Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992
37
M
1» Aikið hefur verið spáð og spek-
úlerað í þá óskhyggju ráðamanna að
breyta Landsbankanum og Búnað-
arbankanum í hluta-
félagabanka. Við
heyrum að Jón Sig-
urðsson og félagar
hafi fengið nóg af
vangaveltum og
brátt líti dagsins ljós
frumvarp þessa efn-
is, þar sem gert er ráð fyrir að breyt-
ingarnar taki gildi 1. nóvember í
haust. Þetta ætli Jón sér að fram-
kvæma áður en hann sest í stól
seðlabankastjóra . . .
F
JL—lins og kunnugt er héldu Jon
Ottar Ragnarsson. fyrrverandi
sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, og sam-
býliskona hans, Margrét Hrafns-
dóttir, utan til Bandaríkjanna fyrir
skömmu. Þar ytra fæddist þeim son-
ur um miðjan febrúar. Hefur hann
verið skírður Einar Ragnar, seinna
nafnið í höfuð afa síns, Ragnars í
Smára ...
I skýrslu fjármálaráðuneytisins
um ríkisfjármál 1991 kom fram að
greiðslur vegna útflutningsuppbóta
hefðu hækkað úr
fjárlagatölunni
1.427 milljónum í út-
komuna 2.426 millj-
ónir og tíundaðar
ástæður þær helstar
að kjöt hefði verið
flutt út til Mexíkó, að
„útflutningsþörf" á mjólkurafurðum
hefði verið meiri en vænst var og að
greiðslur skuldbindinga frá fyrri ár-
um hefðu reynst meiri. Þegar
PRESSAN sendi Magnúsi Péturs-
syni, ráðuneytisstjóra fjármála-
ráðuneytisins, fyrirspurn um nánari
sundurliðun þessara hækkana vís-
aði hann málinu til Þórhails Ara-
sonar deildarstjóra, sem síðan
sendi erindið til landbúnaðarráðu-
neytisins. Þar tók á móti erindinu
Jóhann Guðmundsson, deildar-
stjóri fjármála- og rekstrarsviðs. Að-
spurður sagði Jóhann að í raun
lægju engar tölur fyrir og ekkert
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNID ÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
uppgjör væntanlegt fyrr en í haust.
Ástæðan er sú að í landbúnaðar-
ráðuneytinu væri heildaruppgjör
miðað við „verðlagsár" á meðan
aðrir miða við almanaksár. Meira að
segja er verðlagsárið frá hausti 1990
til hausts 1991 enn óuppgert. Og
vegna þessa getur landbúnaðar-
ráðuneytið ekki svarað einföldustu
spurningum um greiðslur og um-
framgreiðslur til tiltekinna og jafn-
vel löngu liðinna verkefna .. .
M
ITAilli stjornarflokkanna er að
upphefjast ágreiningur vegna undir-
búnings á breytingum á lögum um
Seðlabanka íslands.
Það er Jón Sigurðs-
son viðskiptaráð-
herra sem hefur fal-
ið Yngva Erni
Kristinssyni,
starfsmanni Seðla-
bankans, og Finni
Sveinbjörnssyni, starfsmanni
ráðuneytisins, að smíða frumvarps-
drög. Meðal þess sem gert er ráð
fyrir er að í stað þriggja seðlabanka-
stjóra komi einn yfirbankastjóri og
einn eða tveir undirbankastjórar.
Sjálfstæðismenn eru á móti þessu
og óttast um hag Birgis ísleifs
Gunnarssonar. Líklegt þykir að
Tómas Árnason fari senn að hætta
sökum aldurs, í síðasta lagi á næsta
ári, og Jóhannes Nordal er sömu-
leiðis að nálgast tímamörk, er tæp-
lega 68 ára. Birgir ísleifur er hins
vegar unglamb, aðeins 55 ára. í
bankaheiminum eru menn ekki í
vafa um að Jón Sigurðsson vilji
knýja fram þessar breytingar til að
setjast síðan sjálfur í stól yfirbanka-
stjóra, en sem kunnugt er hefur það
verið talið borðleggjandi að Jón víki
fyrir Guðmundi Árna Stefáns-
syni á þingi. . .
F
A_lftir svosem mánuð, eða rúm-
lega það, mun væntanleg frá Máli og
menningu sjálf Grágás, sú mikla lög-
bók íslenska þjóðveldisins. Þetta
grundvallarrit hefur ekki verið til í
neinni aðgengilegri útgáfu, heldur
hafa menn helst þurft að notast við
allgamlar útgáfur erlendar. Upp-
IANDSBANKI
i ( L A N D *
n-Am-a-w
NÁMU-NÁMSSTYRKIR
Landsbanki íslands auglýsir eftir umsóknum um 5 styrki
sem veittir verða NÁMU-félögum
1 Einungis aðilar að NÁMUNNI, námsmannaþjónustu
Landsbanka íslands, eiga rétt á að sækja um þessa styrki.
2 Allir þeir, sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI fyrir
16. mars 1992, eiga rétt á að sækja um þessa styrki.
3. Hver styrkur er að upphæð 150 þúsund krónur. Þeir
verða afhentir í apríl 1992 og veittir NÁMU-félögum skv.
eftirfarandi flokkun:
2 styrkir til háskólanáms á íslandi, 1 styrkur til náms við
framhaldsskóla hérlendis, 1 styrkur til framhaldsnáms er-
lendis og 1 styrkur til listnáms.
4. Umsóknum, er tilgreini námsferil, heimilisfang og
framtíðaráform, skal skilað til Landsbanka íslands eigi síðar
en 16. mars næstkomandi.
5. Umsóknir sendist til:
Landsbanki íslands, Markaðssvið,
b.t. Ingólfs Guðmundssonar,
Austurstræti 11, 155 Reykjavík.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
runalega var ráðgert að bókin kæmi
út fyrir jól, en þá varð dráttur á, en
nú styttist semsagt biðin. Ritstjóri
útgáfunnar er Gunnar Karlsson
prófessor, en honum til halds og
trausts Kristján Sveinsson sagn-
fræðinemi og Mörður Árnason
blaðamaður . . .
*
Islendingar eiga óvenjumargar
kvikmyndir á þeirri miklu norrænu
kvikmyndahátíð sem er nýhafin í
Rúðuborg í Frakklandi. Er það mikil
breyting frá fyrra ári, þegar enga ís-
lenska mynd var að sjá á hátíðinni.
í samkeppni hátíðarinnar eru þrjár
myndir héðan; Ryð, Börn náttúr-
unnar og Hvíti víkingurinn. Þeim
fylgja meðal annars leikarar úr þess-
um myndum, Egill Ólafsson og
Sigríður Hagalín. Á sérstakri yfir-
litsdagskrá íslenskrar kvikmynda-
gerðar verða sýnd fjölmörg verk,
gömul og ný, allt frá Höddu Pöddu
Guðmundar Kambans til
Ókunnra dufla Sigurbjörns Aðal-
steinssonar. íslendingar eru semsé
í stóru hlutverki í Rúðuborg, þótt
dagskrá sem átti að tileinka Hall-
dóri Laxness hafi verið frestað um
ár . . .
Samvinnuháskólinn
-rekstrarfræði
Rekstrarfræðadeild
Samvinnuháskólapróf í rekstrarfræöum miðar aö því aö
rekstrarfræðingar séu undirbúnir til forystu-, ábyrgöar- og
stjórnunarstarfa í atvinnulífinu.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eöa vióskipta-
brautum eða lokapróf í frumgreinum við Samvinnuháskólann
eða annað sambærilegt nám.
Viðfangsefni: Öll helstu svið rekstrar, viðskipta og stjórnunar,
s.s. markaðsfræði, fjármálastjórn, starfsmannastjórn, stefnu-
mótun, lögfræði, félagsmál, samvinnumál o.fl.
Námstími: Tveir vetur, frá september til maí.
Frumgreinadeild
til undirbúnings rekstrarfræðanámi.
Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám á framhaldsskólastigi án til-
lits til námsbrautar.
Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvugreinar, enska, ís-
lenska, stærðfræði, lögfræði og félagsmálafræði. Einn vetur.
Aðstaða: Nemendavist og fjölskyldubústaðir á Bifröst í Borg-
arfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.fl. Barna-
heimili og grunnskóli nærri.
Kostnaður: Fæði, húsnæði og fræðsla áætluð um 38.000 kr.
á mánuði fyrir einstakling næsta vetur.
Umsóknir: Með bréfi til rektors Samvinnuháskólans á Bifröst.
Umsókn á að sýna persónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri
skólagöngu með afriti skírteina og um fyrri störf. Tvenn skrifleg
meðmæli fylgi. Veitt er innganga umsækjendum af öllu land-
inu. Þeir umsækjendur ganga fyrir, sem orðnir eru eldri en 20
ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu. Námið hentar
jafnt konum sem körlum.
Umsóknir verða afgreiddar 25. apríl og síðan eftir því sem
skólarými leyfir.
Samvinnuháskólanám er lánshæft.
Samvinnuháskólinn á Bifröst,
311 Borgarnesi - sími 93-50000.
Verktakar - Vörubílstjórar!
BORCO
Tæknimaður frá BORCO vagnaverksmiðjunum
í Bandaríkjunum verður til viðtals dagana
17. - 20. mars næstkomandi.
Tryggið ykkur véla- eða malarvagn fyrir sumarið
á mjög hagstæðu verði.
Ráðgjöf - sala - þjónusta.
Skútuvogur 12A - Reykjavík - 0 812530