Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992 „Þetta hljómsveitarlíf átti ekki vel við mig. Mér fannst ég dálítið eins og innilokaður í hljómsveit. “ PRESSAN/iim Smart Jóhann G. Jóhannsson hefur lengur en elstu menn muna verið í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna. Hann hefur samið tugi laga sem hvert mannsbarn þekkir, lög eins og „Eina ósk“ í flutningi Björg- vins Halldórssonar og „Eg lifi í voninni" í flutningi Stjómar- innar svo fátt eitt sé nefnt. Og þeir eru ófáir listamennimir sem vakið hafa fyrst athygli fyrir flutning á lögum Jóhanns. Um 1970 var Jóhann helsta driffjöðrin í hljómsveitinni Óðmönnum, sem margir telja mestu framúrstefnuhljómsveit sem starfað hefur hér á landi fyrr og síðar. Óðmenn þóttu ekki aðeins nýstárleg og djörf hljómsveit, heldur þóttu með- limir hennar ekki síður færir hljóðfæraleikarar. Jóhann hef- ur ekki mikið komið fram op- inberlega eftir að Óðmenn hættu að spila saman. Hann spilaði um tíma með hljóm- sveitinni Náttúru, sem einnig þótti sérstæð hljómsveit á sín- um tíma, en segist ekki hafa kunnað við allt flandrið sem fylgdi slíkri spilamennsku. Jó- hann hefur því meira fengist við að semja fyrir aðra og þá þótti hann ekki síður liðtækur við málarapenslana. A síðustu árum hefur Jóhann verið í for- ystu í réttindabaráttu tónlistar- manna af yngri kynslóðinni, auk þess sem hann hefur verið í forsvari fyrir Púlsinn, sem í dag er eftirsóttur staður til að spila á, ekki síður fyrir erlend- ar stórstjömur en íslenska ung- linga sem eru rétt komnir út úr bílskúrunum. VON Á KOMBAKKI ÓÐ- MANNA Fyrir skömmu var endurút- gefin sem hljómdiskur sú plata Oðmanna sem lengi hefur ver- ið talin eitthvert merkasta framlagið til íslenskrar popp- tónlistar. A Jóhann von á að það séu aðeins gamlir aðdá- endur sem muni bregða diskin- um áfóninn? „Eg veit nú ekki hversu vel gamlir aðdáendur munu taka við sér, en í gegnum tíðina hef ég alltaf af og til frétt af því að yngri tónlistarmenn hafi verið að grúska í þessu efni. Það er alveg í samræmi við hvað ungu mennimir spila af öðru gömlu efni. Það er svo margt gamalt sem kemur aftur og aft- ur.“ Er von til þess að þið bregð- ið ykkur aftur á sviðið og kynn- ið plötuna eitthvað? „Ég lofaði nú Jóni Ólafs- syni útgefanda því á sínum tíma, málin hafa bara strandað á því hvað við höfum allir ver- ið uppteknir. Finnur Torft er á kaft í sínum tónlistarheimi, en ég geri mér vonir um að við getum komið saman í haust. Við viljum ekki gera þetta nema gera það vel og það kost- ar heilmikla vinnu og tíma.“ NÚNA KEMUR FÓLK TIL AO HLUSTA Það er varla hœgt að segja að Jóhann hafi spilað opinber- lega nema sem gestur afog til í nœrri tuttugu ár. Saknarðtt þess ekkert að spila ekki leng- urfyrir áheyrendur? „Þetta hljómsveitarlíf átti ekki vel við mig. Mér fannst ég dálítið eins og innilokaður í hljómsveit og ég hef í rauninni alltaf haft meiri áhuga á að búa til tónlist en að koma fram, en þó hef ég mjög gaman af að spila. Þegar ég var í þessu var erfitt að fá tækifæri til að spila það sem við tónlistarmennimir vildum flytja. I dag eru nokkuð breyttar forsendur, það er auð- veldara að halda tónleika og mikið af ungum böndum fær tækifæri til að flytja sitt efni og fólk kemur á tónleika til að hlusta. Það er góð þróun.“ Plata Jóhanns, „Langspil“, hefur af mörgum verið talin einhver besta og vandaðasta plata sem gefin hefur verið út á Islandi. Fá íslensk dægurlög hafa orðið langlífari en lagið Don't try to fool me, sem Jó- hann söng á áðumefndri plötu. Langspilið hefur verið ófáan- legt í mörg ár en nú styttist í að platan komi út á geisladiski, eflaust mörgum til ánægju. „Það má kannski segja að með þessari endurútgáfu sé verið að koma músíkinni í það horf að einhver von sé til þess að hún verði spiluð í útvarpi ef menn hafa áhuga á því. Þessi plata fékk góðar viðtökur á sinum tima en textarmr voru allir á ensku, sem féll ekki í kramið hjá Ríkisútvarpinu, og það varð til þess að aðeins tvö lög plötunnar fengu einhverja spilun — annað efni hennar hefur lítið heyrst.“ AFBRIGÐILEGAR TAKTTEGUNDI R Jóhann hefur samið ýmislegt annað en dægurlög. „Það efni sem er komið út gefur eiginlega mjög villandi mynd af mér sem laga- höfundi. I hljómsveit- um eins og Óðmönn- um og Náttúru var efn- ið sem við fluttum frekar þung og framúr- stefnuleg tónlist, og ég samdi á þessum tíma efni sem þá þótti tor- melt — í albrigðileg- um takttegundum og þess háttar. Minnst af því hefur litið dagsins ljós vegna þess að menn bæði töldu ekki markað fyrir það auk þess sem ýmis vand- kvæði voru á því að flytja efnið. Ég hugsa því stundum á þann veg að það besta sem ég hef samið liggi enn- þá í skúffunum. Þegar maður semur fyrir aðra fær maður allt að því óskir um hvemig lagið á að vera; þetta getur stundum orðið eins og lítil gestaþraut sem maður þarf að glíma við og takmarkast þá við þessar óskir flytj- endanna. Það getur verið gaman að glíma við þetta form þótt maður hafi takmarkað frelsi.“ Hvað með þessa sí- gildu ósk listamanna að náfrœgð ogfótfestu erlendis, sœkir hún ekkert á í dag? „Ég hef auðvitað lengi gengið með þá hugmynd að koma mér á framfæri erlendis sem lagahöfundi, en það er hægara sagt en gert. Það má kannski segja að týndi hlekkur- inn hafi hingað til ver- ið sá að ekki hefur ver- ið unnið nógu markvisst að kynningu á íslenskum dægur- lögum erlendis með það fyrir augum að vekja athygli þekk- tra flytjenda á lögunum. Það hefur oft verið sagt að lag eins og Don't try to fool me ætti möguleika erlendis, en því miður hefur ekkert verið gert í að kynna það fyrir þekktum flytjendum. Það er alveg sér- stakt svið að kynna svona lög erlendis og mjög flókið að koma tónlistinni á framfæri. Ég trúi því að nokkuð af því efni sem liggur hjá mér gæti átt möguleika, en til að koma því á framfæri þyrfti maður að leggja í mikla vinnu, og slíkt kostar peninga." NÝ PLATA í VINNSLU Jóhann segist hafa gælt við að geta unnið að nýrri plötu á þessu ári, en sökum anna verði það líklega að bíða fram á næsta ár. En Jóhann er ekki bara þekktur sem tónlistarmaður, hann hefur í gegnum árin feng- ist nokkuð við að mála og hef- ur haldið sýningar auk þess sem hann rak listagallerí hér á árum áður. Hvernig hefur gengið að ná sáttum á milli þessara tjáning- arforma? „Lengi vel, meðan ég var eingöngu í myndlist og tónlist og sinnti ekki öðru, gekk þetta ágætlega og þá ríkti ákveðið jafnvægi á milli þessara list- greina. A síðustu árum hef ég dreift kröftum mínum á kannski allt of mörg svið. Ég finn fyrir því núna að það er í rauninni hvorki nægur tími fyrir tónlistina né myndlistina eins og sakir standa. Ég er að reyna að vinna að því að skapa mér aftur aðstæður til að sinna hvoru tveggja. Það er mjög gott eftir tónlistartímabilin, þar sem maður þarf að skipta við mjög marga og vera stöðugt í málamiðlun, að komast aftur í að mála þar sem maður hefur fyrir framan sig þennan af- markaða flöt og ræður honum algerlega sjálfur." Eftir meira en tuttugu og fimm ára störf við listsköpun, erþað þá eitthvað sérstakt sem þú vildir að hefði farið á annan veg, eða hafa kannski allir draumarnir rœst? „Ég neita því ekki að ég vildi að ég hefði haft betri skil- yrði sem listamaður, þannig að ég hefði getað sinnt listsköp- uninni meira. Ég hef eytt mjög miklum tíma í ýmislegt annað. Ég einsetti mér nú strax þegar ég kom úr Samvinnuskólanum að reyna að lifa af listinni, en það hefur oft verið nokkuð strembið. Eftir á að hyggja hafa þessir útúrdúrar skapað breidd og reynslu sem hefur vonandi aukið styrk minn og þroska sem einstaklings og þá um leið líkur á að það skili sér í því sem ég á eftir að takast á við.“ TROMMARI CREAM, GINGER BAKER, VÆNT- ANLEGUR Síðustu árin hefur Jóhann verið íforystu félagsmála fyrir dœgurtónlistarmenn. Hann segir að reynsla sín af því að standa oft einn í að koma mál- um sínum áleiðis hafi ýtt sér út í þetta tímafreka vafstur. Jó- hann segist sjá fyrir sér ýmsa möguleika sem gœtu verið að opnast fyrir íslenska tónlistar- menn erlendis, það vanti dá- litla peninga, en þeir peningar gætu skilað sér margfalt til baka fengju tónlistarmenn sjóði til að spila úr. Jóhann hefur á síðustu misserum verið í forsvari fyrir tónlistarmiðstöðina Púlsinn, sem nýtur sífellt meiri vin- sælda. Nú er svo komið að hann hefur varla við að svara erlendum tónlistarmönnum sem vilja koma hingað til að spila. öamli trymbillinn úr Cream, Ginger Baker, er t.d. væntanlegur á næstunni og hugsanlega fleiri frægir kapp- ar. Er bjart framundan hjá ís- lenskum tónlistarmönnum? „Hér á landi er geysilega mikið af hæftleikaríku fólki á öllum sviðum tónlistar. Það opnast sífellt fleiri möguleikar á því að koma tónlistinni á framfæri erlendis og vaxandi skilningur ráðamanna á mögu- leikum íslenskrar tónlistar. Því er engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn, — við þekkjum til dæmis árangurinn hjá Syk- urmolunum og Mezzoforte, og hvað þarf að segja meira?" Björn E Hafberg

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.