Pressan


Pressan - 06.02.1992, Qupperneq 39

Pressan - 06.02.1992, Qupperneq 39
->’")=>7 . . <. 'J I ( ' ' r f l FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. FEBRÚAR 1992 39 „Við þurfum ekki á nýju fólki að halda núna eins og niðurskurðarrómurinn hljómar hér," segir Lovísa Óladóttir aðstoðardagskrár- stjóri Stöðvar 2. Þar er sama svarið að fá alls staðar: því miður, fullmann- að. ,,Ég er búinn að ganga í svo til öll fyrirtækin í brans- anum og það var sama sagan á öllum stöðunum; ekkert að gera.“ Hann lærði í Banda- ríkjunum og kom heim síð- asta haust. Við köllum hann Jónas Friðriksson. ,,Eini möguleikinn var kannski að fara inn í eitt fyrirtækið sem tæknimaður, en ég hef tak- markaðan áhuga á því. Það er ekki nóg að fara út og læra heldur eru það hug- myndirnar sem maður fær sem skipta máli. Þessar hug- myndir eru til að vinna úr, það sem stendur eftir er hversu frjór maður er. Maður verður að heyra nokkur NEI áður en maður heyrir JA,“ segir Jónas. „Flest fyrirtækin sem um er að ræða eru svona frekar lokuð,“ segir Ársæll. „Eina leiðin til að korhast inn er að hafa tilbúna hugmynd, kynna hana og fá menn á stofunni til að vinna hana með sér. Þar fyrir utan er að- eins um lausamennsku að ræða og kannski einhverja íhlaupavinnu hjá stærri fyrir- tækjunum. Saga Film er stærsta fyrirtækið í þessari grein, en þeir eru samt sem áður bara með fasta starfs- menn.“ AUGLÝSINGA- MARKAÐURINN VONLAUST DÆMI En hvað með auglýsinga- markaðinn? Jónas er fljótur að afskrifa hann. „Auglýs- ingamarkaðurinn er vonlaust „Við vitum að það er geysilega mikill fjöldi fólks í námi og væntanlegur fljót- lega. Þetta er dálítið ugg- vekjandi því það er borin von að þessir einstaklingar fái vinnu," segir Sigmundur Örn Arngrímsson aðstoðar- dagskrárstjóri Sjónvarps- ins. væntanlegur fljótlega. Þetta er dálítið uggvekjandi því það er borin von að þessir einstaklingar fái vinnu,“ segir Sigmundur Örn. „Þáð fólk sem hingað kem- ur er annaðhvort með dag- skrárhugmyndir eða hug- myndir að leiknum myndum. Þar að auki eru margir ein- faldlega að leita að atvinnu. Ef taka ætti allar þær hug- myndir sem okkur hafa borist gætum við bókað mörg ár fram í tímann. Við reynum hins vegar alltaf að vinsa úr og ræður þá hversu áhuga- vert málið er. Mörgum hug- myndum má beina inn í þáttaraðir sem fyrir eru og fjárhagsáætlun nær yfir. Sem dæmi má nefna hugmynd að viðtali sem beina má í þátta- röðina Fólkið í landinu," segir Sigmundur Örn. Allt þetta ár er fullfrágengið dagskrárlega séð og því lítil von um skjótan gróða fyrir umsækjanda. Þar að auki segir Sigmundur okk- ur að það skipti miklu máli að umsækjendur hafi gert eitt- hvað áður. „Maður þarf alltaf að byrja á núlli, alveg sama hvar mað- ur byrjar. Það verða ekki allir Sigurjón Sighvatsson og labba inn eins og goð á ís- landi, eða að minnsta kosti auglýsa sig þannig,“ segir Ár- sæll önugur. RÁÐUM EKKI FÓLK SEM VIÐ ÞEKKJUM EKKI Á Stöð 2 er Lovísa Óladóttir aðstoðardagskrárstjóri. „Ég skal alveg viðurkenna að við höfum ekki ráðið fólk sem við þekkjum ekki fyrir. Hing- „Ef íslensk kvikmyndagerð á að vera eitthvað annað en sumarhobbý fyrir þá sem fá hlut af þessum litlu peningum frá Kvikmyndasjóði, þá er full þörf á öllu þessu nýja fólki.“ dæmi að komast inn í, enda eru öll stærri fyrirtæki með sínar eigin auglýsingastofur. Segjum sem svo að þú farir á auglýsingastofu og kynnir hugmynd þína. Þeir munu taka við henni og skoða hana og í versta falli stela henni. Það er á hreinu að þeir munu ekkert versla við þig. Það er eins og að tala við steinvegg, ég er búinn að reyna það." Þá er Sjónvarpið næst í röð- inni, en þar hittum við fyrir Sigmund Örn Arngrímsson aðstoðardagskrárstjóra. „Við vitum að það er geysilega mikill fjöldi fólks í námi og að var ráðinn fjöldi fólks í ár- daga sem var við vinnu 1987, '88 og '89, fór síðan út í nám 1989, '90 og '91 og er að koma heim núna. Nokkrir þeirra eru búnir að fá vinnu hjá okkur aftur. Fyrirtækið hefur eytt dýrmætum tíma og fjármunum í að þjálfa fólk og við tökum því ekki nýút- skrifaða sem við þekkjum ekki. Fólk kemur hingað inn á gólf til okkar, viðrar hug- myndir sínar og kynnir sig í framhaldi af því. Við þurfum ekki á nýju fólki að halda núna, eins og niðurskurðar- „Auglýsingamarkaðurinn er vonlaust dæmi að komast inn í ... Þeir munu taka við henni (hugmyndinni) skoða hana og í versta falli stela henni. Það er á hreinu að þeir munu ekkert versla við þig.“ rómurinn hljómar hér. Það er engin ný dagskrárgerð í gangi eins og er. En ég skal segja þér að við verðum orð- in stór eftir eitt og hálft ár,“ segir Lovísa. Það er lífsnauðsyn fyrir at- vinnulausa kvikmyndagerð- armenn að vera bjartsýnir. Það er ekki um neitt annað að ræða. „Ég hef engar áhyggjur af allri þessari sam- keppni," segir Jónas. „Mér er nokk sama þó að það séu 100, 200 eða 300 manns um hituna, ég trúi að ég geti þetta því ég hef hugmyndir. Ég hef mikla trú á því að þetta skili sér þó að það gerist ekki í næstu viku eða mánuði. Ég hef mestan áhuga á að kom- ast í kvikmyndir og byrja á stuttmyndum." En burtséð frá allri hugsjón verðum við að lifa. Það á líka námslán á þessu ári eru enn aðeins umsækjendur en ekki lánþegar. Lánasjóðurinn lánar 5.000 dollara á ári fyrir skólagjöld- um, en sú upphæð miðast við ódýrustu ríkisskólana í Bandaríkjunum. Það er hins vegar staðreynd að nemar greiða allt að 15.000 dollur- um í dýrustu einkaskólunum, en gera má ráð fyrir að með- alskólagjöld séu um 9.000 dollarar. Framfærsla á ári í Bandaríkjunum er metin á 858 dollara á mánuði fyrir einstakling á ódýrara svæði, en 969 dollara á mánuði á dýrari stöðum eins og Kali- forníu. Nýlega var sett þak á heildarlán á námsferlinum og hljóðar það upp á 27.000 dollara. „Nú er Lánasjóðurinn bú- inn að skera svo mikið niður Umsækjendur um lán vegna náms í kvikmyndagerð eru 66 fyrlr námsárið 1991/1992 að sögn Per Landrö hjá Lín. við um atvinnulausa kvik- myndagerðarmenn. „Það hefur hvarflað að mér að gera eitthvað allt annað," seg- ir Jónas, „fara bara í Töivu- skólann, því alltaf er verið að auglýsa eftir kerfisfræðing- um. Mér finnst fjandi fúlt að vera búinn að leggja þetta á mig og hafa þennan draum. Ég ætla ekki að gefast upp." 66 LÁNSUMSÓKNIR Á ÞESSU ÁRI Samkvæmt tölum Pers Landrö hjá LÍN fengu 45 ein- staklingar lán frá sjóðnum námsárið 1989—90. Lang- stærstur hluti þeirra var í Bandaríkjunum eða 24, næst kom England með átta nem- endur og þar á eftir Frakk- land með fimm nemendur. Danmörk, Ítalía, Kanada, Sví- þjóð og Þýskaland skiptu með sér átta nemendum. Svipaða sögu er að segja um námsárið 1990—91, en þá voru lánþegar örlitlu fleiri eða 53. Eins og fyrr var lang- stærstur hluti þeirra í Banda- ríkjunum, eða 29, átta nem- endur í Englandi, sex í Frakk- landi og tíu samanlagt í Dan- mörku, Kanada, Skotlandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Umsækjendur fyrir náms- árið 1991—92 eru 66, lang- flestir í Bandaríkjunum, eða 38. Ef við gerum ráð fyrir að þriðjungur nema frá námsár- inu 1990—91 hafi lokið námi það árið, þá eru 30 nýnemar að hefja kvikmyndanám á þessu ári. Það skal tekið fram að þeir 66 sem sótt hafa um að ég held að fólk komist ekki lengur í marga af þessum skólum. Ég fæ ekki séð að það sé fýsilegt að leggja út í nám í dag og eiga von á þess- um miklu skuldum sem skap- ast vegna fyrirkomulags Lánasjóðsins," segir Ársæll. „Þegar ég hóf nám lánaði Lánasjóðurinn $5.000 fyrir skólagjöldum í tvær annir, líkt og nú er, en þar að auki lánaði hann helminginn af af- ganginum. í dag þurfa nem- endur að bera allan auka- kostnað sjálfir". „Greiðslukortið bjargaði mér,“ segir Jónas. „Ég horfði upp á marga sem áttu erfið- ara en ég og lifðu á hrísgrjón- um vikum saman. Húsaleiga er líka erfið viðureignar og námsmenn þurfa að gera leigusamning til eins árs. Þar með renna 180.000 krónur í sandinn því borga verður yfir sumartímann. Ef þú ert í Los Angeles er bíll lífsnauðsyn. Það vita allir sem þangað hafa komið. Það er því mikill aukakostnaður sem nemend- ur þurfa að bera sjálfir." Það er ekki bjart framund- an hjá nýútsprungnum kvik- myndagerðarmönnum. Markaðurinn er lítill og menn- reyna að tína það sem til fell- ur hjá sjónvarpsstöðvunum af auglýsingum og kvik- myndum, sem þó eru fáar. Það eru því bara harkan og hin gegndarlausa bjartsýni sem menn hafa í veganesti. Anna Har. Hamar K Y N L Í F JÖNA INGIBJÖR&JONSDÓrriR Pungbaunir Nei, ég ætla ekki að fara að skrifa um nýja matar- uppskrift af hrútspungum í tilefni þorrans heldur hversu skemmtilegt það getur verið að svala for- vitni barna um líkamann og starfsemi hans. Oftar en ekki fara foreldrar hjá sér þegar krakkarnir fara að spyrja um kyniífið. Þessi viðkvæmni foreldra bygg- ist því miður oft á þeim mis- skilningi að börn hugsi um kynlíf eins og þeir full- orðnu. Reyndin er hins veg- ar sú að börnum finnst ekk- ert meira mál að spyrja hvers vegna pabbi hafi ekki brjóst eins og mamma en að spyrja af hverju himinn- inn sé blár. Ég finn stundum fyrir téðri viðkvæmni og er að því leyti ekkert öðruvísi en aðrir foreldrar, en mér þyk- ir sonur minn, sem kominn er á sjötta aidursárið, samt geta prísað sig sælan að eiga mömmu sem grúskar mikið í kynlífsfræðum. Reyndar er ég líka heppin að eiga lítinn gutta sem læt- ur ekkert framhjá sér fara því ég æfi mig sjaldan eins mikið á að svara hreinskiln- islega og þegar hann fer að spyrja um kynferðismálin. Einn morguninn, þegar við vorum að tygja okkur af stað, spurði hann mig allt í einu út í bláinn: „Hvað eru þessar baunir í tipp- inu?“ „Þú meinar baunirn- ar sem eru í pokanum — pungnum — undir tipp- inu?“ sagði ég og brosti mínu blíðasta, því mér fannst svo krúttlegt að hann skyldi kalla eistun „baunir". „Já.“ „Þessar baunir í pungnum heita eistu og búa til sæði svo þú getir eignast börn ef þú vilt þegar þú ert orðinn stór.“ „En af hverju verður tippið hart?“ Eg tók á mig rögg, nú var engrar undan- komu auðið, og mælti: „Þegar þú nuddar og strýk- ur á þér tippið og finnst það gott þá verður það hart.“ (Svo mundi ég seinna að ég gleymdi að minnast á það við hann að tippið gæti líka orðið hart þegar hann vaknaði á morgnana og væri mikið mál að pissa.) Eftir þessar umræður virt- ist afkvæmi mitt vera alveg sátt við útskýringarnar og „Mamma, af hverju eru baunirnar í pungnum ekki jafnstórar?" við röltum út í bíl. Þetta var alveg nóg til að melta í bili. Viku síðar spyr hann svo hvort það sé ekki hægt að skera fólk þegar það er dá- ið og skoða punginn í smá- sjá og „skoða sæðið“. Nú, nú, hugsaði ég — það er al- deilis að guttinn er farinn að pæla — hvar ætli hann hafi heyrt um að það sé hægt að skera fólk þegar það er dáið? „Jú, það heitir að kryfja fólk þegar það er skorið og skoðað þegar það er dáið. Læknar gera það þegar þeir vita ekki af hverju fólk deyr.“ „Þá ætla ég að verða svoleiðis læknir — krypplinga- læknir,“ gall við í stráksa. Eftir nokkra mánuði má ég alveg eins búast við því að hann segi si svona við morgunverðarborðið: „Mamma, af hverju eru baunirnar í pungnum ekki jafnstórar?“ eða „Get ég ekki orðið pabbi þegar ég verð stór ef ég hef engan pung?“ Þegar forvitið barn er annars vegar taka vanga- veltur um kroppinn engan enda. Það þarf ekki nema horfa á litla krakka leika sér til að sjá hvað vekur helst forvitni þeirra í kynlíf- inu. „Vertu mamman og ég verð pabbinn" — þau vilja hafa kynin á hreinu. Þau hafa mikinn áhuga á að skoða þá líkamsparta sem venjulega eru faldir — sam- anber „læknisleikinn" sí- vinsæla. Krakkar hafa sín- ar hugmyndir um hvernig börnin verða til og setja þær stundum á svið. „Þú ert með barnið í maganum. Svo er ég læknirinn og sker gat á magann til að ná barninu út.“ Þeim finnst af- ar spennandi að uppgötva að stelpur og strákar hafa ekki eins kynfæri. Bestu kennararnir eru börnin sjálf, því þau eru svo eðlileg og hispurslaus. Það erum við fullorðna fólkið sem gerum lífið svo flókið. Spyrjið Jónu um kynlífið. Utanáskrift: Kyntífc/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.