Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992 K A R L A R I Ameríku eru menn nú farnir að tala um „villimanninn11 og nauðsyn þess að sérhver maður upp- götvi villimanninn í sjálfum sér. Það sem kallað hefur verið „hinn nýi maður“ er sem sé A helgarrtðinak&iðurium @ar»ga mennirnlr i gegnum ýmislegt vlð leitinn að villlmtwninum. að hverfa. Sá mað- ur sem tileinkar sér mjúk gildi, reynir að vera hvers manns hugljúfi og gera öllum til hæfis er dottinn úr tísku. Nú eiga menn að finna hinn óbeisl- aða og frumstæða kraft sem í öllum býr. Það getur verið misdjúpt á honum en hann á að finn- ast ef vel er leitað og nú keppast Kan- arnir við að leita. I þeim tilgangi er boðið upp á svokallaðar villimanna-helg- ar. Þar dansa karlmennirnir í kringum varðelda, skríða um í drullunni og tala. Tala gegndar- laust um sjálfa sig og vandamál sín. Gjörókunnugir karlmenn trúa hver öðrum fyrir sínum mestu vandamálum, — hvort sem þeim finnst tippið á sér of lítið eða konan of frek. AUt skal látið vaða. Síðan er að fara heim endumærður á sál og líkama og taka völdin. KONUR ELSKA VILLI- AAANNINN OC VIR£>A Einn af upphafsmönnum þessarar nýju hreyfingar er maður að nafni Robert Bly, en bók hans „Iron John“ hefur vak- ið geysimikia athygli og var lengi ofarlega á metsölulistum. Samkvæmt því sem Bly segir í bók sinni lifum við nú í föðurlausu þjóðfélagi og höfum reyndar gert alveg frá því iðnbyltingin skall á. Þá fóru feðumir út á vinnumark- aðinn og hafa verið þar síðan ekkert mátt vera að því að sinna sonum sínum. Afleiðing þessa er sú að konumar hafa alið dreng- ina upp. Þá skortir alla karl- mennskuímynd í uppeldinu og verða mjúkir og kvenlegir. Karlmanninn skortir því alla karlmennsku, allt frum- kvæði, hann leyfir óvið- komandi að taka frá sér það sem honum ber með réttu, hann lætur troða á sér af því hann er ekki með- vitaður um stöðu sína sem karlmaður. En hvað er þá til ráða? Jú, Bly segir lausnina fel- ast í því að menn finni villi- manninn í sjálfum sér og geri sér grein fyrir stöðu sinni. Villi- maðurinn er ör, kynferðislegur, fastur fyrir, tekur fmmkvæði og er vemdari jarðarinnar. Og sök- um þess að hann hefur raun- vemleg völd og er ekki hræddur við að nota þau elska konur hann og virða. Hver vildi ekki að þessi lýs- ing ætti við sig? Eg tók mig til og tjáði minni ektakvinnu að nú væri ég genginn til liðs við Ro- bert Bly og hans líka. Utskýrði kenninguna fjálglega og sagðist ætla að fara að stjórna þessu heimilishaldi. No more mister nice guy, kelli mín, sagði ég og óskaði þess að Robert heyrði í mér. Og féll hún í stafi? Robert Bly, höfund- ur bókarinnar „Iron John“. Hann hefur mjög ákveön- ar skoöanir um hvernig karlmenn eiga aö haga sér. Lyppaðist hún niður? Gaf hún sig mér á vald altekin af dýrs- legu aðdráttarafli mínu? Nei, öðru nær. Hún lét ekki einu sinni svo lítið að hlæja góðlát- lega. Hún einfaldlega horfði á mig með vorkunnsemi í svipn- um og spurði hvort það væri ekki í lagi með mig. KARLMENNSKA CRIMMSBRÆPRA Þótt ótrúlegt kunni að virð- ast byggir Bly allar manndóms- vígslukenningar sínar á einu ævintýra Grimmsbræðra. Ævin- týri sem þeir bræður skráðu árið 1820 og heitir á ensku „Iron John“ eins og bók Blys. I stuttu máli er sagan eitt- hvað á þessa leið: f fymdinni fór hugrakkur veiðimaður frá kastala einum út í skóginn er umlukti kastalann. Hann ætl- aði að komast að þvx hvað orsakaði tíð hvörf veiðimanna sem hættu sér í skóg- inn. Veiðimaðurinn rekst á villimann einn ógurlegan sem þak- inn er rauðu stríðu hári frá hvir- fli til ilja. Hann handsamar villi- manninn, Járn-Jón, og flytur hann til kastalans og Jón er sett- ur í búr í hallargarðinum. Dag einn missir prinsinn litli bolta sinn frá sér. Boltinn rúllar inn í búrið til Jóns sem segir prinsinum að hann láti hann fá boltann aftur ef prinsinn frelsi hann úr prísundinni. Prinsinn stelur lyklinum að búrinu, frelsar Jón og hverfur með honum til skógar, því hann var þess fullviss að sér yrði refsað ef hann yrði kyrr. Tíminn líður og þeir fé- lagar lenda í ýmsum svaka- legum ævintýrum saman. Undir handleiðslu Jóns hlýtur prinsinn manndóms- vígslu og verður að lokum mikið og þroskað karl- menni og að sjálfsögðu öðrum körlum myndarlegri. Hann kvænist fallegri prinsessu og faðir hans og móðir mæta í brúðkaupið. Einnig kemur þangað, ásamt fylgdarliði, kóngur einn ókunnugur. Hann kynnir sig fyrir prinsinum sem Jám-Jón. Lögð höfðu verið á hann álög og honum breytt í villimann. Prinsinn hafði aflétt álögunum með því að beita sjálfan sig aga og gangast undir þjáningarfulla manndómsvígslu í skóginum. HORFAÍ ELDINN BERIR AD OFAN Þannig er nú það. Með því að taka af skarið og ganga að hverri hildi með bros á vor taka menn út þann þroska sem nauð- synlegur er hverjum manni. Samkvæmt þessum kenn- ingum er nútímakarlmaðurinn orðinn persónueinkennalaust meðalmenni á öllum sviðum. Hann er hlutlaus í pólitík, lítt af- gerandi á vinnustað og hefur ekkert að segja sem uppalandi. Hann talar ekki um það sem honum liggur á hjarta við vini sína og fær aldrei útrás. Ein- hvers staðar djúpt í sál hans sef- ur villimaðurinn en nú er kom- inn tími til að hann vakni. Karlmaðurinn þarf að bijóta af sér fjötrana og fara á helgar- námskeið í frumstæðri hegðun. Hann þarf að öskra, dansa, skríða, horfa í eldinn og tala við jafningja sína. Hann þarf að fá að vera karlmaður, vera trúr sínu karlmannlega eðli og upp- götva hvað hann getur gert í krafti manndómsins. Karlmennskuímynd hefur ekki verið til staðar t' uppeldinu og hann er gegnumsýrður af viðhorfum kvenna og kvenlegir eiginleikar eru orðnir honum tamir. Hvað er þá betra en dvelja eina helgi ber að ofan úti í náttúrunni og láta tryllinginn ná á sér tökum? Hrista af sér þetta kvennakjaftæði ailt saman og fara að haga sér eins og full- vöxnum karlmanni sæmir. Og láta ekki kalla sig Gunnar eða Jón heldur Úlf, Tarf eða Hákarl. HELDUR HJÁKÁTLEG KENNINO ,,Mér finnst þetta nú allt saman heldur hjákátlegt," sagði Dagur Jónsson, 23 ára meðlim- ur í björgunarsveitinni Fiska- kletti, þegar við bárum þessar kenningar undir hann. Dagur hefur haft útivist að áhugamáli í ein tíu ár, en þver- tekur fyrir að það hafi eitthvað með karlmennskuímynd að gera. „Ég hef satt að segja ekki hugsað um þetta í þessu sam- hengi fýrr, en ég held að ég gæti ekki án þess verið að klífa ís- fossa og fjöll. Ég held að þetta sé fyrir mig eins og suma aðra að fara á böll,“ segir Dagur. Það er sama hvað á hann er gengið, hann fæst alls ekki til að viður- kenna að hann sé að þessu til að sanna karlmennsku sína og yfir- burði sem karlmaður. „Það em líka stelpur í þessu og þær standa sig ekkert síður en karlmennimir," heldur Dagur áfram. Hann segist ekki telja að þetta viðhorf eigi við í dag. Karlmenn eigi ekki að reyna að drottna yfir konum. Hann bend- ir líka á að aðstæður séu allt aðr- ar hér en í Ameríku og Kanamir geti nú stundum gengið út í öfg- ar þegar þeir taka sér eitthvað fyrir hendur. En ef þér byðist nú að fara á svona ber-að-ofan-úti-í— skógi-námskeið, myndirðu fara? „Ég veit það ekki en held varla, ég held að við hér þurfum ekki á svona löguðu að halda,“ er svarið. EKKI VÆNLEdUR BÍSNESS Á ÍSLANDI „Mér finnst þetta nú hálf- furðulegar kenningar allt saman og ég held að þessi ímynd eigi sér engan gmndvöll hjá fjalla- mönnum og björgunarsveitar- mönnum hér á landi," sagði Bjöm Baldursson eftir að blaða- maður hafði útlistað kenningar Blys fyrir honum í stuttu máli. Bjöm er 23 ára, mikill áhuga- maður um klif og nýkominn úr þriggja mánaða ferð til vestur- strandar Bandaríkjanna þar sem hann kleif lóðrétta klettaveggi. Eins og Dagur taldi Björn það hina mestu fjarstæðu að hann væri að færa sönnur á karl- mennsku sína með þessu sporti. Þetta væri bara eins og hver önnur íþrótt. Vissulega væri gaman að vera úti í náttúmnni og honum liði vel þar en að ein- hver frumstæð þöif réði gerðum hans taldi hann fráleitt. Ef marka má þá drengi er ekki vænlegur kostur fyrir ís- lenska bísnessmenn að fara að auglýsa Villimanna-námskeið í Vatnaskógi. Kenningar Blys eiga kannski ekki við hér á landi þar sem stutt er í náttúmna og menn ekki aldir upp innan um skýjakljúfa. Lítið samt í kringum ykkur og ímyndið ykkur hvernig vinnufélagamir, feður ykkar eða aðrir karlmenn sem þið þekkið tækju sig út á svona helgamám- skeiði. Tilhugsunin ætti að minnsta kosti að kalla fram bros — ef ekki skellihlátur. Það er gott að geta skemmt sér í skammdeginu. Haraldur Jónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.