Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992 Á L I T MAGNÚS GUÐMUNDSSON Hvað finnst þér um dóm Hæstaréttar yfir Halli Magnússyni? Hæstiréttur hefur dæmt Hall Magnússon blaðamann til að greiða séra Þóri Stephensen 150.000 kr. í miskabætur, auk sektar og málskostnaðar (alls um 800.000 kr.) vegna móðg- andi ummæla í blaðagrein. Dómurinn er byggður á 108. grein almennra hegningarlaga. Þar segir að refsivert sé að veitast að opinbemm starfsmanni með æmmeiðandi aðdrótt- unum, þegar hann er að gegna starfi sínu, — hvort sem að- dróttunin er sönn eða ekki. LÚÐVÍK GEIRSSON formaöur Blaðamannafélagsins „Það er hrikalegt að maður skuli vera dæmdur til þungrar refsingar á gmndvelli úreltrar lagagrein- ar, þegar vitað er að ekki líða margir mánuðir þangað til Evrópudómstóllinn skyldar Alþingi til að fella 108. greinina úr gildi. Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur skaut máli sínu þangað og er í þann veginn að vinna stórsigur." GESTURJÓNSSON formaður Lögmannafélagsins ,,Eg hef ósköp einfalda skoðun á dómum Hæstaréttar. Þeir eru rétt niðurstaða samkvæmt þeim leikreglum sem þjóðfélaginu eru settar. Á hinn bóginn var dómurinn mun þyngri en ég átti von á.“ PÓRARINN ELDJÁRN rithöfundur og stjórnarmaöur í Rithöfundasambandi íslands „Mér finnst niðurstaðan auðvitað ffáleit. En það má að vísu spyrja hvort Hæstiréttur gat gert nokk- uð annað, meðan þessi lagagrein er í gildi. I heild fmnst mér þetta fráleitt mál.“ HANNES H. GISSURARSON lektor „Eg fæ ekki betur séð en dómurinn standist ágæt- lega. Dómurum ber að dæma að lögum, og það hafa þeir gert í þessu máli. Málífelsi þarf vitaskuld eins og annars konar frelsi að takmarkast af rétt- indum annarra, og þess vegna er meiðyrðalöggjöf réttlætanleg. Hitt er annað mál, að opinberir starfsmenn eiga ekki að njóta einhverra sérréttinda." HALLDÓR HALLDÓRSSON fréttamaður og varaformaður siðanefndar Blaöamannafélags íslands „Eg hef alla tíð verið þeirrar skoðunar, að Hall- ur Magnússon blaðamaður hafi haft fullan rétt á því að tjá sig um „jarðrask" í Viðey og segja álit sitt á séra Þóri Stephensen. Það er jafnframt hans mál og eigin smekkur hans sem ræður með hvaða orðum hann lýsir skoðunum sínum. Hallur var að lýsa skoðunum án tæpitungu. Blaðamenn verða að njóta þess réttar að geta talað tæpitungulaust. Hafi einhver talið á sig hallað hefði viðkomandi átt að takast á við Hall á ritvellinum. Það sem er alvarlegast í þessu máli er að Hæsti- réttur hefur með niðurstöðu sinni lagt blessun sína yfir að fáránlegar hömlur séu lagðar á tjáningarffelsið. Mér skilst að Hæstiréttur hafi meðal annars vísað til 108. greinar hegningarlaga, þar sem kveðið er á um að ekki megi einu sinni segja satt „á ótilhlýðilegan hátt“. Dóm- urinn er mælikvarði á það, hvursu tjáningarfrelsið er lítils metið í hinu lýðífjálsa ríki, fslandi." stendur í ströngu í Noregi þetta misserið, því Greenpeace höfðaði einkamál til að stöðva útbreiðslu myndarinnar „Lífsbjargar í norðurhöfum“. Greenpeace stefndi Magn- úsi í apríl 1990 og hefst lokaspretturinn þann 17. mars næstkomandi. Tímafre hundlei „Ég er náttúrlega vongóður um útkomuna í málinu. Þetta er samt mikið álag, helvíti erfitt og mikið stress, tímafrekt og hund- leiðinlegt. Ég hef ekki ástæðu tii annars en að vona hið besta. Ég veit að ég hef ekki gert neitt rangt né heldur logið neinu upp á Greenpeace," sagði Magnús Guðmundsson kvikmyndagerð- armaður þegar PRESSAN spurði hann út í gang mála í Noregi. „Stefnan var afleiðing vax- andi gagnrýni í fjölmiðlum á þá fyrir stóryrði án þess að fara í mál. Því sáu þeir sig knúna til að láta verða af því. Þeir hafa vandlega komist hjá því að stefna mér á íslandi þar sem ég á vamarþing.“ En af hverju í ósköpunum í Noregi? „Ég býst við því að það hafi verið vegna þess að ég var bú- inn að lýsa því oft yfir opinber- lega að ég myndi ekki ansa stefnumálum í útlöndum, það yrði að gerast á heimaslóðunt mínum. Þeir stefndu mér í Nor- egi af því að þeir bjuggust ekki við því að ég myndi mæta. Það hefur vafalaust komið þeim á óvart að ég gerði það.“ HvaÖ gerðist nœst ímálinu? „Það var augljóst að þeir myndu tapa lögbannskröfu á myndina þannig að þeir neydd- ust til að draga þá kröfu til baka. Þá spurði dómarinn aðila hvort við værum tilbúnir til að sættast í meiðyrðamálinu, fella málið niður og komast að einhverju samkomulagi. Greenpeace leist strax vel á það en ég sagði nei, því þar sem þeir höfðu stefnt þá skyldu þeir reka málið til enda og fá sannleikann í ljós. Þetta olli mér nú talsverðum vand- ræðum því ég átti ekki fyrir þessu, enda ofboðslega dýrt.“ Þú lagðir sem sagt út í dýrt sport. „Ég hef verið í vandræðum með að fjármagna málið og lög- maðurinn sem ég réð treysti sér ekki á þeim tíma til að halda áfram. Ég gat ekki ábyrgst að kostnaðurinn yrði greiddur. Greenpeace er ekki í vandræð- um, því samtökin eiga nóg af OVINSÆLIR HAFNAR- FJARÐARKRATAR „Það virðist sem óvinsældir séu farnar að plaga Hafnar- fjarðarkrata svo mikið að þeir bregða á það ráð að aug- lýsa eftir ein- hverjum vin- um og nota til þess nafn Hafnarfjarð- ar. Og nú er líka ljóst hvað á að nota þær um- framtekjur, sem bæjarsjóður hefur aflað sér, því ekki aðeins er í boði vinátta Hafnarfjarðar heldur fylgja henni ýmis hlunn- indi.“ Garri i Tímanum um blaðaauglýs- ingu þar sem fólki var boöið að gerast vinir Hafnarfjarðar. Heimir Karlsson, með- stjórnandi í Ferðamálaráði Hafnarfjarðar: „Það vill svo til að í ferðamálanefnd sitja fimm einstaklingar og þrír þeirra eru alþýðuflokksmenn en tveir sjálfstæðismenn. Ekki hefur Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta í Hafnarfirði svo þetta er nú alls ekki útpælt sem aðferð til að skapa krötum í Hafnarfirði fleiri vini. Kratar eiga nógu marga vini fyrir. Við völdum að fara einhverja ný- stárlega leið við kynninguna. LÉLEG ÍSLENSKUKUNN- ÁTTA „íslenzkukunnátta er eitt af því sem hrakað hefur. Fyrir þremur áratugum mátti reikna með því að óathuguðu máli, að umsækjendur um starf í blaða- mennsku kynnu sæmilega ís- lensku. Nú verður hins vegar að gera ráð fyrir því fyrirfram, að þeir kunni hana ekki.“ Jónas Kristjánsson í leiðara DV. Lúðvík Geirsson, formað- ur Blaðamannafélagsins: „Ég held því miður að það sé tölu- vert til í þcssu, en blaðamanna- stéttin er almennt ekki verr stödd í þessum málum en aðrir. Fjölmiðlamir eru famir að hafa meiri áhuga á því að taka al- mennilega á þessum málum, meðal annars eru menn yfirleitt ekki ráðnir inn á fjölmiðla öðruvísi en að gangast undir próf.“ ENGA LIKAMSRÆKT „Ég hef bent á misræmið sem felst í því að nemendum dagskóla sé skylt að stunda lík- amsrækt til stúdentsprófs, en nemendur öldungadeildar þurfi í krafti elli sinnar hvorki að hreyfa legg né lið. Fólk á fram- haldsskólaaldri er fullfært um að ákveða hvort og hvemig það stundar líkamsrækt og nóg em tækifærin.“ Hrafn Sveinbjarnarson, nemi í MH, í grein í Mbl. Janus Guðlaugsson, námsstjóri í íþróttum í íþrótta- og æskulýðsdeild mcnntamálaráðuneytisins: „Þetta er fyrst og síðast for- varnarstarf, því við hljótum þegar fram líða stundir að spara í heilbrigðisgeiranum. Kannan- ir á þoli framhaldsskólanema hafa sýnt að þeir em ekki vel á vegi staddir.“ peningum. Hins vegar féllst lögmaðurinn á í vetur að halda áfram og taka áhættuna með mér eftir að vera búinn að skoða gögnin ítarlega. Hann er sann- færður um að vinna málið eins og ég. Við höfum lagt tfarn hátt í 200 málsskjöl, sum þeirra upp á mörg hundmð síður, og ég hef fjölda vitna ffá ýmsum löndum. Greenpeace hefur enn ekki lagt fram nein málsskjöl, sem er mjög athyglisvert og nokkuð sérkennilegt." Þú vinnur núna að mynd um umhverfissamtök. Er ekki óðs manns œði að fara út í annað og s\’ipað verkefni eftir öll vand- rceðin sem á undan eru gengin? „Greenpeace hefur komist upp með margt. Það sem mér finnst alvarlegast í þessu er að samtökin hafa stundað víðtæk svik og pretti undir nafni um- hverfisvemdar. Starfsemi þeirra í heild sinni á ósköp lítið skylt við umhverfisvernd. Þetta er gróðafyrirtæki af besta tagi sem slíkt. Þeir hafa á tíðum valdið meiri umhverfisspjöllum en gagni. Það sanna ég í nýju myndinni minni. Hins vegar hafa þeir sloppið við að bera ábyrgð á gjörðum sínum, áróð- ursbatteríið er það sterkt. Ég er nú kominn langt með verkefnið og má segja að ég sitji fastur í feninu með að klára það. Þó er þetta ekki árátta. Þetta er mjög lýjandi, því verið er að fást við umdeilt mál sem skapar manni mismiklar vinsældir og maður mætir víða beinlínis hatri. Þetta er því ekki alltaf auðvelt. — Ætli það sé ekki hlý- hugur fólks á norðurslóðum sem heldur mér gangandi." UTGEFENDUR GRAFA SÉR GRÖF „Og núna eru útgefendur a< grafa sér gröf með þessum risa útsölumarkaði strax eftir jóla bókaflóðið þar sem maður get ur keypt bækumar á típrósen af verði. Maður hittir meira meira af fólki sem segir: Éj ætla að hætta að kaupa bækur; jólamarkaðnum." Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur í viðtali viö Mbl. Halldór Guðmundsson, út- gáfustjóri Máls og menning- ar: „Það er vissulega hætta fyr- ir hendi þegar menn setja bæk- ur síðasta árs á bókamarkað. Ég tel það mjög hættulegan ósið. Það gerir okkar forlag ekki og fæst stóru forlögin. Ef menn vara sig á þessu þá held ég að ódýrar bækur séu frekar fagnaðarefni en umkvörtunar- efni.“ ÓSAMRÆMI í BANKA- KERFINU „Islandsbanki getur ekki tek- ið það upp hjá sjálfum sér að veita bömum aðgang að banka- kerfinu án nokkurs samráðs við foreldra. Og hvers vegna geta böm- in sjálf stofnað þennan reikn- ing, þeg- ar sam- þykki for- ráðamanna þarf til að þau eignist bankabók í sama banka?“ Víkverji Mbl. um Unglingaklúbb íslandsbanka. Þórður Sverrisson, for- stöðumaður markaðsdeildar Islandsbanka: „Grundvallar- reglan er sú að þó að menn séu yngri en 16 ára þá hafa þeir ráðstöfunarrétt yfir sjálfsaflafé og gjaffé og þess vegna geta þeir komið og stofnað spari- reikninga. Mjög margir foreldr- ar hafa Iýst yfir ánægju með þessa þjónustu og að þetta hafi einfaldað skipulagningu vasa- peninga."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.