Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 46

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 46
Bandarískur vísindamaður TÓKST AÐ RÆKTA LAMBAKÓTILETTUR í TILRAUNAGLÖSUM Veit ekkert hvað ég á að gera við þetta, — segir Harald Kilroy, forsvarsmaður vísindahópsins Kennarar setja fram nýja kröfugerð VILJA FÁ ÖSKUPOKA FRÁ RÍKINU Skortur á öskupokum hefur eyðilagt þennan frídag okkar mörg undanfarin ár, — segir Svanhildur Kaaber. Samtök Eystrasaltsríkja HEFÐUM VIL.JAÐ FÁ JÓN BALDVIN SEM ÁHEYRNARFULLTRÚA Hefði verið æðislegt að hafa hann nálægt án þess að hann mætti segja eitt einasta orð, — segir Uffe Elleman Jensen Petta er ekkert nema fita og bein ásamt smátuggu af kjöt- Svanhildur segir fáránlegt að kennurum skuli ætlaö aö UHe Elleman segist ekkert hafa á móti Jóni Baldvini; sér meti, — segir dr. Kilroy um iambakótiletturnar. sauma sína eigin poka. finnist bara gaman aö hlusta á hann þegja. líibi rl I' féöífe\ tNí STOFNUÐ 1990 10. TÖLUBLAÐ, 3. ÁRGANGUR HAFA SKAL ÞAÐ ER BETUR HLJÓMAR l-IMMTUDAGURINN 12. Mundi ekki þiggja vinnu þótt mér væri borgaö fyrir þaö, — segir Torfi Gísla- son. ALLT ANNAÐ LÍF Segir Torfi Gíslason, sem er búinn að vera atvinnulaus í tvö ár Revkiavík. 12. mars „Veistu, mér var boðin vinna um daginn. Ég sagði nei takk og þurfti ekki að hugsa mig um,“ sagði Torfi Gíslason, sem er búinn að vera atvinnulaus í rúm tvö ár. Torfi var mjög ófús að koma í viðtal við GULU PRESSUNA undir nafni. „Kunningi minn fór í svona viðtal um daginn og það rigndi yfir hann og blaðið allskyns atvinnutilboðum. Ég held hann sé kominn í vinnu vestur á Granda. Ég sá honum bregða fyrir um daginn og það var ekki sjón að sjá hann,“ sagði Torfi. Torfi segist taka daginn rólega. „Ég fer á kaffihús, skrepp í Ijós og lyfti lóðum ef ég nenni. Mér finnst ég vera til í fyrsta sinn á ævinni," seg- irTorfi. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar STEFÁNI HJALTASY VÍSAÐ AF LANDIBROTT Við erum búnir að fá nóg af þessum gæja, — segir Friðrik Sophusson Nú þegar Stefán Hjaltason er farinn úr landi má búast viö aö efnahagslífiö taki fjörkipp. Revkiavík. 12. mars „Þegar við skoðuðum styrkjakerfi ríkissjóðs og ým- issa stofnana ríkisins kom í Ijós hver var ástæðan fyrir óheyri- legum halla á undanförnum árum. Hún heitir Stefán Hjaltason og er 43 ára skóla- tannlæknir í Breiðholti,“ sagði Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra þegar hann tilkynnti að Stefáni Hjaltasyni hefði verið vísað úr landi. Stefán þessi hefur þegið margskyns styrki úr ríkissjóði og sjóðum í eigu ríkisins. Meðal annarra styrkja má nefna; þriggja mánaða laun úr rithöf- undasjóði til að semja endur- mirtningar sínar, styrk úr land- græðslusjóði til að rækta upp garðinn sinn, styrk úr kvik- myndasjóði til að undirbúa handrit að mynd um tannrótar- bólgu í íslenskum skólabömum, ferðastyrk frá sjávarútvegsráðu- neytinu til að kynna sér neta- veiðar við Vestur-Grænland og styrk úr vísindasjóði til að skrá niður reiðiköst konu sinnar. „Þetta er bara fátt eitt af því sem Stefán fékk,“ sagði Friðrik. „Stóru upphæðimar komu úr fiskveiðasjóði og Byggðastofh- un. Svo fékk hann líka styrk ffá Seðlabanka Islands til að reyna að festa kaup á uppstoppuðum hval í Nýju-Gíneu.“ „Ég vil ekkert segja. Þetta var ágætt á meðan á því stóð,“ sagði Stefán þegar hann sté upp í flug- vél á leið til Kanada. Stefán tók með sér öll ffum- drög sín að kvikmyndum, endur- minningum, vísindaskýrslum og svo framvegis. Garðurinn hans verður hins vegar eftir og hefur ríkisstjómin ákveðið að breyta honum í almenningsgarð. Uppljóstranir GULU PRESSUNNAR MATTI BJARNA SÖNG FYRIR ÁRNA JOHNSEN Á FLESTUM PLÖTUNUM Árni var ekki einu sinni í stúdíóinu þegar Gölli Valdason var tekinn upp Vestmannaevium. 12. mars „Ég veit ekki til hvers þið viljið fara að grúska í þessu núna. En það er rétt; ég gerði þetta fyrir strákinn. Hann þurfti eitthvað að skreppa og ég raulaði þetta fyrir hann,“ sagði Mattías Bjarnason þing- maður þegar GULA PRESS- AN bar undir hann hvort hann hefði sungið Göila Valdason inn á plötu Árna Johnsen. Eftirgrennslan hefúr leitt í ljós að Matti söng mun fleiri lög á plötum Áma. Sumir heimilda- manna GULU PRESSUNNAR héldu því meira að segja fram að Ámi hefði ekki einu sinni sungið eina laglínu. Matti Bjarna söng lagiö um Gölla Valdason en ekki Árni. „Hann kom héma einu sinni og hellti upp á kaffi, svo var hann rokinn," sagði upptöku- stjóri sem vildi ekki láta nafhs getið. „Ég bað hann ekki um þetta,“ sagði Ámi, þegar GULA PRESSAN bar þetta undir hann. „Hann hefur tekið þetta upp hjá sér sjálfum." „Auövitaö heföi ég viljaö sameina Landakot einhverjum öörum spítala en systurnar sögöu alltaf nei. Landakotsspítali SAMEINAÐUR DÝRASPÍTALANUM Systurnar settu það sem skilyrði að St. Bern- harðshundar yrðu teknir í meðferð, — segir Sig- hvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra Revkiavík. 12. mars „Eg get ekki lýst því hvað ég er feginn að þessu máli skuli vera lokið,“ sagði Sig- hvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra er hann kynnti sameiningu Landa- kotsspítala og Dýraspítalans. Auðvitað hefði ég viljað sameina Landakot einhveijum öðrum spítala en systumar sögðu alltaf nei. Svo datt mér Dýraspítalinn í hug og fór að taia um öll dýrin. Um leið og ég minntist á St. Bemharðshunda slógu systumar sér á lær og samþykktu sameininguna. Eða það skildist mér að minnsta kosti,“ sagði Sighvatur. Sighvatur sagðist telja að einhvers konar trúarleg afstaða lægi að baki ákvörðun systr- anna. „Þær sögðust þekkja Sankti Bemharð og hans fólk. Þær vissu hins vegar ekkert um jtennan Davíð Á. Gunnarsson og alla hina sem við reyndum að bjóða þeim,“ sagði Sighvat- Utanlandsferðir á innanlands- fargjöldum Kaupmannahöfn alla þriðjudaga og föstudaga frá 1. mai til 30. september. London alla þriðjudaga og föstudaga frá 1. mai til 30. september. Verð frá 13. tíi Verð frá 15. Ui Glasgow alla miðvikudaga frá 10. maí til 30. september. Verð frá 11. TTÍ Amsterdam alla sunnudaga frá 3. mai til 27. september. Verð frá 15. iTi Alltaf með lægsta verðið — PllinPgRPiR = SLJLRRFLUG Vesturgötu 17, sími 620066 Staðgreiðsluverð miðast við gengi 3.1.92. Flugvallargjöld og forfallagjald ekki innifalið i verði. LANDA FERÐIR SPÁNN - ÍTALÍA PORTÚGAL GRIKKLAND OG KÝPUR

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.