Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 29

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992 29 K A R L A R HINN KÆR- LEIKSRÍKI 06 VIÐ- KVÆMI MJÚKI MAÐUR Hinn kærleiksríki og viðkvæmi mjúki maðurer á undanhaldi fyrir nýrri ímynd. Karlmaðurinn nú sýnir á sér ólíkar hliðar og bregður sér í ýmissa kvikinda líki, ef honum sýnist svo. Það ræðst þó af félagsskapnum hverju sinni. Með konum er hann blíður og ástúðlegur, með strákunum villtur og kærulaus. Hann er kameljón tíunda ára- tugarins. Þessi nýja ímynd má teljast fáguð út- gáfa af þeirri gömlu; harða naglanum sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Karlmennskan er aftur komin í fram- sætið og ef til vill var mjúki maðurinn aldrei til, nema heist í auglýsingum og tálvonum kvenna... 6001R 5IOIR, MENNIN6 06 LÍKA MENNT Til frekari glöggvunar má skoða nýja sveininn nánar. en hann er á þrí- tugsaldri. menningariega sinnaður og vel menntaður. Hann er meðvitaður um allar helsui kurteisisreglur og ber merki þess að fylgjast vel með sveiflum tísku- og auglýsingaheimsins. Orð sín velur hann af nákvæmni og varar til dæmis áheyrendur sína við áður en hann lætur dónabrandarana íjúka. Nýi maðurinn er hins vegar þroskaðri en sá gamli og að sama skapi skemmtilegri en hinn mjúki kynbróðir hans. Sá gat nú alla drepið úr leiðindum... í MÓO AÐ OREKKA SÆTTVÍN Ef þú vilt kenna þig við nýja mann- inn verðurðu að kunna ýmislegt fyrir þér. Það að kunna með vín að fara er mikilvægt. sérstaklega með kvenfólk- inu — kannski síður með strákunum. Nú er til dæmis ..í móð'' að drekka sætt \ ín og það þykir betra en áður. Drekktu það þó ekk'i með eftirréttinum. þá færðu of stóran skammt af sykri. Betfa er að neyta þess með kiydduðum mat og ostum... Gleraugnamiðstöðin Laugavegi 24 - Sími 20800 & 22702 ÚTI AO VERA FORM- LE6UR Tískuheimurinn fylgir sveiflum eftir- spumar og stíllinn hefur aldrei verið þægilegri en nú. Það er ,.úti“ að vera formlega klæddur, línumar eru einfald- ar, stílhreinar og léttar. Fáar afsakanir em fyrir notkun hefðbundins jakkafatn- aðar og skyrtur ásamt viðeigandi háls- taui fá að Ijúka fyrir bolum og afslapp- aðri stíl. Það er líka leyfílegt að vera frumlegur í litavali; köflótt, röndótt. doppótt. Allt þetta og meira til... EI6IN 5TÍLL Reyndu að finna þinn eigin stíl. Vaxtarlag hefur mikið að segja en per- sónuleikinn ekkert síður. Það er þó regla að feitlögnum mönnum fer bctur að vera í laussniðnum buxum og grönnum í þrengra sniði. Varastu að vera í of stuttum buxum en í guðanna bænum hafðu þær ekki of síðar heldur. Almennt séð mega víðar buxur vera síðari en þröngar. Nú er í tfsku að vera Franski fatahönnuðurinn Jean Paul Gaultier hefur ekki farið troðnar slóðir í stíl sínum. Hann hefur gert að þjóni sínum klæði sem inniheldur efnið lycra. Það gerir föt teygjanleg og sló í gegn í sportfataiðnaði á síðasta ártug. Gaultier notar þetta efni í þröngar bux- ur fyrir karlmenn, en hefur reynst erfltt að sannfæra þá um ágæti þeirra. Seint á átjándu öldinni taldist slík flík hins vegar til hinnar mestu tísku á Englandi, en var þá saumuð úr ullarefnum. Bux- umar þóttu þó sýna helst til mikið og fengu þarlendar meyjar til að roðna... afslappaður. Hættu því að streSsa þig á því hvernig öðrum finnst þú líta út. Notaðu sjálfstæðið, við lifúm á „vertu þú sjálfur“-tímum... FRETTIR AF 6AULTIER

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.