Pressan - 30.01.1992, Page 33

Pressan - 30.01.1992, Page 33
____FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JANÚAR 1992 ERLENDAR FRÉTTI 33 Itegt erumk tungu at hræra Það þýðir lítið fyrir Bush Bandaríkjaforseta að útskýra stefnu sína fyrir kjósendum. Það skilur nefnilega enginn hvað hann er að segja. Þegar Ronald Reagan var Bandaríkjaforseti var því haldið fram að hann gæti ekki talað um stjórnarstefnu sína án þess að hafa fyrir framan sig lítil spjöld með ákveðnum lykilorðum. Þetta var rétt, enda varð gamli maðurinn ítrekað uppvís að því að segja meiri vitleysu en eðlilegt gat talist. George Bush á við ekki ósvipaðan vanda að etja. Hann segir að vísu sjaldan klára vitleysu, en þegar hann er ekki sérstaklega undirbú- inn er málfarið svo sundur- slitið og ruglingslegt að eng- inn veit nákvæmlega hvað hann er að fara. í kosninga- baráttunni fyrir væntanlegt prófkjör í New Hamsphire neyðist forsetinn oftar en ella til að spjalla blaðalaust um hugmyndir sínar og niður- staðan er einkar skrautleg flóra merkingarlauss málæð- is. Og skilji nú hver sem betur getur: Um efnahagsástandiö: „Ekki horfa á þann hluta glassins sem er bara hálffull- ur.“ Um forsetafrúnœ „Það eru Kínversk meybörn borin út í milljónatali Milljónir kínverskra mey- barna voru bornar út á síð- asta áratug vegna þess boðs kínverska kommúnista- flokksins, að hver fjölskylda mætti aðeins eignast eitt barn. Að sögn Chen Muhua, sem er formaður Kvenna- sambands Kína, grípa kín- verskir foreldrar til þess ráðs að drepa meybörn í þeirri von að þeim fæðist seinna sonur og fullyrðir hún að fórnarlömbin skipti milljón- um. Chen sagði að yrði ekkert aðhafst myndu 50 milljónir ungra ókvæntra karla fylla hinn ört stækkandi pipar- sveinaher landsins áður en öldin væri á enda runnin. Nú þegar er 20 milljónum færra af konum í Kina en eðlilegt má teljast. Utburður, sem var tíður í Kína á síðustu öld og fram á þessa, lagðist að mestu af eft- ir sigur kommúnista í borg- arastyrjöldinni 1949, en eftir ákvörðun flokksins um eins barns fjölskyldur varð hans vart að nýju. Snemma á síðasta áratug var farið að kveða svo rammt að útburði, að Zhao Ziyang, þáverandi forsætisráðherra Kína, kom fram opinberlega og skoraði á fólk að láta af honum. Þegar útlendingar fóru að sýna máli þessu áhuga var hætt að ræða opin- berlega um barnamorðin og blaðamenn vægast sagt lattir til að kynna sér þau. Fram til 1981 voru mann- talstölur frá Kína svipaðar og annars staðar í heiminum (ef fjöldinn er undanskilinn). Samkvæmt manntalinu frá 1990 brá hins vegar svo við, að 111,3 drengirlifðu framyfir fyrsta árið á móti hverjum 100 telpum. Og tölur frá 1987 og 1989 bentu til svipaðs hlutfalls. Manntalsfræðingar spurðu áður en varði hinnar hryllilegu spurningar: „Hvað verður um 600.000 meybörn á hverju ári?" Sorgarsaga þessi hófst árið 1979 þegar kommúnista- flokkurinn samþykkti álykt- un um fjölskyldumál, en í henni var kveðið á um að hver fjölskylda mætti aðeins eiga eitt barn. Engin ákvörð- un flokksins hefur mætt jafn- mikilli andspyrnu og er svo óvinsæl að flokkurinn hefur ekki enn lagt í að leiða hana í lög. Ástæðan er sú að alþýð- an — sérstaklega sveitafólk — óttaðist um afdrif ætta sinna og framhaldslíf, því karlar einir mega tigna forfeður sína. Þar fyrir utan eru það aðeins synirnir, sem fram- fleyta öldruðum foreldrum sínum, því giftar dætur hafa einungis skyldur við hina nýju fjölskyldu sína. allir að spyrja hvar Barbara er, við söknum hennar mjög, mjög mikið. Ég sagði henni að ég þyrfti ekki á henni að halda, ég ætlaði ekki að kasta upp hér. Hversu margir hérna hafa fengið flensu? Eg þarf að slá mér lán því það er dýrt að láta hreinsa jakkaföt í Japan og forsætisráðherrann var í fínum, dýrum fötum.“ Um atvinnuleysisbœtur: „Ef froskur hefði vængi, þá myndi hann ekki skella aftur- endanum í jörðina." Um efnahagsstefnu sína: „Ég held að ég verði að standa mig betur í að skýra út hver stefnan er og ég held að ég geti gert betur. En ég held að það sé svo mikið málæði í gangi að ég verð að finna út hvernig ég útskýri betur að við styðjum það sem ég hef sagt að muni hjálpa." Um konur íhernum: „Hluti af þessum góða árangri er að við höfum sjálfboðaliðaher og hluta af öllu — herinn. Og hluti af ástæðunni er að fólk vill ráða meiru um það sem það vill gera. Svo að móðir — ég vil eiga þátt í þessu. Ég virði það og skil það.“ „Eg vil setjast í helgan stein þegar ég verð fimmtugur spila krikket á sumrin, gamal- mennafótbolta á veturna og syngja í kór.“ Neil Kinnock, fæddur 28. mars 1942, (viötali árið 1980. Þá gafst hann upp og fór heim Japanskur maður hafði veriö dauður i fimm tíma í lest án þess að neinn tæki eftir þvf. Svo verður allt draslið Finnlandiserað Rússar styðja EB-aðild Finna. Við vissum að kókið væri hressandi, en ríf- lega 71 þúsund stykki á mann? Komm’onn Sjö þungvopnaðir menn stálu 500.000 smokkum (Kólumbíu. Smám saman verður þá nóg að éta handa öllum Gamalt fólk styttir sér aldur i Moskvu vegna matarverðs. Þetta er allt í lagi, elsk- an, það má alltaf notast við eldhúsborðið Kínversk stjómvöld létu innsigla svefnherbergi hjóna sem neituðu að borga sekt vegna of margra barneigna. ÚTLENT SJÓNARHORN Taugastríðið gegn stjórninni í Bagdað EFTIR WILLIAM SAFIRE Eftir vísbendingu frá heim- ildármanni í njósnaheimin- um og stutta skírskotun í dálki eftir Jim Hoagland skrifaði ég fyrir tveimur vik- um að aftur væri farið að hvetja til uppreisnar gegn Saddam Hussein og að í þetta sinn myndi bandaríski flug- herinn styðja við bakið á upp- reisnarmönnum. Nú berast nákvæmari frétt- ir frá Patrick Tyler hjá New York Times, sem hefur skýrt frá tvennu: að fyrir tveimur mánuðum hafi „fulltrúa- nefnd" Bush forseta beðið Pentagon um hernaðaráætl- un til aðstoðar uppreisnar- mönnum; og að forsetinn hafi um leið skrifað Fahd Sádi-Ar- abíukóngi og boðið fram þessa umbeðnu þjónustu gegn því að bandaríski her- inn fengi frambúðaraðstöðu í eyðimörkinni. Þegar Colin Powell herr- áðsforingi svaraði „Þetta er ekki mitt borð; Bob Gates for- stjóri CIA þjónar hér“ var undirbúningurinn fenginn í hendur öryggisráðgjafanum Brent Scowcroft sem eitt sinn embættismaður, sem vel þekkir til mála, vill deila leyndarmálum sínum með forvitnum blaðamanni og vingjarnlegur spæjari hefur „Ef Bandaríkin eru að undirbúa heilmikla leyniaðgerð til að koma Saddam Hussein frá, hvernig stendur á því að við fréttum það allt saman í biöðunum?" klæddist einkennisbúningi flughersins. Glöggur lesandi hlýtur að spyrja sjálfan sig: Ef Banda- ríkin eru að undirbúa heil- mikla leyniaðgerð til að koma Saddam Hussein frá, hvernig stendur á því að við fréttum það allt saman í blöð- unum? Það er augljóst að einhver fengið það verkefni að kjafta í tilkippilega dálkahöfunda. Er ekki ólykt af þessu? Er ekki verið að nota okkur? Svarið er jú við báðum spurningum. Þetta tal um væntanlegar leyniaðgerðir, sem bandarískir embættis- menn afneita án þess að roðna, er hluti af taugastríði. Bush forseti og Fahd konung- ur eru að reyna að setja skrekk í Saddam og hvetja um leið klíkuna í kringum hann til að steypa honum af stóli. Þversögnin er að þetta taugastríð gegn harðstjóra, sem bandamenn hefðu átt að drepa á sínum tíma, getur orðið að alvöruuppreisn. Og í þetta sinn getur Bush ekki leyft slátraranum í Bagdað að berja uppreisnina niður. En hvað um Kúrdana, peð- in sem verður fórnað í þessari skák? Leiðtogar þeirra hafa hætt samningaviðræðum við Saddam og eru tilbúnir að eiga samstarf við Moham- med Baqir Hakim, sem á harðstjóranum grátt að gjalda. Þeir vilja hins vegar ekki sjá Hassan Naqid, fyrr- um böðul íraksforseta, sem Sýrlendingar og Sádi-Arabar vilja nú koma til valda. Áður en Kúrdarnir hætta lífi sínu aftur að tilstuðlan Bandaríkjanna vilja þeir að Sameinuðu þjóðirnar sendi lið til að fylgjast með kosn- ingum í hinu gamla Kúrdist- an, sem nær alveg niður að 35. breiddargráðu og yfir ol- íulindirnar í Kirkuk. Þeir sækjast eftir sjálf- stjórn, ekki sjálfstæði eins og Tyrkir óttast. í Kirkuk mætti setja upp bráðabirgðastjórn Kúrda, Súnna og Shíta í þeim tilgangi að laða að liðhlaupa frá Bagdað þar til stjórnin fellur. Þetta er að líkindum meira frelsi en baktjaldamakkar- arnir í Ryad og Damaskus sætta sig við. En Kúrdarnir vilja ekki deyja til þess eins að skipt sé um glæpamenn á æðstu stöð- um í Bagdað. Bandaríkin verða að virða sjálfsákvörð- unarrétt Kúrda ef þetta tauga- stríð á að verða að frelsis- striði.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.