Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 43

Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 43
______FIMMTUDAGUR PRMSSAN 6. FEBRÚAR 1992_ LÍPIÐ KFTIR VINNU 43 BARIR • Endur fyrir löngu kom sá, sem þetta skrifar, á bar í Bleeker-straeti á Manhattan, sem hét „The Hellhole". Þessi bar var niðurgrafinn í kjallara og sérlega eftirtektarverður fyrir að í honum var allt svart — meira að segja glösin á barnum. Kúnnarnir voru allir úr þungarokksgeiranum og eftir því skrautlegir. Hugsanlega er til of mikils mælst að slík sérhæf- ing finnist einhvern tíma í Reykjavik, en það má vona. Og þegar grannt er skoðað má reyndar finna vísi að sér- hæfingu. í Púlsinum buna margvis- legustu tónlistarstefnur, Blúsbarinn ber yfirleitt nafn með rentu, á Tveimur vinum vantar bara sag á gólfið til að rokkstemmningin sé fullkomnuð, 22 er leðurvæddari en gerist og gengur, Upparnir fara í Ingó, Bióbarinn hýsir bæði landbún- aðarmafíuna og menningarvita út- varpsins, hommar og lesbíur eiga Moulin Rouge og hinir ýmsu minni- hlutahópar eiga höfði að halla í SÍMSVARINN Friðrik Sojihussott ráðherra „Þetta er Frlðrik Sopttusson. Egerekki við þessa stundina. Ef þú vilt leggja inn skilaboð, gerðu það eftir að hljóðmerki heyrist." Ömmu Lú, Mimisbar, Glæsibæ og á ónefndum stað við Lindargötuna. Þannig mætti halda áfram drykk- langa stund. Allir hafa þessir staðir sér til ágætis nokkuð og hvað hafa barirnir á Bleeker-stræti fram yfir þessa dýrð? Svar: Langan verslun- artima og griðarlegt áfengisúrval. Meinsemd islenskrar áfengisneyslu er nefnilega helgreip hins opinbera — einokun ÁTVR og fráleitar reglur um afgreiðslutima. Eftir byltinguna verður hægt að setjast inn á Hressó klukkan hálffimm á miðvikudags- morgni og biðja um kaffi og absintu. BÚK- SLÁTTAR- MEI5TARI SYNCUR DEBÚTT „í búkslættinum er allt ieyfilegt. Þar eru endalausar krossgötur og beitt öllum hijóðum sem líkami og rödd geta framleitt. Hér fer ég hins vegar öllu klassískari leið og agaðri," segir Sverrir Guð- jónsson söngvari, einn þriggja búksláttarmeistara sem hafa komið íslandi í heimsfjölmiðla. Sverrir held- Sverrir er ekki að apa eftir söng konu. ur þrenna „debútttónleika" næstu daga; í Gerðubergi laugardag og mánudag og á Akranesi miðvikudag. Sverrir hefur ekki farið al- veg troðnar slóðir í sönglist- inni, því hann hefur síðustu ár lært til kontratenórs, fyrst- ur íslendinga, en karlmenn með slíka rödd syngja á sama raddsviði og kvenröddin sem kölluð er alt. Því finnst mörg- um sem heyra söng kontra- tenórs í fyrsta sinn að þar sé karlmaður einfaldlega að apa eftir söng konu. Sverrir segir að svo sé ekki: „Þegar fólk kemst yfir þá hindrun að heyra úr karl- mannsbarka tóna sem það býst frekar við frá kvenmanni finnur það að þetta er ólíkt rödd altsöngkonunnar. Þetta eru tveir ólíkir litir í litrófi raddarinnar, þótt þeir spanni svipað svið í tónum talið.“ POPPIÐ • Ásgeir Jónsson. Baraflokkurinn akureyrski var meö fjörlegri hljóm- sveitum sem hafa veriö á Islandi og eiginlega sorglegt hvað varð brátt um hann. Ásgeir Jónsson, söngvari flokksins, ætlar aö rifja upp gamla takta á Púlsinum föstudag og laug- ardag, en þá fer hann meö sérstaka David Bowie-dagskrá viö undirleik Vina Dóra, sem hljóta að teljast eins konar húshljómsveit. • Sú Ellen. Eitt sinn stóð Aust- fjaröarokk meö miklum blóma, en Eitt sinn var Sveinn Einarsson, dagskrár- stjóri Ríkissjónvarpsins og fyrrum Þjóðleik- hússtjóri, ungur og fagur eins og Marlon Brando. Það þýðir þó ekki endilega að Sveinn sé feitur og ljótur eins og Brando í dag. En æskuljóminn hefur vikið fyrir svip reynslunnar. Það er ljóst. . KABARE .. ★ EÐAHVAO? „Þetta byrjaði þarinig að Kristján var með draumaþátt á Aðalstöðinni einu sinni í viku og fyrir hvern þátt bjuggum við til eitt númer sem var svo frumflutt í þætt- inum," segir Björgvin Gísla- son tónlistarmaður. Hann og Kristján Frtmann, skáld og draumaspekúlant, hafa stað- ið fyrir uppákomum sem þeir kalla Kabarett 2007. í kvöld, fimmtudagskvöld, verður ein þessara samkoma á Púlsinum. í atriði þeirra fé- laga sér Björgvin um tónlist- ina en Kristján flytur ljóð. Þeir sem til þekkja segja það engu líkt að verða vitni að flutningi þeirra. En þeir eru ekki aldeilis einir á ferð. Þarna verða slagverksleikar- arnir Áskell Másson, Gud- mundur Steingrímsson og Steingrímur Guömundsson. Þeir kalla sig Þríhornið. Jens Hansson saxófónleikari kem- ur fram og einnig Védís Leifs- dóttir, sem ætlar að flytja Ijóðmál. Og rúsínan í pylsu- endanum verður stórskáldið Kokkur Kirjan Kvæsir (dr. Bjarni Þórarinsson sjónhátta- fræðingur). Jamm, þarna eru stórmenni á ferð og sá sem lætur þetta framhjá sér fara á ekkert gott skilið. Björgvin og Kristján horfa f dulda heima. Mo MÆLUM MEÐ Aó forsetinn húðskammi þjóðina fyrir að bðólast á máðurmálinu rétt eins og Karl Bretaprins gerði við sína þjóð. Hún (þjóð- in) hefði gott af því. Að fóik bjóði heim í mat fóiki sem það þekkir lítið eða jafnvel sÁralítið það er ekki svo áhættusamt og getur verið afar hughreystandi mitt í kreppunni og bölsýninni. Að fóik aki eða gangi eitt- hvert kvöldið niður að Tjörn og skoði ljósasjóið í Ráðhúsinu það er dálítið flott, alveg burt- séð frá öllum milljörðunum. Að sjónvarpið hætti að sýna afburðaefni síðdegis á sunnudögum en draalefni á kvöldin það er móðgun við alla sem vilja gera eitthvað uppbyggilegt á sunnudögum að einmitt þá séu sýndir þættir eins og Kontrapunktur og Lífið á jörð- inni. NÚNA HEFURMAÐUR INNI (NÆSTUM ÞVÍ) EFNI Á BJÓR „Okkur fannst bara tími til kominn aö fólk gæti komið i miðri viku og keypt sér einn bjór eða tvo án þess að þurfa að blæða of miklu," segir Haf- steinn Pétursson, veitinga- maður á Staðið á Öndinni. Hafsteinn hefur lækkað bjór- verðið til muna og frá mánu- degi til fimmtudags kostar lít- iil 300 krönur en stór 450 krónur. Hafsteinn segir að það sé engum blöðum um það að fletta að hátt verðlag á bjór á pöbbum almennt hafi fælt viðskiptavini frá. Fólk hafi einfaldlega ekki efni á að setj- ast inn á bar og kíkja í eina kollu. En bendir það ekki bara til þess að menn séu að fara á hausinn þegar þeir gera svona lagað? „Nei, alls ekki. Langt frá því,“ svarar Haf- steinn. Þá er bara að vona að menn fari ekki yfirum og muni eftir vinnunni daginn eftir. Er verðstríð í uppsiglingu? núorðið eru flestir buröarásar þess fluttir í bæinn eða orðnir ráðsettir heimilismenn. Sú Ellen heldur þó enn uppi nafni rokksins að austan; þeir bregða sér annað slagiö í bæinn og spila sitt fjörmikla popp á Gaukn- um föstudag og laugardag. • Loöin rotta & Stútungar, í þess- um tveimur sveitum eru í mismikl- um mæli leifarnar af hinni vel snyrtu sveit Rikshaw, miklu ósnyrtilegri en foröum. Tónlistin er lika hrárri og aö vissu leyti frjálslegri — og skemmti- legri. Loöin rotta undirforystu Grön- dals spilar á Tveimur vinum föstu- dagskvöld, en Stútungar Scobies á laugardag. • Einsdæmi & Björgvin Halldórs veröa á Sögu á laugardagskvöldiö og ekki nóg meö þaö því á undan verður frumsýnt mikið sjó, Gys- bræður á söguslóðum, en þar eru í aöalhlutverkum þrlr spaugstofu- menn, Karl Ágúst, Örn og Siggi Sig- urjóns, plús Laddi. Þriréttaður kvöldveröur að vali, sjó og dansleik- ur kostar 4.800 krónur. VEITINGAHÚS • Pizzur eru aö veröa eins konar plága á íslenskum veitingahúsum og bera vott um þá tilhneigingu veitingamanna að vasast í of mörgu, vilja gera öllum til hæfis. Ragnar Agnarsson aðstoðarmaður við kvikmyndagerð Hvað ætlar þú að gera um helgina, Ragnar? ,,A laugardag fer ég á frumsýningu kuikmynd- arinnar Ingaló og kannski kíki ég eitthvaö á eftir. Aö ööru leyti œtla ég bara aö taka þaö rólega." Sumir veitingastaðir eru sannan- lega pizzuhús, hafa þaö yfirbragð og það viðhorf sem sæmir pizzuáti. Nefnum Hornið, Ítalíu og Pisa. Stað- ir eins og Potturinn og pannan og Pétursklaustur hafa hins vegar ekk- ert með pizzur að gera og ættu að sjá sóma sinn i að sleppa þeim. Pizz- urnar eyðileggja ímynd þessara staða og gera þá meðalmennsku- lega. fökum t.d. Pétursklaustur. Þar er reynt að sameina þrjá veitinga- staði í einn. Pizzahús, mexíkanskan stað með chili con carne os.frv., og hefðbundinn islenskan stað með kjöt- og fiskréttum. Útkoman verður í besta falli engan veginn ... LEIKHÚS • Emil í Kattholti. Þetta getur varla klikkað hjá Þjóðleikhúsinu. Söng- leikur um óknyttaorminn góðhjart- aða og sætu systurina hans, hana Idu. Sagan er náttúrlega frábær, leikstjórinn er Þórhallur Sigurðsson, einn hinna snjallari á íslandi, og rú- sinan i pylsuendanum er sú að Bessi Bjarnason, meistari barnaleik- húss á íslandi, leikur hinn marg- hrellda föður Emils. Lau. kl. 14, sun kl. 14 & 17. • Hinn eini sanni seppi. Stúdenta- leikhúsið rís aftur úr öskustónni, því verður ekki haldið niðri til lengdar. Leikritið er sniðugt verk, samt ekk- ert tiltakanlega stórbrotið, eftir Tom Stoppard sem óneitanlega er ein- hver mestur hagleiksmaður i leik- ritagerð hin síðari ár, þótt sjaldan sé hann mjög innblásinn. En sýningin er ágætlega skemmtileg og snotur — og líka stutt, enda varla stætt á að bjóða upp á langlokur á hörðum bekkjunum í Tjarnarbiói. Fös. & sun. kl. 21. Að vera glaður. Sjáið bara hvernig Sykurmolarnir hegða sér í auglýsingaherferðinni fyr- ir nýju plötuna. Þeir brosa út að eyrum framan í allt og alla. Meira að segja Þór Eldon brosir og verður gjörsamlega óþekkj- anlegur fyrir vikið. Fyrir svona fimm árum var þetta fólk og vinir þess í hljómsveitinni Kukl (kallar ekki beinlínis fram bros) og var fúlt og gekk í svörtum fötum. Það er líka allt i lagi að vera svolítið skrítinn, slíkt við- mót getur meira að segja aflað mönnum virðingar, glaður og skrítinn. Klæða sig öðruvísi, til- einka sér furðulegt göngulag, vera pínulítið rangeygður, hafa sérviskuleg áhugamál, svara út í hött; bara ekki vera steyptur í sama mót og allir hinir, það til- heyrði uppatímanum. En um- fram allt — smælið framan í kreppuna. ÚTI Lambakjöt (og kjöt yfirleitt). Ekki af stjórnmálalegum ástæð- um og ekki af þjóðhagslegum. Ekki heldur vegna þess að Samstarfshópur um sölu lamba- kjöts sé hallærislegur, heldur vegna lopapeysubragðsins sem frægur útlendur rithöfundur kvartaði einu sinni yfir í ís- landsheimsókn. Ólíkt eldri kyn- slóðum hafa ungir íslendingar núorðið svo næma bragðlauka að þeir fá ekki afborið þennan frumstæða keim af feitum lopa. Þeirra matur er pizzur og pöst- ur sem er kjörfæði Vesturlanda á tíma siðsiðmenningar. Ef hringt yrði í öll íslensk heimili um kvöldmatarleytið kæmi í ljós að langsamlega flestir væru að borða pasta. Það er svo einn af leyndardómum lífs- ins að stærsta sláturhús á land- inu, SS, skuli flytja inn Bar- illa-pasta, sem er besta pastað í kjörbúðunum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.