Pressan - 06.02.1992, Page 2

Pressan - 06.02.1992, Page 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. FEBRÚAR 1992 FYRSI&FREMST lýður friðjónsson. Keypti hlut í fjölmiölum til aö gera þá hliðholla kóka-kóla. EINAR ÖRN BENEDIKTSSON. Þaö stóð til aö endursenda Sykurmolaplötuna út vegna 1.600 króna. ÁTÖK OG FJÖLSKYLDUBÖND Mikið hefur blásið um Skrifstofu viðskiptalífsins en þau samtök heyra nú að mestu sögunni til. í janúar- mánuði komu stjórnarmeð- limir saman að undirlagi Kaupmannasamtakanna í þeirri von að komast að sam- komulagi um fjárskipti á sam- eiginlegu fjárhagsbúi Versl- unarráðs íslands og Féiagi ís- lenskra stórkaupmanna. Verslunarráð vill fá gerðar- dóm í málið en stórkaup- menn vilja fara dómstólaleið- ina. Fundinn sóttu meðal annars Einar Sveinsson og Kristinn Björnsson frá Verslunarráði, Bjarni Finns- son og Skúli Jóhannesson frá Kaupmannasamtökunum og Sigfús Sigfússon frá Bíl- greinasambandinu. Sam- kvæmt áreiðanlegum heim- ildum PRESSUNNAR fóru til- tölulega mikil átök fram á fundinum. Þótti sumum sem verslunarráðsmenn gengju helst til langt með þeim af- leiðingum að Sigfús Sigfús- son, svili Birgis Rafns Jóns- sonar hjá Félagi íslenskra stórkaupmanna, gekk af fundi. KÓK KAUPIR FJÖLMIÐLA GEGN HOLLUSTU Þegar stjórn kókverksmiðj- unnar Vífilfells kom saman á fundi um áramótin 1989/90, eða fyrir tveimur árum, var rætt um beiðni frá Arnarflugi og Stöð 2 um hlutafjárfram- lög, í síðara tilfellinu var rætt um 40 til 50 milljónir. Ákveð- ið var að kaupa ekkert í Arn- arflugi en athuga nánar með Stöð 2. Síðar gerðist Vífilfell þar hluthafi. Rétt er að skoða þessa stað- reynd í ljósi umræðna á fund- inum, eins og þær birtast í fundargerðarbók. Viðar Már Matthíasson lögfræð- ingur spurðist fyrir um hluta- fjárkaup í Fróða (sem gefur út fjölmörg tímarit og hét áður Frjálst framtak). ,,Taldi hann óeðlilegt að hlutafé væri keypt án samráðs við stjórn," segir í fundargerð. Þessu svaraði Lýður Friðjónsson forstjóri og sagði að ,,um væri að ræða 450.000 kr. kaup, og hann teldi að þegar um al- menningshlutafélög væri að ræða, eða bréf til sölu á al- mennum markaði, þá væri svo lág upphæð ekki til að ónáða stjórn með, enda einn- ig um það að ræða að halda fjölmiðlum okkur hliðhollum og væri þetta því ráðstöfun sambærileg við kaup í Heimsmynd og Bylgjunni." 1,600 KRÓNA MISSKILNINGUR Eins og fram hefur komið í fréttum var plata Sykurmol- anna kyrrsett í tollinum í þrjá daga, en verslunin Japis flyt- ur hana inn. Héldu tollverðir því fram að hluti sendingar- innar kæmi frá Bandaríkjun- um en ekki Evrópu og þyrfti því að greiða hærri tolla. Með plötusendingunni komu 25 ókeypis auglýsingabolir sem voru hannaðir í Bandaríkjun- um en framleiddir á írlandi. Fylgdi sendingunni bæði sem leið heimsótti Sigurður Jakobsson, útsendingar- stjóri Stöðvar 2, vin sinn Egil Eðvarðsson hjá Sjónvarpinu í þeim tilgangi að fylgjast með upptökum og útsend- ingu á þætti Hemma Gunn. Sigurður stjórnaði útsend- ingu frétta á Stöð 2 í fjögur ár en á nú að taka við Óska- stund. Ekki var heimsókn hans vel séð af yfirstjórn Sjónvarpsins, Sveini Einars- syni dagskrárstjóra og Pétri Guðfinnssyni fram- kvæmdastjóra, sem fundaði stíft um málið þann daginn og vildi Sigurð út. Egill var harður og heimtaði skriflega yfirlýsingu um hvar og hve- nær hann mætti bjóða hverj- um að koma í upptökur og út- sendingar Sjónvarpsins. Að öðru kosti færi Hemmi Gunn ekki í loftið. Að loknum upp- tökum skrapp Sigurður í mat. Um það leyti barst Agli bréf frá yfirstjórn þar sem dag- skrárfólki er óheimilað að bjóða til sín upptökustjórum annarra sjónvarpsstöðva. GESTKVÆMT Leiðin að „næturklubbnum" er vel merkt. Hann er í bakhús- inu, bakvið hurðina sem merkt er með sex krossum. euroskírteini og reikningar þar sem fram kom að vörurn- ar væru frá Evrópu. Þótti toll- vörðum hér vera stórmál á ferðinni og varð úr að Páll 'Fransson yfirmaður gekk á fund tollstjóra. Japis var síðar boðið að endursenda alla sendinguna, að plötunum meðtöldum, og flytja þær aft- ur inn á ófölsuðum pappírum eða að öðrum kosti borga hærri tolla af allri sending- unni. Jafnframt voru uppi hugmyndir um að Japis bæri að sæta viðurlögum. Þegar farið var að rannsaka málið frekar kom í ljós að tollverði hafði yfirsést merkingin „ma- de in Ireland" og var málið þá fellt niður. Skondna hliðin á þessu máli er þó sú að upp- hæðin sem Japis var gert að hafa reynt að svíkja út úr toll- inum hljóðaði upp á heilar 1,600 krónur fyrir alla send- inguna. SIGURÐUR MÁ EKKI SJÁ Á miðvikudag í vikunni í bakhúsi við Lindargötu hefur verið rekinn hálfgerður næturklúbbur undanfarnar helgar. Staðurinn er þó ekki opinber heldur er gleðin köll- uð einkasamkvæmi. Sökum þess hafa þessar samkomur ekki verið stöðvaðar þótt lög- regla hafi lónað fyrir utan. Þessi samkvæmi trufla ná- granna lítt enda tiltölulega langt í næsta íbúðarhús. Húsráðandi í þessum ,,klúbbi“ hefur til umráða eina hæð og þykir þeim sem til þekkja nokkuð snyrtilegt um að litast. Er sagt að heim- ilislegur andi ríki og eru þess dæmi að gestir hafi tekið með sér heimilisdýrin. Má segja að hafi verið með ólík- indum gestkvæmt hjá hús- ráðanda, þá sérstaklega um helgar og er gestahópurinn litskrúðugur. Gestirnir staldra oft lengi við, allt til hádegis næsta dag, enda virðist mögulegt að verða sér út um drykk. Bakhúsið á Lindargötunni hefur verið vinsæll viðkomu- staður eftir að dyrum skemmtistaða og annarra öldurhúsa borgarinnar hefur verið lokað. MEÐ ÓLÍKINDUM BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR. Tollararnir töldu sig vera búna að komast að ýmsu misjöfnu varðandi innfluting Sykurmolanna. VIÐAR MÁR MATTHÍASSON. Gerði athugasemdir við kaup Vífilfells á hlutabréfum í fjölmiðlum. HERMANN GUNNARSSON. Litlu munaði að síðasti þáttur yrði ekki sendur út. EGILL EÐVARÐSSON. Lagði niður störf vegna afskipta yfirmanna Ríkissjónvarpsins. SVEINN EINARSSON. Bannaði starfsmönnum Ríkisútvarpsins að bjóða kollegum af Stöð 2 i stúdíóið. KRISTINN BJÖRNSSON. Sigfús Sigfússon mun hafa gengið af fundi hans og annarra verslunarráðsmanna. Hjalti, er ekki huggun í því að vera þó með heimsmet í einhverju? ,,Þetta er hundrad pró- sent aukning frá fyrra meti sem var 50. Mér er sagt oð leita lœknis því ég á ad hafa misnotad lyf í áraraðir en sannleik- urinn er sá ad ég hef aldrei verið heilsuhraust- ari, enda hef ég aldrei tekið inn þessi lyf.“ Samkvæmt upplýsingum Birgis Guðjónssonar læknis sýna nýjustu rannsóknir að magn karlhormónsins tester- pns í Hjalta Árnasyni sé \ 99<8. Það magn sem þarf til að falla á lyfjaprófi er 1—6. L í T I L R Æ Ð I af líkhúsgleði Ég er, líkt og lítiö barn, bú- inn að hlakka einhver ósköp, mánuðum saman, til að komast á spítala, en þó ekki lengur. Ég var svosem ekkert al- veg „dauðvona" og þó var ég auðvitað alveg jafndauð- vona og hver annar því ég hef alltaf litið svo á að allir séu alltaf „dauðvona" alveg frá getnaði og þartil þeir eru orðnir „andvana" og bara tímaspursmál hvenær mað- ur geispar golunni því fullyrt er að menn lifi dauðann yfir- leitt ekki af. Nema þarna á spítalanum voru auðvitað allir dauð- vona, læknarnir, hjúkrunar- fræðingarnir, sjúkraliðarnir, ritararnir, sjúkraþjálfarnir, meinatæknarnir, ganga- stúlkur, vaktmenn og vika- piltar, stelpurnar í gotteríinu niðri í anddyri, gestirnir í heimsóknartímunum, flug- urnar á veggjunum og jafn- vel við sjúklingarnir. Og allt þetta góða fólk að reyna að halda í líftóruna í sjálfum sér og öðrum frami rauðan dauðann. En af því það er nú einu- sinni staðreynd að það er guð almáttugur sem hefur síðasta orðið í heilbrigðis- málum þá er það rökrétt og skarplega hugsað hjá Sig- hvati Björgvinssyni, að það er ástæðulaust að vera út- ausandi á peninga og með einhverjar tiktúrur og pjatt á spítölum. Þetta drepst allt hvort sem er. Og sumir segja því fyrr því betra. Sem er auðvitað alveg hárrétt svona praktískt talað og af frjálsri'hyggju. Auðvitað væri þjóðráð að lækka tilkostnað við sjúkra- hús með því að hleypa þang- að ekki inn öðrum en þeim sem geta borgað fyrir sig, enda að því stefnt. Þá dræp- ust lika fleiri fyr og þyrfti ekki að koma niður á inn- flutningsverslun af því að þar fykju neytendur sem hafa hvort sem er ekki ráð á að kaupa nokkurn skapaðan hlut. Nú hafa hinsvegar, á ís- landi, til skamms tíma þótt grundvallarmannréttindi að fá læknishjálp burtséð frá efnahag. Þetta sannreyndi ég á dög- unum þegar ég gekk undir aðgerð sem teldist svo sann- arlega til sérréttinda auðkýf- inga þar sem frjálshyggjan ræður ríkjum og snauðir menn einfaldlega drepast ef þeir eiga ekki fyrir upp- skurði. Sem betur fer er ekki enn svo komið á lslandi að menn þurfi að vera hluthafar í Sameinuðum verktökum til að komast undir hnífinn þó í það stefni, einsog dæmin sanna. Þegar maður gengur útaf stofnun einsog spítala, þar- sem það hefur lengi verið talið sjálfsagt mál að lasið fólk fengi aðhlynningu, veikir hjúkrun og allir elsku- legt og hlýtt viðmót, og það jafnvel fátækir og forrétt- indalausir, þá verður snöggvast bjart yfir manni. Maður verður hrekklaus og einfaldur og fer að trúa á líf- ið og tilveruna. Og slík er upphafningin orðin að maður grípur geisladisk og fer að hlusta á tónverk samin guði til dýrð- ar og lesa sonnettur. En til að komast aftur, eftir himnaríkisdvölina á spítal- anum, í snertingu við sam- tíðina og tíðarandann, gríp- ur maður dagblað. 1 DV er frá því skýrt að drukkinn likhússtarfsmaður í Rúmeníu hafi verið að búa líkið af konu undir krufn- ingu og nauðgað henni í leiðinni (í Rúmeníu mun það vera talin nauðgun á líki ef líkið samþykkir ekki sam- ræðið). Hvað um það. í miðjum klíðum reis konan upp við dogg og var þá ljóst að hér hafði fyrir hreina tilviljun fundist rétt læknisfræðileg aðferð til að gera látna konu alheila. Þessi frétt er til þess fallin að hughreysta heilbrigðis- málaráðherra og ríkisstjórn- ina, og er eiginlega dæmi- saga um það að þó að heilsu- velferðin í landinu geispi golunni í höndunum á þess- um góðu mönnum er aldrei of seint i rassinn gripið að lífga hana aftur við.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.