Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 38

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992 Shsufticí- í þjónustu ríkisins eru ógrynnin öll af deildar- stjórum, fulltrúum, skrif- stofumönnum, riturum, forstöðumönnum og svo framvegis. En svo eru það starfsheitin sem sjaldgæf- ari eru. Hér eru nokkur dæmi: Lífeyrisskrárritari, kaffiumsjónarkona, kennslumeinatæknir, yfir- gærumatsmaður, netstjóri, röðunarkona, háloftamað- ur, forskóiafulltrúi og kæruskrárritari... Sem kunnugt er hefur Garðar Halldórsson, húsameistari ríkisins, ver- ið kjörinn í stjóm Eim- skipafélagsins og fyllir þar skarð föður síns heit- ins, Halldórs H. Jónsson- ar, utan hvað Garðar fékk ekki að vera stjómarfor- maður heldur bara vara- formaður. Eftir sem áður er þetta mikil virðingar- staða sem Garðar er kom- inn í og reyndar eins kon- ar afmælisgjöf því Garðar verður fimmtugur í sum- ar. Garðar fæddist 5. júlí 1942. Það var erilsamur dagur, því þá fóru fram fyrri alþingiskosningar ársins og vom heil 5 ár liðin frá kosningunum á undan. Þótt undarlegt megi virðast fækkaði at- kvæðum á milli þessara kosninga og meira að segja tapaði Sjálfstæðis- flokkurinn 1.157 atkvæð- um. Síðari kosningar árs- ins fóru fram þegar Garð- ar var orðinn þriggja mánaða og þá tókst Sjálf- stæðisflokknum að bæta við sig heilum 26 atkvæð- um... ÞANNIG GERAST KAUPIN Við höldum upp á 10 ára afmæli kaupa Arnarflugs á eigum íscargo. Aðfaranótt 11. mars fyrir 10 ámm settust nokkrir mikilúð- legir en þreyttir viðskiptamenn niður og rituðu nöfn sín undir samning. í heila viku á undan höfðu þeir hist á tíðum dag- og næturfundum, verið í sam- bandi við ráðherra, þingmenn og bankastjóra. Lykilmenn í þessum hópi vom í nánum tengslum við Framsóknar- flokkinn og samvinnuhreyf- inguna. Samningurinn var um kaup Amarflugs á Lockheed-flug- ZAPPA EÐA NIXON? Forsetakosningar eru fram- undan í Bandaríkjunum (sem Tíminn hefur af veikum mætti reynt að kalla BNA) og að v a n d a offram- boð af forseta- e f n u m . Gárung- amir fyrir v e s t a n h a f a kandídata sína á hreinu og h u g - myndaríkir fésýslumenn nota tækifærið til að selja góðar hugmyndir. A meðfylgjandi myndum má annars vegar sjá plakat frá þeim sem vilja að furðurokkar- inn Frank Zappa verði næsti forseti Bandaríkj- anna, en á hinni mynd- inni er ung blómarós í bol sem býðst þeim er vilja endurreisa Richard Nixon, þótt hann hafi hrökklast frá völdum um miðjan áttunda áratuginn með skömm. Ætli sambærileg framboð hér á landi væri ekki slagur á milli Megasar og Al- berts Guðmundssonar? TVÍFARARNIR TVIFARAKEPPNI PRESSUNNAR — 35. HLUTI Það er sjálfsagt engin tilviljun að tveir af mest hötuðu mönnum Bandaríkjanna skuli vera nauðalíkir. Það sannar enn og aftur að svipað útlit manna er ávísun á líka ævi- göngu. Charles Manson er hataður fyrir morðin á Sharon Tate og félögum hennar. Kristján Loftsson er hins vegar hataður fyrir dráp á hvölum og er erfitt að sjá hvor skelfir bandarísku þjóðin meira. Á það skal enginn dómur lagð- ur hér. Það er hins vegar auðséð hvað fær blóðið í æðum Bandaríkjamanna til að frjósa. Það er þétt skeggið og hvasst augnaráðið. vél, varahlutalager, verkstæði, verkfærum, húseignum á Reykjavíkurflugvelli og ýms- um öðrum eignum Iscargo. Iscargo var að þrotum komið með 210 milljóna króna (að' núvirði) skuldir í Útvegsbank- anum. Kaupverðið var hins vegar um 250 milljónir króna. Þráfaldlega var rætt um pól- itísk afskipti Steingríms Her- mannssonar samgönguráð- herra af málinu og almennt um tilraunir framsóknarmanna til að bjarga Kristni Finnboga- syni, framkvæmdastjóra ís- cargo, sem oft hafði unnið kraftaverk fyrir flokkinn og var fulltrúi hans í bankaráði Landsbankans. Bent var á að ’ verð flugvélarinnar hefði verið 2,35 milljónir dollara eða á nú- verandi gengi um 140 milljón- ir, á sama tíma og 19 slíkar vélar væru til sölu í heiminum á sem nemur 42 til 115 millj- ónum. Hvort sem íscargo hef- ur fengið yfirverð eða ekki hvarf íscargo fljótlega sjónum manna og Amarflug hóf bam- ingsferil sem síðar lauk með ósköpum, eins og annað í ís- lenskum flugmál- um sem ekki byrjar j á orðinu Flugleið- ir. Örfáum árum síðar fékk Eim- skipafélagið síðan j eigur Hafskips. Á silfurfati að margra mati. KJARVAL ER LANDSBANKANUM ÓMETANLEGUR Hvernig verða veggmyndir Kjarvals og Jóns Stefánssonar í Landsbankanum metnar ef bankinn verður einkavæddur? í aðalbanka Landsbankans við Austurstræti er á veggjum aðalsalar að finna „landbúnað- armyndir" Jóns Stefánssonar og uppi á bankastjórahæðinni er að finna veggmyndir Jó- hannesar Kjarvals af sjávarút- vegi. Snillingar þessir voru fengnir til að skreyta banka allra landsmanna á þriðja ára- tugnum. Verð á verkum þessara manna er orðið svimandi hátt eins og alþjóð veit, einkum verk Kjarvals. En hvemig á að meta verkin til fjár ef fram fer sem horfir, að bankinn verði einkavæddur? Eru þau metin í reikningum bankans? „Nei, ég hugsa að það sé voðalega erfítt og að engin til- raun hafi verið gerð til þess,“ sagði Sigurður Ámason hjá Landsbankanum, umsjónar- maður slíkra eigna. „Verkin hljóta út af fyrir sig að vera Arafat: Gleymnari en Stein- grímur mjög verðmikil, en þau eru bundin veggjum bankans og því ekki fjarlægjanleg. Þau eru erfið í mati, en það breytir ekki hinu að þetta er eitt af því merkasta sem gert hefur verið í íslenskri myndlist," sagði Sig- urður. Við tökum undir það. Og áréttum að iðnaðarmaðurinn á myndinni er alls ekki að búa sig undir að reyna að fjarlægja veggmyndimar, heldur bara að mála gluggalistana. Ast í póstkröfu „Já, við emm með lista frá Austur-Evrópu þar sem hundrað konur auglýsa eftir nánari kynnum og giftingu. Myndir fylgja öllum auglýs- ingunum. Þessi listi er síðan fyrir jól, þannig að kannski hafa einhverjar þeirra gengið út. En svo erum við líka með alveg nýjan sænskan lista með 300 nöfnum og um hundrað myndum," sagði kona sem varð fyrir svömm í símanum á Ölduslóð 24 í Hafnarfírði. Hún auglýsir í smáauglýs- ingum DV eitthvað sem kalla mætti ást í póstkröfu. Fyrir tólf hundmð krónur fá við- skiptavinir báða listana og geta hafið bréfaskriftir til kvenna (og karla) vítt og breitt um heiminn og lagt drög að því að útrýma ástleysinu úr lífi sínu. Konan, sem fyrir svömm varð, kvað flesta viðskiptavini nokkuð ánægða. Dálítið hefði þó borið á kvörtunum yfir því að myndimar í listunum væm allfjarri þeim veruleika sem blasti við þegar menn tækju á móti verðandi ástkonum sín- um á Keflavíkurflugvelli. „Þetta eru náttúrlega ljós- ritaðar myndir og myndgæðin þess vegna ekki alltaf mjög mikil." Hún ráðlagði mönnum að hafa einfaldlega vaðið fyrir neðan sig og biðja konumar um betri myndir áður en þeir pöntuðu flugmiða fyrir þær. Steingrímur: Ekki alveg eins gleyminn og Arafat HVUR ER ÞESSI MR. HERMANNSSON? Hussein kóngur af Jórdaníu, flugkappi og sjarmör virðist ætla að verða engu minni Is- landsvinur en annar garpur frá botni Miðjarðarhafs: félagi Arafat. Eins og menn muna gerði Steingrímur Hermanns- son talsvert úr þeirri traustu og varanlegu vináttu sem þeir lögðu grunninn að þegar þeir hittust hér um árið. „Vinur minn Arafat,“ var viðkvæði Steingríms eftir fundinn. Það er nöturlegt að þama virðist Steingrímur hafa hitt þann stjómmálamann (ef Ara- fat hæfir svo virðulegt heiti) sem er jafnvel gleymnari en hann sjálfur. Þannig bar það við, skömmu eftir fund þeirra, að íslenskur blaðamaður hitti Arafat. Að sjálfsögðu minntist blaðamaðurinn á fund þeirra Steingríms og hversu mjög framsóknarmenn á Islandi hefðu nú málstað Palestínu- manna í hávegum. Arafat kom af fjöllum og hvemig sem hann reyndi, þá tókst honum ekki að koma Mr. Hermanns- syni fyrir sig. En svo lyftist á honum brúnin: „En ég man vel eftir öðrum Islendingi. Það fór harla vel á með okkur: sá heit- ir Sveinn Rúnar Hauksson læknir." Og þannig sló helstur rót- tæklingur Islendinga sjálfum Steingrími við. Sveinn Rúnar: Eini vinur Arafats á íslandi

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.