Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12.MARS 1992 Hjónin eru farin úr Hótel Stefaníu Hjónin Stefán Sigurðsson og lngunn Amadóttir hafa ytirgelið Hótel Stefaníu á Akureyri. Nú- verandi eigendur hótelsins, Ferðamálasjóður og Fram- kvæmdasjóður, hafa auglýst hótelið til sölu. Þar til hótelið verður selt verður það rekið áfram á ábyrgð sjóðanna. Það var að ósk lögmanns sjóðanna, Hróbjarts Jónatans- sonar, að kveðinn var upp úr- skurður um að hjónin yfirgæfu hótelið. Eftir að úrskurðurinn lá fyrir náðist samkomulag við Stefán og Ingunni um að yfir- gefa hótelið í gær. Óvænt og rándýr fjölgun hjá menntskæl- ingunum 200 milljóna króna umfram- keyrsla varð í rekstri framhalds- skóla á síðasta ári og er hin op- inbera skýring sú að framhalds- skólanemum hafi fjölgað meira en ráð var fyrir gert. Ætla mætti að það væri nokkmn veginn vit- að hversu margir setjast í fram- haldsskóla á ári hverju. En þrátt fyrir að Svavar Gestsson menntamálaráðherra hafi við gerð fjárlaga haft á sínum snær- um ótal embættismenn og sér- fræðinga — svo sem eins og Örlyg Geirsson, skrifstofustjóra fjármálaskrifstofu, Sólrúnu Jensdóttur, deildarstjóra skóla- máladeildar, og Hörð Lárusson, deildarstjóra framhaldsskóla- deildar — létu framhaldsskóla- nemar ekki að stjóm. Þegar fjár- lög fyrir 1991 vom soðin saman gerðu sérfræðingamir ráð fyrir ákveðnum fjölda nemenda í framhaldsskólunum, en þegar upp var staðið reyndust þeir miklu fleiri en forsendur fjár- laga miðuðust við. Reikningur- inn vegna skekkjunnar: 200 milljónir. 6 milljóna gjaldþrot Ibróttafélags Kópavogs Búið er að gera upp þrotabú Iþróttafélags Kópavogs og fundust engar eignir upp í kröf- ur, sem samtals námu 6 milljón- um króna. ÍK var tekið til gjald- þrotaskipta 23. október síðast- liðinn og lauk skiptum 21. febrúar, sem telst þokkalega hröð meðferð. Félagið var stofnað árið 1976 og lék á síðasta keppnis- tímabili í þriðju deild í knatt- spymunni. Framkvæmdastjóri IK var Sigursveinn Agnarsson og formaður stjórnar Sigurjón Sigurðsson. Aðspurður um ástæður gjaldþrotsins vildi Sig- urjón ekkert tjá sig. „Þetta er bú- ið mál og ég nenni ekki að ræða það frekar.“ Páll Þorgeirsson, kaupandi Asiaco Páll Þorgeirsson, sem orðinn er stjómarformaður Asiaco hf. og hyggst kaupa fyrirtækið fyrir erlent lánsfjármagn, er í 40 milljóna króna gjaldþrotameð- ferð vegna einkafyrirtækis síns. Eign fyrirtækis hans á Hólma- vík er auglýst á nauðungarupp- boð vegna vanskila á 23 millj- óna króna skuldabréfi í Islands- banka og frjálsleg notkun hans á greiðslukorti var kærð til RLR. Páll rekur fyrirtækið Strandavör í eigin nafni og var úrskurðaður til gjaldþrotaskipta í mars á síðasta ári. Nema heild- arkröfur í búið rúmum 40 millj- ónum króna. Kröfuhafar em 25 talsins. ÍSLANDSBANKI KREFST UPPBOÐS OG KREDIT- KORT KÆRÐU Þá hefur PRESSAN fengið staðfest að fyrirtæki Páls og Skúla Pálssonar, Strandanaust hf., eigi í miklum fjárhagserfið- leikum. Félagið hefur m.a. rekið sumarhúsafyrirtæki á Hólmavík, en fyrir örfáum dögum sendi Is- landsbanki sýslumanni Stranda- sýslu kröfu um nauðungarupp- boð á lóð úr landi Skeljavíkur, sem veðsett er vegna 23ja millj- óna króna skuldabréfs. Það bréf Páll Þorgeirsson hefur víöa komiö viö, m.a. auglýst aö hann útvegi áhættufjármagn erlendis frá. Hann er í gjaldþrotameö- ferö en hyggst kaupa fyrirtæki, hvers eignir nema nær 200 milljónum. Var kærður til RLR fyrir greiðslu- kortamisnotkun. íslandsbanki krefst uppboðs á eignum Strandanausts vegna vanskila á 23 milljóna króna skuldabréfi. er því í vanskilum. Þá var Páll fyrir nokkru kærður til Rannsóknarlögreglu ríkisins af Kreditkortum hf. vegna meintrar saknæmrar notkunar á greiðslukorti. Páll fékk undirskrift 85 ára gamals föður síns vegna tryggingavíxils hjá Kreditkortum og krítaði grimmt. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR voru ógreiddar úttektir komnar upp í á fjórðu milljón króna og fasteign föður Páls langt komin í uppboðsmeð- ferð, er aðrir ættingjar gripu inn í og sömdu um skuldina. Kæran var þá dregin til baka. KEYPTI 200 MILLJÓNA KRÓNA FYRIRTÆKIEN ÁTTIEKKI AUR FYRIR BÍL Loks má nefna viðskipti Páls við Bílaumboðið hf., um- boðsfyrirtæki BMW-bifreiða. Páll keypti á síðasta ári slíkan bíl á 5 milljónir króna. Hann greiddi 1,5 milljónir út með ávísun, sem síðan reyndist inn- stæðulaus. Eftir fjögurra mán- aða þref tók umboðið bílinn af Páli. Nú íhugar Páll sem íyrr seg- ir að kaupa Asiaco hf., en eignir jress voru árið 1990 bókfærðar á 190 milljónir króna að núvirði. Það ár velti fyrirtækið 450 millj- ónum króna. Síðan hefur fyrir- tækið reyndar misst umboð og átt í erfiðleikum vegna sam- dráttar og taps í sjávarútvegi. Fyrir nokkrum dögum var öll- um 30 starfsmönnum fyrirtækis- ins sagt upp og Gunnar Óskars- son yfirgaf staðinn, sem hann, ásamt Eyjólfi Brynjólfssyni í Jöffi, hafði keypt fyrir einu og hálfu ári. AUGLÝSTIÚTVEGUN Á ERLENDU ÁHÆTTUFJÁR- MAGNI Þegar PRESSAN ræddi við Pál í síðustu viku kom fram hjá honum að hann væri að fara yfir rekstur fyrirtækisins til að meta kaupverðið. Hann sagðist standa einn að kaupunum en treysta á erlent fjármagn. „Ég hef undanfarið verið að afla mér viðskiptasambanda er- lendis og vonast til að fá láns- fjármagn þar,“ sagði Páll. Hann hefur áður komið við sögu er- lends fjármagns, því fyrir nokkru auglýsti hann sérstak- lega í fjölmiðlum að hann út- vegaði mönnum erlent áhættu- fjármagn. Friörik Þór Guömundsson Guðmundur J. Guömundsson er formaöur Dagsbrúnar. Hann hefur sagt aö samningar séu ekki í sjónmáli og útilokar ekki aögeröir af hálfu Dagsbrúnarmanna. D E B E T „Aðalgallinn viö karlinn er að hann er orðinn svo samofinn vinnuveitendum að hann er ekki nógu harður við þá að koma málum fram. Hann er sam- mála okkur ungu mönnunum í ýmsum málum en hann fylgir þeim ekkert eftir,“ segir Jóhannes Guðnason, mótframbjóðandi Guðmundar í stjómarkjöri Dagsbrúnar. „Hann getur á stundum verið of greiðvikinn og hann tekur stundum ákvarðanir án þess að hafa kannski alveg áttað sig á hvað þær þýða fyrir þá sem vinna með honum,“ segir Halldór Bjömsson, varaformaður Dagsbrúnar. „Hann er örugglega leikari karlinn. Það getur bæði verið kostur og galli, fer eftir eðli máls hverju sinni,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ. „Honum fer stundum betur að vinna eftir dagatali en klukku,“ segir Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands. D E B E T „Þetta er voða góður karl. Hann veður ekki út í neina vitleysu heldur skoðar málin vel,“ segir Jóhannes Guðnason, mótframbjóðandi Guðmundar í stjórn- arkjöri Dagsbrúnar. „Við erum búnir að vinna saman síðan árið 1969. Guðmundur er að öllu jöfnu skapgóð- ur og þægilegur í umgengni. Hann er afskaplega greið- vikinn og vill öllum hjálpa," segir Halldór Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar. „Meginkosturinn við hann er sá hvað hann er léttur og skemmtilegur. Annar kostur er hvað hann fylgist ótrúlega vel með hvemig ástandið er á vinnumarkaðinum, maður heyrir stundum fyrst um erfiðleika fyrirtækja frá honum þannig að hann hefur næmt eyra. Hann hefur um margt verið ábyrgur í pólitík sinni og þá sérstaklega nú seinni árin,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSI. „Guðmundur er hugsjónamaður fram í fingur- góma. Hann býr yfir mikilli reynslu og útsjónarsemi og það er hægt að vera með skoðanaágreining við Guð- mund án þess að það hafi nokkur eftirköst,“ segir Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- sambands íslands. Guðmundur J. Guðmundsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.