Pressan


Pressan - 06.02.1992, Qupperneq 14

Pressan - 06.02.1992, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. FEBRÚAR 1992 aldrei átt börn Segja tvær ungar konur sem eru smitaðar af alnæmisveirunni. Þær taka þátt í starfi HIV- jákvæðra og segja hér frá því hvernig er að lifa lífinu í sambýli við þennan vágest. Þær smituðust hvor með sínum hætti - önnur vegna heróínneyslu og hin vegna sambands við mann úr áhættuhópnum. ..Mér líður bara mjög vel í dag. Það er auðvitað það langur tími síðan ég vissi af sjúkdómnum að ég hef náð að laga mig að honum. En ekki þar fyrir, inn á milli eru auðvitað mjög erfiðir tímar, þetta er oft mikið álag. Ég hef ekki orðið veik og það hefur flest verið í lagi hjá mér,“ sagði ung kona á þrítugsaldri sem nú glímir við það að að- laga líf sitt því að vera í hópi HlV-jákvæðra. Blaðamaður PRESSUNN- AR mælti sér mót við tvær ungar konur sem teljast í þessum hópi og eru reyndar einu konurnar sem sækja reglulega fundi hjá HlV-já- kvæða hópnum. Þær treystu sér ekki til að koma fram undir nafni af ýmsum ástæðum. Sú sem hér að framan er vitnað í verður þvi kölluð Sigga, en hún greindist með sjúkdóminn 1987. ,.Ég á sjálfsagt eftir að koma fram undir nafni fyrr en síðar, en enn sem komið er vil ég geta farið í bíó án þess að vekja einhverja sérstaka eftirtekt," sagði Sigga, en stefnumótið var einmitt heima hjá henni, í lítilli íbúð í miðborginni. Þar býr hún ásamt unnusta og ketti og reykelsisilmurinn var allsráð- andi. „Astæðan fyrir því að ég vil ekki koma fram undir nafni er sú að foreldrar mínir eru nokkuð þekktir og við erum ekki alveg tilbúin að koma fram á sviðið," sagði hin stúlk- an, sem við skulum kalla Astu. Stúlkurnar hafa ekki þekkst lengi — kynntust vegna þess að þær eru í með- höndlun hjá sama lækninum og hafa síðan haldið sam- bandi í gegnum fundi hjá HlV-jákvæðum. SMITAÐIST AF HERÓÍNSPRAUTU En þó að Asta hafi smitast þegar 1984 er ekki nema ný- lega sem það kom í ljós: „Það var ekki fyrr en í mars síðast- liðnum sem ég komst að því að ég væri með sjúkdóminn. Ég hafði reyndar tveimur, þremur vikum áður farið í prufu og fengið neikvæða niðurstöðu úr henni, en ég „Þú getur bara birt þessa mynd af mér tveggja ára. Þarna er ég búttuð og falleg og vissi ekki hvað beið mín,“ sagði Sigga og brosti þegar hún rétti blaðamanni þessa æskumynd af sér. Einar Þór Jónsson: Fólk allstaðar að úr þjóðfélaginu hefur smitast pressumuynd/spessi. Einar Þór Jónsson Skammast mín ekkert fyrir sjúkdóminn „Tíminn hefur unnið með mér í þessu. Mér finnst að ef eitthvað á að vinnast í okkar málum, þá þurfi að losna við allt leynimakkið í kring um þennan sjúk- dóm,“ sagði Éinar Þór Jóns- son sem er smitaður af al- næmiveirunni. Þarna er Einar Þór að svara spurn- ingum um það af hverju hann hafi ákveðið að koma fram sem smitaður einstak- lingur og leyft áróðursher- ferð landlæknisembættis- ins að snúast að nokkru leyti um sig. Einar smitaðist fyrir nokkrum árum og segist nú vera tilbúinn að fjalla um sjúkdóminn á hreinskilinn hátt. „Til að hægt sé að losna við hræðsluna verður að vera unnt að ræða um þetta á opinskáan hátt. Fólk verður að vita að þetta sé til. Sumir sem ég hef kynnst og hafa smitast og jafnvel dáið hafa þurft að ganga í gegnum það að hafa aldrei getað rætt við fólk um veikindi sín. Það er mín skoðun að það eigi að opna umræðuna og ég skammast mín ekkert meira fyrir að hafa þennan sjúkdóm heldur en ef ég hefði fengið einhvern ann- an sjúkdóm eins og krabba- mein. Auðvitað er þetta viðkvæmt mál af því að þetta er smitsjúkdómur og er undir kynsjúkdómalög- unum hér. Það er hins veg- ar allskonar fólk, allstaðar að úr þjóðfélaginu sem hef- ur smitast og almenningur verður að fara að átta sig á því,“ sagði Einar.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.