Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 20
20
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992
Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR og FÍ
* ■ *
I krafti starfs síns sem forstjóri Afengis- og tóbaksverslunar ríkisins hefur Höskuld-
ur Jónsson fengið úthlutunarvald yfir háum fjárhæðum sem erlendir áfengis- og
tóbaksframleiðendur gefa hingað. Höskuldur stýrir þessu fjármagni þangað sem
áhugamál hans liggja — í ferðalög og landgræðslu. Auk þess hefur Ferðafélag ís-
lands, þar sem Höskuldur er forseti, á margvíslegan hátt haft fjárhagslegan ávinning
af því að hann er forstjóri ÁTVR.
í september á síðasta ári var
stoftiaður sérstakur landvemdar-
sjóður sem heitir Fjallasjóður.
Var það gert að frumkvæði
Höskuldar Jónssonar, forstjóra
ATVR, sem jafnffamt er for-
maður sjóðsins og einnig átti fri-
höfnin á Keflavíkurflugvelli hlut
að máli. Bæði Höskuldur og
Guðmundur K. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri fríhafnarinnar,
sitja í stjóminni ásamt Ingva
rýnisraddir um þetta fyrirkomu-
lag og skrifaði meðal annars
Herbert Guðmundsson, félags-
málafulltrúi Verslunarráðs Is-
lands, harðorða grein undir heit-
inu „Grímulaus mútuþægni" í
DV. Vék hann meðal annars að
tengingu lögbundinna ríkisvið-
skipta og persónulegra áhuga-
mála þeirra sem þeim stjóma.
Taldi Herbert að þetta væri „klár
yfirlýsing um mútuþægni og
mið að róa en að vekja athygli
viðskiptavina okkar á því að
þetta land þarfnast umhyggju og
gróðurs. Sum af þessum fyrir-
tækjum eiga digra sjóði og em
að dreifa fé úr þeim um allar
jarðir og vilja þá gjaman láta
góðverka sinna getið.“
Höskuldur sagðist síður en
svo telja störf sín óviðeigandi
vegna aðstöðu sinnar. Hann
sagðist þvert á móti líta svo á að
Busch sem selur Budweis-
er-bjór. Framlag þetta var í
tengslum við viðskiptasamning
við ÁTVR og var látið Land-
græðslunni í té að tillögu Hös-
kuldar og umboðsmanns Bud-
weiser hér á landi. Sagðist Hös-
kuldur eiga von á svipaðri upp-
hæð í ár.
Þá vekur nokkra athygli að á
síðasta ári barst hingað 50.000
dollara (3 milljóna króna) fram-
lauga og Þórs-
merkur.
Höskuldur Jónsson á ársfundi FÍ í síðustu
viku þar sem hann flutti félagsmönnum tíð-
indi um 14 milljóna króna hagnað síðasta
árs.
FÍ FÆR DÓS-
IR OG
ÓKEYPIS
HÚSNÆÐI
HJÁ ÁTVR
Þá hefur ver-
ið tekinn upp sá
siður hjá ÁTVR
að selja auglýs-
ingar á poka verslunarinnar.
Andvirði þeirra auglýsinga renn-
ur til Landgræðslunnar.
Sömuleiðis gefur ÁTVR
Landgræðslunni öll einnota
bretti sem fyrirtækinu berast
undan áfengissendingum.
En Ferðafélag Islands hefur
einnig nokkrar tekjur af ÁTVR.
Það er fyrst og fremst í formi
skilagjalds af dósum og er dós-
um meðal annars saíriað í mötu-
neyti ÁTVR. Sagði Höskuldur
að þar væri fýrst og fremst um að
ræða greiðasemi starfsfólks
mötuneytisins. Einnig er annað
mötuneyti í slíkri samvinnu við
FI, en Höskuldur taldi ekki rétt
að greina frá því hvaða mötu-
neyti það væri.
Á síðasta ári hafði FÍ 476.172
krónur í tekjur af dósasöfnun.
Mest af því kemur eftir söfnun á
ferðamannastöðum en ekki ligg-
ur fýrir hve mikið er ffá ÁTVR.
ÁTVR hefur hins vegar lengst
af látið FI í té húsnæði þar sem
dósimar eru geymdar. Þetta er í
húsinu sem verslunin hafði á
Lindargötu, en hefur nú verið
selt Reykjavíkurborg. Sagði
Höskuldur að FÍ heíði húsnæðið
áfram til afnota. Einnig benti
hann á að ÁTVR hefði í mörg ár
vistað lager Bókmenntafélagsins
„...og enginn hefur spurt um
það“.
STARFSMENN ÁTVR
FLYTJA ÚTSÝNISSKÍFU FÍ
Árið 1990 fauk útsýnisskífa
ffá FI sem staðsett var uppi á
Víftlfelli. Skífan var níðþung en
fannst óbrotin í hlíðum fjallsins.
Það var nokkuð umrætt innan
ÁTVR að fjórir starfsmenn fýrir-
tækisins vom settir í það á miðj-
um degi að flytja skífuna aftur
upp á fjall. „Ég var reyndar ekki
á landinu þegar þetta átti sér stað
en ég vík mér ekkert undan því
að þetta var með fullu samþykki
mínu. Ofurmenni þessarar stofh-
unar vom send með skífuna upp
á Víftlfell og þar fóm fyrir sterk-
ustu menn landsins,“ sagði
Höskuldur og átti þá við þá
Hjalta Úrsus Amason og Eggert
Bogason. Þessir fjórir starfs-
menn vom á fullum launum hjá
ÁTVR á meðan á flutningunum
fyrir FI stóð.
PRESSAN hefur heimildir
fyrir því að fleiri en Herbert hafi
orðið til að gagnrýna þjónustu
Höskuldar við áhugamál sín.
Haft var samband við nokkra
slíka en þeir vildu ekki koma
frarn undir nafni. „Ég nenni ekki
að eiga reiði forstjórans yfir mér
en auðvitað undrast maður það
að forstjóri í ríkisreknu einokun-
arfýrirtæki skuli geta úthlutað
svona til gæluverkefna sinna,“
sagði forstjóri í stóm fýrirtæki.
Jafnvel þó að enginn efist um
ágæti þessara málaflokka benda
menn á að margt sé málefhið og
þama hafi einn maður tekið sér
úthlutunarvald sem hann tæpast
eigi rétt á. Um það segir Hös-
kuldur: „Aðalatriðið er að svona
gjafir nýtist til almannaheilla og
að ég kaupi mér ekki persónu-
lega íbúð eða bfl.“
Sigurður Már Jónsson
Feröafélag íslands er aö byggja nýtt félagsheimili í Mörkinni 6. Það hús er nú eignfært á 41,8 milljónir króna og byggt fyrir
gjaffé. Hröö uppbygging hússins er dæmigerö fyrir fjárhagslega velsæld FÍ undir stjórn Höskuldar.
Þorsteinssyni fýrir hönd um-
hverfisráðuneytis og Indriða H.
Þorlákssyni fyrir hönd fjármála-
ráðuneytis. Framlög í sjóðinn
eiga að vera; „frjáls framlög er-
lendra viðskiptavina og stofn-
enda sjóðsins".
Fyrsta framlagið í sjóðinn var
upp á fjórar milljónir króna og
barst frá Heineken-bjórverk-
smiðjunum í Hollandi. Var það
útskýrt með því að þetta væri
vegna þeirra tímamóta að ein
milljón lítra hefði selst hér á
landi. Þegar hefur verið úthlutað
úr þessum sjóði, 1,3 milljónir
króna fóm til gróðurkortagerðar
og 2,7 milljónir til gerðar göngu-
stíga við Gullfoss.
Þegar í haust heyrðust gagn-
yfirgengilegustu misnotkun
valds, fyrir opnum tjöldum“.
FREKARIFRAMLÖG
VÆNTANLEG í FJALLA-
SJÓÐINN
Höskuldur sagðist hins vegar
engar efasemdir hafa um sjóðinn
og áframhaldandi störf hans.
„Fjallasjóðurinn er tómur núna
og vissulega vonast ég til þess að
honum áskomist fé aftur, því
þessu fé hefur óneitanlega verið
vel varið,“ sagði Höskuldur í
samtali við PRESSUNA.
Aðspurður sagðist hann eiga
von á greiðslum í harrn ffá svip-
uðum aðila og Heineken-fram-
leiðandanum. „Ég á ekki á önnur
ef hann beitti ekki áhrifum sín-
um þá kæmu jtessir peningar
ekki. „Að sumu leyti er þetta
barátta fýrir því að ná sem lægstu
verði og sum fyrirtæki em þann-
ig að þau vilja ekki gefa eftir af
verðskrá sinni en láta það birtast
með öðmm hætti."
Þar sem ljóst er að ffekari inn-
kaup verða gerð á bjór má búast
við að Fjallasjóðnum áskotnist
fljótlega meira fjármagn.
50.000 DOLLARAR FRÁ
REYNOLDS í SJÓÐIFÍ
En útdeiling Höskuldar er á
fleiri sviðum. Á síðasta ári barst
30.000 dollara (1,8 milljóna
króna) framlag ffá Anheuser-
lag frá Reynolds-tóbaksvöm-
ffamleiðandanum. Þetta ffamlag
var sett í sjóð í vörslu Ferðafé-
lags íslands, en þar er Höskuldur
forseti. Sjóðurinn heitir Land-
vemdarsjóður FÍ og er færður
sem eign í efnahagsreikning
Ferðafélagsins. „Þetta var ekki
mín ákvörðun, enda hefði það
aldrei gengið," sagði Höskuldur
aðspurður.
Ákvörðun Reynolds um gjöf-
ina var tekin í tilefni 50 ára við-
skipta við ÁTVR og sagði Rolf
Johansen, umboðsmaður Reyn-
olds, að ákvörðun um útdeilingu
gjafarinnar hefði verið í höndum
ÁTVR og hinna erlendu aðila.
Peningana á að nota til að búa til
göngustíg á milli Landmanna-
GEGNIIM ÁTVR