Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 32
32
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992
E R L E N T
S L Ú Ð U R
Það er einhver lykt af bessu máli
Karl Bretaprins hefur nú blandað sér í
deilur um staðlasetningu Evrópubandalags-
ins. I 75 ára afmælishófi Fransk-breska
vinafélagsins kvaddi ríkisarfmn sér hljóðs
og mótmælti stöðlum um ostagerð, sem nú
ógnar franska ostaiðnaðinum, því í Briissel
líst mönnum engan veginn á gerlamagn í
mörgum ostategundum. „Hvað verður um
Brie de meaux, Crottin de Chavignol eða
Bleu d’Auvergne í gerilsneyddu þjóðfé-
lagi?“ spurði Karl. „Við höfum þurft að þola
módemista í húsagerðarlist og nú þurfum
við líka að þola módemista í mat og drykk.“
Beðlð eftlr Basínger
Bæjarbúar í Braseltown í Georgíu hafa
beðið í eftirvæntingu eftir Kim Basinger
undanfarin þrjú ár. Kyntáknið keypti bæinn
í heilu lagi árið 1989 og hafði uppi áætlanir
um hvers kyns uppbyggingu. Ekkert hefur
þó enn gerst og í miðbænum er aðeins ein
húsgagnaverslun og tannlæknastofa opin.
„Þetta er enn dauðara en fyrir 3 árum,“ seg-
ir James Deaton, póstmeistarinn í Bras-
eltown. „Kjúklingarækt er um það bil það
skemmtilegasta, sem gerist hér um slóðir."
Slegist um svartadauöa
Vestur í Bandaríkjunum velta menn nú
vöngum yfir því hvaða rokkari verði þess
heiðurs aðnjótandi að fá að vera sérstakur
meðmælandi skilgetins afkvæmis íslenska
brennivínsins, Black Death Vodka. Mikil
söluherferð er fyrirhuguð á Svartadauða
vestra undir slagorðinu „Drekk í friði“.
Helst er talið að Slash, gítarleikari Guns n'
Roses, verði fyrir valinu, en hann lét í ljós
áhuga í viðtali við Rolling Stone í fyrra og
sem sjá má á myndinni er hann í vel merk-
tum bol. Hann er hins vegar ekki einn um
hituna, því fáir drykkir munu njóta jafh-
mikilla vinsælda meðal rokkara þar í íandi
og hver gæti ekki hugsað sér að vera hald-
ið uppi á slíkum veigum?
Glæpur og refsing
Fyrir þá, sem finnst LA Law vera þunnur
þrettándi, er komin á markað spóla með
bestu köflunum úr réttarhaldinu gegn Willi-
am Kennedy Smith, sem sýknaður var af
nauðgun í Flórídu fyrir skemmstu. Á spól-
unni eru valdir kaflar úr fréttaflutningi
bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar ABC.
Reyndar hefur hún hlotið litla hrifningu
gagnrýnenda, sem kvarta undan einhliða
fréttaflutningi og endurtekningum.
Húmorslausirtrúðar
Bob Goldtwaith, sem sumir muna
vafalaust eftir sem léttgeggjuðum
lögregluþjóni í Police Academy-
myndunum, leikur aðalhlutverkið í
myndinni Shakes the Clown. Shakes
er drykkfelldur trúður, sem hefur
óbeit á bömum, og félagi hans í trúðs-
starfmu er engu betri. Bandarískum
trúðum fínnst þetta ekkert fyndið og
telja Goldtwaith sverta stéttina. Hann
segir þá aftur á móti vera gersamlega sneidda allri kímnigáfu. „Mað-
ur kemst vitanlega ekki hjá því að troða einhverjum um tær, þegar
maður fjallar um fólk sem notar skó númer 72 og þaðan af stærra...“
..... -......
Valþröng Israels
Bandaríkin hafa kastað á glæ dýrmætu friðartækifæri í Miðaustur-
löndum. Þegar Israelum var neitað um lánsábyrgð uns allri nýbygg-
ingu á hemumdu svæðunum væri hætt gerði Bandaríkjastjóm sig seka
um tvöfalt siðgæði. Byggingar ísraelskra landnema em taldar Þránd-
ur í Götu friðarumleitana en uppbygging araba ekki, þótt hún sé sex
sinnum meiri. Undmn Israela á tvöfeldni George Bush er réttmæt.
Israelar em beittir þrýstingi á sama tíma og arabaþjóðimar fá vopn og
efnahagsaðstoð án þess að farið sé fram á hófsamari afstöðu, til dæm-
is að viðskiptabanni þeirra á ísrael verði aflétt.
Landnám Israela miðast fyrst og fremst við að tryggja öryggi
landamæranna. Og ótti ísraela er ekki ástæðulaus, því bak við bros-
mild andlit á sjónvarpsskjáum Vesturlandabúa býr enn andúð araba á
Israel. Jasser Arafat sagði fyrir skömmu í samtali að gyðingar væm
„hundar... óþverri... úrhrök og mslaralýður. Eg mun jafnareikningana
við þessa viðurstyggilegu gyðinga þótt síðar verði.“ Er einhver í vafa
um hvers konar friðarsamkomulag hann hefur í huga?
Bush býður Israelum tvo afarkosti: annaðhvort tryggja þeir öryggi
sovéskra gyðinga nú eða framtíðaröryggi ísraelskra gyðinga. ísrael
þarf að taka ákvörðun nú. Það er til lítils að vinna og miidu að tapa og
Israelar ættu að draga til baka ósk sína um lánsábyrgðina. Tuttugu ára
mannúðarstarfi Bandaríkjanna við að frelsa gyðinga undan sovétok-
inu lýkur með smán og svívirðu og enn einu sinni hafa friðarhorfur
versnað.
Sloppinn I sloppinn
Verður Karl geril-
sneyddur?
Nelson Mandela:
Kosningar hvítra ráða
ekki framtfð Suður-Afriku
F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, hefur boðað til kosninga næst-
komandi mánudag, þar sem hvítir íbúar landsins eru spurðir hvort
þeir styðji umbótaáætlun de Klerks um afnám aðskilnaðarstefn-
unnar og nýtt stjórnarskrárþing. Nelson Mandela hefur eitt og ann-
að við kosningarnar að athuga, eins og fram kemur í grein hans hér
að neðan.
F.W. de Klerk urðu á alvarleg
mistök þegar hann boðaði til
kosninga meðal hvítra íbúa
landsins til að staðfesta umbóta-
áætlun Þjóðarflokksins í þá vem
að binda enda á aðskilnaðar-
stefnuna og koma lýðræði á í
Suður-Afríku með friðsamleg-
um hætti. Með þeim hefur hann
nefnilega ljóstrað því upp að
hann lítur ekki á sig sem forseta
allra Suður-Afríkana heldur ein-
vörðungu þcirra 15% sem em
hvít á hömnd.
Sú staða er ekki lengur fyrir
hendi í Suður-Afríku, að einn
hópur hafi neitunarvald yfir
þeim breytingum, sem leiða
skulu til nýrrar stjómarskrár
raunvemlegs lýðveldis. Samt
hefur de Klerk gert það Ijóst að
engin stjómarskrá verði tekin
upp án samþykkis hvítra. „Þá
þurfum við að setjast aftur nið-
ur,“ segir hann, en það er best að
menn geri sér grein fyrir því að
þá þarf að byrja aftur á núll-
punkti.
Yst til hægri em menn sjálfs-
ömggir enda hreyfingin öflug og
vaxandi. Hún hefur aukið fylgi
sitt í hverjum einustu aukakosn-
ingum frá síðustu allsherjarkosn-
ingum árið 1989. Fyrir þær hafði
Þjóðarflokkur de Klerks 40
þingsæti í Óraníu eða Orange
Free State. Nú hefur Ihaldsflokk-
urinn 30 þeirra, en hann hefur
opinberlega á stefhuskrá sinni að
aðskilnaðarstefnan verði aftur
upp tekin og ég skuli settur í
fangelsi á ný.
I aukakosningum íTransvaal í
síðasta mánuði vann Ihalds-
flokkurinn enn sigur á Þjóðar-
flokknum. Þegar smáflokkamir
á hægrivængnum em teknir með
í reikninginn er ekkert ósennilegt
að ef Þjóðarflokkurinn veikist
enn í kosningunum geti banda-
lag þeirra og Ihaldsflokksins náð
meirihluta á þingi og ógilt allar
breytingar í lýðræðisátt.
Eina leiðin til að tryggja að
aðskilnaðarstefnan verði ekki of-
an á að nýju er að veita svertingj-
um kosningarétt.
Við viljum að fjölflokkalýð-
Ofgamenn yst á hægri kantinum eru ekki nema örlítið brot suöur-afrísku þjóðarinnar, en fyrir-
feröarmiklir. Greinarhöfundur, sem er á innfelldu myndinni, telur að kosningarnar næsta
mánudag verði ekki til þess að styrkja afnám aðskilnaöarstefnunnar.
ræði verði komið á eins skjótt og
kostur er, lýðræði sem byggist á
traustri stjómarskrá, jöfnum at-
kvæðisrétti, þrískiptingu valds-
ins og valddreifmgu til lægri
stjómunarstiga. Við viljum jafn-
framt að gerð verði mannrétt-
indaskrá, sem framfylgt yrði af
sjálfstæðu dómsvaldi með full-
trúum allra hópa þjóðarinnar.
I jjeirri stjómarskrá, sem við
sjáum fyrir okkur, yrðu öll þjóð-
arbrot jöfn fyrir lögum. Þeir sem
vilja halda eigin skóla og við-
halda tungu sinni, menningu og
trú eiga að vera frjálsir til slíks,
svo framarlega sem aðskilnaður
eftir hömndslit á sér ekki stað. í
framtíðinni yrði kynþáttamis-
munun ólögleg.
Á undanfömum vikum höfum
við átt í viðræðum við stjóm de
Klerks og komist mjög nærri
samkomulagi um bráðabirgða-
stjóm með fulltrúum allra helstu
þjóðarbrota Suður-Afríku. Slík
stjóm myndi standa að stjómar-
skrárþingi og kosningum, sem
allir Suður- Afríkanar tækju þátt
í. Þegar slfk bráðabirgðastjóm
hefur tekið við ber að aflétta öll-
um refsiaðgerðum gegn Suð-
ur-Afríku. Á þessu stigi málsins
em refsiaðgerðimar enn nauð-
synlegar til að halda ríkisstjóm-
inni við efnið, því ella er hætt við
að hægriöfgamönnum takist að
telja hana á að fara sér hægt við
umbætumar.
Því fyrr sem unnt er að aflétta
refsiaðgerðunum, því fyrr er
hægt að endurvekja trú erlendra
fjárfesta á landinu og byggja
efnahagslíf þess upp eftir þreng-
ingar aðskilnaðarstefnunnar.
Hinar lagalegu forsendur að-
skilnaðarstefnunnar hafa verið
ógiltar.
En aðskilnaðurinn byggðist á
fleiru, því efnahagsleg og félags-
leg áhrif hans em víðtæk. 87%
landsins em í eigu hvítra, sem þó
em aðeins um 15% þjóðarinnar.
13% em eftir til skiptanna handa
svertingjum, sem þó em í mikl-
um meirihluta. Meira en 75%
hlutabréfa í kauphöllinni í Jó-
hannesarborg em í eigu fjögurra
fyrirtækjasamsteypa og meira en
90% allra iðnfyrirtækja em í
eigu hvítra.
Með hliðsjón af þessari mis-
skiptingu auðsins eftir hömndslit
hefur Afríska þjóðarráðið fram
að þessu hvatt til þjóðnýtingar
sem lykillausnar til tryggingar
efnahagslegum jöfnuði. I ljósi
reynslunnar af hmni hinna mið-
stýrðu hagkerfa í Austur-Evr-
ópu og Sovétríkjunum endur-
skoðum við nú afstöðu okkar til
þjóðnýtingar og í næsta mánuði
verður haldin sérstök efnahags-
ráðstefna til að fjalla um mál
þessi.
Við vitum sem er að engra
efnahagslegra framfara er að
vænta án þátttöku athafnamanna
og þess vegna höfum við óskað
eftir hugmyndum úr þeirri átt um
hvemig jafna megi hag lands-
manna með öðrum hætti en
þjóðnýtingu. Eg undirstrika, að
við lítum til þessara mála með
opnum huga. Þjóðnýting er ekk-
ert trúaratriði fyrir Áfríska þjóð-
arráðið. I íramtíðarríki okkar
yrðu ríkisafskipti engu meiri en
gengur og gerist í Frakklandi,
Þýskalandi eða Ítalíu.
En burtséð frá allri ffamtíðar-
sýn, þá er í augnablikinu mikil-
vægast fyrir alla stuðningsmenn
lýðræðis- og efhahagsífamfara
— innan Suður-Afríku sem utan
hennar — að þrýst sé á núver-
andi ríkisstjóm um að leyfa
bráðabirgðastjóm að taka við.
Höfundur er varaforseti Afríska
þjóöarráðsins. «