Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 43

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992 43 LÍFIÐ EFTIR VINNU POPPIÐ • Exizt er rokksveit sem heldur sína fyrstu tónleika í kvöld og þaö ætla þeir að gera á Púlsinum. Sveit- ina skipa Guðlaugur Falk gítarspil- ari, Eiður Örn Eiðsson söngvari, Sigurður Reynisson trumbuslagari og Jón Guðjónsson er leikur á bassa. í enda mánaðarins er von á breiðskífu frá hljómsveitinni en á þessum tónleikum heyrum við for- smekkinn. • Risaeölan verður á Tveimur vin- um í kvöld. Þessi firnaskemmtilega sveit er öllum aö góöu kunn og klikkar varla þarna frekar en fyrri daginn. • Laglausir eru hafnfirsk hljóm- sveit og þeir ætla ekkert að fara úr firðinum því þeir verða á Firðinum á föstudagskvöldið. Okkur minnir endilega aö þetta band hafi unnið Músfktilraunir á sínum tíma og það hljóta að teljast meðmæli (það er að þeir hafi unnið, ekki að okkur minni það). STARKtB iWÍANN [r,|St ICH1 Uoino S* andorö - i Íoríiörr* A FORSI’ PLAYBOY :UTSCH>-At»P ÍINE PFEíEfei Í . PtAYöO v tlE l-USt ;ifefeER tn.mpfhu--- nö afidaie iobeítoser: Vas M&t auf er ao minnsta kosti að sjá Vogue undir sig og fjölmargra Hápunktur vikunnar verður þegar Bókaversl- un Sigfúsar Eymunds- sonar tekur upp sending- una af þýsku blöðunum. I henni er nefhilega marshefti þýska Play- boy-tímaritsins með Bertu Maríu Waagfjörð á forsíðunni. Það verður sjálfsagt fjölmenni hjá Eymunds- syni að fýlgjast með því þegar Islendingar ná enn einum áfanganum. Síð- ast var það heimsmeist- aratitill í kraftlyftingum (reyndar aðeins skamma hríð), þar áður Bermúda- skálin og 'einhvem tím- ann í fymdinni unnu „strákamir okkar“ B- heimsmeistarakeppni. En nú hafa „stelpumar okkar“ slegið þeim við. Þær hafa fyrir löngu lagt forsíðu OER NEUE 5PAÐAR SPILA ÞRISVAR HRATT í C Sumir koma saman til að spila brids en félagarnir í Spöðum koma saman til að spila þjóðlög frá Balkanskaga. leikur á gítar og það gerir líka sálfræðingur plokkar kontra- sagnfræðingurinn Magnús Har- bassa og Helgi Guðmundsson aldsson, Guðmundur Ingólfsson kennari blæs í munnhörpu. nrmviuiaiai Eyþór Arnalds tónlistarmaður (Eyþór, Móeiöur Júníusdóttir (kærastan) og Sigríbur Eyþórsdóttir (mamma) tala öll Inn á simsvarann) „Þetta er 29445 og þetta er Sigga, þetta er Eyþór, þetta er Móa. Þar sem ekkert okkar er heima þessa stundina þá vin- samlegast talaðu inn á símsvar- ann eftir að hljóðmerkið hefur verið gefið. Þakka þérfyrir and God bless you. “ • Sú Ellen ætlar að koma í bæinn þessa helgina og spila á Gauknum fimmtudags-, föstudags- og laugar- dagskvöld. Það tekur því náttúrlega ekkert að koma í bæinn fyrir minna en þetta. • Undir fálkanum er hljómsveit sem ætlar að spila á Staðið á önd- inni á föstudags- og laugardags- kvöld. Hún hefur spilaö þarna áður og stóð sig víst bara vel og vakti lukku. • Sniglabandiö er tekiö til starfa á ný eftir hvíld. Þeir koma þríefldir til leiks eftir friðinn og róna og heim- sækja Tvo vini sína bæði á föstudag og laugardag. Skúli Gautason, Björgvin Ploder, Einar drösull og Þorgils Björgvinsson spila á þaö sem til þarf til aö búa til almennilega „Við reynum að velja þá af mikilli kostgæfni sem við spilum fyrir. Þetta er sú hljómsveit sem dreymir síst um frægð og frama,“ segir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur. Það er sjálfsagt ekki mörg- um, sennilega mjög fáum, kunn- ugt um að Guðmundur Andri er söngvari, saxófón- og trompet- leikari í stórhljómsveit. Nánar tiltekið er þar um að ræða súper- grúppuna Spaða. Hann er náttúr- lega ekki einn í Spöðum, þar eru löca Gunnar Helgi Kristinsson lektor, Sigurður Valgeirsson hjá Iðunni og pistlahöfundur á Rás 2 spilar á trommur, Jón Thorodd- sen heimspekingur leikur á bon- gótrommur og fleira, Aðalgeir Arason lífffæðingur leikur á mandólín, Guðmundur Guð- mundsson matvælafræðingur músík og þeir syngja líka allir eins og englar blessaðir. Svo eru þeir alltaf að semja ný lög sem þeir ætla að spila og bráðum kemur plata. • Zappa-klúbburinn veröur meö Frank Zappa-kvöld á Púlsinum þriðjudagskvöldiö 17. mars. For- svarsmaöur þessa klúbbs mun vera maöur að nafni Sverrir Tynes. Ekki vitum við alveg hvað þeir félagar í þessum klúbbi ætla sér að gera þetta kvöld, en sjálfsagt verður það snjallt í anda þess merka manns Zappa. Það er bara ekki hægt ann- að en mæla með öllu því sem Zappa viökemur. VEITINGAHÚS • Einu sinni gekk þessi litli veitinga- staður undir heitinu Bixið, og var varla miklu fínni en nafniö gefur til kynna. Þá tók við veitingamaður sem ætlaði aö laöa til sín gesti og fannst að því takmarki yrði helst náð með því að skipta um nafn. Um tíma hét hann Greifinn af Monte Christo. Nú er hins vegar vandséð að stað- urinn þurfi að breytast neitt að marki, að minnsta kosti ekki næstu ár. ítalfa er nefnilega fyrirtaks veit- ingahús, sem rís undir sínu stóra nafni. Þar er til dæmis hægt aö snæöa einhvern allrabesta fiskrétt sem fæst á íslenskum veitingastað, smálúðu sem er framreidd með bak- aðri kartöflu, sveppum og blaðlauk. Pastaréttirnir eru vel yfir meðallagi og pizzurnar góðar, þótt þær séu í dýrari kantinum. Þjónustan er lipur og alúðleg, en ekkert tiltakanlega prófessjónal. Kórónan er svo ágæt- ur listi sérpantaðra vína frá (talíu — frascati - hvítvínið er óborganlegt. Staðurinn er ekki stór. Helsti gallinn hvað stundum veröur heitt þar inni. LEIKHÚS • Bannaö ab hlæja. fslenskt Auðunn Sigurðsson skrifstofumaður hjá Austurbakka Hvað ætlar þú að gera um helgina Auðunn? „Um helgina ætla ég á skíði til Akureyrar. Þar er að vísu enginn snjór en ég œtla samt að fara og skoða lífið og fara í Sjallann. Það getur vel verið að ég fari líka í leikhús þeirra Akureyringa. “ „Hljómsveitin spilar næstum því eingöngu fmmsamda gömludansa. Þetta er gömlu- dansasveit. Við spilum hratt þrisvar í c,“ segir Guðmundur Andri um tónlistarlega stefnu sveitarinnar. Hann segir að þeir spili líka talsvert af tónlist sem á rætur að rekja til Balkanskaga. Spaðar hafa gefið út tvær spólur með tónlist sinni, en sveit- in er nú að verða tíu ára og Guð- mundur Andri segir að þeir séu elsta bílskúrsband landsins. „Þetta er eingöngu okkur til skemmtunar og við spilum helst ekki fyrir fólk ef við komumst hjá því. Það er aðallega að við spilum fyrir vini og kunningja í afmælum og brúðkaupum og öðm slíku.“ brúðuleikhús hefur verið alveg mátulega merkilegt, en kannski nær það að sllta barnsskónum endan- lega f þessari sýningu, sem er makalaust góð og indæl. Hér er lagt út af Völuspá, sem með talsverðu skáldaleyfi er færð inn í nútíma mengunar og annarrar óáranar. Höfundurinn Hallveig Thorlacius á heiöur skilinn, líka leikstjórinn Þór- hallur Sigurðsson og tónskáldið Ey- þór Arnalds. Fríkirkjuvegur 11, lau. & sun. kl. 15. • Vojtsek. Leikfélög framhalds- skólanna keppast viö aö setja upp stór og dramatísk verk. í kjölfar Ma- hagonny og Sölku Völku kemur nú Thalfa, leikfélag Menntaskólans við Sund, og setur á svið Vojtsek, klassískt verk eftir Georg Buchner. Rúnar Guðbrandsson er höfundur leikgerðar og leikstjóri, en þau eru fleiri snillimennin sem koma við sögu: Við getum nefnt Steingrím Eyfjörð Guðmundsson sem samdi músíkina og Daníel Inga Magnús- son sem hafði yfirumsjón meö að búa til leikmynd. Menntaskólinn viö Sund, lau. kl. 20.30. KLASSÍKIN • Kammersveit Kaupmannahafn- ar er uppfull af íslandsvinum og þar fer fremstur stjórnandinn Steen Lindholm, sem hefur komiö sautján sinnum hingað norðureftir, hvorki meira né minna. Sveitin hefur verið iöin við að spila fslenska tónlist og ÆSKUMYNDIN Það er ekki það sama; afhjúpunarblaðamaður og sjálf- stæður gallerítör, það má glöggt sjá á honum Úlfari Þor- móðssyni. A þeim tíma sem hann fletti ofan af frímúrara- reglunni (það er, skrifaði hveijir vom í hvaða reglu) var hann bjartur yfirlitum og allur eitthvað svo vammlaus. Eftir að hann settist að í Gallerí Borg er yfirbragð hans hins vegar orðið tvíræðara og margbrotnara; eins og listin sem hann selur. Svona mótar lífið okkur. VlÐ MÆLUM MEÐ Að Cicciolinu verði boðið til fs- lands hún er fiáskilin og hefur reynslu af þingstörfúm, og vantar ekki smáást í þingið? Að tollpóststofunni verði lokað fyrir fullt og fast, og starfsmennimir sendir á námskeið í jákvæðu viðmóti Að fólk noti höfuðfot þau gera mannhaftð svo litskrúðugt, sérstaklega ef þau eru svolítið skrít- in, og koma heilabúinu ófrosnu gegnum veturinn INNI Álafossúlpan. Nei annars, ekki hún, heldur frummynd jreirrar úlpu, hinn engilsaxneski „duffelcoat". Úlpa eins og Gregory Peck var svo djöfiill glæsilegur í jregar hann var hetjan í Byssunum frá Navarone. Úlpa eins og offíserar í breska sjóhemum sveipuðu utan um sig og einhvem tíma líka foringjamir í íslensku land- helgisgæslunni. Og líka breskir bítnikkar, fyrir tíma Bítlanna. En joetta er ekki Álafossúlpan, hún var aldrei annað en ódýr eftinmynd, hún snobbaði niður á við, og þess vegna varð hún svona hentugur einkennis- búningur fyrir unga vinstrisinnaða me tntamenn sem sáu mest eftir því að vera ekki fæddir í tæka tíð fyrir '68. Þótt „duffelcoat“-úlpan beri með sér ákveðin enduróm þessa tíma, sé að vissu leyti endurtekning, er merking hennar líka önnur, hún er ömgg, varfæmisleg, tekurenga sénsa, ber vott um frjálslyndi, víð- sýni og nokkum kúltúr, án þess þó að ganga út í neinar öfgar. Hún er málamiðlun og — ólíkt því sem áð- ur var — er hún, að vissu leyti, til hægri. ÚTI Öll hálsbindin í skápnum hjá Stein- grími Hermannssyni, og reyndar öll hálsbindi sem ekki em úr silki, handmáluð eða handofin og þar af leiðandi tándýr. Ltka klúbbbindi, að maður tali ekki um fölsk eða fölsuð klúbbbindi. Bindi með dýramynd- um. Bindisnælur em vond latína, sérstaklega séu þær sérsmíðaðar hjá gullsmið, bindi eiga að flaksast fijálslega. Slaufur em líka á svarta listanum, nema þá slaufúr sem em hnýttar með ærinni fyrirhöfn og til- gerð, slaufur með teygju em botn- inn. Franskir klútar em úti og varla neinir sem setja slikt á hálsinn á sér nema Hans Kristján Amason og ark- ítektar sem nota slíka klúta sem nokkurs konar einkennisbúning. Franskir klútar með teygju verða engum til álitsauka. Vasaklútar em í lagi, en jxi aðeins ef [reirem nánast ósýnilegir og samstæðir við skyrtu eða bindi. Búidishnútar em svo kap- ítuli út af fyrir sig: Þeir eiga að vera fínlegir, látlausir, en breiða bindis- hnútinn er hvergi að finna nema í Framsóknarflokknum. Það em áhrif frá Steingrími — annaðhvort láta framsóknarmenn Steingrím hnýta fyrir sig á hvetjum morgni eða þá að breiði hnúturinn er kenndur í Sam- vinnuskólanum smekkinn.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.