Pressan


Pressan - 06.02.1992, Qupperneq 24

Pressan - 06.02.1992, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. FEBRÚAR 1992 M A * Ji.orgunblaðið hefur undan- farna daga birt skoðanakönnun um viðhorf til sjúkrahúsþjónustu, og þykja niðurstöðurn- ar alljákvæðar fyrir þá sem aðhyllast einkavæðingu í heil- brigðisgeiranum og líka fyrir þá sem fara með stjórn heil- brigðismála. Fólk er semsagt upp til hópa ánægt með heilbrigðisþjónustuna. Hins vegar er ekki víst að allir væru tilbúnir að skrifa upp á að þessi könnun sé marktæk, a.m.k. eins og ástandið er þessa dagana. Mogginn lætur nefni- lega frekar lítið fara fyrir þeirri stað- reynd að könnunin var gerð fyrir tveimur mánuðum síðan, eða dag- ana 12.—16. desember — áður en allt sprakk í loft upp í heilbrigðis- málunum. Það er svo rétt að geta þess að það var ekki Mogginn sem lét gera könnunina, heldur íslenska heilsufélagið undir stjórn Gríms Sæmundssonar læknis sem er áhugamaður um einkavæðingu ... N" i lu i vikunni birti Dy skoðana- könnun eins og oft áður. í þetta sinn setti blaðið könnun síína hins vegar febrúar Frestur til að skila skattíramtali rennur út 10. febrúar Síðasti skiladagur skattframtals vegna tekna og eigna á árinu 1991 nálgast nú óðum. ítarlegur leiðbein- ingabæklingur hefur verið sendur til framteljenda sem kemur að góðum notum við útfyllingu framtalsins. Fylgiblöð með skattframtali liggja frammi hjá skattstjórum sem jafn- framt veita frekari upplýsingar ef óskað er. Mikilvægt er að framteljendur varð- veiti launaseðla áfram eftir að fram- talinu hefur verið skilað. Ef þörf krefur eiga launaseðlarnir að sanna að staðgreiðsla hefur verið dregin af launum. Skattframtalinu á að skila til skatt- stjóra í viðkomandi umdæmi. Forðist álag vegna síðbúinna skila! RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI ------------- fram með nýjum hætti. í stað þess að birta niðurstöður könnunarinnar birti blaðið kosningaspá sem Haukur Helga- son, skoðanakönn- . unarsérfræðingur DV, hafði unnið upp úr könnuninni. Spáin felst í því að 8,3 prósenta fylgi Alþýðuflokksins í könnuninni er hækkað upp í 9,1 prósent. 24,5 pró- senta fylgi Framsóknar er hækkað upp í 26,7 prósent. 20,7 prósenta fylgi Alþýðubandalagsins er hækk- að upp í 23,6 prósent. 8,5 prósenta fylgi Kvennalistans er hækkað upp í 8,8 prósent. Og 38 prósenta fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnuninni er lækkað niður í 31,9 prósent. Sjálf- sagt byggir Haukur þetta á því að - Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til mælst hafa fleiri atkvæði í skoð- anakönnunum en hann hefur feng- ið í upp úr kjörkössunum. Með þess- um aðferðum hefur DV tekið nokk- uð mið af Félagsvísindastofnun sem sjaldnast birtir raunverulegar niður- stöður kannana sinna heldur setur þær inn í spár eða lagar til með öðr- um hætti.. . * að er ekki rétt að Andri Már Ingólfsson sé að taka við af Helga Péturssyni sem markaðsstjóri Samvinnuferða/ Landsýnar. Hið rétta er að Helgi Péturs- son er tryggur í starfi. Ekki er vitað hvað Andri Már ætl- ar að fara að gera, en eins og áður sagði er hann ekki á leiðinni til Sam- vinnuferða .. . Ijandlæknisembættið er nú að hleypa af stað miklu fræðsluátaki vegna alnæmisvandans. Þar fer í fararbroddi ungur maður, Einar Þór Jónsson, eins og reyndar kemur fram í viðtali annars stað- ar í PRESSUNNI. Birt er gömul bekkj- armynd af Einari frá því hann var í landsprófsbekk í Hér- aðsskólanum á Laugarvatni. Þess má geta að HlV-jákvæði hópurinn er með símatíma á fimmtudags- kvöldum á milli níu og ellefu fyrir þá sem þurfa að ræða sín mál. Síminn þar er 28586 . .. F .l__Jkki hefur verið gengið frá því hver tekur við starfi Einars Arnars Stefánssonar sem lét af starfi fram- kvæmdastjóra Handknattleikssam- bands íslands fyrir skömmu. Heyrst hefur þó að næsti framkvæmdastjóri komi jafnvel úr röð- um stjórnarmanna sambandsins. .. AT að hefur verið mikið líf kring- um franska sendiráðið undanfarin misseri og það átt hlut í margvísleg- um menningarvið- burðum. Til dæmis hafa tónleikar franskra hljómsveita verið tíðir síðustu tvö árin. Þar hafa ýmsir lagt hönd á plóginn, m.a. sendi- herrann sjálfur og ungir aðstoðar- menn hans. Einn þeirra hefur verið Hughes Beaudouin, sem nýlega hefur látið af starfi blaðafuiltrúa sendiráðsins. Hughes er farinn aftur til Frakklands, m.a. til að sinna starfi sem hann varð sér úti um hér á ís- landi. Hann var nefnilega allt í öllu þegar söngkonan þokkafulla, Am- ina, sótti ísland heim. Þau þekktust ekkert áður. en Aminu líkaði svo vel við Hughes að hún hefur nú gert hann að umboðsmanni sínum . ..

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.