Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992 M E N N Hörður Sigurgestsson I lagi á meðan hann syngur ekki á aðalfundum Það hefur verið sagt að spár Þjóðhagsstofnunar séu brilljant, — það þurfi bara að finna þjóð sem þær passi við. Nú er óska- barn þjóðarinnar, Eimskip, kom- ið í svipaða stöðu. Það þarf að finna sér þjóð sem hæfir stærð þess og stórhug. Bamjð er vaxið þjóðinni yfir höfuð. Á sania hátt og hugur unglingsins leitar æ meira út fyr- ir heimilið eftir því sem tognar úr honum er Eimskip farið að leita sér að nýjum og stærri heima- „Hörður vinnur uið að hugsa og það er ekki hœgt að hugsa alltaf um það sama. Hann gœti allt eins verið enn niðri í fjármála- ráðuneyti." mörkuðum. Áður en þjóðin veit af mun sjást æ minna af barninu og einn daginn áttar hún sig á að það lætur bara sjá sig á stórhátíð- um; það rétt lítur inn, er með hugann við annað og er rokið í burtu. Þannig hafa kálfar alltaf launað ofeldið og þannig munu þeir sjálfsagt halda áfram að launa það. Þegar allt gengur í haginn vilja þeir hlaupa af sér hornin og lifa eigin lífi; þegar illa gengur kemur vanalega í ljós að þeir hafa veðsett hús foreldra sinna. Þá koma kálfamir heim og kallast týndir sauðir og krefjast þess að slátrað sé kálfi þeim til heiðurs. Síðast hétsauðurinn Hafskip og kálfurinn Útvegsbankinn. Nú ætla Hörður Sigurgests- son og Eimskip að reyna fyrir sér. Þetta er eins og í ævintýrun- um, nema hvað söguþráðurinn er á haus. I þeim fór stóri bróðurinn alltaf á undan út í heim. Auðvitað er það skiljanlegt að Hörður sé orðinn hundleiður á að tuðrast þetta á íslenskum heimamarkaði. Það er í sjálfu sér voða gaman að græða 300 millj- ónir á einu ári en það verður hversdagslegt til lengdar. Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að heimta há flutningsgjöld undir kornflexpakkann til ís- lands. Það eru því ekki miklar líkur til að þessar 300 milljónir verði 500 eða 1.000 ef engir eru til að borga nema fslendingar. Og hvað á Hörður líka að gera á daginn annað en að teygja sig inn á annarra þjóða heima- markaði? Eftir að hann kom 511- um daglegum verkefnum yfir á framkvæmdasfjórann hefur hann stokkað Eimskip upp átta sinn- um og stjórnað með öllum mögulegum og ómögulegum stjómunaraðferðum. Það getur líka verið leiðinlegt til lengdar. Hörður vinnur við að hugsa og það er ekki hægt að hugsa alltaf um það sama. Hann gæti allt eins verið enn niðri í fjármálaráðu- neyti. Þess vegna er Hörður farinn að hugsa um nýja markaði og þess vegna líður Herði betur í vinnunni. Það er því allt í besta lagi ef hann bara heldur áfram að láta hluthafana fá milljónirnar súiar og ef honum fer ekki að líða jafh rosalega vel og Björg- ólfi Guðmundssyni á sínum tíma. Þetta er allt í lagi þangað til Hörður fer að syngja á aðalfund- um. Ef hann tekur upp á því er fjandinn laus. Þá er best að selja Landsbankann í hvelli til að bjarga honum frá slátraranum. ÁS Islenski gagnagrunnurinn i oo þusund KRÓNA TILB RÍKISSJÓDS LANGHÆST Síðasta Iaugardag var íslenski gagnagrunnurinn boðinn upp á nauðungaruppboði borgaifóg- etaembættisins. Það var að kröfu ríkissjóðs sem á sfrium tíma tók veð í gagnagrunninum fyrir 25 milljóna króna söluskattsskuld Svarts á hvítu, en Islenski gagna- grunnurinn hf., útgefandi skuldabréfsins, var dótturfyrir- tæki þess. Var bréfið gefið út um áramótin 1988—'89. Þetta var ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi fjármálaráðherra, en flokks- bræður hans stjórnuðu Svörtu á hvítu. Er ljóst að ríkissjóður hef- ur þar með tapað kröfu sinni. Samkvæmt lýsingum sjónar- votta á uppboðinu vakti það nokkra kátínu þegar Jónas Gúst- afsson borgarfógeti bauð gagna- grunninn upp. Jónas veifaði ein- hverju blaði þar sem kom fram lýsing á því sem verið væri að bjóða upp. Var fyrsta tilboð upp á 1.000 krónur og orsakaði það hlátur meðal uppboðsgesta. Næst voru boðnar 5.000 krónur en síðan kom tilboð upp á 40.000 krónur. Þá bauð Ingólfur Friðjónsson héraðsdómslög- maður 100.000 krónur fyrir hönd ríkissjóðs og var sleginn gripurinn. Eftir því sem komist verður næst veit enginn hvað á að gera við gagnagrunninn, en fyrstu hugmyndir eru að gefa hann Há- skóla íslands. Það er því spum- ing af hverju ríkissjóður var að eyða 100.000 kallinum? Ólafur Ragnar Grímsson: Gagnagrunnurinn, sem hann samþykkti sem veö fyrir 25 milljóna króna sölu- skattsskuld flokksbræöra sinna, var sleginn ríkissjóöi á 100.000 krónur. Það var reyndar langhæsta tilboöiö f grunninn. Eyjolfur Konrað berst við yjaldþrot Eyjólfur Konráð Jónsson. Hann er f andstööu viö aöra stjórnendur ísnó um hvað gera á til aö bjarga fyrirtækinu. Fiskeldísfyrirtækið ísnó á í verulegum rekstrarerfiðleikum þessa dagana. Eyjólfur Konráð Jónsson stjómarformaður sagði það rétt að staða fyrirtækisins væri erfið, hins vegar væri hann þess fullviss að það tækist að bjarga því frá gjaldþroti. Sem dæmi um stöðu fyrirtæk- isins má nefna að Isnó hefur ekki getað greitt starfsmönnum nema lítinn hluta þeirra launa sem þeir eiga inni frá áramótum. Eyjólfur Konráð sagði það slæmt að geta ekki greitt fólkinu það sem það ætti inni. Búið væri að greiða hluta af launum frá áramótum og hann gerði sér einnig vonir um að geta greitt það sem á vantaði innan fárra daga. Eyjólfur Konráð sagði að sem stendur væru starfsmenn fá- ir en að beim fjölgaði á næstunni þar sem brátt þyrfti að slátra um eitt hundrað tonnum af fiski. Óeining er innan stjómar fyr- irtækisins um hvað gera á til að leysa vandann. Ef ekki verður gripið til ráðstafana, greiðslu- stöðvunar eða nauðarsamninga, er hætt við að starfsemi fyrirtæk- isins stöðvist. Eyjólfur Konráð hefur verið manna mest á móti því að leitað verði eftir greiðslu- stöðvun eða reynt að fá kröfu- hafa til að falla frá hluta þeirra 500 milljóna króna sem ísnó skuldar. Undantekning þar á er að stjórnendur ísnó hafa leitað til opinberra sjóða um skuldbreyt- ingu. Friðrik Sigurðsson fram- kvæmdastjóri lætur af störfum hjá ísnó um næstu mánaðamót og tekur við starfi framkvæmda- stjóra Kísilgúrverksmiðjunnar við Mývatn. Eigendur Bors hf., Bygginga og ráðgjafar Ákærðir fyrir að stela söluskatti Sakadómur Reykjavíkur hef- ur til meðferðar mál ákæruvalds- ins á hendur Sveini Agli Ulfars- syni og Birni Jóhanni Jóhanns- syni vegna meintra undanskota frá söluskatti. Þeir félagar ráku fyrirtækið Bor hf., Byggingar og ráðgjöf öðru nafni, sem nú er gjaldþrota. Engar eignir fundust í þrotabúi Bors hf. en kröfurnar sem lýst var í búið vom samtals rétt tæpar sjötíu milljónir króna. Bor hf. var úrskurðað gjald- þrota í febrúar 1989. Ekki var skipaður bústjóri yfir búinu. Skiptaráðandi tók aðeins afstöðu til þriggja launakrafna, sem sam- tals námu 820 þúsund krónum. Ekki þótti ástæða til að taka afstöðu til annarra krafna þar sem sýnt var að engar eignir voru til á móti þessum háum kröfum. Ríkissaksóknari höjðaði mál á hendur Sveini Agli Úlfarssyni og Bimi Jóhanni Jóhannssyni, eigendum Bors hf., með ákæm sem gefin var út í desember 1991. Búið er að birta þeim ákæmna í málinu. I henni em þeir sakaðir um að hafa dregið sér rúmar sjö milljónir af sölu- skatti sem þeir innheimtu á árun- um 1986 og 1987. Málið er nú til meðferðar í Sakadómi Reykjavíkur. Eigin- leg dómsmeðferð er ekki hafin og ekki hægt að búast við dómi fyrr en með vorinu. Erfitt er að segja til um rétt- mæti allra krafhanna þar sem ekki var tekin afstaða nema til sáralítils hluta þeirra, eða ein- ungis til forgangskrafha eins og áður sagði. Sem dæmi má nefna að tollstjórinn lýsti 20 milljóna króna kröfu í búið og er sölu- skatturinn sem ákært er vegna hluti af kröfu tollstjóra. 20 millj- óna króna krafan er að hluta til áætlun og þar sem ekki var tekin afstaða til allra krafha, eins og áður sagði, er óvíst hversu mikill hluti af kröfu tollstjóra var raun- verulegur. Ekki var gengið frá gjald- þrotaskiptunum fyrr en í ljós kom hvað fengist út úr við- skiptasamningum sem Bor hf. hafði gert. Það fór með þá eins og reiknað hafði verið með; ekk- ert fékkst út úr þeim sem styrkti stöðu þrotabús Bors hf. Sveinn Egill Úlfarsson. Hann var annar eigenda Bors hf. Eigendurnir hafa verio ákæröir fyrir aö sklla ekki söluskatti. Fyrirtækið er gjaldþrota. Kröfumar voru 70 milljónir króna en engar eignir voru í búinu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.