Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 34

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992 Jarðhnetuolía í stað silikons? Fyrirtækið Collagen í Kali- fomíu gerir nú tilraunir með nýja tegund brjóstaígræðslupoka, sem eru frábrugðnir hinum eldri að því leyti að jarðhnetuolía er notuð í stað sílikons. Öfugt við silikon er lítil hætta á að líkam- inn hafni jurtaolíu ef eitthvað fer úrskeiðis, nýju pokamir eiga að vera þægilegri og varpa þar að auki ekki skugga í röntgen- myndatökum. Talið er að 2-5 ár geti liðið þar til nýju pokamir koma á markað. Bílnúmer til sölu Dönsk yfirvöld em farin að selja bflnúmer með áletmn að ósk eigandans. Hömlur em þó á, því aðeins verða seld 450 slík númer. Þá er verðið ekki í lægri kantinum eða jafnvirði 70.000 íslenskra króna. Sum skilti vom öðmm vinsælli. Hið vinsælasta var PORSCHE en aðeins einn hreppti það, Kim nokkur Clau- sen. Gyðingahatur I Svíþjóð Rfldssaksóknari í Svíþjóð hef- ur fyrirskipað nýja rannsókn á svæðisútvarpi múhameðstrúar- manna í Stokkhólmi, Radio Is- lam, vegna meints gyðingahat- urs í dagskránni. Fréttastjóri stöðvarinnar hefur þegar verið dæmdur einu sinni fyrir slflct. Atta þættir stöðvarinnar hafa verið kærðir, en í þeim var gyð- ingdómi meðal annars líkt við krabbamein og alnæmi. Landamæri Finna og Rússa til um- ræðu Nýr sendiherra Rússlands í Finnlandi, Júrí Derjabín, segir í viðtali við Helsinki Sanomat að landamæri ríkjanna þurfi ekki að vera óbreytanleg. Hann sagði að þrátt fyrir að Helsinki-sáttmáli RÖSE staðfesti núverandi landa- mæri komi ekkert í veg fyrir frið- samlegar viðræður ríkjanna um endurskoðun þeirra. Þetta er í fyrsta skipti sem að austan heyr- ist einhver viðurkenning á því að landamærin séu ef til vill ekki eins og þau ættu að vera. Hvort Finnar kæra sig um landið aftur er svo annað mál. E R L E N T S Stœkkun Það að Þýskaland hefur gert þetta sjónarmið að sínu eykur líkumar á því að það verði ofan á innan Evrópubandalagsins og jafnframt líkumar á því að meirihluti EFTA-ríkjanna verði orðinn aðili að bandalaginu inn- an fárra ára. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, lýsti því yfir á þingi Norðurlandaráðs í síðustu viku að hann teldi að þau EFTA-ríki sem vildu gætu verið orðnir að- ilar að Evrópubandalaginu árið 1995. Þessi yfirlýsing er athygl- isverð, ekkj síst fyrir það að hún kemur frá leiðtoga öflugasta rík- isins innan bandalagsins. Evrópubandalagið og aðild- arríki þess hafa enga stefnu markað um það hvemig og hve- nær fjölgun aðildarríkja skuli eiga sér stað. Þó er ljóst að ekki verður komist hjá því miklu lengur að marka slíka stefnu þar sem þeim ríkjum fjölgar stöðugt sem æskja aðildar. Nú þegar hafa Austurríki, Svíþjóð, Malta, Kýpur og Tyrkland sótt um að- E R L E N T Thaíland: Alnæmi breiðist út með leifturhraða Hún heldur mynd af honum ofurvarlega í hendi sér til að minna sjálfa sig á hvemig það var að vera móðir, að eiga lítinn son, þó svo að hún haft aðeins átt hann í nokkra mánuði. Hann fæddist til þess eins að deyja. „Eg trúði því ekki að hann væri dáinn,“ segir Prapai Poka- mor tvítug thaflensk stúlka, alein í heiminum, sýkt af alnæmi og tilfinningalegt rekald. „Ég dó líka.“ Saga Prapai er dæmigerð fyrir útbreiðslu alnæmis í Thaí- landi, en nú er talið að 1 % þjóð- arinnar sé sýkt af alnæmi — 570.000 manns. Alnæmi kom tiltölulega seint til Thaflands, en undir lok síð- asta áratugar smitaðist það með- al hinna 300.000 heróínsjúk- linga með meiri hraða en mælst hefur nokkurs staðar annars staðar. Djönkaramir sýktust fyrst, en vændiskonumar svo af þeim. Talið er að í Thaflandi séu um 650.000 vændiskonur, en þær em undirstaða kynlífsiðnað- ar landsins, sem er ein ábatasam- asta gjaldeyrislind þess. Vændis- konumar smituðu síðan aðra viðskiptavini sína, sem smituðu eiginkonur sínar og þær smituðu böm sín. Verði ekkert að gert til að hægja á útbreiðslu sjúkdómsins (um 1% þungaðra kvenna grein- ist með HlV-veiruna) er talið að milli 2 og 4 milljónir Thaflend- inga verði sýktar um aldamótin. Smittíðnin er um 40% hjá sprautusjúklingum, 15% hjá götumellunum og tæplega 5% hjá dýru lúxusmellunum. A sumum svæðum reynast allt að 63% vændiskvenna og djönkar- anna smituð. Þessar tölur em þess valdandi að Thafland er þungamiðja al- næmisfaraldursins í Asíu, en áð- ur en þessi áratugur er allur mun Asía fara ffam úr Afríku í fjölda smita á ári. Prapai á heima í athvarfi fyrir alnæmissýktar dætur götunnar og gerir lítið annað en að horfa á myndina af látnum syni sínum. Hún var hneppt í kynlífsþræl- dóm, haldið fanginni í hómhúsi og líkami hennar Ieigður hverj- um sem hafa vildi. „Þetta er ekkert annað en þrælahald," segir Kanitha Vi- chaincharoen, sem stýrirathvarf- inu. „Þetta er þjóðarskömm en tíðkast samt enn. I sumum hér- uðum sérðu engar ungar stúlkur, þær em allar famar." Prapai var ein þeirra. Maður í einkennisbúningi keypti hana fyrir 5.000 baht eða um 12.000 íslenskar krónur af eiganda veitingahúss í Bangkok þar sem Prapai gekk um beina ásamt vinkonu sinni frá sama þorpi. Einkennisklæddi maður- inn seldi hana fljótt aftur manni, sem hún þekkir einungis undir gælunaíni sínu, „Kob“ eða Froskurinn. Hann seldi hana til hómhúss í Nakhon Pathom, þar sem hún var læst inni í sex mán- uði. Hún fékk mat kvölds og morgna og var neydd til að liggja undir allt að 12 mönnum á dag; vömbflstjómm, Iögreglu- þjónum og skólapiltum. Margir thaflenskir karlmenn em sannfærðir um að ákjósan- legast sé að missa sveindóminn með vændiskonu og skoðana- kannanir benda til þess að 95% thaflenskra karlmanna yfir 21 árs aldri hafi notfært sér þjónustu skyndikvenna. Til skamms tíma tóku þeir ekki heldur í mál að nota smokkinn, en heilbrigðis- ráðuneytið segir að það kunni að vera að breytast. Sú breyting kom þó of seint fyrir Prapai. „Ég varð að taka þrjá eða fjóra kúnna um leið og ég vaknaði á morgnana," segir hún með ger- samlega tilfinningalausri röddu. „A kvöldin varð ég vanalega að taka sjö í viðbót auk þess, sem borgaði fyrir að sofa hjá mér. Það em 12 á dag. Þetta var ógeðslegt en ég hafði ekkert val.“ Sex mánuðir liðu áður en hún fékk nokkra peninga, en þá fékk hún 200 baht (um 500 krónur) til að fara í fóstureyðingu. Fóstur- eyðingar em ólöglegar í Thaí- landi en þekki maður til í bak-' húsum Bangkok er hægðarleikur að finna skrapara, sem vill vinna verkið. Frænka Prapai þekkti hins vegar ekki nógu vel til og fór með hana til læknis, sem neitaði að drepa fóstrið og sendi hana þess í stað til lögreglunnar, sem kom henni fyrir í athvarfinu. Að sögn Kanitha er stúlkun- um í sveitahóruhúsunum hættara við smiti en í borgunum, því þær em yfirleitt neyddar til að af- greiða eins marga kúnna og tími gefst til. Eftir lögregluatlögu á hómhús í fyrra vom 25 vændis- konur færðar til rannsóknar. All- ar 25 reyndust smitaðar af al- næmi. Fæstar höfðu unnið þar í meira en ár. Smit Prapai kom í ljós þegar hún fór í fyrstu læknisskoðunina vegna bamsins ófædda. Sjö mánuðum síðar var það tekið með skurði og þá kom í ljós að sonur hennar hafði smitast í móðurkviði. Fyrstu fjóramánuð- ina virtist hann hraustur, en síð- ustu átta mánuðina var hann á sjúkrahúsi. „Hann fékk kvef og elnaði síðan sóttin," segir Prapai. „Hann fékk sýkingu í tunguna..." og röddin fjarar út í miðri setn- ingu en augun halda áfram að flökta til og frá án þess þó að horfast nokkum tímann í augu við nokkum. „Ég fór á deildina þar sem bamið mitt var en það var farið. Mér var sagt að það hefði dáið daginn áður. Ég gat ekki trúað því. Ég dó líka, átti ekkert eftir. Hann var það eina sem ég átti.“ Prapai sefur ásamt fimm öðr- um í rúmgóðu herbergi á annarri hæð athvarfsins. Skýlið er skammt frá miðborginni en Prapai fer aldrei neitt. ,JÉg hef ekkert að fara.“ Niðri hangir skilti, sem á stendur: „Þetta hús er gjöf frá japönskum áhorfend- um Stöðvar 24. Við óskum ykk- ur til hamingju." Undir skiltinu sitja sjö stúlkur og borða við langborð. Þær vom í hópi 15 vændiskvenna, sem lögreglan kom nýlega með. AU- ar smitaðar af alnæmi. Uppi á lofti situr Prapai ein. Hún veit meira um alnæmi og HlV-vehuna en hún vill vita. „Ég er ekki líkamlega veik enn- þá en ég kvelst viðstöðulaust innst inni,“ segir hún. „Ég hef séð bækur og myndbönd af sjúk- lingum á lokastigi alnæmis. Ég vona bara að ef ég dey þá þurfi ég ekki að kveljast.“ Líklegast mun hún samt kvelj- ast og deyja, líkt og sonur hennar áður og ótaldir landar næstu ár og áraraðir. JÓNARHORN BIRGIR ÁRNASON Evrópubandalagsins „Það að Þýskaland hefur gert þetta sjónarmið að sínu eykur líkurnar á því að það verði ofan á innan Evr- ópubandalagsins og jafnframt líkurn- ar á því að meirihluti EFTA-ríkjanna verði orðinn aðili að bandalaginu ild. Finnland mun gera það í þessum mánuði og Pólland, Tékkóslóvakía og Ungverja- land hafa lýst því yfir að þau æski aðildar eins fljótt og verða má. Evrópubandalagið getur ekki til lengdar vikið sér undan öllum þessum aðildammsókn- um. Fjölgun aðildarríkja verður á dagskrá á næsta reglulega leið- togafundi Evrópubandalagsins sem haldinn verður í Lissabon í Portúgal í júní á þessu ári og verður þá gerð tilraun til að móta stefnu í þessum efnum. Nú þegar má greina grófustu drættina í þessari stefnu. Nýjar aðildarþjóðir verða teknar inn í tvennu lagi. Fyrst þau EFTA-ríki sem áhuga hafa og uppfylla þegar þau pólitísku og efnahagslegu skilyrði sem sett em fyrir aðild. Næst og þá fimm til tíu ámm síðar þau ríki í Aust- ur-Evrópu og annars staðar sem náð hafa tilskildum pólitískum og efnahagslegum þroska. Meginálita- og jafnvel ágrein- ingsefnið er hvenær EFTA-ríkj- innan fárra ára. unum verður veitt aðild að bandalaginu. I Evrópubandalaginu em uppi tvö sjónarmið í þessu efhi. Annars vegar er því haldið fram að leggja eigi alla áherslu á að efla samstarf innan bandalags- ins, meðal annars með því að koma á myntbandalagi og nán- ara samstarfi í öryggis- og vam- armálum. Talsmenn þessa sjón- armiðs telja að fjölgun aðildar- ríkjanna myndi standa í vegi fyrir því að þetta nánara sam- starf verði að vemleika. Hitt sjónarmiðið er það sem Helmut Kohl hélt á loft á Norðurlanda- ráðsþinginu í fyrri viku, að taka eigi EFTA-ríkin inn eins fljótt og kostur er eða um miðjan þennan áratug. Önnur ríki gætu þá fylgt í kjölfarið um eða strax eftir næstu aldamót. Það að Þýskaland hefur gert þetta sjón- armið að sínu eykur líkumar á því að það verði ofan á innan Evrópubandalagsins og jafn- framt líkumar á því að meiri- hluti EFTA-ríkjanna verði orð- inn aðili að bandalaginu innan fána ára. Ríkisstjómin hefur lýst því yfir að Islendingar sækist ekki eftir aðild að Evrópubandalag- inu. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra hefur hins vegar látið hafa eftir sér að fari svo að flest EFTA- ríkjanna gerist aðilar að bandalaginu verði Islendingar að endurskoða afstöðu sína. Til hvers að bíða svo lengi? Það er ljóst hvert stefnir. Rflds- stjómin á auðvitað strax að láta kanna kost og löst á því að Is- land sæki um aðild að Evrópu- bandalaginu. Vel getur verið að aðild samrýmist ekki hagsmun- um Islendinga. Það getur líka vel verið að Evrópubandalagið sjái sér lítinn hag í aðild Islend- inga. Enginn veit. Þetta þarf að kanna í stað þess að stinga höfð- inu í sandinn og veigra sér við því að taka á erfiðu máli. Hinn kosturinn er að hætta á að ísland einangrist norður í ballarhafi um langa framtíð. Höfundur er hagfræðingur hjá EFTA í Genf.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.