Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 31

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 12. MARS 1992 31 Um ÍMARK 1 síðasta tölublaði Pressunnar er lítill dálkur þar sem segir að verð- launaveiting í samkeppni ÍMARK fyrir athyglisverðustu auglýsingu ársins þyki bera nokkurn keim af því hverjir sitja í dómnefndinni og er í því sambandi bent á setu Björns Br. Björnssonar hjá Hugsjón sem nánast vinni eingöngu fyrir Hvíta húsið sem fékk mestan fjölda verð- launa . . . í fyrsta lagi er það fjarri öllu lagi að Hugsjón vinni nánast eingöngu fyrir auglýsingastofuna Hvíta húsið. Við höfum, sem betur fer, átt mjög gott og árangursríkt samstarf við Hvíta húsið á undanförnum árum, en við vinnum einnig fyrir margar aðrar auglýsingastofur, fyrirtæki og samtök. Þannig fóru hagsmunir okkar í umræddri keppni ekki sam- an því þar var tilnefnd til verðlauna sjónvarpsauglýsing sem Hugsjón vann fyrir auglýsingastofuna Gott fólk og Ríkissjóð Islands. í öðru lagi er það regla við dóm- nefndarstörf í ÍMARK-keppninni að þeir aðilar sem tengjast á einhvern hátt verkum sem þar koma til álita verða að víkja af fundi þegar tilnefn- ingar og verðlaun eru ákveðin í þeim flokkum. Þannig var undirrit- aður ekki í herberginu þegar Hvíta húsinu var úthlutað tvennum af fernum verðlaunum sem það fékk. I þriðja la^i er þess að geta að dómnefnd IMARK-keppninnar er skipuð níu fagmönnum, á ýmsum sviðum auglýsinga- og kynningar- mála, og úrslit ráðast í leynilegri at- kvæðagreiðslu þannig að einum manni er með öllu ómögulegt að ,,ráða" niðurstöðu dómnefndar. Að lokum má geta þess, að í keppni sem þessari, þar sem dóm- nefnd er skipuð fagfólki, er óhjá- kvæmilegt að flestir dómnefndar- menn séu með einhverjum hætti tengdir þeim hlutum sem þar vinna (eða vinna ekki). Markaðurinn er einfaldlega of lítill til að hægt sé að komast hjá slíku. Þannig unnu þeir þrír fulltrúar auglýsingastofa sem voru í dómnefndinni í ár allir til verðlauna, þótt þeir tækju sjálfir ekki þátt í umræðum eða atkvæða- greiðslu í þeim flokkum. Ekkert kerfi er að sönnu galla- laust en aðalatriðið er að gera enn betur og vinna bara næst. Björn Br. Björnsson FÓRNARIÖMB SLYSA EFTIR ÁCðTUNNI Samtök endurhæföra mænu- skaddaöra vinna nú höröum höndum aö því aö byggja nýtt hús meö sérhönnuöum íbúöum fyrir fatlaða. Slíkt hús auöveldar mænusködduöum aö lifa sem eölilegustu lífi eftir endurhæfingu. Öflugur stuöningur landsmanna geröi okkur kleift á sínum tíma aö byggja glæsilegt 20 íbúöa hús fyrir mænuskaddaöa, sem viö erum verulega stolt af. Þess vegna hefjumst viö nú handa á ný, full af bjartsýni og ætlum okkur aö gera nýtt hús aö veruleika. Leggöu okkur liö viö aö létta mænusködduðum lífiö - þú vinnur á því. Allur ágóöi af SEM happdrættinu rennur i húsbyggingarsjóö. SEM Húsbyggingarhappdrætti Samtok endurhætöra mænuskaddaöra SOLUMENN - KVOLDVINNA PRESSAN óskar eftir áreiðanlegum sölumönnum til áskriftarsölu. OÓD SÖLULAUN í BOÐI Nánari upplýsingar veita Erla og Haukur í síma 621313 frá 9.00-17.00 næstu daga.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.