Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 9

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992 9 Sighvatur Blöndhal Magnússon MSMIIII ÆIIKMK VIIIMRSI9 ÍIHUjniR Sighvatur Blöndahl Magnús- son hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af þrjá óskilorðsbundið, í Sakadómi Kópavogs. Er hann dæmdur fyrir að hafa falsað nöfn ætt- ingja og vina á samtals 19 við- skiptabréf og með því svikið út rúmlega átta milljónir króna. Dóminn kvað upp Ólöf Péturs- dóttir héraðsdómari. Sighvatur, sem vann á Stöð 2 og sá meðal annars um þátt um fjármál ásamt Ólafi H. Jóns- syni, hóf skjalafals sitt árið 1987 og stóð það til 1990. Virðist hann með þessu hafa náð að velta á undan sér nokkrum fjár- munum, en hluti af skjalafalsinu var til að framlengja eldri skuld- ir. FALSAÐINÖFN ÆTT- INGJA OG VINA Ríkissaksóknaraembættið höíðaði mál gegn Sighvati með tveimur ákæruskjölum, dagsett- um 14. ágúst og 4. desember 1991. Voru málin rekin sameig- inlega. I fyrra ákæruskjalinu var Sighvatur ákærður fyrir að hafa falsað 11 skuldabréf og 6 víxla að nafnverði samtals 7.117.000 krónur en eitt bréfanna var án fjárhæðar. Nöfnin sem hann notaði við falsanimar voru nöfn eiginkonu hans, Sólveigar B. Aðalsteinsdóttur, föður hans, Magnúsar Blöndahl Kjartans- sonar, tengdamóður, Helgu Bjargmundsdóttur, og vina og kunningja eins og Jóns Gunn- arssonar, Ólafs H. Jónssonar, Ólafs Jóhannssonar, Gríms Lax- dal, Sigrúnar Eddu Karlsdóttur, Eggerts Jóhannessonar og Guð- rúnar Brynjólfsdóttur. Seinna ákæruskjalið felur í sér fals á einu skuldabréfi og einum víxli — þar eru sömu nöfn notuð. Fölsuðu nöfnin vom notuð sem sjálfskuldarábyrgðaraðilar, vitundarvottar, útgefendur og framseljendur á skuldabréfun- um og víxlunum. REYNDIAÐ LÍKJA EFTIR SKRIFTINNI Sighvatur var yfirheyrður hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna þessara mála í nokkur skipti á ámnum 1990 og 1991. fHann viðurkenndi þegar við yfirheyrslu þá skjalafölsun sem á hann var borin. Kom það hon- um að sjálfsögðu til refsilækk- unar. Einnig hafði það áhrif á refsingu hans að hann hafði ekki verið sakfelldur áður. Við yfirheyrslur kom einnig fram að hann hafði reynt að líkja eftir skrift tveggja þeirra sem hann falsaði nöfnin á, þeirra Guðrúnar Brynjólfsdóttur og Eggerts Jóhannssonar. Öðr- um nöfnum sagðist hann ekki hafa reynt að líkja eftir. Söluandvirði þeirra skulda- bréfa og víxla sem hér um ræðir segist Sighvatur fyrst og fremst hafa notað til að greiða af hús- eign sinni við Fögmbrekku 31 í Kópavogi. Einnig notaði hann fjármunina til að greiða af inn- búi, svo sem eldhúsinnréttingu, og borga upp skuldir. FRAMLENGDIVÍXIL í NOKKUR SKIITI OG ALLTAF MEÐ FÖLSUN Þá viðurkenndi Sighvatur við yfirheyrslu að hafa fram- lengt víxil með nafni Gríms Laxdal í nokkur skipti. Var Grímur útgefandi og framselj- andi en Sighvatur samþykkj- andi. Sagði Sighvatur að Grím- ur hefði skrifað upp á víxil að fjárhæð ein milljón króna í des- ember 1989, en þegar Sighvatur var búinn að framlengja hann í nokkur skipti, og falsaði ávallt nafn Gríms, var hann kominn upp í tvær milljónir króna með gjalddaga 2. nóvember 1990. Víxillinn hafði ávallt verið sam- þykktur í Búnaðarbanka Islands. Búnaðarbankinn tapar reyndar töluverðu á þessum við- skiptum við Sighvat vegna þess hvemig bankinn stóð að kröfu- gerð sinni. Kröfum bankans upp á 2.769.000 krónur var vísað frá vegna þess að hann hafði ekki lagt fram frumrit af víxlunum sem kröfumar vom byggðar á. Aðrar bankastofnanir sem hlut áttu að máli vom Iðnaðar- bankinn og síðar Islandsbanki, Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis og greiðslukortafyrir- tæki. Sigurður Már Jónsson I nýlegum dómi fyrir Sakadómi Kópa- vogs hefur Sighvatur Blöndahl Magn- ússon verið sakfelldur fyrir að falsa nöfn ættingja og vina á fjölda skulda- bréfa og víxla. Á fjögurra ára tímabili sveik hann með þessu móti út rúmlega 8 milljónir króna. Þá er skiptameðferð á þrotabúi Sighvats lokið og fundust engar eignir í búinu en kröfur voru upp á 7,7 milljónir króna. SKIPTAMEÐFERÐ LOKIÐ OG EKKERT FÉKKST UPP í 7,7 MILLJÓNA KRÓNA KRÖFUR 21. febrúar síðastliðinn lauk skiptameðferð í þrotabúi Sig- hvats, sem hófst 16. október 1991. Engar eignir fundust í bú- inu en lýstar og óafturkræfar kröfur námu 7.684.680 krónum. Það er því ljóst að Sighvatur mun ekki borga mikið af þeim skaðabótakröfum sem féllu á hann í sakamálinu, en þar var honum einnig gert að greiða all- an sakarkostnað. Sighvatur Blöndahi Magnússon sá um þátt um fjármál á Stöð 2 á sínum tíma. Hann hefur nú veriö dæmdur fyrir að falsa nöfn ættingja og vina á skuldabréf og víxla.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.