Pressan - 30.01.1992, Side 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JANÚAR 1992
35
Smekkleysi
PRESSUNNAR
Sveinn
Rúnar
Hauksson
læknir
skrifar gegn
Richard
Nixon og
Pressunni.
,,Höfnum harðstjórninni í Hanoi"
eftir Richard Nixon. Grein í Press-
unni 16. janúar sl. Ég leit aftur á
þetta vikugamla blað sem ég var að
fletta. Þetta hlýtur að vera grínsíða,
Gula pressan eða þvíumlíkt. Nei,
blaðsíðan var merkt ERLENDAR
FRÉTTIR. Getur verið að hér sé
kominn fram alnafni? Sú tilgáta var
fljót að detta uppfyrir, því að í grein-
arlok stóð skýrt: „Höfundur er fyrr-
verandi Bandaríkjaforseti". Sá eini
sanni og alræmdi Richard Milhouse
Nixon er farinn að skrifa erlendar
fréttir fyrir Pressuna. Lesendur
hljóta að spyrja: Hvað fær Nixon í
laun? Ekki er það öfugt.
Það er hreint ótrúlegt að einn
helsti fjöldamorðingi Víetnam-
stríðsins og sá Bandaríkjaforseti
sem hrökklaðist úr embætti vegna
afbrota sinna skuli nú dreginn fram
til að fjalla um stjórnarfarið í Hanoi.
Athugasemdalaust af hálfu rit-
stjórnar gerist Nixon siðferðispost-
uli á síðum Pressunnar: „Okkur ber
siðferðisleg skylda til þess að taka
ekki með silkihönskum á Hanoi-
stjórninni." Hér talar forsetinn sem
fyrirskipaði jólaloftárásirnar á
Hanoi 1972.
Það er sennilega til harla lítils að
efna til blaðadeilu við Richard Mil-
house á síðum Pressunnar. Áróðurs-
pistill hans er gegnsýrður af því
hatri sem ýmsir ráðamenn í Banda-
ríkjunum hafa stjórnast af í málefn-
um Suðaustur-Asíu, allt frá því að
Bandaríkjaher varð að lúta í lægra
haldi fyrir þjóðfrelsisherjum Víet-
nama. I stað þess að taka í þá sátta-
hönd sem Víetnamar hafa hvað eftir
annað rétt fram á liðnum árum hafa
bandarísk stjórnvöld kosið að láta
ófriðlega, m.a. með viðskiptastríði,
sem gert hefur Víetnömum mjög
erfitt fyrir við að endurreisa land sitt
og bæta efnahaginn. í stað þess að
leggja sitt af mörkum „til að lækna
sár stríðsins", eins og Henry Kissing-
er, utanríkisráðherra Nixons, skrif-
aði undir í Parísarsamkomulaginu
um frið 27. janúar 1973, hafa
Bandaríkin gjörsamlega svikið lof-
orð sín um fjárhagsaðstoð við end-
urreisn Víetnam að stríðinu loknu.
Ekki einn einasti Bandaríkjadalur
hefur skilað sér í stríðsskaðabætur.
Hins vegar hefur ótöldum dölum
verið varið til að spilla fyrir friði í
Indókína. Samkvæmt reglunni um
að „óvinir óvina minna eru vinir
mínir" hefur jafnvel Rauðu kmerun-
um undir forystu Pol Pot verið rétt
hjálparhönd.
Nixon gerir að umtalsefni „báta-
fólkið" og að Víetnam sé eitt af
fimm fátækustu ríkjum heims en
um leið með fimmta stærsta her í
heimi. Ákaflega vafasamt er að bera
saman stærð og styrk herja þróun-
arríkja við hátæknivædda vestræna
heri sem ráða yfir kjarnorkuvopn-
um. Að her Víetnama hafi á sínum
tíma verið sá fimmti fjölmennasti í
heimi kann að vera rétt, enda óx
hann smám saman í baráttu við öfl-
ugasta árásarher í heimi, sem beitti
allri fullkomnustu drápstækni sem
völ var á. Bandaríkjaforseti beitti
þegar flest var yfir 600.000 her-
mönnum í Víetnam. Stríðið beindist
ekki einungis gegn fólkinu, heldur
landinu sjálfu og náttúru þess. Eitur-
efnahernaður var stundaður úr lofti
og skógunum eytt. Aukin tíðni fóst-
urláta, vanskapnaður og krabba-
meina er það sem Víetnamar mega
enn búa við af þessum völdum um
ókomna tíð.
. 111 meðferð á víetnömsku flótta-
fólki hefur runnið íslendingum til
rifja og við höfum borið gæfu til að
bjóða nokkrum þeirra að setjast að
hér á landi. Flóttafólk frá Víetnam
hefur mátt líða fyrir að það er af við-
komandi yfirvöldum í Hong Kong
og víðar ekki talið vera pólitískir
flóttamenn, þvert ofan í það sem
Nixon lætur liggja að í grein sinni.
Fólkið er talið hafa verið að flýja fá-
tækt. Málflutningur Nixons er enn
kaldhæðnislegri í ljósi þess að
bandarísk yfirvöld skuli neita að
taka á móti þessu fólki, og láti það
hírast við ömurlegar aðstæður í
flóttamannabúðum árum saman.
Bandaríkjastjórn ber sérstaka
ábyrgð á þessum flóttamanna-
vanda. í útvarpssendingum Voice of
America var fólk hvatt með
hræðsluáróðri til að flýja kommún-
istana. Fólkið sem flúði í bátum á
haf út átti von á því að vera bjargað
í bandarísk skip. í staðinn biðu
þeirra sjóræningjar og dauðinn. í
ljós kom að það var meiri áhugi á
því af hálfu Bandaríkjanna að láta
fjalla um hörmungar fólksins í fjöl-
miðlum en að binda enda á þær.
Flóttamannavandinn er þó ekki
síst af völdum stríðsins sjálfs, eyði-
leggingar og fátæktar sem við-
skiptabann Bandaríkjastjórnar hef-
Tríóið Gylfaginning
Árni Scheving, Gylfi Gunnars og
Þorsteinn Steinsson skemmta með
þorralögum.
Hilmar Sverrisson leikur
fyrir dansi fram á nótt.
Boroapantanir í síma 17759.
ur viðhaldið. Bandarísk stjórnvöld
hafa einnig þrýst á önnur ríki og al-
þjóðastofnanir til að einangra Víet-
nam. Jafnvel þróunarhjálp hefur
verið illa séð. Þá hefur samspil Pek-
ing-stjórnarinnar og Washington,
sem Nixon og Kissinger áttu heiður-
inn af, haft sitt að segja. Það leiddi
til stríðsástands milli Kína og Víet-
nam og stór hluti flóttafólksins fram-
an af var einmitt af kínverskum upp-
runa. í þessu tali um fólksflótta frá
Víetnam má minna á, að á meðan
Pol Pot var við völd í Kambódíu þá
var sá fjöldi sem flúði til Víetnams
mun meiri en sá sem flúði þaðan.
Hér var um að ræða Kambódíu-
menn sem flúðu undan ógnarstjórn
Rauðu kmeranna.
Það er sannast sagna harla undar-
legt að standa sig að því að vera far-
inn að eiga orðastað við Nixon á síð-
um íslensks vikublaðs um Víetnam-
stríðið og áframhald þess. Enda ætti
að vera óhætt að tilnefna ritstjóra
Pressunnar þegar árleg verðlaun
Smekkleysu koma næst til álita. Hér
skal látið staðar numið enda þótt að-
eins hafi verið drepið á örfá atriði.
Grein Nixons hefur sennilega ekki
verið skrifuð eingöngu fyrir Press-
una. Hún er vafalítið skrifuð fyrir
bandaríska lesendur til að leggja lóð
á vogarskál áframhaldandi ófriðar
gagnvart Víetnam. Gæfusamlega á
þessi fyrrverandi Bandaríkjaforseti
ekki svo mjög upp á pallborðið hjá
bandarískum stjórnmálamönnum.
Vonir standa til að nú sé loks að tak-
ast að koma vitinu fyrir bandarísk
stjórnvöld, þannig að á komist eðli-
legt stjórnmálasamband við Víet-
nam. Það er þó fyrst og fremst utan-
ríkisstefnu Víetnama og fleiri ríkja
Suðaustur-Asíu að þakka, að nú
horfir þrátt fyrir allt heldur friðvæn-
legar í þessum heimshluta en oft áð-
ur. ........
Fyrirtœki,
starfsmanna-
hópar...
árshátíðarhópar!
Árshátíðar-
tilboð Flugleiða
slter allt út.
Þetta er einstakt tækifæri
til að halda árshátíð í
erlendri stórborg.
Þrautþjálfað starfsfólk
okkar er ykkar trygging
fyrir ógleymanlegri ferð.
Baltimore/
20-50 manns* 50 og fleiri*
19.900 kr. 18.900 kr.
21.900 kr. 19.900 kr.
19.900 kr. 18.900 kr.
19.900 kr. 18.900 kr.
19.900 kr. 18.900 kr.
17.900 kr. 15.900 kr.
21.900 kr. 19.900 kr.
31.900 kr. 30.900 kr.
31.900 kr. 30.900 kr.
Árshátíðartilboð Flugleiða gildir frá 3. janúar til 4. apríl 1992.
Leitið tilboða á sölu-
Ferðist í
á Lækjartorgi, hjá umboðs-
. .. skrifstofum Flugleiða í
glœstlegum
farkostum Kringlunni, Hótel Esju og
|g- Flugleiða par
sem öryggi og góð
þjónusta eru í mönnum okkar um allt land
fyrirrúmi. , . ,Qn.nn/ .
eoa í sima 690300 (svarao
alla 7 daga vikunnar).
FLUGLEIDIR
'Lágmarksdvöl/sunnudagsregla. Hámarksdvöl 4 dagar/3 nætur. Verð á manninn m.v. staðgr. og gengi 14.11.1991:
flugvallarskattur og forfallagjald(alls 2.350 kr.) ekki innifálið. Framangreind verð eru háð samþykki yfirvalda.