Pressan


Pressan - 06.02.1992, Qupperneq 42

Pressan - 06.02.1992, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. FEBRÚAR 1992 smáa letrið Hvers eiga Kjartan Gunnars- son og nafni hans Jóhannsson eiginiega að gjalda? Hvers vegna er alltaf veriö aö velja kynþokkafyllsta fólkiö? Falleg- asta fólkiö og best klædda fólkið? Það fólk sem hefur fal- legustu imyndina? Áttar fólk sig ekki á að fólk er misjafnlega af guöi gert? Sumir eru snoppufriöir en aðrir hafa til að bera innrí fegurö? Þótt Stefán Jón Hafstein þyki kynþokka- fullur segir það ekkert til um hversu hjartagóður hann er. Það segir ekki einu sinni neitt um hvort hann er góður í rúm- inu eða ekki. Það veit enginn nema þeir Kjartanarnir séu miklu betri á þeim vigstöövum en Stefán Jón, Valdimar og Helgi Pé. Nei. Það er kominn tími til að fólk hœtti að meta samferða- menn sína af ytri ásýnd einni. Ef menn vilja vega og meta kynþokka eiga þeir að reyna hann i verki. Annars halda sér saman og geyma hugsanir sín- ar fyrír sjálfa sig. Það var sagt í gamla daga þegar kona hirti forljótan óreglupésa upp af götunni að hún hefði séð hann með auga sálarinnar. Henni hafði tekist að sjá i gegnum þáþunnu skán snoppufríðleikans og fatastils- ins sem við látum alltof oft glepjast af nú á dögum. Þessi kona hefði ekki fúlsað við þeim Kjartönum. Hún hefði séð þá með auga sálarinnar. En það eru fleiri en þeir Kjart- anar sem hafa orðið fyrir barð- inu á að fólk loki auga sálarínn- ar. Það eru fleiri sem aldrei dúkka upp á listum yfir fallegt fólk, kynþokkafullt og smart. Þaö eru fleiri sem hafa ekki fengiö að njóta sín vegna þess- i arar dómhörku fólks. Eða væri Kjartan Jóhannsson ekki enn formaður Alþýðuflokksins ef eitthvert ráttlæti væri til? Og væri nafni hans Gunnarsson ekki löngu kominn á þing? Og mér er spurn: Heföi Arn- arflug farið á hausinn ef Krist- inn forstjóri væri meira að al- mannasmekk? Eða veitinga- maöurinn? Fór hann ekki á hausinn vegna þess að Pétur Sveinbjarnarson var of feitur og emhvern veginn undaríegur í framan? Og hann Ásmundur Stefánsson? Af hverju er hann ekki á þingi? Er það kannski vegna þess að hann klæðir sig ekki eftir samræmdum smekk uppeldis- og heilbrigðisstétt- anna i Alþýðubandalaginu? Og heföi Þjóðviljinn ekki orðið langlífari ef Árni Bergmann hefði ekki þráast við á hjólinu heldur fengið séreinhvern lekk- eran bil? Svona má lengi telja. Er það þetta sem við viljum? Viljum við verðlauna þá snoppufriðu án tillits til þess hvort þeir hafa nokkuð annað til að bera en að þeir myndast vel? Og viljum við af grimmd henda öllum sem ekki eiga framtið fyrir sér i fyrirsætu- bransanum út i ystu myrkur? Koma fyrirtækjunum þeirra á hausinn? Útiloka þá frá þingi? Efast um kyngetu þeirra með þvi að vera sifellt að stilla allt öðruvísi fólki upp á einhverja holdanautalista? Það er mál að linni. Það er kominn tími til að Ijóta fólkið, feita fólkiö og púkalega fólkið sameinist — stofni kannski flokk — en umframt allt að það segi: Hingað og ekki lengra. Við erum lika klár, smart og góð i rúminu. aCCt öðsicatZdi e*t 6o*u(n? Stelpur eru stelpur og strákar eru strákar. En hvers vegna? Er það vegna þess að karlar leika eitt hlutverk og konur annað; þau séu skrifuð af umhverfi, menningu og uppeldi? Eða er það vegna þess að konur eru gjörólíkar körlum að líffræðilegri gerð? Verðum við að lúta þeirri staðreynd að líkaminn stjórni þessu öllu? Hefurðu trú á leyndarmál- um sem völundarhús manns- heilans hefur að geyma eða finnst þér umhverfið pára stafi sína á óskrifað blað þitt? Ertu maður — eða kona? Eða maðurkona? Skilgreiningin gæti skipt höfuðmáli, taktu eftir því. Á tímum tæknialdartfgsér- fræðingaveldis verða hug- myndir að víkja fyrir stað- reyndum. Þótt kvennahreyf- ingar hafi á sínum tíma gert þá kröfu að horfa ætti fram- hjá líffræðilegum mun kynj- anna, það væri fyrst og fremst spurning um svoköll- uð kynhlutverk, njóta kenn- ingar um hið gagnstæða vax- andi fylgis meðal fræði- manna á öllum sviðum vís- inda í dag. Þeim samkvæmt ósamhljóða niðurstöður milli kynja enn vera til marks um mismun karla og kvenna. Sálfræðin sýnir aftur og aft- ur að menn og konur sjá til- veruna frá mismunandi sjón- arhorni. Konur virðast hafa öflugri hæfileika til að greina leyndar hvatir og tilfinningar en á sama tíma sýna karl- menn meiri hæfileika til að lesa úr flóknum myndum. ^-Samkvæmt þessu ættu til dæmis allir menn að vera flinkir kortalesarar og allar konur ættu að vera með ríka tilfinningu fyrir því hvar sokka heimilisfólks væri að finna. Þau stúikubörn eru reynd- ar til sem sýna hegðun sem mætti túlka sem einkennandi fyrir drengi, segir í nýlegu Sntu ttödÁ dci fauuz doúáa? Tengsl heilahvela eru margbrotnari meöal kvenna. Gœti út- skýrt yfirsýn þeirra en einnig innsœi og tilfinningar. Yfirsýn gœti nýst til dœmis í sokkaleit! &q*týamu*tun. dfáuvt&ful &ecC*utd? Vid úreiti undirstúkummr sýnum viö medul unnurs reidi, sorg, svengd og þorstu. Murgir úlítu uó úkveöinn hluti líffœris- ins ukvuröi einnig kynhegöun munnsins, þur sem hunn er stœrri meóul kurlu en kvennu og sumkynhneigðru. Sterkuri tengsl heiluhvelu meöul kvennu gætu litskýrt góöun múl- þrosku. hefur það lítið sem ekkert að segja að ala stelpur upp í bíla- leik og stráka í dúkkuleik, stelpur verða alltaf stelpur og strákar alltaf strákar. NÆMAR KONUR, SKARPIR KARLAR Menn keppast að því hver sem betur getur að koma auga á þætti sem skýra mun kynjanna. Otal rannsóknir læknavísindanna færa sönn- ur þar á. Fræðin segja okkur að hjartasjúkdómar sæki mun fyrr að karlmönnum en konum og andlegir kvillar herji frekar á konur en menn. Hafa rannsóknarmenn talið sig finna mun á taugakerfinu, bæði í byggingu heilans og starfsemi hans, og þykja hefti bandaríska tímaritsins Time. Þetta eru þó frávikatil- felli og að margra áliti líf- fræðilega ákvörðuð. Sú stað- reynd stendur að meðal þess- ara einstaklinga, sýna rann- sóknir, hefur orðið til of hátt magn hormónsins testoster- ons á fósturskeiði. {Testoster- on er aðalkarlhormónið sem síðar veldur annars stigs kyn- einkennum karla, skeggvexti og raddbreytingum). Af nið- urstöðum sem þessum má leiða það álit að magn horm- ónsins á fósturskeiði hafi áhrif á hegðun barnsins seinna í lífi þess. Ef svo reyn- ist er líffræðileg skýring á hegðunarmun ákaflega lík- leg. Gagnrýni á rannsóknir sem þessar hafa hins vegar verið öflugar og segja andstæðing- ar þeirra að viðhorf manna til barnsins sé ákvarðandi fyrir framkomu þess, magn horm- óna skipti minna máli. KONUR FLAKKA MILLI HEILAHVELA í botni heiladinguls er einn- ig að leita ástæðna fyrir mun á hegðun kynjanna. Heila- dyngjubotn er hluti af milli- heila og samstillir hluta sjálf- virka taugakerfisins, inn- kirtla og margs konar líkams- starf. Við áreiti hans getur einstaklingurinn meðal ann- ars orðið reiður, þyrstur, svangur eða lostahneigður. Margir álíta að líffærið ákvarði einnig kynhegðun mannsins. Rannsóknir hafa bent til þess að hluti líffæris- ins sé tvisvar sinnum stærri meðal gagnkynhneigðra manna en meðal samkyn- hneigðra og kvenna.Það er því ekki ósennilegt að stærð þess segi til um hvernig við kjósum að hegða okkur gagnvart hinu kyninu. Karl- menn ættu þessu samkvæmt að teljast brattari en gagn- stæða kynið. Heilinn hefur einnig að geyma svæði sem tengir heilahvelin tvö. Margt bendir til að þessi hvelatengsl séu stærri í konum en körlum. Þessi uppgötvun gæti bent til þess að meiri „samvinna" sé til staðar milli vinstra og hægra heilahvels meðal kvenna og mætti jafnvel leiða líkum að því að það útskýrði innsæi þeirra. „Samvinnan" góða gæti þó einnig truflað einbeitingu þeirra með stöð- ugu hugsanaflakki milli hvela. Fyrir þessu hefur þó verið mjög erfitt að færa ná- kvæmar sönnur og því óvar- legt að taka því sem algerlega gefnu. Vísbendingar sem þessar hafa hrundið af stað öðrum vangaveltum og eru rann- sóknaraðilar óþreytandi við að finna upp á nýjum leiðum til að upplýsa leyndarmál í stjórnkerfi mannslíkamans. Eitt það nýjasta er að reynt hefur verið að komast að því hvernig heilinn starfar er ein- staklingur stafar orð. Með því að mæla aukið blóðrennsli til heilans hafa athuganir sýnt að konur nota bæði heila- hvelin til slíks meðan karl- menn nota yfirleitt aðeins það vinstra. Þetta gæti út- skýrt að stúlkubörn eru fljót- ari til máls en drengir. Að þessum niðurstöðum fengn- um velta menn því einnig fyr- ir sér hvort konur hafi meiri yfirsýn vegna þessa. Karl- menn geta því samkvæmt að- eins verið í einu hlutverki í einu meðan konan getur dreift kröftum sínum á marga staði. Gæti útskýrt ýmislegt! Náttúran hefur getið af sér tvö kyn meðal mannskepn- unnar og vitneskjan um líf- fræðilegan mun í hegðun virðist engum vafa undirorp- inn. Já, segja sumir. Nei, segja aðrir og benda á allar þær skorður sem samfélagið setur einstaklingnum. Því að ætla að heilinn og önnur starfsemi líkamans sé hundrað prósent einkynja þegar rannsóknir sýna að flæði og gerð horm- óna er ólíkt? Og þarna höfum við það. Allar þessar rannsóknir og allar þessar niðurstöður, flóknar og einfaldar, sem segja okkur eingöngu það sem við vissum fyrir, maður- inn og konan eru ekki eins. Það er eins og hver ný upp- götvun færi okkur nær stóra sannleik en í raun er aðeins um brot að ræða í marg- flóknu púsluspili sem að öll- um líkindum aldrei tekst að raða saman í eina heild. Rannsóknir sýna fram á nýja snertifleti, sem er nauðsyn- legt til að nálgast viðfangs- efnið, en eftir stendur þó spurning sem okkur hefur ekki enn tekist að svara, þrátt fyrir allt, en hún lýtur að því hversu mikið samspil er milli líffræðilegra þátta og um- hverfislegra. Telma L.. Tómasson ^íCadtnóÁtvi dúúúudteCþun, Runnsóknir atferlisfrœðinga í Bandaríkjunum hafu sýnt aö drengir leiti nœr úvallt i bílu en stúlkur undantekningarlaust í dúkkur og eldhúsúhöld. ef hvorl tveggja stendur þeim til boöa. Er þaö úlit margra aö stúlkur verði alltaf stúlkur og drengir alltaf drengir. Ekkert í umhverfinu geti breytt hegðun kynjanna.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.