Pressan - 06.02.1992, Síða 40

Pressan - 06.02.1992, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. FEBRÚAR 1992 TVÍFARAKEPPNI PRESSUNNAR - 30. hluti Tveir útivistarmenn, Karl Bretaprins og Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR. Ef þeir hafa ekki verið líkir á yngri árum þá hafa þeir orðið það síðar. Kannski hefur grettan á móti köldum fjallavindinum mótað andlit þeirra á sama hátt. Og það hefur áhrif víðar í lífi þeirra, þó nokkur munur sé á. Karl er ríkisarfi en Höskuldur hefur þegar erft Ríkið. HRAÐLEIÐIN LAGAFELL-ÆGISIÐA-HELGUVIK Thor Ó. og Haildór H. hjá Sameinuðum vildu sem kunnugt er ekki greiða hlut- höfum úr gullkistu her- mangsins, vildu að sögn Thors umfram allt verja pen- ingunum í þágu þjóðarinnar með vegaframkvæmdum, jarðgangagerð og slíku. Líklega er átt við þarfar framkvæmdir eins og að byggja brú eða neðansjávar- jarðgöng frá Helguvíkur- svæðinu við Keflavík að Ægi- síðunni í Reykjavík (þar sem Halldór á reyndar heima). Þetta myndi stytta leiðina þar á milli um eina 15 kíiómetra, þ.e. 30 kílómetra fram og til baka. Þetta myndi flýta för aðra leið um 8 til 10 mínútur og alls spara 16 til 20 mínútur fram og til baka, af dýrmæt- um tíma. Og líklega myndu sparast í bensíni alls um 7 lítr- ar eða á fjórða hundrað krón- ur í hverri ferð. Og svo er það brúargerð frá Sundahöfn (athafnasvæði Eimskipafélagsins) yfir á Gufunestanga og vegagerð þaðan áleiðis upp í Mosfells- bæ, að minnsta kosti upp að Lágafelli (þar sem Thor á reyndar heima). Slíkt myndi stytta leiðina milli Lágafells og Ægisíðu um 2,5 kílómetra og með neðansjávargöngun- um leiðina á miili Lágafells og Helguvíkur um alls 17,5 kíló- metra. KARLMENNSKUAKSTURI ÓLAFSFJARÐARGÖNGUM MARKÚS ÁRELIUS FYLLIR UPPI TÓMARÚM Marx er fallinn og á sér ekki viðreisnar von. Fólk sem er náttúrað fyrir heimspeki og hugmyndafræði á erfiða daga; því er fleygt að við lif- um ákaflega hugmynda- snauða tíma, og þótt frjáls- hyggjan hafi unnið ótvíræð- an sigur á sameignarstefn- unni, þá hafi þau Reagan og Thatcher í raun gengið af henni dauðri. Stjórnmála- menn sjái varla lengra nefi sér, þá vanti alla sýn og geri varla meira en að bjarga í horn þeim vandamálum sem steðja að á hverjum degi. Svona tala menn a.m.k. á meginlandi Evrópu. Þá er auðvitað kominn tími til að finna nýjan hugsuð, nýja heimssýn. Frakkar telja sig hafa fundið einn slíkan og segja að hann sé í tísku. Þetta er svosem ekkert smámenni, þótt reyndar sé hann búinn að hvíla í gröfinni í ein 1800 ár. Þetta er heimspekikeisar- inn Markús Árelíus sem ríkti yfir Rómarveldi frá 161—180 e.Kr. í lífi sínu glímdi keisar- inn við flókna gátu sem ekki er síður áleitin nú en þá: hvernig geta stjórnmál og gott siðferði átt samleið. Markús Árelíus svaraði þessu ekki bara í ritum sínum, held- ur einnig í verkum sínum. Hann bauð andstæðingi sín- um að deila með sér keisara- tign. Meðan aðrir skemmtu sér á grimmdarlegum leikum las hann og reyndi að auðga andann. Þegna ríkisins vildi hann umgangast eins og vini sína en ekki óvini. Hann hélt því jafnan fram að stjórn- málamenn ættu að segja sannleikann, ekki bara skoð- un sína. Samt tókst honum ekki fyllilega að samræma sið- ferði og stjórnmál og lifa eftir þeim háleitu markmiðum sem hann setti sér. En hann reyndi. Og kannski getur hann veitt stjórnmálamönn- um nútímans einhverja leið- sögn, vonandi líka þeim sem eru verr innrættir en keisar- inn og ekki jafn réttsýnir. — Á stofnfundi Sameinaðra verktaka sem hlutafélags árið 1957 varð til helmings- eigandinn í fslenskum aðal- verktökum, sem fengu ein- okun á öllum framkvæmd- um fyrir varnarliðið. Það er því nokkuð skondið að á fundinum lagði Grimur Bjarnason, einn stofnenda, fram tillögu um „að vinna að stöðvun forréttinda þeirra, er Byggir h/f hefir haft um viðhaldsvinnu fyrir varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli, og að þau séu fengin í hendur Áðalverk- tökum s.f.“ Tillagan var vitaskuld samþykkt sam- hljóða af fundarmönnum. Síðan kvaddi Halldór H. Jónsson, formaður SV, sér hljóðs og fagnaði þeirri samheldni, sem hefði orðið um stofnun þessa félags. „Fundarmenn tóku undir orð hans með því að hrópa ferfalt húrra fyrir S.V. h/f.,“ segir í stofnfundargerðinni, sem rituð var af Indrida Ftílssyni lögfræðingi, siðar forstjóra Shell og stórmeist- ara íslensku frimúrararegl- unnar... — Á fundi borgarráðs um daginn var verið að fjalla um fjárhagsáætlun borgar- innar og taka afstöðu til nokkurra erinda um fjár- hagslegan stuðning til ým- issa verkefna. Meðal ann- ars hafði Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs borgar- innar, lagt fram erindi frá kvikmyndagerðarfyrirtæk- inu Utí hött—Inní mynd um stuðning frá borginni við gerð myndbands um ein- elti. Áætlaður kostnaður var tiltekinn 2 milljónir, en engar tölur nefndar varð- andi stuðning. Erindinu var synjað. Á sama fundi borg- arráðs varð sú breyting á fjárhagsáætlun að afborg- anir af lánum hækkuðu úr 365 í 450 milljónir .. . í Bretlandi hefur lögregla miklar áhyggjur af hvimleið- um „skemmtiakstri" sem á máli þarlendra kallast „joyri- de“ og hlýtur að teljast full- komið öfugmæli. Þessar öku- ferðir eru farnar af ungu vandræðafólki sem stelur bíl- um, oft undir áhrifum áfengis eða lyfja, og keyrir svo á brjálæðislegum hraða um götur stórborga. Þetta getur haft hinar skelfilegustu af- leiðingar, lögregla er ráð- þrota og málið hefur verið rætt í breska þinginu. Ekki ætlum við að bera það upp á íbúa Ólafsfjarðar og Dalvíkur að þeir stundi svo ljótan leik. Það er náttúrlega af og frá. Hins vegar hafa bor- ist spurnir af því úr norðan- verðum Eyjafirðinum að þar sé í tísku að sanna karl- mennsku sína með því að keyra á ofsahraða í gegnum Ólafsfjarðargöngin, sem ekki eru nema rúmlega árs gömul. Sögum ber reyndar ekki sam- an; sumir segja að hraðamet- ið inni í göngunum sé um 180 km. á kls., aðrir segja að það sé ekki ,,nema“ um 160. Auglýstur hámarkshraði í MARKAÐSLOGMALIN ALLSRÁÐANDI Það er varla hægt að sjá að kommúnisminn hafi haft bjartar hliðar. Þó eru náttúr- lega einhverjir sem sakna hans; kommissarar sem höfðu komið sér þægilega fyrir við kjötkatla, náttúrlega einhverjir sem sjá eftir því að geta ekki lengur hengt sig ut- an svo alltumfaðmandi kenn- ingu og, vel að merkja, orða- bókahöfundar á íslandi. í kommúnistaríkjum tíðk- aðist nefnilega að láta svo- kölluð markaðslögmál alveg lönd og leið. Kvikmyndaleik- stjórinn Tarkovskí sagði til dæmis að hann hefði aldrei getað gert myndir sínar, sem mörgum þykja að sönnu frek- ar Ieiðinlegar, nema í Sovét- ríkjunum. Eins var hægt að setja á prent bækur þar aust- ur frá sem vitað var að myndu aldrei seljast nema í sáralitlu upplagi. Við getum til að mynda nefnt Rúss- nesk-íslenska orðabók eða Pólsk-íslenska orðabók. Slíkar bækur hafa lengi verið í bígerð og mun hafa staðið til að þær komu út hjá ríkisforlögum í Sovétríkjun- um og Póllandi. Nú er hins vegar allt breytt. Forlög af þessu tagi hafa verið lögð nið- ur og lítil von að koma svona verkum á prent. Eða ætli íslennskir mark- aðsmenn sæju mikla von í að græða á rússneskum eða pólskum orðabókum? Halldór Blöndal sam- gönguráðherrá er hvort tveggja orðheppinn og orð- óheppinn maður sem lætur ýmislegt flakka. Um daginn var hann að úttala sig um vegamál í Þjóðarsálinni og þar sagði hann efnislega eitt- hvað á þá leið að eðlilegt væri að umferðin væri mest þar sem mest væri umferð og að ekki væri hægt að meta alla peninga til fjár. Halldór var spurður um áætlanir stjórnvalda um teng- ingu Suðurlandsvegar pg Vesturlandsvegar ofan Ár- bæjar og svaraði hann því til að því miður þekkti hann hvorki málið nægilega vel né skildi, og að það kynni að vera af því að hann væri landsbyggðarþingmaður. Sem er auðvitað nokkuð loð- in afsökun, því þótt hann sé þingmaður Norðlendinga vill svo til að hann hefur verið búsettur að mestu á Seltjarn- arnesinu um árabil. Og á fundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um daginn kom einmitt í ljós að Halldór hefur vit á umferð hvort heldur er á höfuðborg- arsvæðinu eða á landsbyggð- inni. Þar sagði hann einmitt að ástæðan fyrir því að svo mörg slys yrðu úti á landi væri að vegirnir væru svo slæmir og að ástæðan fyrir því að svo mörg slys henti á höfuðborgarsvæðinu væri að vegirnir þar væru svo góðir! göngunum, sem eru 3400 metra löng, er 50. Göngin eru svo þröng að bílar geta varla mæst þar inni nema á mjög lítilli ferð og því geta menn rétt ímyndað sér hversu háskalegar slíkar mann- dómsprófraunir eru. Og skýtur það ekki skökku að menn leggi sig í lífshættu í Ólafsfjarðargör.gum, nú þegar hún er loks fyrir bí sú vá sem alla tíð steðjaði að þeim sem fóru um Ólafsfjarð- armúla. EKKI HÆGT AÐ META ALLA PENINGA TIL FJÁR

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.