Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 41

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992 Ástin er jafn flókin og hún er einföld. Þegar hún ryðst inn í lífþitt verður grasið grœnna, himinninn blárri, sjórinn ógurlegri og fjöllin tignarlegri. Þú hœttir að borða, svífur þegar þú dansar, gengur á Ijósastaura, ert óvinnufœr, heyrnarlaus, setur lyklana í ruslið og ferð með inniskóna í tunnuna. Þú bara fúnkerar alls ekki. hafði ástin kviknað milli stráks- ins og einnar stúlkunnar og engr- ar undankomu auðið. Þau ákváðu að ferðast saman. I dag eru þau gift, eiga eitt bam og búa í Bandaríkjunum. Annað dæmi um ferðalag á meginlandi Evrópu var þegar ís- lensk kona lagði í rútuferðalag frá London til Suður-Frakklands í þeim tilgangi að renna sér á skíðum í frönsku Olpunum. Við upphaf ferðarinnar vindur sér að henni Englendingur, býður sam- lokur, jógúrt, sælgæti, vín, sígar- ettur, bækur, kassettutækið sitt... 1 stuttu máli allt sem hann fann í tuðm sinni. Þegar í Alpana kom hélt mað- urinn uppteknum hætti; elti stúlkuna upp um öll fjöll, sat hjá henni í lyftunum, bauð henni heita drykki eftir langa daga í fjöllunum og reyndi allt hvað af tók að sannfæra hana um að hún ætti heima í sama skíðakennslu- flokki og hann, þótt raunin væri önnur. Mikið hreint óskaplega fór maðurinn í taugamar á henni en að sama skapi var hann svo æv- intýralegur að hún komst ekki hjá því að velta þessu fyrir sér. Hann var með hana á heilanum. Nokkmm mánuðum seinna var hún komin með hann á heilann og hlutimir fóm að gerast. Einir sex Englendingar sem búa hér á landi fluttust búferlum frá Englandi eftir kynni við ís- lenskar stúlkur á Butlins-sumar- dvalarstöðunum í Bretlandi. Þeir em Bill McManus, Tony Chonge, David Vokes, Neville Young, George White og Jim Smart, ljósmyndari PRESS- UNNAR. Á Butlins tíðkast að starfsmenn klæðist rauðum jökkum og hvítum buxum og er starf þeirra fólgið í að aðstoða gesti við að skemmta sér. Jim var klæddur í búninginn sinn og til- búinn að dansa þegar hann sá konuna sína tilvonandi í fyrsta sinn. Þó svo hann næði ekki fyrs- ta dansinum þá rættist úr og þeirra dans stendur enn yfir. ÁSTIN SIGRAR Algengt ferli í dramatískum bíómyndum er hvemig andstaða samfélagsins styrkir ástina, en í langflestum tilfellum ná elsk- endumir saman í lokin, ef ekki með brúðkaupi þá í dauðanum. Þó svo að eftirfarandi dæmi úr íslenskum veruleika sé ekki samnefnari fyrir bíómynda- stemmningu sýnir það hvemig styrkur ástarinnar getur aukist við mótlæti. Þau vom ung þegar þau kynntust, hún 17, hann 16. Sam- an vom þau í æskulýðsfélagi í kirkju í Reykjavík, höföu starfað við sunnudagaskóla sóknarinnar og hann spilað í hljómsveit á vegum safnaðarins. Þau urðu ástfangin innan trúfélags þar sem leiðtogar lögðu línur milli góðs og ills. Þegar þau leituðu sam- þykkis á sambandinu hjá einum af leiðtogum safnaðarins var þeim sagt að þau yrðu að bíða eftir vilja Guðs og þroskast hvort í sínu lagi. Að bíða er erfið og óraunsæ lausn fyrir ungt ástfangið fólk, en þau reyndu. Sambandi sínu héldu þau leyndu í um ár en svo fór í lokin að stráknum vom sett- ir afarkostir; Hljómsveitin eða kærastan. Svo fór að þau drógu sig út úr félaginu og em ham- ingjusamlega gift í dag. ÁSTIN ER EIGN HINS FAGRA Bókin Samdrykkjan er ffæg- asta rit um ástina sem ritað hefur verið og er heimspekileg grein- argerð á fyrirbærinu ást. Aftast í bókinni er ræða Sókratesar um ástina, skráð af Platón, og er hún aðalefhi bókarinnar: Við þráum að eignast hið fagra og fyrir Plat- óni er hið fagra og góða það sama. I raun getur ekkert verið fagurt sem ekki er gott; það sem er gott hlýtur að vera fagurt. Ást er þörfin fyrir að eignast ævar- andi hlutdeild í hinu fagra, hin- um fögm eiginleikum sem hver manneskja hefur til að bera. Ást- in hlýtur því að vera ævarandi eign hins fagra, sem leiðir af sér mikla hamingju. Platón telur að maðurinn þroskist þannig að við sjáum og nemum fegurðina á breytilegan hátt. Þó svo að við sjáum fyrst ytri fegurð þá er hin eina sanna fegurð sú sem býr innra með okkur. Þróun ástarinnar er sú að við fömm að þrá innri fegurð manneskjunnar. Hin eina sanna ást er sú ást sem er algjörlega óháð hinu jarðneska, því fegurð andans ræður. Þetta er hin marg- firæga platónska ást. Samkvæmt frummynda- kenningunni eiga allir jarðneskir hlutir sér einhvers konar ffurn- mynd sem er eilíf og óbreytanleg í tíma og rúmi. Æðst allra ffum- mynda er hið góða. Þegar þú eignast að eilífu hið góða og skynjar það ertu svo sannarlega ástfangin(n). Hughyggjan gengur aftur á móti út ffá því að ástin sé einung- is hugmynd manns sjálfs, að hið fagra sé einungis að finna í manns eigin huga og sé ekki eig- inleiki sem eigi sér einhveija til- vist. Einfaldlega ómenguð hug- hyggja. Það er sama hvemig við reyn- um að skilgreina ástina, hvort sem um Platón, Freud, ffum- myndakenningu eða hughyggju er að ræða; Ástin er eilíf og rugl- ar okkur alltaf örlítið í ríminu. Anna Har. Hamar Ég var ber í sólbaði en Palli var í gulum jakka. i#r fannst hann nú uvísi en svolítið sj^nnandi og öðr aðrir,“ segir^Áslaug Snorradóttir Pdaginn þegar hún hitti Pál Stef- I • áfrs^on í lauginni. K Y N L í F Blindgötur í kynlífsumrœðu Er ekki hægt að tala um kynlífið nema eitthvað sé að? Engar fréttir — góðar fféttir segjum við stundum þegar okkur finnst fréttir eingöngu snúast um það sem miður fer. Stundum ofbýður mér hvað kynlífsumræðan í þjóðfélag- inu er einhliða á neikvæðu nótunum (nú eða bara í gríni a la Flosi). Kynferðisleg áreitni, nauðganir, sifjaspell, alnæmi, óffjósemi — svona mætti lengi telja. Hvergi örlar á þeirri hugmynd að kynlíf hafi já- ... Kynferðisleg vellíðan var lágt skrifuð og lítið um já- kvœða kynlífs- reynslu. Það var helst að kynlífið batnaði þegar hafin var ný sambúð eftir skilnað. kvæð áhrif á sálartetrið. Nýlega var ég með fram- haldsskólanemendur á nám- skeiði þar sem við fjölluðum um jákvæðar hliðar kynlífsins. Kynlíf verður að setja í sam- hengi við aðra þætti lífsins. Kynferðisleg samskipti verja okkur gegn streitu, auðvelda okkur að deila innstu tilfinn- ingum okkar með annarri manneskju, efla ónæmiskerfið og eru eitt helsta tækið til að uppfylla eðlilega snertiþörf meðal unglinga og fullorð- inna, svo fátt eitt jákvætt sé nefnt. Til að okkur líði vel kyn- ferðislega þurfum við að vita að það er ekkert til sem heitir fullkomið kynlíf — þannig drögum við úr óþarfa kröfum bæði til sjálfra okkar og ann- arra. Til að láta ekki mata sig á goðsögnum úr óbeinu kyn- fræðslunni (vinir, ástarsögur, klisjukvikmyndir) er gott að verða sér úti um haldbetra kynfræðsluefni. Á allra síð- ustu árum hafa komið út margar ágætis bækur á ís- lensku. Gallinn er bara sá að þær staldra stutt við í bóka- söfnunum og eiga það til að gufa upp! Til að koma kyn- ferðislegum þörfum okkar til skila þurfum við að eiga auð- velt með að tala um kynlífið, en til að það sé hægt verðum við að hafa til þess orð sem okkur finnst eðlileg og sjálf- sögð. Fyrirferðin á miðju and- litinu nefhist nef og litla holan á kviðnum er kölluð nafli. Engum finnst athugavert að vera með nef eða nafla og við gefum þeim ekki heiti eins og „féstútta" eða „magadudda". Annað er upp á teningnum þegar kemur að góðu orði yfir kynfæri kvenna. En það er heldur ekki nóg að hafa not- hæf orð til tjáskiptanna. Það þarf líka að æfa sig í að ræða þessi mál við sína nánustu, ekki bara við bestu vinkonuna eða vininn eða á fylleríi úti í bæ. Eftir fyrirlesturinn skipti ég framhaldsskólanemunum í nokkra hópa og átti hver þeirra að skrifa æviferil ímyndaðs einstaklings niður á blað. Þar átti að koma fram nafh, fjöl- skyldubakgrunnur, kyn, kyn- hneigð, helstu lífsviðburðir, fyrsta kynlífsreynsla, þættir sem stuðla að jákvæðri kyn- lífsreynslu og val á gemaðar- og kynsjúkdómavömum svo það helsta sé nefnt. Síðan stað- settu þau hvert atvik — auð- veldara að búa til einhvem til að tala um en að tala um sig sjálf — og þau þurftu að taka ákvarðanir um hvemig og hvenær einstaklingurinn þroskaðist. Effir hópvinnuna bámm við saman æviferil fimm ímyndaðra einstaklinga og kom þá margt í ljós. Ein- kennandi var að þau létu þessa einstaklinga ganga í gegnum margt neikvætt; fóstureyðing- ar, kynsjúkdóma, skilnaði, framhjáhald, slys, dauða af völdum alnæmis, „lykkjufall" svo fátt eitt sé nefnt. Hins veg- ar vom þau sammála urn að þetta væri raunvemleikinn sem blasti við flestu fólki — svona væri lífið. Síðan var áberandi hvað hugarfóstur þeirra pældu lítið í getnaðar- og kynsjúkdómavömum. Einnig var athyglisvert að nemamir gátu lítið sett sig í spor eldra fólks. Best gekk þeim að spá í ævina út frá sinni eigin ævi: Flest létu þau ímynduðu einstaklingana fara í fyrsta læknisleikinn um 4—6 ára aldur, kelerí og sjálfsfróun um 12 ára aldur og fýrstu kyn- mök við 15 ára aldur. Aðspurð halda þau að það síðastnefnda sé ekki óalgengt. Kynferðisleg vellíðan var lágt skrifuð og lít- ið um jákvæða kynlífsreynslu. Það var helst að kynh'fið bam- aði þegar hafin var ný sambúð eftir skilnað. I fljótu bragði virðist ungt fólk ekki almennt undir það búið að hugsa um kynltf á já- kvæðan hátt. Líkt og í annarri heilbrigðisumfjöllun ber um- ræðan sterkan keim af sjúk- dómsmiðuðum hugsunar- hætti. Þetta er það sem ég á við með blindgötum í kynlífsum- ræðu. Er ekki kominn tími til að líta á kynlífið á annan hátt en með neikvæðu gleraugun- um? Spyrjiö Jónu um kynlifið. Utanáskrift: Kynlifc/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavik.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.