Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JANÚAR 1992
21
Lítið hefur þokast í kjarasamningaviðræðum
Flest bendir til
harðra átaka í
samningamálunum
Tæplega tvö ár eru síðan
skrifað var undir þjóðarsátt-
arsamninga, en þeir urðu
lausir í september i fyrra. Lít-
ið hefur þokast í átt að nýjum
samningum og forystumenn
verkalýðsfélaganna verða æ
meira varir við kröfu um að
hefja verkföll til að freista
þess að knýja á um bætt kjör.
Hvergi er þó eins langt í
land með að samningar takist
og hjá opinberum starfs-
mönnum. Þar kemur margt
til. Sérstaklega er nefndur
flatur niðurskurður, sem þýð-
ir fátt annað en að kjör opin-
berra starfsmanna munu
versna. Ríkið hefur og gefið
út að ekki verði samið um
hækkanir og reyndar er fuli-
yrt þar á bæ að kaupmáttur-
inn muni rýrna á þessu ári.
Þetta allt gerir að mikil
óvissa er um að samningar
verði gerðir án átaka á vinnu-
markaði.
RÆÐST Á NÆSTU VIKUM
..Það er erfitt að segja til
um hvernig þetta mun æxl-
ast," sagði Asmundur Stefáns-
son, forseti Alþýðusambands
íslands, þegar hann var
spurður hverju hann spáði
um gang samningaviðræðna
á næstu vikum.
,,Þó svo að menn verði í
samfloti verður alltaf eitt-
hvað um sérviðræður. Þar get
ég nefnt verslunarmenn,
Verkamannasambandið og
fleiri. Ég verð ekki hissa ef
þetta verða erfiðir samningar
og ég þori ekki að spá um
hvort til verkfalla muni
koma. Það er óvissa og svart-
sýnispár hafa haft áhrif á
fólk," sagði Ásmundur.
Síðasta allsherjarverkfall
Alþýðusambandsins var á ár-
inu 1982, en það verkfall stóð
aðeins í fáeina daga. Ás-
mundur segir að það þurfi að
fara allt aftur til áranna 1976
Björn Grétar Sveinsson: „Ekki
i verkfall nema í ýtrustu neyö."
Þjóðarsáttarsamningarnir eru að verða tveggja ára. Það þótti samið til langs tíma þegar þeir
voru gerðir. Fátt bendir til að nýir samningar takist og vaxandi órói er meðal launþega og
kröfur um verkföll verða æ meira áberandi. í skoðanakönnun, sem Skáís gerði fyrir PRESS-
UNA, kemur fram að helmingur er tilbúinn til að fara í verkfall til að knýja á um bætt kjör
Ásmundur Stefánsson: „Þetta
veröa erfiðir samningar."
og 1977 í leit að allsherjar-
verkföllum.
,,Við höfum fundið fyrir
auknum þrýstingi þar sem
samningar hafa verið það
lengi lausir. Þegar þjóðarsátt-
arsamningarnir voru gerðir
þóttu þeir vera til langs tíma,
eða nærri tveggja ára. Nú eru
liðin tvö ár frá því þeir voru
undirritaðir. Það er aukinn
þrýstingur á okkur þess
vegna," sagði Björn Grétar
Sveinssón, formaður Verka-
mannasambandsins.
,,Við förum ekki í verkfall
nema í ýtrustu neyð. Ef mat
okkar verður það að við telj-
um öll sund lokuð, þá förum
við í verkfall, fyrr ekki," sagði
Björn Grétar.
„Reynslan hefur sýnt að
menn bæta ekki kjörin með'
verkföllum," sagði Þórarinn
Guömundur Þ. Jónsson: „Býst
viö átökum, ef ekki verður
veruleg breyting."
„
Ögmundur Jónasson: „Þetta
fer harönandi."
Vidar Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambandsins.
ÓÞOLANDI AÐ HAFA
EKKI GILDA SAMNINGA
,,Það sem hefur haldið aft-
ur af okkur er þessi litla verð-
bólga. Kaupmáttarrýrnunin
er hæg, en rýrnun samt. Það
getur ekki gengið að hér sé
samningslaust. Ef ekki verð-
ur veruleg hreyfing, segjum í
febrúar, má búast við átök-
um,“ sagði Gudmundur Þ.
Jónsson, formaður Iðju, fé-
lags verksmiðjufólks í
Reykjavík.
Guðmundur sagði að að-
gerðir ríkisstjórnarinnar
þyngdu málin enn frekar.
Undir það tók Ögmundur
Ágúst Einarsson: „Gengiö
verður frá samningum án
átaka."
föll bæta ekki kjörin."
Jónasson, formaður Banda-
lags starfsmanna ríkis og
bæja.
,,Ef fer sem horfir verður
krafa um verkföll sett fram
áður en langt um líður," sagði
Ögmundur. Hann sagði einn-
ig að launamisrétti væri stað-
reynd og það gerði fólk
ákveðnara en áður í að gefa
ekki eftir.
KALT MILLI AÐILA
Eins og áður sagði virðist
sem minnstar líkur séu á að
samningar takist fljótlega
milli ríkisins og opinberra
starfsmanna.
„Þetta fer harðnandi. Þessi
mikli niðurskurður og hvern-
ig er ráðist á velferðarkerfið
hefur auðvitað áhrif. Ef þeir
hefðu sýnt áhuga á að koma
á móts við okkur með ein-
hverjum hætti væri andinn
annar í þessu," sagði Ög-
mundur Jónasson, formaður
Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja.
Ögmundur sagðist ekki
eiga von á neinum stökk-
breytingum að nýjum kjara-
samningi, að minnsta kosti
ekki á næstu dögum.
Undir þetta tekur að
nokkru Ágúst Einarsson, for-
maður samninganefndar rík-
isins. Hann segir það verða
að koma í ljós á allra næstu
vikum hvort aðilar nái sam-
an, að öðrum kosti sé hætta á
að samningar frestist fram
eftir ári.
,,Ég hef þá trú að það verði
gengið frá samningum án
átaka. Það verður engin
hækkun sótt og það verður
smávægileg kaupmáttarrýrn-
un á þessu ári. Við viljum
semja til tveggja ára og stefna
að því að kaupmátturinn
rýrni ekki á árinu 1993. Með
þessu komumst við best í
gegnum það atvinnuleysi
sem er. Það þarf að halda
verðbólgunni í tveimur til
tveimur og hálfu prósenti.
Það eru æ fleiri sem gera sér
grein fyrir því að það er ekk-
ert svigrúm til hækkunar,"
sagði Ágúst Einarsson.
VILL FÓLK FARA
í VERKFALL?
Skáís gerði skoðanakönn-
un fyrir PRESSUNA. Þar var
spurt svona: „Ert þú persónu-
lega tilbúinn að fara í verkfall
til að knýja á um bætt kjör?“
Af sex hundruð þátttak-
endum var enginn sem ekki
var tilbúinn að svara, og að-
eins 24, eða 4,2 prósent, voru
óákveðnir. Nei, sögðu 277,
eða 48,3 prósent, og já sögðu
272, eða 47,5 prósent.
Ef aðeins eru teknir þeir
sem tóku afstöðu segjast 50,5
prósent ekki vera tilbúin að
fara í verkfall, en 49,5 pró-
sent eru þess albúin að fara í
verkfall til að knýja á um bætt
kjör.
Á súluritinu hér fyrir neðan
eru niðurstöður úr skoðana-
könnuninni skýrðar enn frek-
ar.
Ert þú Tilbúin(n)
AÐ FARA í VERKFALL
TIL AÐ KNÝJA Á UM
BÆTT KJÖR?
„Það er erfitt að lesa úr
þessu, þar sem þetta skiptist
það jafnt," sagði Ágúst Ein-
arsson, formaður samninga-
nefndar ríkisins. „Ég hef á til-
finningunni að fólk hafi gert
sér grein fyrir að ekki verði
sótt nein hækkun. Það verð-
ur smávægileg kaupmáttar-
rýrnun á þessu ári og ég tel
að gengið verði frá nýjum
samningum án nokkurra
átaka."
„Mér sýnist þetta endur-
spegla óánægjuna og óörygg-
ið gagnvart stjórnvöldum.
Eins sýnist mér af þessu að ef
á reynir sé vilji til átaka,"
sagði Ásmundur Stefánsson,
forseti Alþýðusambands ís-
lands.
„Þetta er svipað því sem
mér hefur sýnst á fundum
sem ég hef átt með fólki,“
sagði Björn Grétar Sveinsson,
formaður Verkamannasam-
bandsins. Hann sagðist telja
að kæmist ekki frekari skrið-
ur á samningaviðræður
mundi fjölga í þeim hópi sem
er tilbúinn í átök.
„Innan samtaka okkar hef-
ur ekki verið tekin ákvörðun
um verkfallsaðgerðir. Um-
ræðan um verkföll hefur
óneitanlega farið vaxandi,"
sagði Ögmundur Jónasson,
formaður BSRB. Verkfallsað-
gerðir eru neyðarúrræði og
mjög alvarlegur hlutur og
geta haft alvarlegar afleiðing-
ar fyrir þá sem taka þátt í
þeim og fyrir þjóðfélagið í
heild. Menn grípa ekki til
verkfallsaðgerða fyrr en þeir
sjá enga aðra leið sér og fjöl-
skyldum sínum til varnar."
„Þetta eru meiri undirtekt-
ir en ég hefði haldið. Dregið
hefur úr þolinmæði fólks og
það á eftir að draga enn frek-
ar úr henni, fari ekki að koma
veruleg hreyfing á þessi mál,“
sagði Guðmundur Þ. Jónsson,
formaður Iðju. Hann sagðist
telja vaxandi líkur á kröfum
um verkföll og niðurstaða
skoðanakönnunarinnar
sýndi að vilji væri til verk-
falls.
„Það kemur mér á óvart að
tæplega helmingur segist
vera tilbúinn að fara í verk-
fall. Ég held að þetta sé ekki
raunin. í spurningunni er
gengið út frá því að það sé
hægt að bæta kjörin með
verkfalli. Þetta er auðvitað
rugl. Reynslan hefur sýnt að
kjörin verða ekki bætt með
verkföllum," sagði Þórarinn
Vidar Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambandsins.
Sigurjón Magnús Egilsson