Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 33

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12.MARS 1992 33 E R L E N T Aríi, Gyðingur eða Tyrki — Hatursfullir tölvuleikir úr smiðju nýnazista Samtök gyðinga víða um heim hafa skorið upp herör gegn tölvuleikjum sem eru orðnir býsna útbreiddir í Þýskalandi, Austurríki og Hollandi. Hefur Wiesenthal-stofnunin boðið 25 þúsund dala verðlaun fyrir upp- lýsingar sem gætu leitt til hand- töku þeirra sem framleiða og dreifa slíkum leikjum. Einnig er óttast að leikir þessir kunni að ná hylli í Bandaríkjunum. Samtök gyðinga hafa einkum varað við átta tölvuleikjum, sem allir byggjast með einu eða öðm móti á útrýmingarherferð nazista gegn gyðingum. Einn leikjanna, sem kallast „KZ-Manager“, gengur út á að stjóma útrýming- arbúðum. Til að komast í gegn- um hann þarf að vinna stig með því að drepa fanga og pynta þá, selja gullfyllingar og lampa- skerma sem em búnir til úr húð fómardýranna. Sumir leikjanna ganga út á að ráða niðurlögum gyðinga. Al- gengt er þó að þeim sé beint gegn Tyrkjum, sem em fjöl- mennir í Þýskalandi og Austur- ríki og því nærtækt að ala á hatri gegn þeim. Talið er sannað að upphafs- rnenn þessara leikja komi úr röð- um þýskra nýnazista. Þama hafi þeir fundið greiða leið að ungu fólki, án þess að foreldrar fái rönd við reist, enda hafi þeir miklu minni þekkingu á tölvum en yngra fólkið. Til marks um útbreiðslu þess- ara leikja má geta þess að skoð- anakönnun sem gerð var meðal austum'skra unglinga sýndi að um 39 prósent aðspurðra vissu af slíkum leikjum, en 22 prósent hötöu beinlínis komist í tæri við þá. 4. HliCU THf OUWCA zsti. Ktaut ,---- Asra##spo*r mni mMm ntmteus §mcn smisoi ECHkMU: Mj||KS£: «MP0u»«6s(íCfS«« ÍKiW ÍMMTfl: M (MlCft tlftifAft£K iMrauftnaftca uutsiMrocft ? <]/*> „Teiknió þið svepp- ský og skrifiö undir: Framleitt í Banda- ríkjunum af ómennt- uöum letingjum og prufukeyrt í Japan.“ Ernest F. Hoilins öldungadeildar- þingmaður á fundi meö bandarísk- um verkamönnum vegna yfirlýsinga japanskra iönrekenda um að helsti vandi bandarísks iönaöar sé leti og menntunarskortur. ObER JtíPt'f &AS ÍST HICR DIE FRASE Sýnishorn af tölvuleikjum sem eru komnir úr smiðju nýnazista og hafa náö útbreiöslu: 1. Undir lok leiksins KZ-Manager er leikandinn orðinn Gestapomaður sem undir mynd af Hitler pyntar fanga sem eru augljóslega ekki af arískum stofni. 2. „Gasiö hefur virkað. Þú hefur losað Þýskaland viö sníkjudýr." 3. Hér sést hvaö skal gert við ýmsa hópa sem nazistar hatast viö: „Gyðingar og Slavar: Til Auschwitz. Tyrkir: Áfangastaöur Dachau. Kommúnist- ar: Til Treblinka. Biblíurannsakendur: Til Bergen-Belsen. Andfélagslegt fólk: Flutningur til Kulmhof. Glæpamenn: Til Sobibor. Þýskir hommar: Settir í meðferð. Hommar af öörum kynþætti verða meðhöndlaðir eins og aðrir sem ekki eru af arískum stofni. Útflytjendur: Til Majdanek." 4. „Aríapróf. Aríi eöa gyðingur. Hér er það spurningin. 5. „KZ-Manager: 2 kílómetrar til Treblinka." Jean-Marie le Pen: Orðljótur öfgamaður Líklega hefur þorra íslend- inga þótt harla óviðurkvæmilegt þegar Ólafur Ragnar Grímsson sagði á dögunum um Davíð Oddsson að hann hefði „skítlegt eðli“. Svipuð orð lét franski sósí- alistinn og auðkýfmgurinn Bem- ard Tapie falla ekki alls fyrir löngu um Jean-Marie le Pen, leiðtoga öfgasinnaðra hægri manna í Frakklandi. Hann sagði að Le Pen væri „skíthæll“. Le Pen varð fjarskalega móðgaður. Lausleg samantekt valinna um- mæla sem Le Pen sjálfur hefur látið falla síðustu ár sýnir þó að hann hefur ekkert sérstakt efrii á að vera viðkvæmur, enda þykir hann með orðljótustu stjóm- málamönnum í Frakklandi og þótt víðar væri leitað. Saman- tektin birtist fyrir stuttu í tímarit- inu L’Evenement du Jeudi, sem er fjarskalega lítið hliðhollt Le Pen. Bæjar- og sveitarstjómar- kosningar em á næsta leiti í Frakklandi. Þar bíða margir milli vonar og ótta að sjá hvort Le Pen og öfgasamtök hans, Þjóðfylk- ingin, vinna kosningasigur. „Þeir œttu að sprauta sig með munnvatni eyðnisjúklings. Það er efþeir eru ekki ónœmir vegna þess að þeir eru þegar sýktir. “ Um Francois Doubin og André Rossinot í útvarpi 1987. „Þegar gyðingur lœtur snúast fjölgar kannski í hópi kaþól- ikka, en þaðfœkkar ekki í hópi gyðinga." Beint gegn Lustiger, erkibiskupi í París. „Barre-Mitterrand-Chirac eru BMC. “ (BMC = bordel-militaire de camp- agne = hersveitarhóruhús uppi í sveit). Febrúar 1988, fyrir forseta- kosningar. „Maður hendir ekki gömlum hundi þótt hann hafi flær. “ Um Jean-Maurice Demarquet, október 1985. „Herra Polac er illa þefjandi hýena. Hann notar þáttinn sinn eins og Göbbels gerði í Þýska- landi nazismans. “ Um stjórnanda þekkts sjónvarps- þáttar, maí 1987. „Mitterrand er kóngurinn, Chirac er drottningin hans. “ í þinginu 1987. „Michel Rocard er lygari, róg- beri og hræsnari. “ I útvarpi, febrúar 1991. „Þú lagðist með Cohn-Bendit '68, mella, drusla!" Beint gegn Francoise de Pana- fieau, þingiö 1987. „Frú Barzach safnar páfugls- fjöðrum. Eg held ég viti hvað hún gerir við þœr. “ I útvarpi, júnl 1987, „Herra Sarkozy, borgarstjóri í Neuilly, er líka kominn til að hjálpa Frú Cresson, eins og geltandi rakki. “ Á fundi I Amiens, janúar 1992. „Ég kalla hlutina sínum réttu nöfnum, og þann sem notar svona orðbragð skíthœl. “ Um Michel Dourafour í Toulouse, september 1988. „Stjórn sósíalista er samansafn afþjófum, svikahröppum og bófum." Á fundi I Saint-Malo, janúar 1992. Tapað stríð gegn skrifræðinu Þegar borgin Philadelphia vestur í Bandaríkjunum var á góðri siglingu í gjaldþrot buðust athafnamenn í borginni til að vinna kauplaust við að koma málum hennar á þurrt. Thomas J. Knox var einn þessara manna og var hann ráð- inn aðstoðarborgarstjóri með umsjón með stjómsýslu og hag- ræðingu innan borgarkerfisins. Vegna þess að hér er um ábyrgð- arstarf að ræða þurfti hann að undirrita ráðningarsamning og þar var kveðið á um að hann fengi einn Bandaríkjadal í árs- laun. Um leið hófst martröðin. Fyrst þurfti hann að útfylla eyðublað, svo unnt væri að draga tekjuskatt af dalnum, því reglur em reglur. Og það gerði hann. Viku síðar barst kvörtun til hans og honum var fyrirskipað að út- fylla vinnuskýrslur eins og aðrir borgarstarfsmenn, svo unnt væri að meta hvort vinna hans væri örugglega eins dals virði. Knox kvartaði á móti og benti á að skýrslugerðin yki ekki á hag- kvæmni í borgarrekstri. Bók- haldið svaraði því til að reglur væm reglur. Knox áfrýjaði þá málinu til endurskoðanda borg- arstjómar, sem féllst á að slaka á reglunum í þetta eina skipti. „Ef einhver á einn dal skilinn í laun er það Tommy Knox.“ En meira að segja sjálf launin vom til vandræða. Samkvæmt reglum borgarinnar má ekki greiða honum dalinn fyrirfram og af og frá að borga honum dal- inn í árslok. Reglumar kveða nefnilega á um reglulegar greiðslur og reglur em reglur. Eftir þriggja vikna vinnu fékk Knox fyrsta launaseðilinn. Hann var boðsendur snemma í febrúar og eftir skatt fékk Knox 7 sent. tveimur vikum síðar kom næsti seðill: 4 sent. „Umslagið kostar meira,“ andvarpaði Knox en vissi sem var að reglur em regl- ur. Fyrir hann var því ekki annað gera en að fara í bankann og framselja ávísunina til þess eins að vera sagt að bankinn skipti ekki svo smáum ávísunum, því reglur em reglur. Hundur skýtur mann Eftir nákvæma réttarrannsókn í Moskvu var komist að þeirri niður- stöðu að Gennadíj Danílov heföi lát- ist af völdum skotárásar veiðihunds síns. Hundurinn festist í dýraboga og þegar Danílov reyndi að losa hann ólmaðist hundurinn svo að skot hljóp úr riffli hins óheppna veiðimanns. Húla nýjasti óvinur alþýöunnar í Rauða-Kína gengur nú yfir mikið húlaæði og greindi blað þar eystra frá því að verkamaöur í Peking, Xu Denghai að nafni, hefði verið lagður inn á sjúkrahús með garnaflækju eftir stutt gaman í gjörðinni. KGB skellir í lás Til skamms tíma hafa ferðamenn í Moskvu getað farið í kynnisferð um höfuðstöðvar hinnar illræmdu leyni- þjónustu KGB fyrir jafnvirði um 2.000 króna, en um helgina leið var aftur skellt í lás að skipan öryggis- ráðuneytis Rússlands. ERLENT SJÓNARHORN JEANE KIRKPATRICK Flœðir undan ógnarstjórn Kastrós Ein afleiðing heimsbyltingar- innar, sem ég vil nefna svo, kom glögglega í ljós í síðustu viku þegar Mannréttindastofn- un Sameinuðu þjóðanna í Genf tók mannréttindabrot á Kúbu á dagskrá. Ámm saman hafa vestrænar ríkisstjómir, kúb- verskir útlagar og fjölmargar mannréttindahreyfingar hvatt til þess að mannréttindaástandið á Kúbu yrði tekið til umræðu. Þrátt fyrir það hafa fá ríki viljað hrófla við Kúbu, ýmist vegna þess að hún tilheyrði sovét- blokkinni, Samtökum óháðra ríkja, eða samstarfshópi róm- önsku Ameríku innan Samein- uðu þjóðanna (SÞ). Hmn kommúnismans í Aust- ur-Evrópu og Sovétríkjunum breytti þessu öllu. An forystu Sovétríkjanna fauk gamla sam- tryggingin út í veður og vind og æ færri vom tilbúnir til þess að líta undan þegar svarthol Ka- strós vom annars vegar. Leið- togar nýju lýðræðisríkjanna í Austur-Evrópu — sem margir hvetjir höföu sjálfir setið í fang- elsum kommúnista — hafa litla þolinmæði gagnvart Kúbu. Ekki síst var það þó lýðræðis- bylgjan í rómönsku Ameríku, sem svipti Kúbu því skjóli sem hún haföi notið. I fyrstu var mannréttinda- ástandið á Kúbu ekki einu sinni til umræðu í Genf og það var ekki fýrr en í mars á síðasta ári, sem stofriunin fór fram á það við framkvæmdastjóra sþ að sérstakur fulltrúi yrði skipaður til að hafa eftirlit með því að stjómin í Havana stæði við mannréttindaskuldbindingar sínar. Kólumbíumaðurinn Rafael Rivas Posada var skipaður í starfið og þótti hann síður en svo aðgangsharður við yfirvöld á Kúbu. I janúar kom svo skýrslan frá honum. Þar greindi hann frá því að Kúbustjóm hefði alfarið neitað samvinnu við sig og meinað sér að ræða við einstaklinga á Kúbu og þar af leiðandi heföi hann þurft að reiða sig á kúbverska útlaga og sjálfstæðar mannréttindahreyf- ingar utan landsins. Skýrslan er í einu orði sagt hrikaleg. I henni er því lýst bet- ur en gert hefur verið í nokkm „Skýrslan er í einu orði sagt hrikaleg. /henni er því lýst betur en gert hefur verið í nokkru öðru skjali SÞ hvernig Kastró hefur gert Kúbu að Gúlageyjaklasa. “ öðm skjali sþ hvemig Kastró hefur gert Kúbu að Gúlageyja- klasa. Tiltekið er á annað hundr- að alvarlegra mannréttinda- brota. Rétturinn til lífs, öryggis gegn ríkinu, ferðafrelsi, trú- frelsi, tjáningarfrelsi og félaga- frelsi er einskis metinn á Kúbu. Greint er ffá því hvemig vott- um Jehóva hefur verið smalað á geðveikrahæli og þeim gefin geðbrigðalyf með hryllilegum afleiðingum. Rithöfundar hafa verið fangelsaðir í 14 ár fyrir að hafa „óvinaáróður" undir hönd- um, það er að segja fyrir að eiga bækur. Rithöfundurinn Maria Elena Cmz Varela gerði þau mistök að undirrita bænaskjal um að haldnar yrðu beinar kosningar og samviskuföngum yrðu gefriar upp sakir. Hún var rekin úr rithöfiindasamtökunum og skömmu síðarmddist örygg- islögreglan inn á heimili henn- ar, dró hana á hárinu út á götu og dæmdi til tveggja ára refsi- vistar. Alþjóðlegur stuðningur við einræði Kastrós fjaraði út í síð- ustu viku þegar Mannréttinda- stofnunin tók skýrsluna til með- ferðar. Með 23 atkvæðum gegn 8 var afráðið að Kúba skyldi tekin til sérstakrar athugunar af stofnuninni. Einu ríkin, sem studdu Kúbu, vom einræðisríki á borð við írak, íran, Sýrland og Kína, sem sjálf hafa blóði drif- inn skjöld að veija. Það undirstrikaði breyting- una enn frekar að í Genf vom samankomnir nokkrir tugir kúbverskra útlaga, andófs- manna og fyrrverandi fanga Kastrós. Rússneski sendiherr- ann í Genf rak lokahnútinn á skömmu fyrir atkvæðagreiðsl- una með því að segja „Það er tími til kominn að við reynum að bæta fyrir gamlar skuldir" og að atkvæðagreiðslunni lokinni hélt hann hóf til heiðurs kúb- versku andófsmönnunum. Loksins virðist sem farið sé að taka tillit til hagsmuna fólks en ekki einungis hagsmuna ríkis- stjóma. En það er góður spölur eftir enn. Bandaríkjastjóm heyktist á því á síðustu stundu að for- dæma hemám Kínverja í Tíbet og viðurstyggileg mannrétt- indabrot þeirra þar. Tíbet er því enn ekki til umræðu ríkja á meðal. En rétt eins og hvað Kúbu varðar verður umheimin- um hægt og bítandi ljós þjáning Tíbetbúa. Höfundur er fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna hjá Sameinuöu þjóöunum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.