Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 48

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 48
 Pizzur eins og þær eiga að vera BORÐAPANTANIR Laugavegi 126, s: 16566 I SÍMA 17759 V - tekur þér opnum örmum HLUSTUM ALLAN SÓLARHRINGINN SÍMI 6213731 yrir skömmu var haft eftir Al- bert Guðmundssyni, sendiherra i París, að hann keyrði sjálfur bílinn í París og sparaði sendiráðinu laun. Nú hefur hins vegar heyrst að Albert vilji sjálfur njóta þessa sparnaðar og hafi fært það í tal við menn í utanrikis- þjónustunni að hann fái laun bíl- stjórans sem hann hafði reyndar frumkvæði að því að reka. Einnig mun Albert hafa haft uppi frekari launakröfur og réttlætt þær með miklum önnum hjá sendiráðinu vegna OECD og fleiri alþjóðastofn- ana í París . . . H Lagfræðingurinn Stefán Jó- hannsson hefur sagt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri verðbréfa- fyrirtækisins Hand- sals, sem er í eigu Eddu Línu Helga- son og fleiri. Orð- rómur er í gangi um að Stefán hafi sagt upp skyndilega vegna ágreinings innan fyrirtækisins, en þessu neitar Stefán og segist einfaldiega ætla að snúa sér að öðru sem hann hefur haft í undirbúningi um nokkurt skeið en er trúnaðarmál. Hann seg- ist skilja við Handsal sáttur og að það sé alltaf hætta á að upp komi orðrómur um ágreining. Hann bætti því við að hann hefði hætt meö stuttum fyrirvara, því þegar men i segðu upp í þessum viðskiptui i hættu þeir strax. Þannig var það t.d. þegar hann og Pálmi Sigmarsson hættu hjá Fjárfestingarfélaginu . . . fc*_7tjórnendur Sláturfélags Suður- lands reyna nú að fara samninga- leiðina til að fá eftirlaunasamningi Jóns H. Bergs, fyrr- verandi forstjóra SS, breytt. Sem kunnugt er tapaði SS mála- ferlum í undirrétti og hæstarétti og var gert að uppfylla samningsem tryggir Jóni fádæma réttindi: sömu laun og eftirmaður hans, Steinþór Skúla- son, til dauðadags. Samningar eru sagðir vera á viðkvæmu stigi. . . k^tefán Garðarsson bæjarstjóri er stjórnarformaður Snæfellings. Bæjarsjóður hefur samþykkt að greiða honum eina milljón króna vegna framlags hans til fyrirtækis- ins, en ekkert verður af greiðslunni fyrr en stjórn fyrirtækisins sam- þykkir hana. Þar sem nánast sömu menn sitja í stjórnum bæjarins og fyrirtækisins er ekki reiknað með mikilli fyrirstöðu . . . K I ú standa yfir leynilegar við- ræður um sameiningu fyrirtækja, sem gæti valdið straumhvörfum í tölvubransanum. Tæknival hefur átt í fjárhagslegum erfið- leikum og ekki dug- að til þótt fyrirtækið Sameind væri sam- einað Tæknivali, en þeim kaupum fylgdi vænlegt tap til að nota til lækkunar á sköttum. En Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Tæknivals, ætlar ekki að stoppa þarna. Hann á nú í viðræðum við eigendur Kristjáns Ó. Skagfjörð, þar sem Jónína G. Jónsdóttir er stjórnarformaður og Aðalsteinn Helgason framkvæmdastjóri, og við auglýsingastofuna Hvíta húsið, StjörnusnakK Steifsn 7 -1081 Sfml 91-€73#34 - i ÞJOFAVORN Búnaðurinn skynjar hreyfingu. Hentar vel á heimili og i fyrirtæki. Tengist Ijósum eða bjöllum. Kr. 5.500,- Á.B. & Co. - S. 52834 Dalshrauni 1 -220 Hafnarfirði þar sem framkvæmdastjórar eru Gunnar Steinn Pálsson og Hall- dór Guðmundsson. Hugmyndin er að sameina þessi fyrirtæki í eitt öflugt tölvu- og auglýsingafyrir- tæki . . . SJÁLFVIRKT LJÓS Úti- eða inniljós, 500W sem kviknar sjálfvirkt þegar það skynjar hreyf- ingu. Mjóg einfalt í uppsetningu. Kr. 7.500,- Á.B. & Co. S. 52834 Dalshrauni 1, 220 Hafnarfirði Verð aðeinskr FAV0R1T "f' 0 y ■ "gí 1 iu\ 1R SMJ IDIL mm ryl I- ^ n lHM h j v— i rnmmmmmm m

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.