Pressan

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992 F Y R S T F R E M S T GUÐMUNDUR MAGNÚSSON. Brá sér úr Valhöll niður í Eimskipafélags- hús. GUNNAR ÞÓRÐARSON. Fetar í fófspor frægs bítils og semur fyrir sinfóníuhljómsveit. GUÐMUNDUR SKRÁIR SÖGU EIM- SKIPA Guðmundur Magnússon, sem að undanfömu hefur gegnt starfi fræðslu- og útbreiðslu- stjóra Sjálfstæðisflokksins, hef- ur nú flutt sig um set, að minnsta kosti um hríð. Hann er sestur í stórhýsi við Pósthús- stræti og tekinn til við að skrá sögu Eimskipafélagsins, og mun það vera að frumkvæði Halldórs H. Jónssonar heitins, fyrrum stjómarformanns. Saga Eimskipafélagsins er löng og merk og ritun hennar líklega ærið verk, en ætti þó varla að vefjast mikið fyrir Guð- mundi, sem hefur háskólapróf í sagnfræði. Meðfram sagnarituninni hef- ur Guðmundur reyndar einnig unnið í sérverkefhum fyrir Ólaf G. Einarsson menntamálaráð- herra, enda er hann hagvanur í ráðuneytinu síðan hann var að- stoðarmaður Birgis Isleifs Gunnarssonar í stuttri embætt- istíð hans þar inni. Svo má líka geta þess að Guðmundur reyndi fyrir sér í síðasta prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins fyrir þingkosningar, en varð lítt ágengt. Síðustu árin hefur hann starfað í Valhöll, en allsendis óvíst er hvenær og hvort hann kemur þangað aftur til starfa. jÓHANN KVARTAR YFIR LÚALEGRI FRAMKOMU, Fjandvinir Jóhanns J. Ólafs- sonar hjá Félagi íslenskra stór- kaupmanna gerðu honum enn eina skráveifuna með því að fella hann úr stjóm Fjárfestinga- sjóðs stórkaupmanna í lok febrúar. Þar hafði orðið sam- komulag um tilnefningu Jó- hanns við annan mann til stjóm- ar og Magnúsar R. Jónssonar til varamanns. Þegar til kom „sveik“ Magnús samkomulagið og bauð sig fram sem aðalmann eftir að hafa safnað stuðnings- mönnum sínum á fundinn, að því er Jóhann segir í bréfi til Lýðs Björnssonar, formanns sjóðsins. Jóhann hlaut kosningu sem varamaður, en sagði sig umsvifalaust úr stjóminni með yfirlýsingum um „lúalega fram- komu og undirferli" sem hann sagði óþolandi. Óvinurinn nú sem fyrr er Birgir Rafn Jónsson, formaður FÍS, sem studdi ekki eigin til- lögu heldur kaus Magnús, að sögn Jóhanns. Þegar atkvæða- tölur eru skoðaðar vekur hins vegar athygli við þetta stjómar- kjör að Jóhann fékk hlutfalls- lega mun betri kosningu þar en hann fékk nýlega í stjóm Versl- unarráðsins þar sem hann var þó fráfarandi formaður. ENGINN ÓGNAR TÍMA-TÓTA I nýju félagatali Blaðamanna- félags Islands eru skráðir alls 423 félagar, sem er fjölgun um 21 frá því fyrir ári. Félagamir eru númeraðir eftir starfsaldurs- röð og er Þórarinn Þórarins- son, fyrrum ritstjóri Tímans, númer eitt eins og endranær; hann hóf blaðamennsku árið 1933, eða fyrir heilum sextíu ár- um, en er nú eftirlaunamaður. Númer tvö er sem fyrr Þor- björn Guðmundsson á Morg- unblaðinu, sem hóf sinn feril 1942 eða fyrir hálfri öld. INGI BJÖRN VILL BREYTA LAUNUM ÞINGMANNA Ingi Bjöm Albertsson alþingismaður hefur lagt til við forseta Alþingis að fram fari endur- skoðun á launakjörum þingmanna. Aður hafði hann reyndar lagt til í þingflokki sjájfstæðis- manna að þingfokksformenn könnuðu þetta mál, en það fékk ekki hljómgmnn. En hvers vegna vill Ingi Bjöm breyta launum þingmanna? „Ég tel að vinnuaðstaða og vinnutími þing- manna hafi breyst eftir að þingið var sameinað í eina málstofu. Nefndir sitja nú allt árið og einnig er launamisrétti milli þingmanna eftir kjördæm- um og líka eftir því í hvaða nefndum þeir sitja. Ég held að það sé fullt tilefni til að skoða þessi mál.“ —Ertu að fara fram á launahœkkun? „Ég er fyrst og ffemst að fiska eftir því að laun verði samræmd og þetta launamisrétti leiðrétt. Það gæti þýtt að sumir þingmenn lækkuðu í launum, en aðrir hækkuðu. Ég er ekki að fara fram á að launin hækki í heild.“ — En snýst þetta þá ekki mikið til um að hœkka kaup Reykjavíkurþingmanna? „Það er almennt viðurkennt inni á þingi að þeirra laun em í lægri kantinum og er bara stað- reynd." —Hafa þingmerm annars ekki ágœtislaun? „Ef miðað er við vinnutíma eru þau ekkert sérstaklega há. Það em varla margar aðrar stéttir sem myndu vinna launalaust kvöld og nætur. En þau em ágæt ef gert er ráð fyrir venjulegum átta stunda vinnudegi." Það er annars til marks um stöðu Morgunblaðsins að blaðið er með sjö af elstu tíu félögun- um og alls níutíu og einn af heildinni eða 21,5 prósent. Meðal félaga í BI, sem nú- orðið em ekki fyrst og fremst bendlaðir við blaðamennsku, em Úlfar Þormóðsson í Gallerí Borg og Arni Johnsen alþing- ismaður. Þrátt fyrir fjölgun í BÍ duttu ýmsir af listanum og er það meðal annars tímanna tákn að þær em ekki lengur félagar þær María Þorsteinsdóttir og Bergþóra Einarsdóttir sem unnu á blaðinu Sovétfréttum, en það blað af skiljanlegum orsök- um geispaði golunni á síðasta árú í BÍ eru þrír karlar á móti hverri konu. Sú kona sem lengstan hefur starfsaldurinn er Elín Pálmadóttir á Morgun- blaðinu, félagi númer sex, sem í fyrra hélt upp á fjörutíu ára starfsafmæli sitt. Loks má nefna að nokkrir félagar í BÍ starfa er- lendis. Þar af er einn í félaginu þar sem hann má ekki tilheyra Blaðamannafélagi Italíu, þótt hann starfi í Róm við útgáfu á vegum FAO, Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þetta er Þorgeir Lawrence. GUNNAR SEMUR NÆTURLJÓÐ Sinfóníutónleikar verða 2. apríl næstkomandi, sem í sjálfu sér markar kannski engin tíma- mót. Hins vegar þykir ýmsum sennilega sæta tíðindum að þar verður fmmflutt verk eftir tón- skáld sem hefur fengist við ýmsar greinar tónlistar en ekki sinfómumúsík. Það er sjálfur Gunnar Þórð- arson sem hér verður fyrstur starfandi poppara til að skrifa fyrir Sinfóníuna, rétt eins og þegar hann varð fyrstur poppara til að hljóta listamannalaun. Gunnar hefur notið aðstoðar Szymons Kuran fiðluleikara við að semja þetta verk, sem heitir einfaldlega Noctume eða Næturljóð, sem bendir líklega til að þar svífi hinn ljúfi andi Gunnars yfir vötnunum. Þess má geta að þama fetar Gunnar í fótspor ekki ómerkari poppara af sömu kynslóð en Pauls McCartney, sem hefur samið verk fyrir sinfóníuhljóm- sveitir hin síðari ár. Og svo má líka nefna það, svona í ffamhjá- hlaupi, að Gunnar hefur varla verið miklu afkastaminni en bít- illinn — talið er að eftir hann liggi á ljórða hundrað lög. Geri aðrir betur. FRAM A GÓÐA AÐ Frammarar eiga hauka í homi í stjóm íþrótta- og tómstunda- ráðs Reykjavíkurborgar. Það em þeir Hilmar Guðlaugsson og Sveinn Andri Sveinsson, en þeir hafa ásamt Júlíusi Haf- stein verið hlynntir því að Fram fái, næst íþróttafélaga í Reykja- vík, framlag til að byggja íþróttahús. Allir em þeir náttúr- lega sjálfstæðismenn, en þeir Sveinn Andri og Hilmar hafa báðir verið stjórnarmenn í Fram, sá fyrmefhdi varaformað- ur en sá síðamefndi formaður. Júlíus hefur hins vegar verið tal- inn til ÍR-inga. Fulltrúar minnihlutans í ráð- inu hafa verið meira efins. Yfir- leitt tengjast íþróttahúsabygg- ingar félaganna leikfimiiðkun nemenda í nálægum skólum. Bent hefur verið á að Hvassa- leitisskóla og Álftamýrarskóla, sem eru í grennd við Fram- svæðið, vanti ekki íþróttahús. Frammarar segja hins vegar að húsið geti hentað Fjölbrauta- skólanum í Ármúla. Aðrir benda á að hann geti sem hæg- ast verið í Laugardalshöllinni, þar sé nóg pláss. Munu það helst vera KR og Fylkir sem vilja íþróttahús, jafn- vel á undan Fram. JÓHANN J. ÓLAFSSON. Kvartaði í bréfi undan svikum og undirferli viö stjórnarkjör í Fjárfestingasjóð stórkaupmanna. BIRGIR RAFN JÓNSSON. Úr bréfi Jóhanns má lesa aö hann hafi verið einn þeirra sem sviku. ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Alltaf blaðamaöur númer eitt. ELÍN PÁLMADÓTTIR. Engin kona í blaöamannastétt hefur viðllka starfsreynslu og hún. MARÍA PORSTEINSDÓTTIR. Sovétfréttir lögöu upp laupana og hún er ekki lengur I Blaöa- mannafélaginu. SVEINN ANDRI SVEINSSON. Hann er ekki mótfallinn því að hjálpa Fram. L í T I L R Æ Ð I af barnavinum Sigurður, kennir þú Krossinum um hvernig fór? „Nei, alls ekki. Þetta er spurning um pen- inga, ekki trú. “ Sigurður Sverrisson, ritstjóri Skagablaðsins, haföi uppi mikil plön um að láta þungarokkarann Ozzy Osbourne halda tónleika á Akranesi. Þessu voru meðlimir Krossins mjög mótfallnir. Nú er hins vegar Ijóst að Ozzy kemur ekki. Lítil böm eru víst mesti gleðigjafi sem lífið og tilveran hefur uppá að bjóða. Blessaðir angamir. Það er að segja þangaðtil sakleysið þarf að víkja fyrir þörfinni á því að olnboga sig áfram til að „lifa af‘. Við það breytast börnin í fullorðið fólk og hætta að vera skemmtileg — mörg hver. I almanakinu er, samkvæmt þjóðlegri hefð, gert ráð fyrir nokkrum tyllidögum sem eru sérstaklega tileinkaðir bömum. Á þessum dögum er talið sjálfsagt mál að það sé voða gaman að vera bam. Og einsog að líkum lætur er fullorðna fólkið boðið og búið að hjálpa litlu bömunum til að gera sér glaðan dag. Jólin, til dæmis, eru einsog allir vita „hátíð bamanna", en svo skemmtilega vill til að á jól- unum er líka uppskeruhátíð kaupsýslumanna svo að á jólun- um er í raun og vem hægt að slá margar flugur í einu höggi; gleðja bömin með gjöfum, sem gleður kaupmenn að græða á, fá frí í vinnunni, éta og drekka í óhófi, halda uppá tvöþúsundára afmæli Jesú frá Nasaret osfrv., osffv. Nú er einmitt nýafstaðinn öskudagurinn, einn af tyllidög- um bamanna. í katólskri tíð skilst mér að öskudagurinn hafi verið dagur iðrunar, en þá settust menn í sekk og jusu ösku yfir höfuð sér sem iðrunaimerki útaf einhveij- um ótuktarskap. Og vel við hæfi því með öskudegi hefst langafasta. En með siðaskiptum var þessu snúið uppí grín og stelp- umar fóm að hengja öskupoka á strákana og strákamir settu í þá steina og hengdu þá aftur í stelpumar. Einhvernveginn svona var þetta þegar ég var krakki. Já, og meiraðsegja man ég eftir því að ástfangnar stúlkur saumuðu og bródémðu forláta öskupoka og sendu piltinum sem þær elskuðu. Nú sé ég að þetta hefur ger- breyst og öskudagurinn er, ein- sog jólin, orðinn bamahátíð bis- nessmanna. Heilsíðuauglýsingar í öllum blöðum um að á öskudaginn eigi allir að fara í búðaráp með bömunum sínum, en krökkun- um verði gefinn ómældur bijóstsykur í staðinn. Milli fjórtán og fimmtán tonnum af bijóstsykri var dælt í krakkana á öskudaginn einsog öllum þætti þetta sjálfsagt mál, enda talið sjálfgefið að tann- læknar hafi staðið fyrir þessu framtaki í samráði við kaup- menn. Bamaskarinn fór í búðir með pabba og mömmu og söng í leiðinni: „lofið gæsku gjafar- ans!“ En á hvert heimili í landinu var borinn verðlisti í öllum regnbogans litum með myndum og leiðbeiningum um það hvernig „dömurnar" ættu að meika sig á öskudaginn og hvernig „herramir" ættu að víg- búast. Þannig gafst pabba og mömmu kostur á að kaupa: Af- sláttarandlitslitasett handa telp- unum, en handa drengjunum: Turtles-grímur og turtles-vopn, rafriffil með 4 hljóðum, hljóð- byssu með 8 hljóðum, 100 skota málmriffil, manndrápsax- ir, sverð, spjót, hnúajárn og hnífa, 12 skota málmbyssu, 8 skota plastbyssu, hermannaföt í felulitum og sérhönnuð til að drepa asíubúa, 12 skota hríð- skotabyssu úr málmi, venjulega hríðskotabyssu úr plasti, 8 skota astra-járnbyssu, 12 skota magnum-járnbyssu, 8 skota riffil, tvöfalt byssubelti og ösku- dagskylfú. Og er þá aðeins fátt eitt nefnt. En þegar haft er í huga hvað kaupmenn eru einstaklega elskulegir við lítil böm á tylli- dögum, þá verður ljóst hvers- vegna krakkamir syngja á ösku- daginn, einum rómi: Ó! bisnessmaður besti Ö! barnavinur mesti Æ! breidd þú blessun þína A! barnœskuna mína.

x

Pressan

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3952
Tungumál:
Árgangar:
7
Fjöldi tölublaða/hefta:
370
Gefið út:
1988-1994
Myndað til:
22.09.1994
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Lýsingu vantar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað: 10. tölublað (12.03.1992)
https://timarit.is/issue/253513

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. tölublað (12.03.1992)

Aðgerðir: