasa. Morgunblaðið ræddi við Einar Örn Thorlacius sveitarstjóra í tilefni dags- ins. Hver er forsaga þessar- ar menningarhátíðar? „Undanfarin ár hefur verið haldinn svokallaður „Barmahlíðardagur“ á Reykhólum sumardag- inn fyrsta. Reykhóla- hreppur rekur hjúkrunar- og dvalarheimilið Barma- hlíð á Reykhólum og á Barmahlíðardeginum hafa hreppsbúar getað komið í heimsókn á heimilið, keypt kaffiveitingar og skoðað föndur og annað sem íbúar Barmahlíðar hafa gert yfir veturinn. Íbúar á Barmahlíð eru samtals fimmtán, á aldrinum 48 ára til 91 árs, en vonandi fáum við fljótlega heimild fyrir fleiri hjúkrunar- og dvalarrýmum því við höfum pláss fyrir mikið fleiri.“ Hvað varð til þess að umfang hátíðarinnar jókst? „Já, í fyrra ákváðum við að bæta um betur og héldum menn- ingardagskrá „Bókin, flautan og harpan“ þar sem tveir rithöfund- ar lásu úr verkum sínum og tveir tónlistarmenn komu fram. Þetta var vel sótt þannig að við ákváðum að endurtaka leikinn í ár.“ Hver er dagskráin að þessu sinni?“ „Í ár bjóðum við upp á þrjá listamenn, þannig að hreppsbúar og aðrir gestir geta svalað þörf sinni fyrir ritlist, myndlist og tón- list! Þórunn Valdimarsdóttir, rit- höfundur og sagnfræðingur, ætl- ar að lesa fyrir okkur úr bók sem hún er með í smíðum um Matth- ías Jochumsson en hann fæddist einmitt hér í sveitinni á 19. öld. Guðmundur Björgvinsson mynd- listarmaður verður með myndlistarsýningu og síðast en ekki síst verður söngkonan fræga frá Færeyjum, Eivör Pálsdóttir, hjá okkur og syngur nokkur lög. Myndlistarsýningin verður opnuð formlega kl. 13 á efri hæð Barmahlíðar, en Eivör og Þórunn verða í Reykhólakirkju og þær byrja kl. 14. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra, Jón Kristjánsson, verð- ur heiðursgestur hjá okkur. Að auki verður ORG-ættfræðiþjón- usta með kynningu áættfræði og gerð ábúendatala. Enn fremur ætla Rauða kross-deild Búðar- dals og Reykhóla og Lionsklúbb- ur Búðardals, Reykhóladeild, að afhenda heilsugæslunni á Reyk- hólum svokallað hjartastuðtæki.“ Er auðvelt að fá listafólk til að koma til Reykhóla?“ „Já, hafa verður í huga að eng- inn þéttbýlisstaður á Vestfjörð- um, nema kannski Borðeyri, ligg- ur jafn nálægt höfuðborgar- svæðinu og við. Enda þótt Reykhólahreppur tilheyri óneitanlega Vestfjarðakjálkanum, þá eru bara 230 km frá Reykjavík til Reykhóla og 95% leiðarinnar er á bundnu slitlagi. Það er einungis 13 km vegstubbur í Dalasýslu sem heitir Svínadalur sem á vant- ar bundið slitlag. Ég vona að Sturla samgönguráðherra lesi þetta viðtal og kippi þessu fljót- lega í lag! Það tekur því einungis tæpa þrjá tíma að aka til okkar og ég held að listafólki vaxi það ekki í augum. Það má því kannski nota tækifærið og hvetja höfuðborgar- búa og aðra landsmenn að nota tækifærið og skella sér hingað vestur.“ Hverjir sækja svona menning- arviðburð, þar sem um fremur lít- inn byggðarkjarna er að ræða? „Enda þótt Reykhólahreppur sé gríðarstór, 1.150 ferkílómetar að stærð, og óteljandi eyjar á Breiðafirði tilheyri honum, þ.á m. Flatey og Skáleyjar, þá eru íbú- arnir fáir eða kringum 300. Ég vænti þess að hreppsbúar fjöl- menni á þennan menningarvið- burð og vonandi nágrannar okkar í Dölunum líka.“ Gera ferðamenn sér sérstaka ferð til ykkar? „Ég veit ekki um það, en ég veit að listamennirnir ætla að nota tækifærið og dvelja hér í nokkra daga og skoða þessa fögru náttúru sem hér er. Sumir segja að Reykhólasveit sé falleg- asta sveit á Íslandi! Reyndar stendur myndlistarsýningin fram á sunnudag og hún verður bæði á efri hæð Barmahlíðar og einnig í íþróttasal Reykhólaskóla.“ Þið ætlið væntanlega að hafa hátíðina árlega? „Ég er alveg viss um það. Við erum líka að vinna í fleiri menn- ingarmálum. Meðal annars stend- ur til að reisa minnismerki um Jón Thoroddsen skáld en hann fæddist einmitt á Reykhólum árið 1818. Finnur Arnar myndlistar- maður hefur hannað minnisvarð- ann og ég held að hann eigi eftir að vekja talsverða at- hygli. Lionshreyfingin er mjög öflug hér og Lionsmenn hafa beitt sér mjög í þessu máli. Annars er mikill hugur í okkur Austur-Barð- strendingum um þessar mundir. Í sumar verður reist íþróttahús á Reykhólum og ungt fólk er einnig að ráðgera byggingu íbúðarhúsa. Góð tíð gleður bændur, þótt vorið hafi verið svolítið kalt, og Þör- ungaverksmiðjan hefur ekki und- an að framleiða þang- og þara- mjöl. Við lítum því björtum augum til framtíðarinnar.“ Einar Örn Thorlacius  Einar Örn Thorlacius er fædd- ur árið 1958 í Reykjavík. Stúdent frá MH 1977 og lauk lagaprófi frá HÍ 1983. Hefur setið í stjórn Neytendasamtakanna. Hóf störf hjá G.J. Fossberg véla- verslun, nú Fossberg ehf., að loknu námi og var fram- kvæmdastjóri þess fyrirtækis frá 1989 til 2002. Tók 1. október 2002 við starfi sveitarstjóra í Reykhólahreppi, Austur- Barðastrandarsýslu. Á þrjú börn, Sigríði, Bjart og Magnús, 6–16 ára. … og 95% leiðarinnar eru á bundnu slitlagi GANGA til styrktar AMS (Atvinna með stuðningi) og handverkstæðinu Ásgarði verður í júlí í sumar. Gengið verður frá Reykjavík til Akureyrar eða 430 kílómetra leið á sjö dögum og er ráðgert að hafa ýmsar uppá- komur á leiðinni á meðan á göngunni stendur. Tilgangurinn er að afla fjár til styrktar rekstri þessara aðila. Fyrir göngunni standa göngu- garparnir Guðmundur Jörundsson, Pálmi Rafn Hreiðarsson og Þor- steinn Kristjánsson. Pálmi segir þá félaga hafa æft mjög stíft frá því í byrjun ársins enda þurfi þeir að ganga 60 kílómetra á dag. „Þetta verður ansi stíft og það getur verið að við munum hafa fyrstu tvo dagana stífari. Við stillum okkar á að ganga fimm kílómetra á klukkustund þann- ig að við þurfum að ganga í tólf tíma á dag. Við tökum tíu mínútna pásur á tveggja tíma fresti og svo borðum við á þriggja tíma fresti þannig að við verðum að frá morgni til kvölds. En það er líka gott að geta lagt eitt- hvað jákvætt af mörkum og styrkt gott málefni,“ segir Pálmi. Ganga til styrktar Ásgarði ♦♦♦ EINAR Sindrason, háls-, nef- og eyrnalæknir, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem yfirlæknir á Heyrnar- og tal- meinastöð Ís- lands. Einar hyggst snúa sér alfarið að rekstri læknastofu sinn- ar, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá Heyrnar- og tal- meinastöðinni. Einar hefur starfað hjá HTÍ frá upphafi, fyrst sem læknir á heyrnardeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur og síð- an á Heyrnar- og talmeinastöð Ís- lands þar sem hann hefur verið yfirlæknir frá árinu 1980. Í frétta- tilkynningunni er Einari þakkað gott starf og honum óskað góðs gengis í framtíðinni. Einar Sindrason lætur af störfum Einar Sindrason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.