Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 26

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992 K A R L A R 5» v.' \ > brjáluðu menn sem gera nánast hvað sem þeim dettur í hug. í kringum svona náunga er alltaf sægur af kvenfólki sem er tilbú- ið í hvað sem er. Það er óvissan sem heillar og óvissan sem tæl- ir. Pétur Pétursson, fótboltamað- ur og ljósmyndari, var svona í eina tíð en segist laus við ímyndina í dag. „Það hefur kannski verið lit- ið á mann sem töffara héma áð- ur fyrr, en ég held ég haft losað mig við þá ímynd. Eg get skil- greint mig þannig að ég hef mjög ákveðnar skoðanir á viss- um hlutum og lít mjög jákvætt á hlutina, en ef það gengur ekki upp þá er ég mjög þijóskur. Það var ekkert litið á mig sem öðm- Islenskur töffari er á jap önskum jeppa meö breið-' um dekkjum,11 segir Björn Thoroddsen flugmaöur. mjög ánægjulegt... en alger mis- skilningur hjá viðkomandi. Hafi taugaveiklun mín virkað svöl á einhvem þá er það bara gott.“ — Er þetta spuming um inni- hald ffekar en umbúðir? étur Pétursson ragi fótboltamaðul| var ekkert aö reyna aö vera töffari, hann var bara svona. „Ef þú ætlar að búa með fólki í einhvern tíma geturðu ekki villt á þér heimildir og þinn sanni karakter kemur fyrr eða síðar í ljós. Ef þú ert í tíma- bundnum verkefnum er hægt að leggja sig fram þannig að maður þurfi ekki að gefa af sér alveg í botn. Annars er best að vera maður sjálfur og líta á sjálfan sig sem díl mitt í mannhafinu. Maður græðir ekkert á því að vera með rembing, — það verð- ur að hafa þetta með kæruleys- islegu ívafi." MEIRA FRUMKVÆPI EN AÐRIR Bjöm Jr. Friðbjömsson tón- listarmaður er af mörgum álit- inn töffari. Hann vildi ekki ræða það mál, trúir ekki á að troða fólki í ákveðin hólf eða ímyndir. „Ef manneskjan leyfir sér að vera að einhverju leyti öðmvísi en annað fólk eða taka af skarið þá held ég að fólk, ef því sýnist svo, geti litið á það sem töff að- gerð eða hegðun. Sjálfstæð hugsun held ég að búi að baki manngerð sem á að gangast undir þann gunnfána að vera með hörku og þor. Suntir hafa bara meira fmmkvæði en aðrir en þeir eru ekkert eftirtektar- verðari en annað fólk. ímyndin sem fólk hefur þarf ekkert endi- lega að vera rétt. En það er skemmtilegra." — Það er þá ekki nóg að fara í leðuijakka og halda að maður sétöff? „Nei, það þýðir ekkert, því undir eins og menn fara að tala þá myndi leðurjakkinn bara detta af.“ HUSSEIN HINN FULL- KOMNI TÖFFARI Fluginu hefur alltaf fylgt mikill ljómi og sjá þá ýmsir fyr- ir sér gömlu hetjuna sem vílar ekkert íyrir sér. Töffarinn í leð- urjakkanum sem stígur upp í vélina með órætt bros á vör. Maðurinn sem þorir. Maðurinn sem getur. Bjöm Thoroddsen flugmaður er velþekktur íyrir að „rolla“ og „lúppa“ tvíþekjunni sinni. Flestum þykir nóg um, fá bara í magann við tilhugsunina eina en dauðöfunda manninn fyrir kjarkinn. Þeir sem til þekkja hafa bara gaman af þessu. — Ertu töffari Bjöm? „Nei, það held ég ekki. ís- lenskur töffari er náungi sem á stóran japanskan jeppa með breið dekk. Við flugmennirnir erum alveg búnir að tapa ímyndinni því nú eru komnar stelpur í þetta. Mikið áfall. Aður fyrr var ákveðin óvissa sem ekki er til staðar í dag. Menn upplifðu karlmennsku- ímyndina í fluginu og oft vom þetta hörkunáungar. Mönnum þótti þeir alltaf vera í lífsháska og þetta þótti mjög merkilegt, en við lendum ekki í miklu nú- orðið. Nú em flugvélamar mun betri og þjálfun sömuleiðis. Þessir gömlu kappar vom braut- ryðjendur." — Hvað um tvíþekjuna þína? „Hún er nú ekki með elektr- ónískum græjum, en það gerir hana ekkert hættulegri. Það lítur kannski út fyrir að vera það en ef maður veit af hættunum og getur meðhöndlað þær rétt er þetta ekkert mál. Eg hef nú svo sem aldrei skilið hvað fólki finnst hræðilegt að fara í litlar vélar. Svo er það þannig að þeir sem verða aldrei taugaveiklaðir verða heldur ekki langlífir. Það borgar sig alltaf að vera pínulít- ið hræddur. En í sambandi við töffara finnst mér Hussein Jórd- aníukonungur hinn eini sanni töffari, því hann þorði að hafa sínar eigin skoðanir í Persaflóa- stríðinu." MENN VERÐA AE> H AFA TAUMHALD Á SKELFINGUNNI Þyrluflugmenn fara á óþekkt- ar slóðir. Keyra inn í hættuna í stað þess að forða sér og það veit alþjóð að ekki er hægt að vera gunga í slíku starfi. Það er sterk ímynd tengd þessum mönnum og þeir þykja töff karl- menn. „Eg lít ekki á mig sem töffara þó að stundum kunni að koma upp þannig stundir að erfitt er og álag.“ — Fyrir utanaðkomandi emð þið afskaplega karlmannlegir. „Vissulega, en það sem mest er um vert er að það þarf að sýna skynsemi og áræði þegar meta þarf erfiðar aðstæður. Menn þurfa að geta tekið ákvarðanir. Maður verður var við þessa ímynd hjá öðmm, en við sem stundum þetta lítum fyrst og fremst á þetta sem okk- ar starf og reynum að vinna það sem slíkt. Þyrluflugið er reyndar meira „Pó aö ég hafi einhvern tíma verið í leður- jakka gerir það „Best að vera maður f sjálfur,“ segir Magnús á Guð- | mundsson^m & fyrrverandiB J tW vísi en aðra, en það var hegðun- armynstrið, útlitið og það starf sem ég hef valið mér. Ég var einn af fáum sem héldu uppi hártískunni og lenti mjög fljót- lega í ákveðnum agamálum sem vöktu athygli á mér. Þetta mynstur komst fljótt á og líka út af því að maður var mikið í blöðunum. Ég gerði ekkert í því að upplifa þessa ímynd sjálfur, en ef fólk hefur skilgreint mig þannig var það ekki af því ég gerði mér það upp heldur var ég svona. Þessi ímynd er að mörgu leyti á mér ennþá og kannski vill fólk hafa mann svona.“ Thelma L. Tómasson eins og flugið var hér áður fyrr, menn þurfa að fljúga mikið sjálfir. Ef við emm að ná í Jón Jónsson upp í sveit eða þurfum að hafa uppi á einhverjum tog- ara fljúgum við ekki eftir nein- um viðurkenndum flugleiðum og sumum finnst þetta töff, en öðmm alls ekki. Sumir halda að vísu að það þurfi ekkert annað en að halda í stýrið, en flug snýst ekki um það og líkamlegt og andlegt atgervi manna þarf að vera mjög gott. Aðstæðurnar sem þarf að fljúga við em oft hættulegar og menn því stundum skelkaðir. Þeir verða því að læra að hafa taumhald á skelfingunni og mega ekki tapa sér í hættunni. Sumu fólki finnst þetta nánast galdur að fljúga þessu en okkur finnst það nú ekki.“ ÉC VAR BARA SVONA Svo eru það þessir villtu,

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.