Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 23

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992 23 Um tilefni * Israelsferðar STJÓRNMÁL HREINN LOFTSSON Til athugunar fyrir Davíð? EFNAHAGSMÁL ÓLAFUR HANNIBALSSON Heimsókn Hússeins Jórdaníukonungs til Islands og viðræður hans við íslenska ráðamenn í byrjun vikunnar afsönnuðu með öllu þá kenningu að för Davíðs Oddssonar forsætisráðherra til Israels í síðasta mánuði yrði túlkuð þarmig að Is- lendingar tækju afstöðu með ísraelum í deilum þeirra við araba. Meira að segja leiðarahöfundur Morgunblaðsins velti þessu fyrir sér þar sem „ekkert sérstakt til- efni“ væri til slíkrar ferðar. Hússein haíði ekki þessar áhyggjur og lýsti raunar sér- stökum stuðningi við slíkar heimsóknir forystumanna lýðræðisríkja á Vesturlönd- um til Israels. Taldi hann að þá gæfist kærkomið tækifæri til rökræðna við ráða- menn Israelsríkis sem aðeins gæti haft góð áhrif á gang friðarviðræðna. Þetta var einmitt það tilefni ferðar forsætisráðherra til Israels sem leiðarahöfundi Morgun- blaðsins sást yfir. Á fundunum með ráðamönnum í ísrael gerði forsætisráðherra grein fyrir afstöðu Islendinga til málefna þessa stríðshrjáða heimshluta. Islendingar li'ta svo á að Vest- urbakki Jórdanár, Gaza- ströndin og Jerú- salem séu hemumin svæði. Gæta verði sjálfsagðra mannréttinda Palestínumanna og finna pólitíska lfamtíðarlausn á sam- skiptum þeirra við ísraelsmenn er taki mið af hagsmunum hvorratveggja. Islendingar em andvígir nýbyggðum gyðinga á her- numdu svæðunum og þeirri hörku sem þeir beita í samskiptum sínum við íbúa á hemumdu svæðunum. íslendingar hafa þannig verið meðflutningsmenn að álykt- unum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem stefha Israela á hemumdu svæð- unum hefur verið harðlega gagnrýnd. ís- lendingar binda miklar vonir við ffiðar- viðræðumar og hvetja því deiluaðila til að falla frá öllu því sem gæti orðið til þess að tefja fyrir eða stöðva þær. A sama tíma viðurkenna íslendingar tilverurétt ísraels- ríkis og vom til að mynda meðflytjendur að tillögu á þingi Sameinuðu þjóðanna í fyrra sem samþykkt var og fól í sér ógild- ingu á ályktun allsheijarþingsins ffá árinu 1975 sem lagði síonisma og kynþáttamis- rétti að jöfnu. Þegar Davíð Oddssyni forsætisráð- herra barst boð Israelsmanna um að koma í opinbera heimsókn var um tvennt að ræða. Annars vegar að afþakka boðið og láta þar með tækifærið ónotað til að árétta sjónarmið Islendinga. Tilefni slíkrar af- stöðu gátu verið mörg, t.d. annir heima fyrir. Sú afstaða fæli í sér að íslendingar vildu ekki blanda sér í deilumar en hana hefði einnig mátt túlka sem mótmæli við stefnu Israelsmanna. Vafasamt er að heimaseta hefði haft nokkur áhrif á stjóm- völd í ísrael. Hins vegar var síðan sú af- staða að fara til Israels og greina ráða- mönnum þar frá áhyggjum vinveittrar þjóðar t.d. af því með hvaða hætti fram- ganga Israelsmanna gagnvart Palestínu- mönnum á hemumdu svæðunum spillti fyrir stöðu þeirra í almenningsálitinu á Vesturlöndum. Þessi afstaða varð ofan á. Ákveðið var að þekkjast boðið og greina Israelsmönnum frá sjónarmiðum Islend- inga í þeirri von að þeir gerðu sér betur grein fyrir stöðu sinni. Þessi tilgangur ferðarinnar náðist fram. Forsætisráðherra gafst einstakt tækifæri til að hitta helstu ráðamenn Israels á tíma sem skiptir máli. Hvaða tími hefði hentað betur til þess að hvetja þá til að leggja sig fram við viðræður og gera þeim grein fyr- ir þeim áhrifum sem stefna þeirra hefur haft á stöðu þeirra í áróðursstríðinu? Á sama tíma gafst tækifæri til að kynnast af eigin raun þeirri aðstöðu sem Israelar em í og kynnast viðhorfum þeirra sjálfra til gagnrýni á stefnu þeirra. Vitaskuld komu þeir firam með sín rök. Þeir sögðu t.d. að almenningur á Vesturlöndum gerði sér ekki fyllilega grein fyrir hugsunarhætti ar- abanna, hatri þeirra á Israel og þeirri ógn sem öryggi þeirra stafaði af því. Fáir gerðu sér í hugarlund þá ógn og skelfingu sem var samfara hótunum og eldflauga- árásum Saddams Hússeins fyrir aðeins ári. Undir niðri blundaði sú afstaða ar- abanna að má Israelsríki út af kortinu. Allt krefðist þetta árvekni, öflugra vama og harðra viðbragða af þeirra hálfu sem aftur hefði þá hættu í för með sér að vamarað- gerðir gætu fengið á sig blæ ofbeldis. Stundum virtist það gleymast að ísrael væri eina lýðræðisrýkið á svæðinu þar sem örfáar milljónir gyðinga berðust fyrir tilvist sinni gagnvart miklum mun stærri ríkjum araba sem sum hver lytu stjóm of- beldissinnaðra einræðisherra. Afstaða íslendinga hefur ávallt hvílt á því skilyrði að endanleg lausn deilunnar fyrir bomi Miðjarðarhafsins taki mið af réttindum hvorratveggja en það hlýtur að vera forsendan fyrir því að menn geti haldið af skynsemi á málum að þeir kynni sér aðstæður af eigin raun og hlusti á sjón- armið beggja aðila. Gagnvart Israelum var staðan sú að á síðustu ámm hafa ís- lenskir ráðherrar sótt Jasser Arafat heim til Túnis en enginn þeirra hafði komið til Israels. Það gefur einfaldlega ekki rétta mynd af afstöðu Islendinga að heimsækja aðeins einn aðila deilunnar. Þetta misvægi varð auðvitað að leiðrétta. Ástæða er líka til að ætla að för forsætisráðherra til ísra- els hafi skipt máli eins og ummæli Hús- seins Jórdaníukonungs benda til. ísraels- menn líta á fslendinga sem vini sína sem vissulega hefur áhrif á það með hvaða hætti þeir hlusta á sjónarmið okkar. Sú skylda hvílir því á okkur sem fullgildum þátttakanda í samfélagi þjóðanna að láta rödd okkar heyrast þegar eftir henni er spurt og mikið liggur við fremur en að snúa upp á sig með þjósti og þykjast ekk- ert geta sagt vegna annríkis heimafyrir. Höfundur er aðstoöarmaöur forsætisráöherra. Man nokkur lengur þá björtu firamtíð, sem opnaðist okkur með falli múrsins, upplausn kommúnismans, ósigri Sadd- ams Husseins og þeirri nýju heimsskipan, sem sigla skyldi í kjölfarið með Banda- ríkin í hlutverki alheimslögreglu undir ægishjálmi Sameinuðu þjóðanna? Friðar- arðinn mikla, sem deilast skyldi út á með- al hinna snauðu þegar byrði vígbúnaðar- kapphlaupsins yrði létt af efnahagskerfi þjóðanna og heimsins alls? Já, Þúsund- áraríki markaðarins sem sprengja mundi af sér höft hugmyndafræðinnar og leysa úr læðingi alla þá krafta, sem hálfkramdir sprikluðu undir fargi kerfisíhlutunar, boða og banna, reglugerðafargans og afskipta misviturra stjómmálamanna? Sú iðja- græna jörð hefur enn ekki risið úr ægi. Þvert á móti hefur heimur kapítalismans ekki verið við slappari heilsu um langan tíma, sennilega ekki síðan á kreppuárun- um á fjórða áratugnum. Hér heima horfist Davíð Oddsson í augu við vax- andi atvinnuleysi og möguleg átök á vinnu- markaði, niðurskurð á fjárlögum og kvalafulla lýtalœkningu á velferðar- kerfinu. Fyrir nokkmm ámm var stofhaður samstarfshópur iðnveldanna sjö (kallaður G-7-hópurinn) til þess einmitt að afstýra svona kreppum. Hann kemur saman ár- lega, en samt virðast þessi forysturíki hafa takmarkaða hugmynd um hvert stefni og hvað bíði framundan. Forsætisráðherrar og ríkisstjómir falla eins og hráviði. Versnandi efhahagur og atvinnuleysi grafa undan þeim. Margrét Thatcher var eitt af fyrstu fómarlömbum þessarar niðursveiflu, þótt aðrar ástæður ættu kannski meiri þátt í falli hennar. En ef breska hagkerfið hefði haldið styrk- leika sínum væri hún kannski enn á meðal vor. Kannski á Bob Hawke, fyrrverandi for- sætisráðherra Ástralíu, meira tilkall til að vera kallaður fyrsta fómarlamb kreppunn- ar. Hann varð að víkja í desember fyrir fyrmm fjármálaráðherra sínum, Paul Keating. Hawke skildi eftir sig 10,5 % at- vinnuleysi - meira en nokkm sinni eftir heimsstyrjöld - auk þess sem ýmis fjár- málahneyksli áttu þátt í falli hans. Til skamms tíma var Keating heldur ekki spáð pólitísku langlífi, þar sem stutt er í kosningar í maí 1993. Tapi hann þeim gæti Ástralía tekið skarpa hægri beygju eftir lengsta valdatímabil Verkamanna- flokksins í sögunni. En svo lagði Keating handlegginn utan um mittið á bresku drottningunni og breska pressan brást ókvæða við ,Jcáfi" hans. Hann svaraði Bretum fullum hálsi, taldi tímabært að huga að stofnun lýðveldis og er núna þjóðhetja með 57% fylgi. Eftirmaður Thatchers, John Major gæti orðið næstur á efitir Bob Hawke. Breska hagkerfið sýnir lítil sem engin merki um bata og Major verður að ganga til kosn- inga ekki seinna en í júlí. Stjóm hans virðist riða til falls, þrátt fyrir persónuleg- ar vinsældir Majors, og ef hann tapar snýst Bretland öfugt við Ástralíu - til vinstri. Enn verr er komið fyrir kanadíska for- sætisráðherranum, Brian Mulroney. Sem Ieiðtoga Ihaldsflokksins tókst honurn að ná botni allra tíma í skoðanakönnunum nýlega. Kanadíska hagkerfið liggur kylli- flatt. Hann hefur þó aðeins rýmri tíma en Major, þarf ekki að ganga til kosninga fyrr en á næsta ári. Þar eins og í Bretlandi er óvíst um sigurvegara. Nýja-Sjáland er í álíka klandri. Hægri flokkamir unnu síðustu kosningar, eftir að landið hafði haft þrjá forsætisráðherra á einu ári. Núna, ári síðar, er James Bolger óvinsælasti forsætisráðherra í sögu þess. Hann slær jafrível óvinsældum Mul- roneys við í skoðanakönnunum. Óðaverð- bólga og atvinnuleysi hafa leitt til vægðar- lauss niðurskurðar á velferðarkerfinu og kvalafullra fjárlagaráðstafana, sem fyrr en síðar gætu leitt nýjan forsætisráðherra að stjómvelinum. Kreppan hefur líka fengið fólk til að hugsa sér hið óhugsanlega: Að George Bush verði ekki endurkjörinn forseti í nóvember. Hann er sakaður um að gefa hagkerfinu heima fyrir lítinn gaum meðan hann fer með himinskautum í alþjóðlegu diplómatíi. Honum hafa raunar alltaf dauðleiðst efnahagsmál. Frakklandsforseti, Francois Mitterrand, er nú óvinsælli en nokkru sinni fyrr, þó hann ætti með guðs hjálp að geta klárað kjörtímabil sitt, sem endar 1995. Aðeins Helmut Kohl er utan hættu, þótt vinsældir hans hafi dofnað vemlega vegna efna- hagsástandsins heima fyrir. En hann er aðeins búinn með rúmlega ár af kjörtíma- bilinu. Allur hinn vestræni heimur er því að fara í gegnum mikið hræringa- og skjálftatímabil. Hér heima horfist Davíð Oddsson í augu við vaxandi atvinnuleysi og möguleg átök á vinnumarkaði, niður- skurð á fjárlögum og kvalafulla lýtalækn- ingu á velferðarkerfinu svo ekki sé meira sagt. Hann er líka farinn að skrapa botninn í skoðanakönnunum. Hann getur þó huggað sig við að hann er síður en svo einn á báti. En útlitið er ekki bjart um borð í þeim farkosti. Hin pólitíska Feigð kann að eiga eftir að kalla skipverjana einn af öðmm. Höfundur er blaðamaöur FJÖLMIÐLAR Ríkissjónvarpið og dánu skáldin Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað ræður vali forsvars- manna Ríkissjónvarpsins á efríi til þáttagerðar. Einhvem tímann sá ég hluta af þáttaröð um flök á hafsbotni, nokkmm sinnum hef ég fylgst með þáttum um dáin ljóðskáld og síðan hef ég séð einhver heljarinnar ósköp af vandamálaþáttum að hætti Sig- rúnar Stefánsdóttur. Ekkert af þessu er í sjálfu sér vont efni. Það er helst að mér séu famir að leiðast þættimir um skáldin. Það er eins og þetta sé alltaf sami þátturinn. I þeim er alltaf einhver leikari sem situr við skriftir, rís upp, gengur út að glugganum og horfir út. Ef leik- arinn er með fjaðurstaf er hann lfldega Snorri Sturluson, ef hann stingur við er hann líkasttil Jóhann Jónsson og ef leikarinn þykist vera fullur þá er hann Kristján Fjallaskáld. En þetta var útúrdúr. Það sem mér finnst sérkennilegt við innlenda þáttagerð í Ríkissjón- varpinu er að það er eins og þáttagerðarmennimir hafi sjálf- dæmi um hvað þeir taka sér fyr- ir hendur. Ef einhver á kvik- myndavél til að taka neðansjáv- armyndir þá fær hann að gera undirdjúpaþátt. Ef einhver bók- menntaftæðineminn kemur með BA-ritgerðina sína niður í Sjónvarp þá fær sá sami kvik- myndatökumann og einn leik- ara ásamt tilheyrandi leikmun- um. Sökum þessa er þáttagerð Ríkissjónvarpsins dálítið út úr kú. Þótt hver þáttur fyrir sig sé í sjálfu sér ágætur skilur maður ekki alveg hvaða þjóðfélagi Rfldssjónvarpið er að lýsa í gegnum þessa þáttagerð. Á þeim blöðum þar sem ég hef unnið hefur fólk yfirleitt tek- ið það alvarlega að hlutverk þess sé að búa til einhvers konar spegilmynd samfélagsins. Menn hafa jafrível velt því fyrir sér hvað fólk utan veggja rit- stjómarinnar sé að hugsa og reynt að koma á firamfæri speg- ilmynd þeirra þanka. Það virðist ekki vaka fyrir forsvarsmönnum Rfldssjón- varps. Þar virðist ekki vera nein ákveðin stefría. Megintilgangur- inn virðist vera að fylla upp í kvóta innlendrar dagskrárgerðar og nota þau tæki og tól sem Rík- issjónvarpið á. Að minnsta kosti lifi ég ekki í því þjóðfélagi sem innlend þáttagerð Rfldssjónvarpsins endurspeglar. Gunnar Smári Egilsson „Á þeim gífurlegu samdráttar- og raunar svartnœttis- tímum, sem hófust með valdatöku ríkisstjómarinnar okkar og standa munu svo lengi sem okkursýnist, verðið þið að gjöra svo vel og spara, helvítin ykkar. “ Björn Þ. Guömundsson lagaprófessor ' et’ta, / ?c r t j Licc^ - f\,aeÍ)iccc^ tii ifíiLýcí „Annars er það ekki vaninn hjá okkur að skila gripum sem við höf- um stolið heiðarlega af kollegum okkar í öðrum löndum.“ Dag Herrem formaöur norskra laganema viií.ifl. c.'l.J?á, cJíkX vcwuAruv „En ríkissjóður Islands er með þeim ósköpum fæddur að jafnan er meira úr honum tekið en f hann lát- ið.“ Ásgeir Hannes Eirfksson verslunarmabur c*.cS e.'i, vií 6/c-Attu. „Við vomm skemmtilegir og töl- uðum um málin af viti en sögðum ekkert nýtt, enda ekkert nýtt undir sólinni." Einar Oddur Kristjánsson bjargvættur j’cctsa cla. ýcc vcvciiccctc.'í „Eg hugsa að Skagfirðingar hlytu að hafa stoppað ef hross hefði legið í kantinum.“ Fjóla Þorlelfsdóttir handleggsbrotinn Skagfiróingur -ýjiicjcctí crcý Lcccýcýcyt't „Gæðastefna Eimskips er að veita framúrskarandi og hagkvæma þjón- ustu þar sem gæðin ráða ferðinni." Höróur Sigurgestsson gæöasál Oý AVCr Llý £cý JcVc „Á Heydalajörðinni er skólinn og félagsheimilið, þannig að það má segja að þetta sé menningarsetur.“ Gunnlaugur Stefánsson alþingisprestur (ýjýtc-utii)! „Það vakir ekki fyrir mér að selja stofnunina." Ólafur Tómasson yfirpóstur

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.