Pressan - 06.02.1992, Page 25

Pressan - 06.02.1992, Page 25
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 6. FEBRÚAR 1992 25 L I Ð I M I Eins og í Austur Evrópu ir eru ekki í tísku Það er ekki svo ýkja langt síðan við íslendingar bjugg- um í moldarkofum með torf- þaki. Þá þurfti enga innan- hússarkitekta til hjálpar hús- byggjendum. í dag er myndin öðruvísi. Húsbyggjendur og -kaupendur leita í vaxandi mæli til innanhússhönnuða þegar innrétta á heimilið. Þeir sem starfa í þessum bransa eru sammála um að fólk hafi ákveðnari hug- myndir um draumaheimilið en oft áður. Fólk er upplýst- ara og ekki eins feimið við nýjungar. Undanfarin 15 ár hefur þróunin verið í átt frá íhaldssemi til frjálsræðis. Hér áður gengu hugmyndir að heimilisinnréttingum svo að segja í arf frá foreldrum til barna. í dag er tískan mun fjöl- breyttari og mikið lagt upp úr því að sníða sér heimili í sam- ræmi við eigin ímynd. Fólk er að leita að sjáifu sér þegar það hannar heimili sitt, eins og Oddgeir Þórðarson innan- hússarkitekt orðar það. „Tískan á síðustu árum er rómantík og náttúrulegir jarðlitir. Það er svona mesta byltingin frá hvítu og krómi sem var hérna fyrir um 10 árT um.“ í dag er algengt að fólk velji sér stein og við til innrétting- ar; parketið er sívinsælt. Hleðslugler er mikið notað í baðhergergið nú orðið og eins halogen-ljós. Tvær stefn- ur eru í gangi varðandi eld- húsið. Annars vegar vill fóik hafa stórt eldhús með matar- borði og borðstofu að auki fyrir fínni tækifæri. Hins veg- ar vilja menn lítið eldhús og borðstofu við hliðina á. Ann- ars hafa minnstar breytingar orðið á eldhúsinu. Það er eins með heimiiin og þróunina í Austur-Evrópu; veggir eru ekki í tísku. Heimilin eru opn- ari og bjartari. Fólk hugsar mikið um kostnað við innréttingar og velur frekar ódýrustu hug- myndirnar. Það reynir að samræma heildina frekar en að kaupa einn dýran hlut. Nú eru litir til dæmis í tísku og það kostar ekki mikið að mála. Það er hægt að gera ýmislegt þótt það kosti ekki mikið. Þrátt fyrir að litagleði sé ráðandi hjá fólki er skart og skraut ýmiss konar ekki vinsælt. Fólk vill einfalt og látlaust heimili. Hvaða taski eru á heimilinu? Þorgils Óttar Mathiesen bæjarfulltrúi og handknattleiks- maður Kaffivél Handryksuga Brauðrist Myndbandstæki Sjónvarp Stereótæk! Bjarni Breiðfjörð barþjónn Geislaspilari Stereótæki Lampi Hitari í vatnsrúmið Djúsvél Pressa Grill Brauðrist Símsvari og allt sem tengist sím- anum Guðbergur Bergsson rithöfundur Ryksuga Sjónvarp Geislaspilari Myndbandstæki Guffi veitingamaður Moulinex-hrærivél Brauðgrill Tvær hárþurrkur Rafmagnsklukka Sjónvarp Plötuspilari Tveir geislaspilarar Segulband Djúpsteikingarpottur Steinagrill Vöfflujárn Þurrkari Draumaprins Myndbandstæki Afruglari Myndbandsupptökuvél Örbylgjuofn Carmenrúllur Rafmagnstannbursti Ryksuga Teppahreinsivél Vatnsþrýstitæki Hanna Frímannsdóttir hjá Karonsamtökunurry Sjónvarp Myndbandstæki Örbylgjuofn Hrærivél Brauðskeri Brauðrist Sveinn Andri Sveinsson borgarfuiltrúi Sjónvarp Innanhússkallkerfi Kaffivél Hrærivél Tölva Prentari Lilja Pálmadóttir uppgjafanemi Sjónvarp Geislaspilari Símsvari Stereótæki Djúsvél Þráðlaus sími Brauðrist

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.