Pressan


Pressan - 06.02.1992, Qupperneq 28

Pressan - 06.02.1992, Qupperneq 28
28 IBRUAR 1992 FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. FE H E I M I L I HIÐ EILÍFA TANNKREMS- TÚPU-VANDAMÁL Móðir eiginkonu minnar býr hjá okkur. Hún er ágætiskona, en hefur þó einn ljótan ávana sem ég þoli ekki. Hún kreistir nefnilega tannkremstúp- una fremst þannig að tannkremið þjappast saman aftast. Þetta veld- ur því að tannkremið nýt- ist ekki sem skyldi. Fáðu eiginkonu þína til að meðhöndla tannkremstúp- una með sama hætti og tengdamamma, í hennar augsýn. Kvartaðu svo við konuna á áberandi og ákveðinn máta. Þannig ætti sú gamla að fá skilaboðin. ÓDÝRAR GJAFIR SEM MAÐUR ÞARF EKKIAÐ SKAMMAST SÍN FYRIR Hvers konar fermingar- gjafir eru vinsælar á tím- um samdráttar? Símaskrána er hægt að fá ódýrt eða jafnvel ókeypis. Þessi sniðuga gjöf hefur ver- ið sérlega vel metin af bændum jafnt sem borgar- búum. HLJÓÐ ÚR NÆSTA HERBERGI Ég er rólegur námsmað- ur og fer lítið út að skemmta mér. Ég leigi herbergi við hliðina á skemmtanasjúkum ná- unga. Hann á kærustu sem „sefur“ hjá honum á hverri nóttu. Lætin sem því fylgja eru óbærileg og valda því að ég er and- vaka heilu næturnar. Ég hef ekki kjark í mér til að kvarta við hann. Hvað skal gera? Sé húsnæði ykkar í þétt- skipuðu íbúðarhverfi er ekki ólíklegt að nágrannarnir verði einnig fyrir truflun af völdum samfarahljóðanna. Því er ekki úr vegi að fá raf- virkja á staðinn sem getur komið því þannig við að hægt sé að hringja dyra- bjöllunni leynilega úr her- bergi þínu. Þegar lætin hefj- ast á nóttunni hringirðu dyrabjöllunni af miklum krafti. Næsta dag geturðu sagt meðleigjanda þínum að nágrannarnir hafi komið í heimsókn um nóttina og kvartað yfir hávaða. Þeir hafi verið reiðir og ótta- slegnir. Leggðu til við her- bergisfélagann að hann svari næst þegar hringt verður á dyrabjölfunni. Baðherbergið er helgasti staður heimilisins. Þar gefst heimilisfólki helst tækifæri til að vera í friði og til að komast í nánari snertingu við sjálft sig. Hver er klósettkúltúr íslendinga? Hann hefur lítt verið kannaður. Sumir dást að sjálfum sér í speglinum svo tímum skiptir, aðrir glugga í bók á meðan þeir hafa hinar hefðbundnu hægðir eða þegar menn halla sér aftur í baðinu. Enn aðrir snyrta sig hátt og lágt, stundum tímunum saman. En hvað menn gera í raun á baðherberginu verður aldrei að fullu upplýst. í því felst leyndardómur þess og sjarmi. Baðherbergið er einskonar Mekka nútímamannsins, stundarfriður frá amstri hversdagsleikans. Bjarni Breiðfjörð: Drauma baðher- bergið stórt og helst með stórum svölum líka. Guðbergur Bergsson: Hætti að lesa Nietzsche á klósettinu eftir að hægðirnar bötnuðu. Guðbergi Bergssyni rithöf- undi finnst baðherbergið þó vera leiðinlegur staður. Að auki hefur hann afar góðar hægðir. Það styttir óneitan- lega viðdvöl hans á klósett- inir. Hins vegar eyðir hann talsverðum tíma fyrir framan spegilinn, því hann nuddar tannholdið með fingurgóm- unum. „Það er til þess að koma lífi í tannholdið sem ég þarf á að halda," segir Guðbergur. Kollega hans, Thor Vil- hjálmsson, hváði þegar minnst var á baðherbergi og vildi ekkert segja um hversu miklum tíma hann eyddi þar. Það er tii marks um hversu viðkvæmt þetta einkamál er. „Heyrðu góði, það er fullt af fólki sem hefur gaman af að segja frá því, en ekki ég.“ Sveinn Andri Sveinsson borgarfulltrúi segist stundum geta legið tímunum saman í baðkerinu. Hins vegar sé hann ekki lengi á baðher- berginu að öllu jöfnu: „Það fer þó allt eftir eðli og um- fangi þeirra athafna sem maður stendur í." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingkona eyðir sem minnst- um tíma á baðherberginu. Hún segist einfaldlega ekki hafa tima til þess fyrir þing- störfum. Sömu sögu segir Hanna Frí- mannsdóttir hjá Karonsam- tökunum. Eftir að hún gekk í hjónaband hefur hún haft minni tíma en áður fyrir sjálfa sig á baðherberginu. HVERNIG VER FÓLK TÍMA SÍNUM? Menn verja tíma sínum misjafnlega á baðherbergj- um, að hinum vanalegu er- indagjörðum frátöldum. Sumir nota tímann á baðher- berginu til lestrar og hafa sumir hverjir komið sér upp bókasafni. Hér áður fyrr las Guðbergur Bergsson alltaf Ni- etzsche á klósettinu. Kom til dæmis þar fyrir á snæri bók- inni „Svo mælti Saraþústrá'. Síðan þá eru hægðirnar orðn- ar svo góðar að um leið og Guðbergur opnar Nietzsche Hanna Frímannsdóttir: Eftir að hún gekk í hjónaband hefur hún haft minni tíma en áður fyrir sjálfa sig á baðher- berginu. Thor Vil- hjálmsson: Það er meira að segja til listastefna sem gengur út á að ota að fólki sem fæstu fólki kemur við. Guffi: Ég syng í burtstann fyrir framan spegilinn. er allt yfirstaðið. Hann kemst í besta falli yfir tvær eða þrjár setningar. Sveinn Andri les líka tölu- vert. Hann segir fátt eins gott og að glugga í Moggann á klósettinu eldsnemma á morgnana. Guffi, veitinga- maður á Jónatani Living- stone, segist oft taka lagið þegar hann er búinn í baði. Þá stillir hann sér fyrir fram- an spegilinn og syngur tvo eða þrjá smelli í hárburstann sinn. Thor Vilhjálmsson trúir mjög á friðhelgi baðherberg- isins og segir það vera sitt einkamál hvað hann aðhafist þar. „Þetta eru hlutir sem maður á ekki að opinbera, hins vegar er til fólk sem hef- ur gaman af því að flíka slíku sem mest það má. Það heldur því meira að segja mjög ein- dregið að öðru fólki. Það var jafnvel til listastefna, sem kallaðist „excrementalismi", sem er einskonar úrgangs- stefna, og gekk út á að ota því að fólki sem fæstu fólki kem- ur við." DRAUMABAÐHERBERGIÐ Flestir eiga sér drauma- heimili; draumaeldhús, draumastofu og að sjálfsögðu draumabaðherbergi. Þó leggja margir lslendingar minni áherslu á baðherberg- ið en aðra hluta heimilisins, að sögn innanhússarkitekts sem rætt var við. Hann var á því að það skorti frumleika við hönnun baðherbergja hér á landi. Fólk væri of rígbund- ið við hinar hefðbundnu bað- herbergisinnréttingar. Þó mátti heyra margar skemmti- legar hugmyndir hjá viðmæl- endum PRESSUNNAR. Flestir lögðu mikla áherslu á baðið sjálft. Sveinn Andri er að innrétta íbúðina sína. Draumur hans er að fá niður- grafið bað að hætti Rómverja en segir það þó verða að bíða betri tíma. Bjarni Breiðfjörð barþjónn vill hafa baðherbergið stórt og helst með stórum svölum líka. Hanna Frímannsdóttir vill hafa stóra laug í horni baðherbergisins og stórt gólf með rómantískum flísum. Aðrir eru hógværari eins og rithöfundarnir Guðbergur og Thor. Guðbergur vill hafa baðherbergið lítið og frum- stætt. Thor hefur engar sér- stakar hugmyndir um draumabaðherbergi nema hvað hann vill ekki hafa skjaldarmerki á klósettset- unni. „Baðhertíergið á að vera eðlilegt og látlaust og til þess eins að svala þörfum náttúrunnar." Glúmur Batdvinsson Sveinn Andri Sveinsson: Þaö er fátt eins gott og að glugga í Moggann eldsnemma á morgnanna.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.