Pressan - 06.02.1992, Page 9

Pressan - 06.02.1992, Page 9
FIMMTUDAGUR PRiSSAN 6. FEBRÚAR 1992 9 Pappírsfyrirtæki Ólafs H. Jónssonar Heildverslunin Hagur hf. var rekin með tapi frá fyrsta degi, enda virðist fyrirtækið hafa verið stofnað í þeim einum tilgangi að sjá um pappírs- Pappírsfyrirtæki bræðranna Ólafs H. Jónssonarog Jón Péturs, Hagur hf., var rekiö í rúmlega þrjú ár með tapi. Er nánast furðulegt til hve mikilla skuldbindinga þeir gátu stofnað. NCBII viðskipti Olafs H. Jónssonar og fjölskyldu hans. Eftir rúmlega þriggja ára rekstur varð fyrir- tækið gjaldþrota með tæplega 150 milljóna króna skuldir. Viðskipti Hags við fyrrverandi eiganda reiðhjólaverslunarinnar Örninn sýna að fyrirtækið var notað til að efna til skuldbindinga sem aldrei virðist hafa verið ætlunin að standa við. KMU GJALDÞROIA Við gjaldþrotameðferð á heildversluninni Hagur hf. hefur komið í Ijós að kaup hennar á reiðhjólaverslun- inni Örninn hf. eru um margt ákaflega einkennileg. í apríl 1990 keypti Hagur hf. reiðhjólaverslunina Örn- inn hf. af Sigurbjörgu Bjarna- dóttur, en hún hafði tekið við rekstrinum þegar maður hennar féll frá. Fyrirtækið hafði verið lengi í umsýslu fjölskyldunnar. Kaupin fólust fyrst og fremst i yfirtöku á verulegum vöruskuldum. Við yfirheyrslu bústjóra, Páls Arnórs Pálssonar hæsta- réttarlögmanns, kom fram hjá Ólafi H. Jónssyni, stjórn- arformanni og aðaleiganda Hags, að reksturinn á Ernin- um gekk mjög vel sumarið 1990. Hins vegar upplýsti Ól- afur að nauðsynlegt hefði verið að selja fyrirtækið í nóvember sama ár vegna slæmrar skuldastöðu Hags. Kaupandi var Hjól hf. sem þá var nýstofnað. Þar var á meðal eigenda Jón Pétur Jónsson, bróðir Ólafs, sem jafnframt var stjórnarmaður í Hag. Kaupverðið var 30.378.530 krónur og var greitt með skuldabréfi til þriggja og hálfs árs með af- borgunum á 6 mánaða fresti. Þetta skuldabréf var látið Búnaðarbankanum í té til að bæta skuldastöðu Hags þar. Enn eru hins vegar háar skuldir ógreiddar írá rekstr- arskeiði Arnarins. Það hefur meðal annars leitt til gjald- þrots Sigurbjargar, en þær ábyrgðir sem Hagur átti að yfirtaka hafa fallið á hana. Virðist hún ekki hafa náð að gæta hagsmuna sinna í samn- ingum við Hag. Örninn var að sönnu nokkuð skuldsettur fyrir söluna, en ljóst er að hún hefur skaðað verulega mjöguleika Sigurbjargar á að greiða úr erfiðleikunum. 44 milljóna króna kröfu hennar í þrotabú Hags var hafnað, en það er líka ljóst að ekkert kemur til greiðslu almennra krafna. NÁÐU 15 TIL 20 MILLJÓNUM ÚT ÚR FYRIRTÆKINU ,,í mínum huga er engin efi um það sem þarna fór fram. Fyrirtækið var keypt þegar aðalsölutíminn fór í hönd, rekið yfir sumarið með mikili sölu, enda var þá verið að selja vinsæl fjallahjól. Þetta gerði Hagsmönnum kleift að taka á milli 15 og 20 milljónir út úr fyrirtækinu yfir sumac- ið. Síðan var það selt um haustið til skyldra aðila á hreinu skuldabréfi og allar gömlu skuidirnar skildar eft- ir," segir Sverrir Agnarsson sem var starfsmaður hjá Ern- inum um margra ára skeið og varð sjálfur fyrir því að skuld- ir sem Hagur átti að yfirtaka féllu á hann. Þegar Hagur falaðist eftir Erninum bauð fyrirtækið í upphafi aðeins 6 milljónir fyr- ir viðskiptavild. Því var hafn- að og greiddi Hagur á endan- um 13 milljónir fyrir hana. Kaupin voru hins vegar aðal- lega í formi yfirtöku á skuld- um og ábyrgðum. Hins vegar virðist ekki hafa verið nægi- lega vel gengið frá tryggingu vegna þessa og er afleiðingin sú að við gjaldþrot Hags féllu þessar ábyrgðir á Sigur- björgu. í samtali við son hennar, Harald G. Haralds leikara, kom fram að fjöl- skyldan hefur íhugað að láta fara fram rannsókn á við- skiptunum við Hag, en engin ákvörðun hefur enn verið tekin um slíkt. Það er hins vegar ljóst af samtölum við bústjóra þrotabúa Sigurbjarg- ar og Hags að þau munu tæp- ast geta staðið undir bók- haldsrannsókn á viðskiptun- um. „Hafi niðurstaðan átt að verða þessi hjá Hagsmönn- um, sem ég efast um, þá eru þessir menh snillingar," sagði lögfræðimenntaður maður sem kynnt hafði sér þessi við- skipti. PAPPÍRSFYRIRTÆKIÐ HAGUR Á EKKI NEMA FYRIR BROTI SKULDA Nú er gjaldþrotameðferð á Hag hf. að ljúka og er Ijóst að fyrirtækið á ekki nema fyrir litlu broti af skuldum. Skuldir sem lýst var í bú Hags hf. eru samkvæmt kröfulýsingaskrá 337,1 millj- ón króna en forgangskröfur voru 2,5 milljón. Það var mat bústjóra, PálsArnórs Pálsson- ar hæstaréttarlögmanns, að raunverulegar skuldir fyrir- tækisins væru 117 milljónir og að 35,5 milljónir af því séu tryggðar með veði í eignum. Þrotabú Hags var tekið fyr- ir samhliða þrotabúi Skóhúss H.J. Sveinssonar hf., en það var í eigu sömu aðila og var rekstur fyrirtækjanna svo samtvinnaður að varla var unnt að greina í sundur. lýst- ar kröfur í Skóhúsið voru 50,3 milljónir og var ætlað að raunverulegar kröfur séu um 30,2 milljónir. REKIÐ MEÐ TAPI FRÁ FYRSTA DEGI Hagur hf. var stofnað á gamlársdag 1987 og voru stofnendur Ólafur og kona hans Gudrún Árnadóttir með 60 prósent hlutafjár, Jón Pét- ur og kona hans Jónína Rúts- dóttir með 30 prósent og Ein- ar Marinósson með 10 pró- sent. Ólafur og Einar voru persónulega lýstir gjaldþrota 3. febrúar síðastliðinn en Jón Pétur var lýstur gjaldþrota 3. desember 1991. Frá upphafi var Hagur hf. rekin með tapi. 1988 var tap- ið 14,4 milljónir, 1989 var tap- ið 38 milljónir og 1990 er tap- ið áætlað 46,5 milljónir. Síð- asta hálfa árið sem fyrirtækið var við lýði, en forráðamenn þess fóru fram á gjaldþrot 5. júlí, var starfsemi mjög lítil en þó var 8.2 milljóna tap á þeim tíma. Á þeim 40 mánuðum sem fyrirtækið náði að starfa tapaði það því rúmlega 107 milljónum. Á skiptafundi kom sú skoðun fram á meðal kröfuhafa að það væri nánast ótrúlegt hve langt fyrirtækið hefði getað komist þrátt fyrir mikið tap og litlar sem engar eignir. PAPPÍRSVIÐSKIPTI VIÐ SVAVAR OG HAGSKIPTAMENN Miðað við endalausan tap- rekstur Hags hlýtur það að vekja athygli hve víða félagið leitaði fanga í fjárfestingum. Fyrir utan hlutafjárkaup í Stöð 2 má nefna kaup á versl- uninni Vesturröst, sem rekin var með tapi allan tímann sem hún var í eigu Hags. Hummelbúðin á Eiðistorgi var einnig rekin með tapi á meðan hún var í eigu Hags. Kaupin á Klúbbnum við Borgartún komu ekkert bet- ur út. Viðskipti Hags við Svavar Egilsson virðast heldur ekki hafa orðið tyrirtækinu til framdráttar. Keypti Hagur Naustseignirnar við Vestur- götu, en síðar kom í ljós að þáverandi Verslunarbanki vildi ekki aflétta veði fyrir 80 milljóna króna skuldabréfi. Að endingu var Naustið selt til Sölu og markaðar hf. sem er í eigu Hagskiptamann- anna Sigurdar Arnar Sigurds- sonar og Siguröar H. Garö- arssonar. GRUNSAMLEGAR DAGSETNINGAR í greinargerð bústjóra Hags til kröfuhafa er vakin athygli á því að langur tími hafi liðið áður en félagið var lýst gjald- þrota. Segir bústjóri að það veki grunsemdir að farið er í gjaldþrotaskipti þegar 6 mán- uðir eru liðnir frá síðustu sölu á eignum. Það sé eins og for- ráðamenn fyrirtækisins hafi ætlað að samningar gerðir á síðasta ári hafi verið í höfn með tilliti til riftunarmögu- leika. Bústjóri telur hins veg- ar að eftir svo litlu sé að slægjast að ekki sé ástæða til að fara í riftunarmál. Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.