Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 13
I FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992 13 Skýrsla finnsku lögreglunnar frá 1941 „FERÐASAGA" er yfirskrift skýrslu Menn Miksons stóðu fyrir fjöldaaftökum á gyðingum. Hann stærði sig af því hversu áhrifaríkar pyntingarnar voru, segir í skýrslu finnsku lögreglunnar í ríkisskjalasafninu í Helsinki. í skýrslu fmnsks lögreglu- manns sem var á ferð í Eistlandi í byijun október 1941 kemur fram að Eðvald Hinriksson, þá Evald Mikson, stjómaði pynt- ingum á föngum í Aðalfangels- inu í Tallinn. Þar var meðal ann- ars beitt barsmíðum og raf- magnslosti til að fá fanga til að játa á sig sakir. Einnig kemur fram í skýrslunni að nánast allir fullorðnir karlmenn úr hópi eist- neskra gyðinga höfðu verið drepnir. Meðal annars er greint frá fjöldaaftöku á áttatíu gyðing- um við skurð fyrir utan Tallinn. Þeim eru gefin „sætindi", sögðu Eðvald og félagar hans í eist- nesku öryggislögreglunni við hinn finnska starfsfélaga sinn. Skýrslu þessa ritaði Olavi Vi- herluoto, sem dvaldi í Eistlandi dagana 1. til 12. október 1941 í því skyni að koma á sambandi á milli finnsku öryggislögreglunn- ar og Einsatzgruppen 1 — A-sveita Þjóðveija, sem höfðu það hlutverk að elta uppi gyð- inga og taka þá af lífi. Á meðan á dvöl Viherluotos stóð kynntist hann starfsmönnum eistnesku öryggislögreglunntir, þar á með- al Evald Mikson. I skýrslu, sem Viherluoto skrifaði yfirboðurum sínum við komuna til Finnlands, kemur meðal annars frarn að Mikson stjómaði pyntingum á föngum í Áðalfangelsinu í Tall- inn og stærði sig af því hversu áhrifaríkar pyntingamar væm, þ.e. hversu vel gengi að fá fanga til að játa á sig glæpi. PRESSAN hefur skýrsluna undir höndum og hefur gengið úr skugga um að hún er áreiðanlegt og uppmna- legt skjal. Lesendur em varaðir við því að lýsingar í skýrslunni em einkar ógeðfelldar. MIKSON STJÓRNAR PYNTINGUNUM Orðrétt segir svo í skýrslu Vi- herluotos um störf Miksons og hans manna: „Yfumaður upplýsinga- og ráðningardeildarinnar er fyrmrn starfsmaður öryggislögreglunn- ar, Evald Mikson að nafni, sem vinnur, býr og snæðir í yftr- heyrsluherberginu í Aðalfang- elsinu í Tallinn. Þessi lögreglu- hópur, sem hefur aðeins starfað í tæplega fjórar vikur, hefur náð umtalsverðum árangri, fram- kvæmt mörg þúsund handtökur og húsleitir og leitað að komm- únistum í felum og að rússnesk- um vopnageymslum. I Eistlandi hafa tíu þúsund kommúnistar verið handteknir og 2.600 fangar em í Aðalfangelsinu. Þessi ungi og óreyndi hópur hefur náð góðum árangri við að ná fram játningum við yfir- heyrslur vegna þess að lögreglan veigrar sér ekki við að beita öll- um tiltækum ráðum (við yfir- heyrslumar). Það er alvanalegt að játningar séu fengnar með barsmíðum í höfuð og bak. Ef PRESSAN hafði samband við Atla Eðvaldsson vegna fmnsku skýrslunnar. Hann vísaði í bók föður síns þar sem Eðvald grein- ir stuttlega frá heimsókn Vi- herloutos og ber þar tvennt hæst. Eðvald segir að Viherluoto hafi verið drykkfelldur og hafi verið rekinn frá finnsku öryggislög- reglunni sumarið 1943 vegna drykkju og mikilla fjárráða sem ekki hafi fengist skýring á. Einn- ig ber hann eistneska kommún- istann Karl Sare fýrir því að Vi- þetta dugar ekki em fangamir látnir glenna fætuma og barið „þar sem viðkvæmast er“. Þegar allt annað þrýtur nota þeir raf- straum. Jám em sett á hendur og fætur þess, sem verið er að yfir- heyra, og þangað er rafstraumur sendur. Mikson, sem stjómar þessum „veisluhöldum", sagði mér að í öllum tilfellum nema einu hefðu þessar aðferðir fengið meira að segia þijóskasta fólk til aðjáta." GYÐINGARNIR SKOTNIR Viherluoto veitti því athygli að engir gyðingar vom sjáanleg- ir í Tallinn og spurði eistnesku lögreglumennina hvar þeir væm. Hann greinir svo ffá svömm þeirra í skýrslu sinni: „Þeir sögðu að það væm varla neinir gyðingar eftir í Eistlandi. Aðeins hópur ungra kvenna og bama sem hefðu verið lokuð inni í einangmnarbúðum í Arkna. Allir karlmenn af gyðingaættum hafa verið skotnir. Þegar Tartú-borg hafði verið tekin vom 2.600 kommúnistar og gyðingar skotnir. I Tartú lést mikill fjöldi gyðingabama úr herluoto hafi verið á mála hjá sovétmönnum ámm saman. PRESSAN bar þessar full- yrðingar undir dr. Hannu Raut- kallio, fmnskan prófessor sem hefur rannsakað skýrslur finnsku lögreglunnar frá þessum tíma og skrifað mikið um Finnland á stríðsámnum. Dr. Rautkallio hafði ekki heyrt þessar fullyrð- ingar áður og sagðist þó þekkja þessa sögu allvel. Ekki kunni hann heldur skýringu á því af hverju Viherluoto hefði átt að hungri. Tveimur dögum áður en ég fór aftur til Finnlands sagði Mikson mér að daginn eftir yrði komið með nokkra tugi aldraðra gyðingakvenna í Aðalfangelsið í Tallinn; annar lögreglumaður sagði að þeim yrðu gefm „sæ- tindi“. Báðir sögðu þeir að svo gamlir gyðingar væm ekki leng- ur til neins gagns í heiminum. Þeir sögðu mér ekki hvað orðið „sætindi" þýddi, en ég giska á að þessir gyðingar hafi verið skotn- ir nokkrum dögum síðar. Mik- son sagði nefnilega að sama morgun og ég heimsótti Aðal- fangelsið síðast hefðu þeir farið með áttatíu gyðinga á vörubílum út í skóg, skipað þeim að kijúpa á kné á skurðarbarmi og skotið þá aftan frá.“ Viherluoto spurðist fyrir um ástæðumar fyrir þessari meðferð á gyðingum og komst að þvf að eistneskir kollegar hans vom miklir gyðingahatarar og nutu þess að segja slíkar sögur. Þeir héldu fram að „gyðingar í Eystrasaltsríkjunum hefðu stað- ið fyrir hroðalegri eyðileggingu en verstu kommúnistar eða Rússar og hefðu verið meðal áköfustu liðsmanna Eyðilegg- greina rangt frá aðferðum eist- nesku lögreglunnar í skýrslu sinni. Skýrsla Viherluotos kom töluvert við sögu í réttarhöldum í Finnlandi árið 1947, þegarréttað var yfir yfirmanni hans, Amo Anthoni. Þá frasögn og tilvísanir í skýrslu Viherluotos má lesa í bók dr. Rautkallios sem gefin var út árið 1985 og tveimur ámm síðar á ensku. Hún ber heitið „Finland and the Holocaust". ingarsveitanna“. Seinna hefur ónefhdur yfumaður í finnsku lögreglunni bætt við í spássíuna í skýrslu Viherluotos: „Nema þetta hafi verið búið til sem rétt- læting.“ OPINBER GÖGN í HELS- INKI Eins og áður sagði hefur PRESSAN undir höndum skýrslu Viherluotos þar sem greint er ffá störfum eistnesku öryggislögreglunnar. Þessar frá- sagnir rak fyrst á fjömr blaða- manns í eistneskri bók sem gefin var út í Tallinn árið 1966 og Wiesenthal-stofnunin í Jerúsal- em kom höndum yfir. Hún heitir MÖRVARID EI PAASE KA- RISTUSEST sem mun útleggj- ast „Morðingjamir munu ekki sleppa undan réttvísinni" og er höfundur hennar L. Barkov. Þar er ekki fjallað um þær ásakanir, sem fram komu við réttarhöld í Tallinn árið 1961, heldur er ein- göngu minnst á Mikson í tengsl- um við skýrslu lögreglumanns- ins finnska. Við eftirgrennslan kom í ljós að frumgagnið, skýrsla Vi- herloutos, er geymd í ríkisskjala- safhinu í Helsinki. Skýrslan er löng, en kaflinn um Mikson er þess efnis sem að ofan greinir. Finnskur prófessor, dr. Hannu Rautkallio, hefur rannsakað gögn finnsku lögreglunnar og vimað í þau í bókum sem hann hefur ritað um Finnland á stríðs- ámnum, þar á meðal í skýrslu Viherluotos. Þegar PRESSAN hafði samband við hann kannað- ist hann samstundis við skýrsl- una og nafn Evalds Miksons, sem hann sagði hafa verið sam- starfsmann nasista. Hann hafði ekki heyrt af málarekstri vegna Miksons nú og vissi ekki að hann byggi á Islandi. Karl Th. Birgisson Eðvald Hinriksson „Viherluoto var á mála hjá sovétmönnum“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.