Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 44
44
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992
Hilmar Karlsson er tvítug-
ur nemi á eðlisfræðibraut
Menntaskólans við Sund.
Hilmar er einn af tækjavörð-
um skólans, hann er vog og er
á föstu.
Hvert er hlutverk tækja-
varða? „Að sjá um að allar
samkundur í skólanum gangi
upp. Við setjum upp hátalara-
kerfi, ljós og annað slíkt, þetta er
svona rótarastarf."
Hvað borðarðu í morgun-
mat? „Ég þamba yfirleitt svolít-
ið kók og fer svo út. Ef ég hef
tíma fæ ég mér brauð með pep-
peroni."
Kanntu að elda? „Já, ég er
bráðflinkur kokkur.“
Hvar vildirðu búa ef þú
ættir þess ekki kost að búa á
Islandi? „I Bandaríkjunum, það
er svo gott að vera læknir þar.“
Hvernig stelpur eru mest
kynæsandi? „Eins og kærastan
mín.“
Hefurðu lesið biblíuna?
„Nei, ekki opnað hana.“
Trúirðu á líf eftir dauðann?
„Nei, ég held það verði allt
svart.“
Gætirðu hugsað þér að
reykja hass? „Nei.“
Hvaða rakspíra notarðu?
„Borsalino.“
Hvað er þér verst við?
„Hippa og hæfileikalausa
framapotara."
Ferðu einn í bíó? „Nei, no
way.“
Syngurðu í baði? „Ef ég er
einn heima.“
Hefurðu verið til vandræða
drukkinn? „Nei, ég er sóma-
maður þegar ég er drukkinn."
Hefurðu áhuga á stjórn-
málum? „Ég hef áhuga á að
komast í stjóm í Háskólanum og
afnema allar vísindaferðir. Það
er mín pólitíska hugsjón."
Attu þér eitthvert mottó í
lífinu? „Að komast sem lengst
með sem minnstri fyrirhöfn.“
PLATTER5
í MÁNUO
Hin gamalkunna hljóm-
sveit Platters er væntanleg til
landsins enn á ný. Að þessu
sinni verður dvöl þeirra nokk-
uð löng því þau ætla að
skemmta á Hótel Islandi
næstu fjórar helgar. Allir ættu
að kannast við lög eins og
Only you, Smoke gets in your
eyes og Twilight time.
I Platters nú em tveir af
upprunalegu stofnendunum,
einnig er þar ung stúlka, dótt-
ir eins af þeim upprunalegu,
sem nú er látinn.
I dag, fimmtudag-
inn 12. mars, kemur
hingað til lands
franska leikkonan
Nathalie Roussel. Þeir
sem sáu þá frábæru
mynd „Heiður föður
míns“ ættu að kannast
við þessa fallegu
konu, en í myndinni
lék hún móður
ffanska rithöfundarins
Marcels Pagnol.
Tilefni heimsóknarinnar er að Regnboginn er nú að fara að frum-
sýna myndina „Le Chateau de ma Mere“ eða Kastali móður minnar.
Kastali móður minnar er sjálfstætt framhald af Heiðri föður míns og
eins og í henni leikur Roussel móður Pagnols. Báðar þessar myndir
voru metaðsóknarmyndir í Frakklandi og þóttu hreint yndislegar.
Roussel hefur nú nýlokið við að leika í dýrustu kvikmynd sem
Frakkar hafa framleitt, hún kostaði 140 milljónir ffanka eða um 1,4
milljarða íslenskra króna. Þessi kvikmynd segir frá armenskri fjöl-
skyldu er flyst til Frakklands og vandamálum er hún lendir í vegna
kynþáttafordóma. Á móti Roussel leikur gamla brýnið og stór-
sjarmörinn Omar Sharif og án alls
efa fáum við að sjá þá kvikmynd
einhvem tíma í náinni framtíð.
VINIÐ
Gísli Ágúst
Gunnlaugsson
„Ég á etfitt með að
nefna eitt ákveðið uppút-
haldsvín, þar sem ég hef
fremur lagt mig eftir góðu
víni sem ég hcfekki hragð-
að áður en að binda mig
við tiltekið vín. Eg verð þó
að játa að ég stenst sjalclan
að kaupa mér Chat-
eau-Figeac, Saint-Emilion
premier cru classé þegar
tök eru á. Eg hef hragðað
marga árganga afþessu
vfni, meðal annars 1975 og
1976, sem eru hreint stór-
kostlegir."
FRON5K
KVIKMYN DASTJ AKN A
TIL LAND5IN5
EFTIR VINNU
VINIR FINNSÁSÖCU
Hinn landskunni hljómlistar-
maður Finnur Eydal hefur eins
og kunnugt er átt við veikindi að
Stríða undanfarið. Hann hefur
því þurft að fljúga ffá Akureyri
til Reykjavíkur þrisvar í viku síð-
ustu ár þeirra erinda að fara í
gervinýra. Félagar hans og vinir
hafa nú staðið fyrir söfnun til
kaupa á gervinýra sem komið
yrði fyrir á heimili Finns. Nýrað
er nú komið til landsins en enn
vantar herslumuninn upp á að
nógu mikið fé hafi safnast.
Nú hafa vinir og velunnarar
Finns ákveðið að standa fýrir
stórtónleikum í Súlnasal Hótels
Sögu næstkomandi sunnudags-
kvöld klukkan níu. Það eru
Zontasystur og Jazzvakning sem
standa að tónleikunum, en þar
koma fram margir frábærir lista-
menn.
Þama verða Sveiflusextett-
inn, Kristján Magnússon og
hljómsveit, Ámi Scheving og fé-
lagar, Bjöm Thoroddsen og
Steingrímur Guðmundsson og
þeirra lið allt, Kuran Swing,
Hljómsveit Ólafs Gauks og
Anna Mjöll, Tríó Carls Möllers
ásamt söngvumnum Ellý Vil-
hjálms, Andreu Gylfadóttur og
Ragnari Bjamasyni. Síðast en
ekki síst kemur fram Hljómsveit
Finns Eydals, en þar em innan-
borðs meðal annarra Ingimar
Eydal og Helena Eyjólfsdóttir.
Veislustjórar verða Hermann
Gunnarsson og Vemharður
Linnet.
Sveiflan verður í algleymingi
og þótt tilefnið sé vissulega al-
varlegt verður gleðin allsráð-
andi. Miklir listamenn og verð-
ugt málefni og vonandi tekst að
hjálpa Finni að svínga sem
lengst.
JE5Ú5 ERGARPYRKJUMAÐUR
Freyvangsleikhúsið ræðst ekki á garð-
inn þar sem hann er lægstur í verkefna-
vali.
„Jú, auðvitað er
þetta gífurlega erfitt
en þó ekki það erfitt
að það sé óyfirstígan-
legt. Þegar áhugi og
metnaður fara saman
er ýmislegt hægt,“
segir Ingólfur Jó-
hannsson, garðyrkju-
maður á Akureyri.
Ingólfur leikur aðal-
hlutverkið í söng-
leiknum Jesus Christ
Superstar sem Frey-
vangsleikhúsið í Eyja-
firði frumsýnir á
föstudagskvöldið klukkan hálf-
níu. Það þarf ekki að taka það
fram að Ingólfur leikur Jesúm
sjálfan.
Freyvangsleikhúsið ræðst
ekki á garðinn þar sem hann er
lægstur með þessari uppsetn-
ingu. Leikendur em um fjömtíu
talsins og Ingólfur segir að mikla
útsjónarsemi þurfi til að koma
þessu öllu saman vel fyrir á litla
sviðinu í Freyvangi. Ingólfúr er
25 ára og hefur áður staðið á
sviðinu í Freyvangi, meðal ann-
ars sungið þar og leikið í kabar-
ett. Hlutverkið í Jesus Christ er
þó það langstærsta sem hann
hefur glímt við. Hann neitar því
ekki að hann langi til að gera
meira af því að leika og syngja,
þetta sé það skemmtilegasta sem
hann fáist við.
Leikstjóri sýningarinnar er
Kolbrún Halldórsdóttir, tónlist-
arstjóri er Jón Ólafsson en söng-
stjóri Þórdís Karlsdóttir.
Verður þetta góð sýning? , Já,
ég veit það og ég trúi því. Það er
mín skoðun að þetta verði mjög
góð sýning og ég stend og fell
með þeirri skoðun.“
'J
DINNER
RÓSA GUÐNÝ
PÓRSDÓTTIR
þula og leikkona
PRESSAN bað Rósu Guð-
nýju að sjá um kvöldverð-
inn þessa vikuna. Gestir
hennar em
Almodovar
til að sjá um maiseldina
Anthony Hopkins
til að skera steikina
Gerard Depardieu
til að velja vínið
Albert Finney
til að sjá um sterku diykkina
Daniel Day-Lewis
til að skræla kartöflumar
Sam Shepard
til að hella upp á könnuna
Chaplin
UI að þjóna til borðs
Shakespeare
til að fara með borðbæn
Woody Allen
til að sjá um dinnemiúsík
Þrjár systur
til að sjá um uppvaskið
Ekki skil ég hvað það fólk er
að fara sem setur saman dag-
skrár útvarpsstöðvanna. Um
það leyti sem það er að komast
ró á heimili mitt æsist upp mús-
íkin í útvarpinu og einhverjir
voða hressir gaurar fara að óska
manni til hamingju með dag-
inn. Þótt eflaust sé til fólk sem
rífur sig upp fyrir allar aldir þá
hengi ég mig upp á að það á
ekki við um alla. Og af hverju
fáum við hin þá ekki okkar
morgunþátt; svona rétt upp úr
hádeginu? Það mætti vera létt
leikfimi í honum. Að minnsta
kosti veitir mér ekki af að fara
að hreyfa mig dálítið.
þar á meðal hefur hún nýskeð sett
verk eftir þá Þorkel Sigurbjörnsson
og Jón Nordal á geisladisk. Af því
tilefni kemur sveitin hingað og leikur
íslenska og danska nútímatónlist,
en líka barokkmúsík. Skálholt lau.
kl. 15. & Norræna húsiö, sun kl. 17.
• Mozart. Margir alfremstu hljóö-
færaleikarar okkar leggja hönd á
plóg og spila Mozart, kvartett, kvint-
PLATAN
COWBOY JUNKIES
BLACK EYED MAN
Pað er erfitt að flokka
„Black Eyed Man“ en
það má reyna þjóð-
laga-popp-kántrl eða
jafnvel blús. Platan er
fínpússaðri í útsetnlng-
um en fyrri þrjár plötur
hljómsveitarinnar. Hún
heldur þó einkennum
Cowboy Junkies en
tekur örlitlu lengri tíma
að venjast — er þó al-
veg hreint indæl. Fær 9
af 10.
ett og tríó. Ætli sé ekki nóg aö nefna
Einar Jóhannesson, Daða Kol-
beinsson, Hafstein Guðmundsson,
Joseph Ognibene og Bryndísi Höllu
Gylfadóttur. í aðalhlutverki er þó
Guðríður Sigurðardóttir slaghörpu-
leikari, enda eru öll verkin sem hóp-
urinn spilar smíðuð kringum píanó-
ið. Geröuberg, mán. kl. 20.30.
• Pétur Grétarsson. Pétur, sem er
hámenntaöur slagverksleikari,
stendur fyrir allóvenjulegum kons-
ert. Hann ætlar að leika fjögur ein-
leiksverk fyrir alls konar trommur, en
líka tvo dúetta — annan með Kjart-
ani Óskarssyni hornleikara og hinn
með Eiríki Erni Pálssyni trompetleik-
ara. Öll verkin eru nýleg, þaö elsta
tuttugu og fimm ára, og þrjú þeirra
heimatilbúin hér á Fróni. Borgarleik-
hús, þri. kl. 20.30.
MYNDLIST
• Kristin Þorkelsdóttir. Fyrir utan
að vera bisnesskona sem rekur
volduga auglýsingastofu er Kristín
framarlega í flokki myndlistar-
manna. Hún heldur sig nær ein-
göngu við vatnsliti, þar standa henni
fáir á sporði; það er dálítið líkt og
myndirnar flökti á mörkum þess að
vera afstraksjónir og replíkka af ís-
lensku landslagi eins og það gæti
birst manni í draumi. Diddú, sem er
hérumbil frænka Kristínar, ætlar að
syngja við opnun sýningarinnar í
Hafnarborg á laugardag.
• Þorbjörg Höskuldsdóttir. Mynd-
irnar hennar Þorbjargar hafa svo-
sem ekki tekiö miklum breytingum
hin síðari ár. Hún er ennþá að tefla
saman íslenskum fjallasölum og
marmaralandslagi af klassískri sort.
Málverkin eru eins og sköpuð fyrir
fínheitin í galleríinu Nýhöfn; að
minnsta kosti ríma marmaragólfin
hennar Þorbjargar ákaflega vel við
marmaragólfiö þar inni.
ÓKEYPIS
• Þjóöminjasafnið. Það stendur
vist til að fara að taka niður fasta-
sýninguna sem hefur staðið í Þjóð-
minjasafninu svona hérumbil frá því
þaö var opnaö. Það á að gera safn-
ið nútímalegra. Nú er hins vegar al-
veg Ijóst að téð sýning hefur staðið
svo lengi að hún hefur orðið menn-
ingarsögulegt gildi. Því er spurning
hvort ekki eigi að varðveita hana,
kannski setja hana á safn. Og í
framhaldi af því má einfaldlega
leggja til aö Þjóðminjasafnið verði
sett á safn, svona alveg eins og það
leggur sig, plús gömlu góðlegu kon-
urnar sem hafa passað munina af
kostgæfni, þótt stundum hafi þær
reyndar sofnað við prjónana.
• Bfó og djús. Heldur fer þaö nú
hljótt, en á sunnudögum eru iðulega
kvikmyndasýningar fyrir börn og
unglinga vestur í Norræna húsi. Aö-
gangur er ókeypis og myndirnar oft
hinar ágætustu, eins og til dæmis
núna um helgina þegar verða sýnd-
ir tveir þættir úr þeirri bráðskemmti-
1 2 3 3 5 1 7 5 9 TB—
■ " ■
13 14 11 16
17 18 19 20
21 22 23 24
25 26 27
28
29 30 31 32 33 34 35
36 37 38 39
40 41 42 43
44 45 1 46 47
■ 48 49 ■
50 51
ÞUNGA GÁTAN
LÁRÉTT: 1 skip 6 rökkurlauf 11 guðir 12 leyna 13 fróður 15
lífemi 17 espað 18 slór 20 leynd 21 innyfli 23 fljótfæmi 24 nabbi 25
þvoir 27 alir 28 hægfara 29 vemdarveru 32 jakar 36 hræðsla 37 barði
39 ríkja 40 tíu 41 borðaðs 43 háttur 44 flosna 46 rotnunina 48 sytm 49
band 50 tré 51 deildi
LÓÐRÉTT: 1 bikar 2 lúinn 3 óðagot 4 gyðja 5 karlmannsnafn 6
skráma 7 bombrött 8 varg 9 kolvitlaus 10 hópar 14 bjálka 16
golþorskur 19 vesalingur 22 sópa 24 hreyfir 26 skolla 27 hæfur 29
lagfærðum 30 ákefð 31 hani 33 dauða 34 skelin 35 þrefaði 37 stólpi
38 eyðileggja 41 múli 42 heilablóðfall 45 óvild 47 atgervi