Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ OPIÐ HÚS - Engihjalli 25 Þorbjörn Pálsson sölufulltrúi Sími 520 9555 898 1233 thorbjorn@remax.is RE/MAX Heimilisfang: Engihjalli 25 Stærð: 97 fm Stórglæsileg - vel viðhaldin og mikið endurnýjuð 4ra herb. samtals 97 fm íbúð á þriðju hæð. Tvennar svalir í góðu húsi með frábæru útsýni og húsverði. Sérgeymsla í kjallara. Þvottahús á hæð- inni. Frystigeymsla. Stutt í alla þjónustu, grunnskóla, leikskóla, gæsluvelli. Tilboð óskast. Þorbjörn sölufulltrúi tekur á móti gest- um í dag, fimmtudag, á milli kl. 16 og 17. Bjalla 3A. Netfang: kjoreign@kjoreign.is Heimasíða: www.kjoreign.is Sími 533 4040 • Fax 533 4041 Opið sumarhús í dag, sumardaginn fyrsta frá 13-16 TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA Ármúla 21 • Reykjavík jöreign ehf Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali Hákon R. Jónsson, sölumaður Ólafur Guðmundsson sölustjóri, AÐ EYRUM 16 Í EILÍFSDAL (BEYGT TIL HÆGRI ÁÐUR EN KOMIÐ ER AÐ HVALFJARÐARGÖNGUM) Góður bústaður, staðsettur rétt utan við höfuðborgina. Lóðin er 1,5 ha. Kalt vatn er komið í bústaðinn. Rafmagn við lóðamörk. Fallegt útsýni. Verðtilboð óskast. Bústaðurinn verður til sölu og sýnis í dag á milli klukkan 13 og 16. Herdís og Ágústa taka vel á móti ykkur. Og hvað eigum við að láta krógann heita núna, Bjössi minn? Menningarhátíð á Reykhólum Ákváðum að bæta um betur Menningarhátíð erhaldin á Reyk-hólum í dag og kennir þar ýmissa grasa. Morgunblaðið ræddi við Einar Örn Thorlacius sveitarstjóra í tilefni dags- ins. Hver er forsaga þessar- ar menningarhátíðar? „Undanfarin ár hefur verið haldinn svokallaður „Barmahlíðardagur“ á Reykhólum sumardag- inn fyrsta. Reykhóla- hreppur rekur hjúkrunar- og dvalarheimilið Barma- hlíð á Reykhólum og á Barmahlíðardeginum hafa hreppsbúar getað komið í heimsókn á heimilið, keypt kaffiveitingar og skoðað föndur og annað sem íbúar Barmahlíðar hafa gert yfir veturinn. Íbúar á Barmahlíð eru samtals fimmtán, á aldrinum 48 ára til 91 árs, en vonandi fáum við fljótlega heimild fyrir fleiri hjúkrunar- og dvalarrýmum því við höfum pláss fyrir mikið fleiri.“ Hvað varð til þess að umfang hátíðarinnar jókst? „Já, í fyrra ákváðum við að bæta um betur og héldum menn- ingardagskrá „Bókin, flautan og harpan“ þar sem tveir rithöfund- ar lásu úr verkum sínum og tveir tónlistarmenn komu fram. Þetta var vel sótt þannig að við ákváðum að endurtaka leikinn í ár.“ Hver er dagskráin að þessu sinni?“ „Í ár bjóðum við upp á þrjá listamenn, þannig að hreppsbúar og aðrir gestir geta svalað þörf sinni fyrir ritlist, myndlist og tón- list! Þórunn Valdimarsdóttir, rit- höfundur og sagnfræðingur, ætl- ar að lesa fyrir okkur úr bók sem hún er með í smíðum um Matth- ías Jochumsson en hann fæddist einmitt hér í sveitinni á 19. öld. Guðmundur Björgvinsson mynd- listarmaður verður með myndlistarsýningu og síðast en ekki síst verður söngkonan fræga frá Færeyjum, Eivör Pálsdóttir, hjá okkur og syngur nokkur lög. Myndlistarsýningin verður opnuð formlega kl. 13 á efri hæð Barmahlíðar, en Eivör og Þórunn verða í Reykhólakirkju og þær byrja kl. 14. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra, Jón Kristjánsson, verð- ur heiðursgestur hjá okkur. Að auki verður ORG-ættfræðiþjón- usta með kynningu áættfræði og gerð ábúendatala. Enn fremur ætla Rauða kross-deild Búðar- dals og Reykhóla og Lionsklúbb- ur Búðardals, Reykhóladeild, að afhenda heilsugæslunni á Reyk- hólum svokallað hjartastuðtæki.“ Er auðvelt að fá listafólk til að koma til Reykhóla?“ „Já, hafa verður í huga að eng- inn þéttbýlisstaður á Vestfjörð- um, nema kannski Borðeyri, ligg- ur jafn nálægt höfuðborgar- svæðinu og við. Enda þótt Reykhólahreppur tilheyri óneitanlega Vestfjarðakjálkanum, þá eru bara 230 km frá Reykjavík til Reykhóla og 95% leiðarinnar er á bundnu slitlagi. Það er einungis 13 km vegstubbur í Dalasýslu sem heitir Svínadalur sem á vant- ar bundið slitlag. Ég vona að Sturla samgönguráðherra lesi þetta viðtal og kippi þessu fljót- lega í lag! Það tekur því einungis tæpa þrjá tíma að aka til okkar og ég held að listafólki vaxi það ekki í augum. Það má því kannski nota tækifærið og hvetja höfuðborgar- búa og aðra landsmenn að nota tækifærið og skella sér hingað vestur.“ Hverjir sækja svona menning- arviðburð, þar sem um fremur lít- inn byggðarkjarna er að ræða? „Enda þótt Reykhólahreppur sé gríðarstór, 1.150 ferkílómetar að stærð, og óteljandi eyjar á Breiðafirði tilheyri honum, þ.á m. Flatey og Skáleyjar, þá eru íbú- arnir fáir eða kringum 300. Ég vænti þess að hreppsbúar fjöl- menni á þennan menningarvið- burð og vonandi nágrannar okkar í Dölunum líka.“ Gera ferðamenn sér sérstaka ferð til ykkar? „Ég veit ekki um það, en ég veit að listamennirnir ætla að nota tækifærið og dvelja hér í nokkra daga og skoða þessa fögru náttúru sem hér er. Sumir segja að Reykhólasveit sé falleg- asta sveit á Íslandi! Reyndar stendur myndlistarsýningin fram á sunnudag og hún verður bæði á efri hæð Barmahlíðar og einnig í íþróttasal Reykhólaskóla.“ Þið ætlið væntanlega að hafa hátíðina árlega? „Ég er alveg viss um það. Við erum líka að vinna í fleiri menn- ingarmálum. Meðal annars stend- ur til að reisa minnismerki um Jón Thoroddsen skáld en hann fæddist einmitt á Reykhólum árið 1818. Finnur Arnar myndlistar- maður hefur hannað minnisvarð- ann og ég held að hann eigi eftir að vekja talsverða at- hygli. Lionshreyfingin er mjög öflug hér og Lionsmenn hafa beitt sér mjög í þessu máli. Annars er mikill hugur í okkur Austur-Barð- strendingum um þessar mundir. Í sumar verður reist íþróttahús á Reykhólum og ungt fólk er einnig að ráðgera byggingu íbúðarhúsa. Góð tíð gleður bændur, þótt vorið hafi verið svolítið kalt, og Þör- ungaverksmiðjan hefur ekki und- an að framleiða þang- og þara- mjöl. Við lítum því björtum augum til framtíðarinnar.“ Einar Örn Thorlacius  Einar Örn Thorlacius er fædd- ur árið 1958 í Reykjavík. Stúdent frá MH 1977 og lauk lagaprófi frá HÍ 1983. Hefur setið í stjórn Neytendasamtakanna. Hóf störf hjá G.J. Fossberg véla- verslun, nú Fossberg ehf., að loknu námi og var fram- kvæmdastjóri þess fyrirtækis frá 1989 til 2002. Tók 1. október 2002 við starfi sveitarstjóra í Reykhólahreppi, Austur- Barðastrandarsýslu. Á þrjú börn, Sigríði, Bjart og Magnús, 6–16 ára. … og 95% leiðarinnar eru á bundnu slitlagi GANGA til styrktar AMS (Atvinna með stuðningi) og handverkstæðinu Ásgarði verður í júlí í sumar. Gengið verður frá Reykjavík til Akureyrar eða 430 kílómetra leið á sjö dögum og er ráðgert að hafa ýmsar uppá- komur á leiðinni á meðan á göngunni stendur. Tilgangurinn er að afla fjár til styrktar rekstri þessara aðila. Fyrir göngunni standa göngu- garparnir Guðmundur Jörundsson, Pálmi Rafn Hreiðarsson og Þor- steinn Kristjánsson. Pálmi segir þá félaga hafa æft mjög stíft frá því í byrjun ársins enda þurfi þeir að ganga 60 kílómetra á dag. „Þetta verður ansi stíft og það getur verið að við munum hafa fyrstu tvo dagana stífari. Við stillum okkar á að ganga fimm kílómetra á klukkustund þann- ig að við þurfum að ganga í tólf tíma á dag. Við tökum tíu mínútna pásur á tveggja tíma fresti og svo borðum við á þriggja tíma fresti þannig að við verðum að frá morgni til kvölds. En það er líka gott að geta lagt eitt- hvað jákvætt af mörkum og styrkt gott málefni,“ segir Pálmi. Ganga til styrktar Ásgarði ♦♦♦ EINAR Sindrason, háls-, nef- og eyrnalæknir, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem yfirlæknir á Heyrnar- og tal- meinastöð Ís- lands. Einar hyggst snúa sér alfarið að rekstri læknastofu sinn- ar, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá Heyrnar- og tal- meinastöðinni. Einar hefur starfað hjá HTÍ frá upphafi, fyrst sem læknir á heyrnardeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur og síð- an á Heyrnar- og talmeinastöð Ís- lands þar sem hann hefur verið yfirlæknir frá árinu 1980. Í frétta- tilkynningunni er Einari þakkað gott starf og honum óskað góðs gengis í framtíðinni. Einar Sindrason lætur af störfum Einar Sindrason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.